Morgunblaðið - 12.05.1964, Page 8

Morgunblaðið - 12.05.1964, Page 8
8 MORCU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 12. maí 1964 — Útvarpsumræður Framhald af 1. síðu. Ölafur Thors, gerði hana ein- mitt að aðalumræðuefni í ræðu sinni í árslok 1962 og sjálfur ræddi ég þennan vanda á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins í apríl 1963 og sagði þá m. a.: „Að sjálfsögðu bitnax það jafnt á allra flokka mönnum í hinum miklu almannasamtökum, - af þeim er beitt til að efla verð- bólgu, auka dýrtíð og torvelda löglega lýðræðisetjóm í land- inu. Verðbólgumeinið verður vafalaust seinlæknað á meðan vald þessara mikiu samtaka er notað heilbrigðum stjórnarhátt- um til hindrunar. Hitt yrði þó enn skaðsamlegra, ef látið væri undan ofbeldinu og meirihluti þjóðarinnar kúgaður til að láta af stefnu sinni. Slíkt má aldrei verða“. í lýðræðisþjóðfélagi hlýtur meiri hluti kjósenda að ráða steifnunni, en Alþingi og ríkis- stjórn ber að taka hæfilegt til- Ut til hinna miklu almennings- samtaka í landinu. Enn hefur okkur íslendingum ekki tekizt að rata í þessu hið rétta meðal- ' hóf. Við skulum hreinskilnings- lega játa, að ein af orsökum þess, hversu erfitt hefur reynzt að ráða við verðbólguna, er að alltof margir, sem í orði kveðnu eru henni andvígir, óttast hana ekki í hjarta sínu og stuðla að henni með gerðum sínum. Jafn- vei ýmsir, sem andúð hafa á öiLu braski, ímynda sér, að þeir geti komizt yfir eignir, t. d. húsnæði handa sjálfum sér, með þessu móti. Aðrir kjósa verðbólguna frem ur en atvinnuleysi, sem sárlega bitnaði á mönnum á árunum 1930-1940 vegna þeirrar stefnu í efnahagsmálum, sem þá var fylgt og þeir umfram allt vilja forðast. En langvinn, vaxandi verðbólga, slík sem við eigum við að búa, horfir almenningi sízt til góðs. Hún eykur mun á fátækum og ríkum og gefur “'þeám, sem óprúttnir eru, færi á að afla sér óverðskuldaðra fjár- muna. Ef svo fer fram hlýtur áður en yfir lýkur ranglætið, sem af verðbólgunni stafar, að leiða til endurmats á eignum og skuldum, er komi í veg fyrir sLíka óheilbrigða gróðamyndun. Bftir standa þá erfiðleikar, sem atvinnurekstur í landinu hefur hlotið af verðbólgunni, erfiðleik- ar, sem áður en varir, geta leitt til atvinnuleysis og örbirgðar. Einmitt þess, sem allir vilja um- fram allt forðast. f sjálfu sér skiptir ekki öllu máli, hvort menn segja, að verðlagshækkanir eða kaup- hækkanir ráði meir um vöxt verðbólgunnar. Aðalatriðið er, 'að hér er um víxlaáhrif að ræða. Ef kauphækkanir fara fram úr raiunverulegri greiðslugetu at- vinnuvega og eru ekki í sam- ræmi við vöxt þjóðartekna, 'hljóta þær að leiða til verðlags- hækkana og verðlagshækkanir ýta mjög á eftir kauphækkun- um. Þegar kauphækkanir voru umsamdar í desember s. 1. var þegar á það bent, að þeim hlyti að fylgja margskonar verðlags- hækkanir. Þetta var "að mestu hægt að reikna út fyrirfram, þó að stjómarandstæðingar virtust þá hafa furðulega lítinn áhuga á að kynna sér hina fyrirsjáan- legu þróun. » Mönnum blöskrar að vonum verðlagshækkanirnar. sem urðu á árinu 1963 og það sem af er þessu ári. Þesis vegna er fróð- legt fyrir alla, að kynna sér or- sakir þessarar hækkunar. Ég hefi með höndum áætlun um skiptingu vísitöluhækkunar eftir orsökuim frá 1. janúar 1963 til 1. apríl 1964. sem samin er af Hag- stofunni. Þessi áætkin hljóðar svo: Hækkun fobverðs á kaffi og sykri 3.1 stig. ríiðuæíelling á niðurgreiðsAu á kaffi, fóðurbæti og áburði 0.6 stig Hækkun söluskatts úr 3% í í 514% 2.3 stig. Hækkun tekjuskatts, útsvars, almannatr.gjalds og sjúkra- samlagsgjalds og lækkun fjöl- skyldubóta úr 3.077 í 3.000 kr 3.9 stig. Hækkun prósentuálagningar (vegna launaihækkana o. fl.) 1.0 stig. Hækkun fiskverðs 1.1 stig. Hækkun á áfengi og tóbaki 0.8 stig. Stéttarfélagsgjöld 0.5 stig. Hækkun landbúnaðarvöru- verðs vegna hækkunar á tekj um atvinnustétta 2.3 stig. Almennar launahækkanir 14.0 stig. Ymislegt (lagfæringar á verð lagsgrundvelli, ýmsar verð- lagshækkanir ,sem ekki er hægt að rekja beint til launa hækkana, hækkun benzín- verðs, hækkun á fragt, leið- rétting á húsnæðislið, og ýmsar aðrar hækkanir. Frá dregst lækkun á tollum o. fl.) 3,7 stig. Samtals gera þetta 33.3 stig. Af öllum þeim orsökum sem Hagstofan telur, ber almennar launahækkanir lang hæst, eða beinlínis 14 stig af 33. En hækkanir kauptaxta eða tekna eru þó bein eða óbein orsök hækkanna margra annará liða. Þannig stafar hækkun tekju skatts og útsvars ekki af hækkuðum skattstigum, heldur af meiri tekjum skattgreiðenda á árinu 1962 en á árinu 1961. En þær vaxandi tekjur eiga á hinn bóginn rót sína að rekja sumpart til góðærisins 1962 og sumpart til kauphækkana á því ári. Hækkun almannatrygginga gjalds og sjúkrasamlagsgjalds stafar beinlínis af kauphækkun- um. Kauphækkanir á síðastliðnu ári gerðu hækkun söluskatts úr 3% í 514% óumflýjanlega. Þær eru því bein orsök þeirrar verð- hækkunar, sem hækkun sölu- skattsins leiddi af sér. Svipuðu rnáli gegnir um ýmsa aðra liði, svo sem hækkun prósentuálagn ingar, hækkun fiskverðs, hækk- un stéttarfélagsgjalda, hækkun farmgjalda í millilandasiglingum o. fl. Að baki allra þessara hækkana -liggja kauphækkan- imar, ef ekki að öllu, þá að langmestu leyti. Loks hefur sú tekjuhækkun, sem varð á árinu 1962 umfram hækkun kauptaxta, leitt til hækkunar á verði land- búnaðarafurða um 2.3 stig. Hækkanir þeirra liða, sem ég hefi nú nefnt, nema samtals um 12 stigum, er koma til viðbótar þeim 14 stigum, sem áður eru nefnd, og beinlínis voru al- mennar launahækkanir. Þá eru eftir um 7 stig af 33 stiga hækkuninni, sem ekki verða rakin beint eða óbeint til hækkunar kauptaxta eða tekna, nema þá að litlu leyti. Hverjar eru orsakir þessarar 7 stiga hækkunar? Þær eru ýmsar og flestar þess eðlis, að stjórnar- völdin hafa ekki getað haft tök að ráða við þær. Hækkun á fobverði kaffis og sykurs hefur t. d. valdið 3 stiga hækkun og lagfæringar á verðlagsgrund- velli landbúnaðarafurða 1-114 stigi. Allt er þetta samanslungið. Víxlaáhrifin eru greinileg, en óumdeilanleet er, hvaða úrslita- þýðingu sjálfar kauphækkanirn- ar hafa, hvemig þær áður en varir eyða þeim ávinningi, searrt ætlað var að ná. Þeir. sem ásaka ríkisstiórn- ina fyrir þessar verðlagshækk- anir, verða að svara nokkrum snurningum: Telia þeir hlut bænda nú vera of mikinn? Ef svo. hveriar ráð- stafanir vilja þeir gera til að rýra hann? Er bað rétt. að Itmirmmn o" kaupfélög þ. á. m» KROTST hafi lagt fram óyggiandi gögn fyrir. að á1a«ning hafi verið orðin of lág? Er það rangt, að fulltrúar Framsóknarflokksins hafj nú í vetur í verðlagsnefnd lagt til, að álagning yrði hækkuð meira en fulltrúar stjórnarflokkaxuia samþykktu? Hverjir telja það horfa til heilla fyrir sjómenn, verka- menn og íslenzku þjóðina í heild, að alþjóðarfyrirtæki eins og Eim&kipafélag íslands sé látið hanga á horrim vegna ranglátra farmgjaldsákvarðana og þar með hindrað í eðlilegri endur- nýjun skipastóls síns? Hveriir vom það ,sem á síð- astliðnu ári töldu tilboð ríkis- stjórnarinnar um launaihækkun opinberra starfsmanna alltotf lágt? Og hverjir voru það, sem býsnuðust yfir, að þeir skyldu ekki enn fá hækkanir með úr- skurði Kjaradóms um mánaða- mótin marz-apríl? Kemur nokkr um til hugar, að hægt sé að greiða hundruð milljóna í aukn- ar kaupgreiðslur opinberra starfsmanna, án þess að opin- berir sjóðir fái einhvers staðar að fé til þess? Þeir, sem halda því fram, að atvinnurekendur og ríkissjóður hefðu getað tekið á sig kaup- hækkanirnar, án þess þær kæmu fram í verðlagi og sköttum, verða að svara þessum spum- ingum og raunar ýmsum fleiri. Hugleiðum aðeins hækkun söluskattsins. Etf ríkissjóður hefði ekki þurft að taka á sig auknar byrðar vegna launa opin berra starfsmanna og greiðslna úr almannatryggingum, er leiddu atf almennum launahækk unum, hefði ekki þurft að hækka hann upp úr áramótum eins og gert var. Úr því sem komið var; varð það ekki um- flúið, ef veita átti sjávarútvegn- um þá aðstoð, sem var óhjá- kvæmileg afleiðing kauphækk- ananna í desember óg stjómar andstæðingar töldu þá of litla, þótt þeir væru andvigir hækkun söluskattsins af því, að þeir sögðu ærna fjármuni fyrir hendi í ríkissjóði. Alveg samtímis voru þeir hinsvegar eindregnir fylgismenn þess, að leggja á nýj- an skatt til aukinna vega- framkvæmda. Þar var um að ræða ópólitiskt mál, sem allir töldu sér hag atf að styðja. Þá blindaði pólitískt ofstæki stjórn arandstæðinga ekki fyrir þeirri staðreynd, að úr ríkissjóði verð- ur ekki goldið fé nema þess sé áður í hann aflað. Látum þetta allt vera. Afleið- ingar verðbólgunnar eru hinar sömu hvort sem menn telja, að hún eigi fremur rætur sínar að rekja til vöruverðsihækkana eða kauphækkana. Óvissan og vand- ræðin, sem af henni stafa bitna hvort heidur er jafnt á öllum almenningi. Verkamenn dæma sjálfir um það, hvert gagn þeir hafi af kaupdeilum, verkföllum og kauphækkunum, sem áður en varir eyðast að mestu eða öllu. Atvinnurekendur segja til um hver áhrif það hetfur á at- hafnir og framkvæmdir, að al- drei er hægt að gera áætlanir fyrirfram á meðan ný og ný verkföll skella á áður en varir með stórkostlega auknum til- kostnaði. Sjálfur þekki ég hverjir erfið- leikar eru á stjórnartframkvæmd meðan svo stendur. Megintími bæði ríkisstjórnar og margra aðstoðarmanna hennar fer í að reyna að leysa úr daglegum vandamálum, afstýra atvinnu- stöðvun og yfirvofandi öng- þveiti. Alltof lítill tími gefst til að sinna þeim Verkefnum, sem varanlega þýðingu hatfa og öll- um mundi verða til góðs, etf stjórnvöjldin. hver sem þau eru á hverjum tíma gætu, getfið sig að. Sem dæmi um afleiðingar þeirrar óvissu, sem ríkjandi væri í efnahagsmálunum, benti ráð'herrann á framkvæmda- áætlun ríkisstjórnarinnar, sem mikið starf hefði verið unnið við en ómögulegt væri að ljúka á viðhlýtandi hátt við slíkar að- stæður. Sama gegndi um áætl- anir einstaklinga. Ef ekki yrði á ný hafið kapp- hlaup milli kaupgjalds og verð- lags, sagði Bjami Benedikts- son, að unnt mætti verða að komast hjá þeim allsherjar neyðarráðstöfunum, gengislækk- un eða kaupgjalds- og verðlags- lækkunum, sem menn hefðu um skeið óttast. Væri þetta að þakka gjaldeyrissjóðunum og þeim varúðarráðstöfunum, sem gerðar hefðu verið sumarið 1961. Fagna bæri þeim undir- búningsviðræðum, sem átt hefðu sér stað milli fulltrúa ríkisstjórn arinnar og launþegasamtakanna. Ef ekki kæmi á ný til grunn- kaupshækkana, teldi ríkisstjórn- in fyllilega athugandi að settar yrðu reglur um verðtryggingu kaups. Frá því fyrirkomulagi hetfði verið horfið af því að kauphækkanir hefðu verið knúnar fram án nokkurs sam- ræmis við greiðslugetu atvinnu- veganna, en af því hetfði sprottið sá vandi, sem vinstri stjórnin hafði vikið af hólmi fyrir, þ.á.m. Lúðv. Jósefsison, sem nú við þessar umræður hefði engu að síður talað digúrbarkalega. Ráðherrann lauk ræðu sinni á þessa leið: „Ef tekst að semja til langs tíma um vinnufrið, þá horfir málið allt öðru visi við en áður. Jatfnframt er eðlilegt að kann- að sé, hvort samkomulag næst um frekari ráðstafanir almenn- ingi til heilla, svo sem aukið fé til húsnæðismála, um raunveru- legar aðgerðir til styttingar vinnutíma o. fl. Þar koma einnig til greina þau skattalækkunar- frumvörp, sem ríkisstjómin hefur nú fengið samþykkt á Alþingi. Samningar um þetta takast ekki nema því aðeins, að góðvild og skilningur ríki á alla vegu. Bæði skilningur á þjóðarhag og hvað hverjum einstökum er fyrir beztu. í sjálfu sér þarf ekki að biðja neinn um að gera neitt sjálfum sér til óhagræðis eða fórna neinu, heldur einungis að íhuga vendilega hvað honum sjálfum er fyrir beztu. — Við þurfum umtfram allt að leita orsaka þess, sem aflaga hefur far ið, og láta okkur skiliast, að hin volduvu almannasamtök og rík- isvaldið verða sameiginlega og af gagnkvæmri góðvild að finna þá leið, hvernig árekstraminnst verður framfylgt þeirri stefnu, sem kjósendur marka við kosn-' ingar hverju sinni. Ef menn aldrei læra, hvað er framkvæm- anlegt og eyða orku sinni í tilgangslausa togstreitu, er eigi kynlegt, bótt margt fari miður en skyldi. En ef allir þeir, sem vel vilia og hver hefur miklu verkefni að gegna á sínum vettvangi, læra að þeir eru ekki hver um sig einn í heiminum, heldur þunfa þeir hver og einn að vinna með öðrum og virða einnig þeirra verketfni, þá mun vel fara. Þá munu menn hætta að metast um hver. verði eða hafi orðið ofan á í einskisverð- um erium, en leggja sig fram um að levsa þann vanda, sem biakað hefur þjóðfélagið nú í aldarfiórðung, en auðnevstur er. ef þekking, reynsla og samhugur fá að ráða. ★ Lúðvík Jósefsson (K) sagði að nú hefði fengizt full reynsla af viðreisnarstetfnunni ,eftir fjögurra ára valdatímabil henn- ar. Tollar og skattar hefðu margfaldast, húsnæðisvandræði stóraukizt og mikil lánsfjár- kreppa skapast. Dýrtíðin væri ekkert undarlegt fyrirbæri, hún hefði skapast skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem beitti henni sem vonni í deilunni um skiptingu þjóðarteknanna. Þetta vopn væri nú að snúast í hönd- urrt hennar og yrði hennar bana- biti. Vandamál efnahagslítfsins væri ekki úrelt atvinnutæki og otf lágar þjóðartekjur heldur röng efnahagsstefna. Nú þyrfti að taka upp nýja stefnu í efna- hagsmálum, gera ýamkomulag við launastéttir um kjarabætur, kauptryggingu, styttingu vinnu- tíma án launaskerðingar, stór- átak í húsnæðismálum lækkuB vöruverðs með lækkun tolla og afnámi söluskatts o. fL Guðlaugur Gislasou Guðlaugur Gíslason (S) rakti í upphafi ræðu sinnar hina öru uppbyggingu, sem orðið hefði hér á landi síðan heims- styrjöldinni síðari lauk, en i þeim tíma hefðu íslendingar endurbyggt og endurskipulagt atvinnúháttu sína og þjóðfélag- ið í heild. Þegar litið væri til hinna miklu framfara, sem orð- ið hefðu í atvinnuvegum lands- manna yrði ljóst að margendur- teknar staðhæfingar stjórnarand stöðunnar um að allt væri að fara forgörðum í landinu, væru harla fávíslegar og óraunhæfar. Ræðumaður vék síðan að af- stöðu stjórnarandstöðunnar til lausnar landhelgisdeilunnar við Breta veturinn 1961. Kommún- istar með stuðningi Framsókn- armanna hefðu haldið svo á land helgismálinu, að þegar vinstri stjórnin fór frá völdum í árs- lok 1958 veiddu Bretar enn við strendur íslands allt inn að þrem ur mílunum gömlu án þess að íslendingar hefðu fengið við nokkuð ráðið. Hefði ekkert ver- ið aðhafzt hefði án efa stórslys hlotizt af því ástandi sem þá ríkti. Fyrir kommúnistum hefði fyrst og fremst vakað að íslend- ingar og Bretar lentu í harð- vítugum deilum, svo að íslend- ingar neyddust til að biðja Bandaríkjamenn um hervernd, sem leitt hefði til átaka milli Breta og Bandaríkjamanna. Núverandi ríkisstjórn kom I veg fyrir að þessi draumur kommúnista rættist, sagði Guð- laugur Gíslason. Ríkisstjórnin hélt svo á málum að við kom- umst út úr deilunni með fullri sæmd og verulegum ávinningL Lausn fiskveiðideilunnar er án efa einhver stærsti sigur sem íslendingar hafa unnið í sam- skiptum sínum við aðrar þjóðir. Með henni fékkst full og óafturkallanleg viðurkenning Breta á 12 mílna fiskveiðilög- sögunni og það sem ekki er síður mikils um vert landhelgi íslend- inga stækkaði um rúmlega fimm þúsund ferkílómetra á þýðing- armestu veiðisvæðum vélbáta- flotans. Nú væri árangurinn kominn í ljós. Erlendum fiskiskipum við strendur íslands hefði fækkað mjög og væru nú sárafáir er- lendir togarar að veiðum kring- um landið. Fyrir vélbátaflotann var sam komulagið alveg ómetanlegt, sagði Guðlaugur Gíslason. Fiski- gengdin við suður og suðvestur ströndina hefur aldrei verið meiri en nú. Sjómönnum ber saman um að meiri fiskigengnd hefur verið innan hinnar nýju landhelgi á þessu svæði en mprg undanfarin ár. Ég held að það hafi verið gæfa þjóðarinnar að núverandi ríkisstjórn og þeir flokkar sem hana styðja hopuðu hvergi og létu í engu undan síga í sam- bandi við lausn dei'lunnar þrátt fyrir linnulausan áróður komm- únista og Framsóknar fyrir þvi að halda deilunni áfram, sagði Guðlaugur Gíslason að lokum. Eysteinn Jónsson (F) sagði að ríkisstjórnin héldi dauðahaldi í þá stefnu, að þegar almenningur Eramh. á bls. 21 ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.