Morgunblaðið - 01.05.1964, Side 14
14
MOHGUNBL 4Ð1D
FSstudaguc 1. mal 1964
Útgefandi:
Fram ky æmdas t j óri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslustjóri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
1. MAI
¥ dag er 1. maí, dagur verka-
lýðsins. Þá fagna launþeg-
ar í lýðræðisríkjum, unnum
sigrum og setja fram sjónar-
mið sín og kröfur, en í ein-
ræðislöndunum er efnt til
hersýninga og hópgangna,
sem skipulagðar eru af ríkis-
valdinu til að votta því holl-
ustu.
1. maí er nú orðinn almenn-
ur frídagur, því að allar launa
stéttir eru í samtökum, sem
gert hafa þennan dag að bar-
áttu- og hátíðisdegi sínum.
En fyrrum var það svo, að það
voru fyrst og fremst verka-
menn, sem við bág kjör
bjuggu, sem notuðu þennan
dag til að knýja á um kröfur
sínar um mannsæmandi lífs-
kjör.
1. maí hefur því breytzt
mikið — eins og raunar kjara-
barátta í öllum þroskuðum
löndum. Nú er ekki lengur um
að ræða fjandsamlegar stéttir,
heldur má segja að þjóðfé-
lagsumbreytingar í lýðræðis-
löndunum hafi leitt til þess,
að hagsmunir allra stétta séu
samtvinnaðri en áður. Þess
vegna er það þjóðin öll, sem
í dag hugar að því, hvernig
hún bezt sjái málum sínum
borgið.
Það er ánægjwlegt að sam-
staða skyldi takast um hátíða-
höldin í dag, og vonandi nota
menn daginn til að strengja
þess heit að láta einskis ó-
freistað til að framfylgja þeim
óskum almennings, að verð-
bólguþróunin verði stöðvuð,
víxlhækkanir kaupgjalds og
verðlags hætti, en þess í stað
verði kröftunum einbeitt að
því að ná raunhæfum kjara-
bótum.
í trausti þess óskar Morg-
unblaðið launþegum og lands
mönnum öllum til hamingju
með daginn.
ISLENZKUR
EFNAIÐNAÐUR
/'Vuuhreinsunarstöð sú, sem
fyrirhugað er að reisa hér
á landi, verður grundvöllur
að víðtækum íslenzkum efna-
iðnaði, því að olíuvörur eru
hráefni í sífellt fleiri iðn-
greinum. Þess vegna er hér
um að ræða eitthvert mikil-
vægasta fyrirtæki, sem íslend
ingar geta ráðist í.
Við því má búast, að ein-
hverjir einstaklingar reyni að
torvelda framgang þessa
mikla máls. Sú hefur orðið
raunin um öll meiriháttar ný-
mæli, bæði hér og annars
staðar. Einstakir menn hafa
séð á þeim annmarka, ýmist
vegna meintra sérhagsmuna
eða skammsýni. En slíkir
menn hafa aldrei fengið að
ráða ferðinni, enda hefðum
við þá hvorki síma eða raf-
magn í dag, né þau lífsþæg-
indi, sem menn búa við. Síð-
ast minnast menn þess, að bar
izt var gegn Sementsverk-
smiðjunni, þar sem hún átti
bæði að eyðileggja fiskgengd
í Faxaflóa og fiskverkun á
Akranesi.
Á þingi hefur Einar Ol-
geirsson, vafalaust í umboði
kommúnistaflokksins, snúizt
gegn því að olíuhreinsunar-
stöð verði reist. Hann hefur
þó hvorki sér til afsökunar
skammsýni í þessu efni né
neina umhyggju fyrir ein-
hverjum öðrum íslenzkum
hagsmunum. Hann lýsti því
sem sagt yfir, þegar málið var
fyrst rætt á Alþingi, að fram-
tíðarmöguleikar íslands á iðn
aðarsviðinu væru fyrst og
fremst tengdir margháttaðri
fram'eiðslu, þar sem olía
væri hráefnið. Hann gerir sér
þannig réttilega grein fyrir
mikilvægi fyrirtækisins.
En annað er honum þyrnir
í augum. Hann heldur að
Rússar muni skaðast á þess-
ari framkvæmd íslendinga,
og álítur augsýnilega, að þeir
muni telja það mjög þóknan-
legt, að hann berjist gegn
þessu fyrirtæki. Hann lætur
að því liggja, að Rússar muni
beita okkur viðskiptaþving-
unum, ef við dirfumst að iðn-
væða landið.
Sannleikurinn er hinsvegar
sá, að þetta mál hefur verið
undirbúið þannig, að hægt er
að halda áfram víðtækum við
skiptum við Rússa á jafnvirð-
iskaupagrundvelli og m.a. er
gert ráð fyrir að kaupa veru-
legt magn olíu þaðan áfram.
En meginatriði málsins er
það, að allar stórþjóðirnar
keppa að því að vinna sér
hylli með því að styðja þróun
arlöndin og smáþjóðirnar. —
Auk þess hafa Rússar látið af
viðskiptastríði Stalínstíma-
bilsins og leggja megináherzlu
á að ná frjálsum viðskiptum
við Vesturlönd.
Allir vita að Rússar kaupa
gífurlegt magn matvæla fyrir
frjálsan gjaldeyri í Ameríku
og stórauka frjáls viðskipti
við Vestur-Evrópulöndin. Og
nýlega hafa þeir afnumið
tolla á iðnaðarvörum frá þró-
unarlöndunum. Þess vegna er
í hæsta máta ólíklegt, að þeir
mundu beita okkur viðskiota-
þvingunum, þótt við gerðum
bað sama og allar aðrar fá-
tækar þjóðir að treysta at-
un Yrtsm. áBm
Fyrsti kossinn
d kvikmynda-
tjaldi
F Y R I R nokkrum dögum
varð hin fræga brezka
barnastjarna Hayley Mills
18 ára, og héðan í frá verð-
’ ur hún ekki látin leika
telpur með tíkarspena
heldur laglegar unglings-
stúlkur. Fyrsta hlutverkið
af þeirri tegund, sem Hay-
ley leikur, er í kvikmynd
Walt Disney „Moonspinn-
ers“. Það er enginn annar
en hinn frægi Alfreð Hit-
choock, sem samdi kvik-
myndahandritið, og það
ber þess merki því að Hay-
ley og mótleikari hennar,
Peter McEnry, lenda í
mörgum ævintýrum og
sumum fremur óhugnan-
legum.
Koss í líkvag'ninum
í „Moonspinners“ fær Hay-
ley fyrsta kossinn á kvik-
myndatjaldinu og eftir því
sem hún sjálf segir, kveið hún
fyrir því í marga mánuði. En
þegar að kossinum kom stóð
Hayley sig eins og hetja og
hann tók ekki nema sex sek-
úndur. Á eftir, sagði hún, að
umhverfið hefði haft mest á-
hrif á sig, en það var líkvagn.
í kvikmyndinni særist ungi
maðurinn, sem Peter McEnry
leikur og ekkert farartæki er
til staðar til þess að flytja
hann í sjúkrahús nema lík-
vagninn. Hayley fylgir hon-
Hayley orðin 18 ára.
um til sjúkrahússins með áð-
ur nefndum afleiðingum.
Skiptar skoð-
anir í Frakk-
landi
Parls, 28. apríl. NTB.
ÚRSLIT skoðanakönnunar i
Frakklandi, sem birt voru í
dag, sýna, að mjög eru skiptar
skoð'anir Frakka á meðal um
það, hvort Frakkland eigi að
koma á fót eigin kjarnorku-
her
Af þeim sem spurðir voru
i skoðanakönnun þessari
reyndust 39% meðmæltir, 40%
andvígir og 21% hefðu ekki
myndað sér ákveðnar skoðan-
ir um málið. 45% aðspurðra
voru þeirrar skoðunar, að
Frakkar hefðn efnalega ekki
bolmagn til að koma upp eig-
in kjarorkuvörnum 29% töldu
það verjandi efnahagslega en
26% gerðu sér enga grein
fyrir þeirri hlið málsins.
Santiagó, 29. apríl. (NTB).
HARÐIR jarðskjálftar urðu í
gærkvöldi í borgunum Santi-
ago og Yalpariso í Cliile. Ekki
er kunnugt um tjón af völd-
um hræringanna.
vinnuvegi okkar. Slíkt mundi
verða mikið pólitískt áfall fyr
ir þá og þeir gætu þá ekki
vænzt aukinna viðskipta við
voldugri bandalagsþjóðir ís-
lendinga.
En ef þeim aðgerðum, sem
Einar Olgeirsson hótar, ætti
að beita við okkur íslendinga
eina, af því að við erum fá-
tækir og smáir, þá væri eins
gott að við fengjum strax að
sjá það. En Morgunblaðið
hefur samt ekki trú á kenn-
ingum Einars í þessu efni. Og
gjarnan má hafa það í huga,
að þótt barizt væri gegn
Sementsverksmiðjunni, þá
datt engum í hug að hætta
við byggingu hennar, vegna
þess að við höfðum keypt
sement af Rússum, og ekki
heyrðist heldur að þeir teldu
þessar framkvæmdir óeðli-
legar þótt stefna þeirra væri
þá harðari en nú.
HAGUR
ÚTVEGSINS
iT’íminn víkur í gær að því í
forystugrein, að nefnd,
sem fiskframleiðendur hafa
skipað og rætt hefur við for-
ystumenn um byggingu olíu-
hreinsunarstöðvar hafi kom-
izt að þeirri niðurstöðu að á-
hrif af rekstri slíks fyrirtækis
gæti stórskaðað fiskmarkað-
inn. Sannleikurinn í því máli
er sá, eins og greint er frá á
öðrum stað í blaðinu, að þessi
nefnd hefur ekkert látið frá
sér fara í þessu máli, heldur
einungis rætt það, enda hafa
forgöngumenn um byggingu
olíuhreinsunarstöðvar frá
upphafi hagað aðgerðum sín-
um þannig, að viðskiptavinir
okkar í Austur-Evrópu gætu
ekkert tilefni haft til að saka
okkur um það að vilja eyði-
leggja þessi viðskipti.
Meginatriði málsins er það,
að við verðum að iðnvæða
landið og það munum við
gera á næstu árum og áratug-
um. Við höfum réttilega lagt
fyrst á það megináherzlu að
endurnýja skipastól landsins
og byggja UPP sjávarútveg-
inn og því munum við auð-
vitað halda áfram, en sam-
hliða hljótum við að hef ja aðr
ar atvinnugreinar, enda er
það álit fiskifræðinga að ekki
sé unnt að auka fiskveiðar að
ráði frá því, sem nú er.
Þetta er útvegsmönnum
ljóst eins og öðrum og þesa
vegna ræða þeir mál þessi
öfgalaust, og auðvitað eru all-
ir sammála um það, að ein
atvinnugrein eigi ekki að
hindra framgang annarrar,
heldur eigi þær allar að styðja
hver aðra.