Morgunblaðið - 01.05.1964, Page 28

Morgunblaðið - 01.05.1964, Page 28
Snjókoma fyrir norian AlSir vegir þó færir BI.ADIí) IvafAi í gær samband ■við nokkra fréttarilara sína á Norðurlandi og spurðist fyrir um veður og færð. Nokkur snjókoma hefur verið tvo siðustu daga, en þó eru ailir vegir færir, þótt nokkur þyngsli hafi verið, eink- nm austur í Þingeyjarsýslu. Húsavík, 30. apríl. Hér er alhvít jörð en hiti um frostmark og slydduhríð. Ekki er ófærð hér í bænum en krapa- sull á götum. Þungfært var í dag á Tjörnesi einkum fyri-r litla bíla, eia þó var verst hversu blindað var, jafnfallinn-blautur snjór og lentu 6 bílar út af veginum, þótt esngim slys yrðu. Bozar í Kópavogi Sjálístæðiskvennafélagið Edda í Kópavogi heldur bazar sunnu- daginn 3. maí kl. 15.30 í Sjálf- stæðishúsinu í Kópavogi. Þar verður fjölbreytt vöruúrval á hagstæðu verði. Gæftir hafa verið slaemar að undanförnu og afli mjög lélegur þegar gefið hefur. Hrognkelsa- veiði hefur hins vegar verið sæmilega góð og engin skakka- föll á netum, því veðurstofan hefur spáð fyrir um áföll þau sem komið hafa. Aðalfundur kaupfélagsins byrj aði hér í gær. Préttaritari. Siglufirði, 30. apríl. Hér hefur verið bleytuhrið í gær og dag. önnur tilraun var gerð til að koma okkur í vega- samiband og fóru tvær jarðýtur s.l. mánudag upp á Skarð og mokuðu þann dag, nóttina og þriðjudaginn, en á þriðjudags- kvöldið var skollin á hríð svo hætt varð aðgerðum. Erum við því jafn einangraðir og áður. Hór hefur verið lélegt fiskirí en nokkrir bátar eru hér gerðir út. Er vonast eftir að afli glæðist eftir þetta áhlaup. Stefán. Akureyri, 30. apríl. Hór er snjór niður í miðjar hlíðar og má segja að orðið sé haustlegt um að litast eftir veð- urblíðuna í vetur. Allir vegir eru færir, þótt nokkur hálka kunni að vera á fjallvegum. Litið snjóar í innsveitum. Sv. P. Stykkishólmi, 30. apríl. Landlega hefur verið í þrjá daga vegna veðurs, hvassviöri hefur verið að norð-austan og jafnvel éljagangur öðru hverju. í síðustu viku var afli góður. f>á hafði mestan afla m.b. Svan- ur 135 tonn. — Fróttaritari. Myndir úr Surtseyjarferð Vestmannaeyjum 30. aprfl. j ir nokkra þeirra, sem í eyjunni'| Minni myndin sýnir hvar ísra- EINS og skýrt var frá í blaðinu dvöldust þar sem þeir eru komnir elska fánanum hefir verið komið í gær. dvöldust 9 piltar í Surtsey I með blinað sinn niður | f jöru og ' fyrir skammt frá gígnum. en í fyrrinótt og voru þeir sóttir út _ , I hraunleðjan skvettist gloandi upp . j; . . _ v ' eru að fara ut í batinn, sem bið- ' - . i Eyjuna í gær. Þessar myndir , honum. voru þá teknar. ur “f*11 vl® eyna> sest bann í bak j gja einnig mynd á forsíðu. Jhriegja dálka myndin sýn- sýn- I Ljósm.: Sigurgeir Jónsson. Fiskframleiðendur ræða um oflíuhreins unarstöð, en hafa ekkert EINS og kunnugt er af blaða- skrifum hefur að undanförnu verið unnið að undirbúningi að byggingu olíuhreinsunar- stöðvar hér á landi. Forgöngu menn þessa máls hafa m.a. gert fiskframleiðendum grein fyrir þvi, sem gert hefur ver- ið, en þeir hafa af sinni hálfu skipað nefnd, sem einnig hef- nr rætt málið við ráðherra. í nefnd fiskframleiðenda eiga sæti Guðmundur H. Garð arsson frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Gunnar Flóv- entz, Sildarútvegsnefnd, álit láfið uppi Sveinn Beneditksson fyrir síld arsaltendur, Sigurður Egilsson frá Landssambandi íslenzkra útvegsmanna og Bjarni Magn- ússon, SÍS. Morgunblaðið sneri sér til Guðm. H. Garðarssonar og spurði hann um störf nefnd- arinnar. Hann kvað nefndina hafa rætt við fulltrúa þeirra, sem hafa haft forgöngu um byggingu olíuhreinsunarstöðv ar og ráðherra um málið, en enn hefði nefndin ekkert sent frá sér um það. 141 tonn tíl Akrnnes Akranesi, 30. apríl. HEILDARAFLI löndunarlotunn- ar í gær og i morgun var 141 tonn. Höfrungur III fiskaði í nót 61 tonn, svo og Sigurður 38 tonn. Aðeins tveir þorskanetjabátar lönduðu, Sigurfari 21 tonn og Sólfari 21 tonn. M.s. Tungufoss lestaði hér skreið í morgun. Bankarnir hafa opið ril liádes;is BANKARNIR í Reykjavík verða opnir í dag til hádegis, en hins vegar hafa þeir lokað eftir hádegi. Verzlanir verð lokaðar í dag, ] en þó verða mjókurbúðir opn- i ar til hádegis. 1. maí ávarp Fulltruaráðs verkalýðs- félaganna ■ Reykjavík f DAG, 1. maí, á alþjóðlegum þaráttudegi verkalýðsstéttar heimsins, fylkja íslenzk verka- lýðssamtök liði sínu til einhuga sóknar fyrir bættum kjörum og betra lífi vinnandi fólks. Við minnumst frumherja verkalýðshreyfingarinnar, heima og erlendis, þeirra, sem fyrstir kröfðust réttar hvers vinnandi manns til lausnar úr fátækt og kenndu stéttarbræðrum sínum að skilja og meta ósigrandi afl ein- huga samtaka. Við minnum á, að hagsmunir verkalýðsins um heim allan eru sameiginlegir og möguleikarnir til mannsæmandi lífs allra barna jarðarinnar eru augljósir við þær aðstæður, sem nútíma vísindi og tækni bjóða. Engu að síður situr bölvun skortsins enn við dyr nær tveggja af hverjum þrem fjölskyldum heimsins og storkar samvizku hvers heiðarlegs manns. Það er krafa hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar, að fátækt- inni og því ólýsanlega böli, sem henni fylgir, verði á okkar dög- um bægt frá sérhverju heimili þessa hnattar með þeim breyting um á þjóðfélagsháttum, sem til þess eru óhjákvæmilegar. ísienzk verkalýðshreyfing tekur undir þá kröfu af alhug. Við minnum á, að krafa um frið, útrýmingu allra kjarnorku- vopna og algera afvopnun er lífs- hagsmunamál allra manna. Við fögnum samkomulagi þjóðanna um takmarkað bann við kjarn- orkusprengingum, sem skrefi í rétta átt, en við leggjum áherzlu á, að í alþjóðlegum samskiptum verður trúin á valdið að víkja fyrir óhjákvæmilegri nauðsyn friðsamlegrar lausnar vandamál- anna. Við samfögnum hinum ný- frjálsu þjóðum með fengið sjáif- stæði og krefjumst þess, að ailri | nýlendukúgun verði aflétt og að hver þjóð fái fullt frelsi til að stjórna eigin málum. Við fordæmum alla kynþátta- kúgun og höldum því ákveðið fram, að allir menn, hvaða hör- undslit sem þeir hafa, eigi jafnan rétt til lífsins gæða, orða og at- hafna, stöðu og starfs. íslenzk verkalýðshreyfing vill á þessum baráttudegi strengja þess heit, að standa trúan vörð um sjálfstæði íslenzku þjóðarinn- ar, vernda þjóðerni og menningu hennar og tryggja að íslendingar Framhald á bls. 8. * Asherg Sigurðs* son skipaður sýslumaður A fundi ríkisráðs í gær var Asberg Sigurðsson skrifstofu- stjóri skipaður sýslumaffur í Baröastrandasýslu frá I. ágúst að telja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.