Morgunblaðið - 23.04.1964, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.04.1964, Qupperneq 32
Barátta tekin upp gegn hjarta og æða- sjúkdómum, mannskæðustu sjúk- dómum hérlendis Samtök stofnuð næsta laugardag SKORIN hefnr verið upp her- ör gegn hjarta- og æðasjúk- dómum, sem hafa auki/t geig- vænlega hér á landi hin síð- ari ár. Eru þeir nú mannskæð astir allra sjúkdóma hér- lendis. — Fyrirhugað er að stofna til samtaka á laugar- daginn kemur, sem hafi á stefnuskrá sinni haráttu gegn þessum sjúkdómum, varnir gegn þeim, afleiðingum þeirra og útbreiðslu. Fréttamenn voru í gærmorgun boðaðir á fund Sigurðar Samú- elssonar, prófessors, Valdimars Stefánssonar, saksóknara, og Eggerts Kristjánssonar, stórkaup manns. Hafði Sigurður orð fyrir þeim og skýrði frá því, að kl. tvö á laugardag yrði haldinn í Tjarn- arbæ stofnfundur samtaka, sem beittu sér fyrir framangreindu máli. Þeir, sem beita sér fyrir þessari félagsstofnun, eru auk hinna þriggja fyrrnefndra: Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Geir Hallgrimsson, borgarstjóri, Davíð Davíðsson, prófessor, Eð- varð Sigurðsson, alþingismaður, Jóhannes Elíasson, bankastjóri, og Sigtryggur Klemenzson, ráðu- neytisstjóri. Sigurður Samúelsson kvað IUekkir í SnæfellsJÖkli? í GÆR sáu menn frá vitamála- skrifstofunni, sem voru að vinna við Rifshöfnina reykjarmekki í ótt til Snæfellsjökuls. Þar sem gos hafa verið alltíð að undan- Jörnu á landinu, datt þeim í hug að jökulinn væri nú líka farinn að bæra á sér eftir 2000 ára svefn. Mlbl. hafði símasamband við Jóhann P. Jónasson, sem lýsti því svo að kl. 2.45 hafði hann og verkstjóri hans litið til fjalla og séð eins og reyk leggja upp úr Geldingafelli, og bera í austan verðan Snæfellsjökul. Hjaðnaði reykurinn á milli, eins og gufu- mökkum skyti þar upp bak við fjailstindinn. Spurðu þeir bónda á staðnum hvort þarna gæti. ver- ið um jarðhita að ræða og sagði hann að þar fyndist enginn jarð- varmi. Kváðust þeir félagar hafa séð þetta af og til nokkra stund. Möl. átti síðan tal við frétta- ritara sína á Hellissandi og í Ólafsvík. Frá Hellissandi sást þá Salt, sem fara átti til FæreYÍa., kemur til Reykjavíkur á föstudagskvöld I GÆR festi Ölafur Gíslason & Co. kaup á saltfarmi, seim fara áttá til Færeyja, og verður skipið inér á föstudagskvöld. Verður það fyrsta saltið, sem kemur til lands ine, eftir að allt salt þraut í þorskveiðihrotunni, sem staðið hefur yfir undanfarna daga. Saltskipið er þýzfct og heitir Heiuan. Það er með 2300 æstir af salti frá Ibiza, sem er ein af Balear-eyjunum austanvert við Spán. Skipið losar fyrst í Repkja vik, en síðam er gert ráð fyrir það losi í Keflavík og Akranesi. Eins og áður hefur verið sagt fná hér í blaðinu kemur saltskip á veguim Kol & Salt með 1600 lest jx af salti nú um helgina, og losar í Vestmannaeyjum, Keflavík og Reykjavík. jökulinn heiður og ekkert óvana- legt., En frá Ólafsvík sáust dala- lœður, eins og oft er þarna á milli jökulsins og Geldingafells. Taldi fréttaritarinn líklegt að þær hefðu getað borið svo við fjallið í góðviðrinu að það lí'kt- ist gufumökkum. Eins lagði vei'ksmiðjureykinn frá Ólafsvík í þess átt og hugsaniegt að reykjarbólstrar hafi slitnag og rekið þarna yfir. Ekki bárust neinar frekari fregnir af þessu í gærkvöldi. hjartasjúkdóma hafa farið mjög í vöxt undanfarna áratugi, aðal- lega erlendis, en einnig hérlend- is. Ekki væri hægt að benda á neitt sérstakt, sem þessu ylli, en ýmsar blikur væru á lofti. Hlið- stæð samtök væru gömul erlend- is og hefðu gefið góða raun. Ætl- unin væri að stofna fyrst félag hér í Reykjavik, en síðar deildir úti um land. Algengasti hjartasjúkdómurinn væri kranzæðakölkun og stífla. Byrjaði hann að herja fólk á fimmtugsaldri og oft áður, og þegar komið væri yfir sextugs- aldur, væri hann í algleymingi. Karlmenn verða aðallega fyrir barðinu á honum, þ.e.a.s. atíhug- anir hafa sannað, að kvenfólk er tíu árum á eftir karlmönnum að þessu leyti, hvarvetna í heimin- um. Kvenfólk um sextugt ihefur því sömu líkur á að taka sjúk- dtóminn og karlar um fimmtugt. Ætlunin er að fylgjast vel með fólki, taka hjartalínurit á viss- um fresti. Aðrar ráðstafanir yrðu svo gerðar, ef eitthvað amaði að, svo sem breytingai á mataræði, og þá sérstaklega varað við of- fitu, sem er ávallt hætuleg. Gerðar yrðu hóiprannsóknir á fólki. Aðalatriðið er að finna sjúkdcminn, áður en hann gerir vart við sig. Þá er hægt að gera þær ráðstafanir, sem að gagni mættu koma. Ávarpið Hér fer á eftir ávarp frá þeim níu mönnum, sem að framan eru greindir: „Við undirritaðir leyfum okk- ur hér með að skora á aknenning að taka þátt í stofnun samtaka um baráttu við hjarta- og æða- sjúkdóma og um eflingu varna gegm þeim. Meginástæða þessa er sú staðreynd, að þessir sijúkdóm- ar eru nú mannskæðastir allra sjúkdóma hérlendis. Sa.mkvæmt íslenzkum heilbrigðisskýrslum hafa dauðsföll af völdiuim þeirra aukizt miklu rneira á síðari árum hérlendis en af yöldum annarra sjúkdóma, ef miðað er við greind dánarmein. Dánartíðni af þessum sökum er þó enn, miðað við skýrslur, lægri en í nágranna- löndunum, en líklegt er, að bætt Framhald á bls. 31. Sigurður Saimielsson, prófessor. Sigurpáll fékk 90 tonn í einu kasti f FYRRADAG fékk Sigurpáll úr Garði 90 lestir í einu kasti rétt við Þrídrang. Er það algert metkast. Næststærsta kast sem vitað er um' mun vera 70 tonna kast, sem Víðir II fékk í fyrra. — Ég var búinn að segja Eggerti að hann mætti ekki koma með meira inn en 30 lestir, því við gætum ekki annað meiru, en þá fökk hann bara 90 lestir í fyrsta kastinu um morguninn, sagði Guðmundur á Rafnkelsstöðum í símtali við blaðið í gær. Skipverjum á Sigurpáli gekk vel að innbyrða aflann, nótin rifn aði ekiki, en það tók meiri hluta dagsins að háfa þetta magn um borð. Þegar í Íand kom, voru 60 lestir teknar í fyrstihúsið og vann fólk vig hann fram á nótt. Um 170 lestir bárust á land í Nýja gosið sást frá Eyrarbakka í gærkvöldi Tveir bátar og Herjólfur urðu þess varir í GÆRKVÖLDI símaði fréttarit ari blaðsins á Eyrarbakka að þaðan sæist geysilegt gos í Surts ey og virtust mekkirnir vera tveir, annar vestan við gamla gosið álíka kraftmikill, miklir gufumekkir og eldglæringar í því eystra. Var mikill eldgang ur neðan í því. Herjólfur varð þessa nýja goss fyrst var á þriðjudagsmorgun. Garðar Þorsteinsson, 2. stýri- maður, segir svo frá: — Við vorum tveir á vakt um morguninn. Kl. 05.47, þegar við vorum staddir 18 sjómílur A-NV af Vestmannaeyjum sáum ég og hásetinn sem var á vakt, Jóhann Marteinsson, ljósan og þykkan gufumökk stíga upp úr sjónum. Við athugun reyndist þetta vera gos, en ekki frá Surtsey. Gos KÓPAVOGUR SJÁLFSTÆÐISFÉILAG Kópa- vogs efnir til félagsfundar nk. þriðjudagskvöld i Sjálfstæðis- húsinu, Borganholtsbraut 6. Ræðurmaður verður Mattbías Á. Mathiesen. þetta var mjög líkt Surtseyjar gosinu á íyrstu dögum þess, og lagði ca. 200—300 m í loft upp frá okkur séð. Aska og aur sáust mjög greinilega neðst í gufumekk inum. Þetta stóð stöðugt í 15—20 mínútur, en dvínaði þá og kom síðan í smúgusum næstu ca. 40 minúturnar. Virtist þetta vera um það bil 2—3 sjómílur SV af Surtsey. Við fylgdumst með þessu þar til það gekk undir Surtsey. Þannig er frásögn Garð ars. Þennan sama morgun sáu menn á bátnum Ófeigi einmg þetta gos. Allan daginn voru menn í Vestmannaeyjum að aka út á höfðann til að reyna að sjá það, en komu ekki auga á það, svo það skildi sig frá aðalgosinu. En síðdegis kl. 16—17 var bátur inn Sigurfari þarna á ferð og sá þá gosið. Þess skal getið að sjávargosið, sem varð í febrúar og hjaðnaði eftir einn dag var um 1% sjó- mílu NA af Surtsey, en þetta 2—3 mílur SV af henni, svo þarna gýs sennilega í sprungu sem liggur á milli þessara staða. Ekki var tekin nákvæm staðarákvörðun á nýja gosinu. fyrrakvöld, af netabátum og 3 notabátum, en Víðir II reif nót- ina. Stærsti fiskurinn er valinn úr og saltaður, því lítið er um salt, en minni fiskur, sem nú er að verða meira af innan um, er hengdur upp. Og vakað er í frystihúsnum fram á nætur. — Fólkið er orðið ósköp þreytt, sagði Guðmundur. Við erum nú að fá skólafólk. Ein dama kom úr Háskólanum í Reykjavik í dag, ætlar að vinna nokkra daga fram að prófi. Okk- ur hefur gengið nokkuð vel að ná í fólk, en þó erum við í vand- ræðum. Þetta er ósköp erfitt hjá fólkinu, en það vinnur sér inn góðan pening, því mikið af þessu er' unnið í dagvinnu og næturvinnu. Skrifstofumaðurinn minn, sem hefur 12 þús. kr. á mánuði, vann t. d. á laugardag og sunnudag og sagðist hafa tekið upp meira en vikukaupið sitt. Hann og skrifstofustúlkan fara núna daglega í fiskvinnu kL. 5 á daginn. Það er virðingarvert þegar fólk vill bjarga eins miklu af aflanum og hægt er. Og reynd ar munum við bjarga þessu, af ekki stæði á saltinu sagði, Guð- mundur að lokum. Etrra hefur hækkað um 10 m á 8 cJögum Róm, 22. apríl. — NTB: ELDFJALLIÐ Etna á Sikiley hefur hækkað um 10 metra á síðustu 8 dögum, að þvi er ítölsk blöð segja í dag. 14. apríl sl. hafði aðalgígurinn mælzt 3.320 metrar á hæð, en í gær mældist hann 3.330 m. Allra bezti vetur á þessari öld TVEIR fréttaritarar blaðsins á norðlægum slóðum kvöddu í gær veturinn með því að síma Mlbl. að þetta hefði verið einbver mild asti og bezti vetur sem elzu rtienn muna. Fara skeyti þeirra hér á eftir: ★ ÞÚFUM, N-ís. — Siðasta vetrar- dag 1964 — í dag kveður einn hinn allra bezti vetur á þessari öld. Góðviðri hefur verið dag bvern og jörð snjólaus og klaka- laus alls staðar í byggð. Útlit er fyrir að miklar heyfyrningar verði. Geldíénaður er kominn alveg af fóðri. Ráðgert er að moka Þorska- fjarðai'heiði bráðlega, en heiðin er snjólítil, svo umferð bila mun hefjast á næstunni yfir heiðina. Svolítið hefur verið kaldara í lofti síðustu nætur en sólfar og hiti á daginn — PP. ★ HÚSAVÍK, 22. apríl — Síðasti vetrardagur er hér stilltur o.g heiðrikur. Þannig kveður sá mildasti vetur sem elztu menn muna. En þrátt fyrir góða tíð o.g mikla sjósókn hefur verið afla- leysi hér í allan vetur og engu betra en sl. ár, sem var frámuna- lega lélegt — Fiéttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.