Morgunblaðið - 12.05.1964, Síða 10

Morgunblaðið - 12.05.1964, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. maí 1964 ÞAÐ LENDA ekki öll brúð- hjón í eins hættulegum ævin- týrum á brúðkaupsferð sinni og írena Hollandsprinsessa og Carlos Hugo prins af Bourbon Parma. Fyrstu dagana eftir brúðkaupið dvöldust ungu hjónin á Ítaiíu og í Suður- Brúðhjónin hsett flugvellinum í 1 Daginn dður lentu þau í drekstri í Frakklandi en sakaði ekki Frakklandi, en á leið þaðan til Spánar lentu þau í árekstri og bifreið þeirra skemmdist töluvert, en þau sluppu ómeidd og einnig farþegar hinnar bifreiðarinnar. Eftir þelta ævintýri héldu brúðhjónin áfram til Madrid, og næsta dag var haldinn landsfundur Carlista á Spáni við Jurra-fjall. Um 50 þús. Car listar mættu til fundarins, en það eru þeir, sem vilja að Carlos Hugo verði konungur Spánar. Gert hafði verið ráð fyrir að brúðhjónin kæmu til fundarins, og á fundarstaðn- um hafði verið komið fyrir mörgum spjöidum með áletr- unum þar sem þau voru boðin velkomin. írena og Carlos Hu- go lögðu af stað frá Madrid fundardaginn í einkaflugvél prinsins af Stinson-gerð og var talið að þau ætluðu til Jurra-fjalls, en hálfri 'klukku- stund eftir að fiugvélin hóf sig á loft, sneri hún við. Ekki lcomSn ú Madrid hefur verið tiikynnt af hvaða ástæðu. Carlos Hugo fiaug vélinm sjáifur. Þegar hann kom að flugvellinum í Madrid á ný, bjó hann sig undir lend- ingu, en tók ekki eftir lítilli blárri flugvél, sem var að taka sig á loft, Bláa flugvél- in var á braut, sem skar braut- ina, er Carios ætlaði að nota. Allt leit út fyrir að þarna yrði árékstur, en á síðustu stundu gat flugvallarstarfsmaður skot ið fltigeldi tii aðvörunar, Car- los Hugo varð hans var og tókst að beygja framhjá hinni flugvélinni. Carlistarnir við Jurra-fjall M——CMWÍMWI urðu mjög vonsviknir þegar fréttist að Carlos Hugo og ír- ena myndu ekki koma til fundarins, en yngri systir Car- losar Hugos. Maria Cecilia las kveðju frá brúðhjónunum. Meðan sem mest var skrifað um trúlofun írenu og Carlos- ar Hugos og væntanlegt brúð- kaup, komu oft fram þær skoð anir, að ungu hjónin myndu koma til Carlistafundarins á Spáni vegna þess hve mikið áróðursgildi nærvera þeirra hefði fyrir Carlista og kröfur þeirra um að Carlos Hugo verði konungur. Var meira að segja látið að því liggja að brúðkaupinu í Róm hefði ver- ið flýtt til þess að Carlos Hugo yrði kvæntur þegar landsfundurinn færi fram og gæti kynnt konu sína fyrir fundarmönnum. BRIDGE AÐ 23 umferðum loknum í opna flokknum á Ólympíumótinu i New York er staðan þessi: 1. England 128 st. 2. Ítalía 120 — 3. Bandaríkin 117 — 4. Sviss 116 — 5. Kanada 106 — 6. Belgía 104 — 7. Ástralía 102 — 8. Brasilía 101 — 9. ísrael 94 — 10. Pólland 93 — 11. Venezúela 93 — 12. Svíþjóð 90 — 13. Argentína 90 — 14. Frakkland 89 —. 15. Filippseyjar 89 — 16. Thailand 89 — 17. Spánn 82 — 18. írland 77 — 19. Suðuy-Afríka 77 — 20. Formósa 75 — 21. Egyptaland 71 — 22. Holland 67 — 23. Líbanon 61 — 24. Jamaiea 59 — 25. Bermúda 58 — 26. Þýzkaland 53 — 27. Mexíkó 50 — 28. Chile 47 — 29. Hollenzku Ant.eyjar 11 — Að 10 umferðum loknum I kvennaflokki er staðan þessi: Nýja Farfuglaheimilið Farfuglar festa kaup á húseign og hyggjast koma þar upp Farfuglaheimili AÐALFUNDUR Farfugladeildar Reykjavíkur var haldinn ný- lega. í skýrslu formanns kom það m. a. fram, að Farfuglar hafa fest kaup á húseigninni nr. 41 og 41A við Laufásveg, þar sem ætlunin er að starfrækt verði farfuglaheimili í framtíð- inni. Farfuglar efndu til fjölmargra ferða á síðasta ári að venju og greiddu veg erlendra Farfugla, sém hingað komu, en þeim fer fjölgandi ár frá ári. í sumar verður haldið hér í fyrsta sinn mót norrænna Far- fuglaleiðtoga. Stendur það dag- ana 21. — 23. júní. i Ragnar Guðmundsson var ein róma endurkjörinn formaður Farfugladeildarinnar. Aðrir í stjórn eru: Þorsteinn Magnús- son, Sigurður Blöndal, Þórður Eiríksson, Þórhallur Aðalsteins- son, Kristinn Zophoníasson og Eyjólfúr Sigurðsson. Varamenn: Pétur Ágústsson og Árni Guð- mundsson. í „Farfuglinum“, blaði BÍF, er greint frá sumaráætlun Far- fugladeildar Reykjavíkur. Ferð- ir eru um hverja helgi og auk þess þrjár sumarleyfisferðir, vikudvöl í Þórsmörk 11. — 19. júlí, 9 daga ferð í Amarfell hið mikla og nágrenni 18. — 26. júlí og 12 daga ferð um Vestfirði 5. — 16. ágúst. Gunnar Friðriksson end- urkjörinn forseti SVFÍ SLYSAVARNAFÉLAG íslands hélt áfram þingstörfum sunnud. 10. maí. Fastanefndir skiluðu álitum og voru margar tillögur samþ. Frá allsherjarnefnd var samþykkt svo'hljóðandi tillaga: 12. landsþing Slysavarnafél. íslands vill að fenginni skýrslu forseta félagsins við þingsetn- ingu og að athugaðri skýrslu félagsstjórnarinnar, fyrir árin 1962-1963, með samanburði við ályktanir 11. landsþings 1962, votta forseta félagsins og stjórn félagsins þakkir fyrir árvakra og farsæla stjórn á málum félags- ins, út á við og inn á við, þessi ár, frumkvæði að ýmissi þarfri nýbreytni og árangursríkri bar- áttu fyrir málefnalegri og félags- legri eflingu samtakanna. Að öðru leyti verða tillögur þingsins birtar síðar. Gestir þingsins, sem fluttu er- indi, voru forstjóri landhelgis- gæslunnar Pétur Sigurðsson um kennslu í björgun, Ólafur Jóns- son, fulítrúi lögreglustjóra, um umferðarmál, Sigurður Þorkels- son yfirverkfræðingur um fjar- skipta þjónustu og dr. Gunnlaug- ur Þórðarson, sem sýndi og skýrði tæki til kennslu í lífgun úr dauðadái. Þingfulltrúar þáðu á föstudag boð forstjóra land'helgisgæsl- unnar og skoðuðu bækistöðvar hennar á Reykjavíkurflugvelli. Ennfremur á sunnudag boð félagsmálaráðherra í Ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu. Að lokum fór fram stjórnar- kjör. Gunnar Friðriksson var ein róma endurkjörinn forseti félags ins. Úr stjórninni áttu að ganga frú Gróa Pétursdóttir, Rannveig Vigfúsdóttir og Baldur Jónsson. Frú Rannveig baðst undan endur kosningu . Endurkjörin voru þau Gróa Pétursdóttir og Baldur Jónsson, en í stað Rannveigar var kjörin frú Hulda Sigurjóns- dóttir, Hafnarfirði. Fyrir voru í stjórninni: Árni Árnason, gjaldkeri, og Sæmund- ur Auðunsson, skipstjóri. Einnig Árni Sigurjónsson, sem komið hafði inn í stað Jóns Halldórs- sonar skipstj., Hafnarfirði, er látizt hafði á kjörtímabilinu. í varastjórn voru kjörin Jón- ína Guðjónsdóttir Keflavík, Ein- ar Sigurjónsson skipstj. Hafnar- firði, frú Ingibjörg Pétursdóttir, Reykjum, Sólveig Eyjólfsdóttir, frú, Hafnarfirði og Geir Ólafsson, Reykjavík. Sigurjón Einarsson skipstj. baðst undan endurkosn- ingu. i Kjósa átti stjórnarmenn fyrir Gunnar Friðriksson. Austfirðingafjórðung og Suður- land. Endurkjörin voru fyrir Austfirðingarfj. Árni Vilhjálms- son erindreki Reykjavík og frú Þórunn Jakoibsdóttir, Neskaup- stað, en fyrir Suðurland voru endurkjörin frú Sigríður Magn- úsdóttir, Vestmannaeyjum og Bergur Arinbjarnarson, Akra- nesi. Þinginu lauk með hófi í Slysa- varnahúsinu á sunnudagskvöld og voru þar flutt mörg ávörp og ræður. MálflutmngssKntsloía Sveinbjörn Dugfinss. hri. og Einar Viðar, ndl. Hafnarstræti 11 — Simi 19406 Benedikt Blöndal heraðsdomslogir.aður Austurstræti 3. — Simi 10223 1. England 68 st 2. Bandaríkin 57 — 3. Frakkland 47 — 4. Svíþjóð 46 — 5. Egyptaland 46 — 6. Suður-Afríka 45 — 7. írland 40 — 8. Belgía 33 — 9. Venezúela 36 — 10. Danmörk 35 — 11. Kanada 31 — 12. Argentína 23 — 13. Mexíkó 19 — 14. Bermúda 17 — ÍTALÍA sigraði Frakkland með 41 stigi gegn 10. Spilið, sem hér fer á eftir, er frá þessum leik og við annað borðið sátu ítölsku heimsmeistararnir Forquet og Garozzo N.—S. og þar gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður 1 lauf pass 2 lauf 2 hjörtu pass 2 grönd pass 3 lauf pass v * hjörtu Allir pass A Á742 V 6 5 4 ♦ 542 ♦ ÁK9 áKD V K 9 3 ♦ K D 10 * D 10 7 6 5 4. 10 8 5 V D 8 ♦ G 9 6 ♦ G 8 5 3 2 AG963 V Á G 10 7 2 ♦ Á 8 7 3 A — Vestur lét út tígulkóng cg Garosso. sem var sagnhafi gaf þann slag, en drap næst með tigulás, þegar Vestur lét út tigul- drottningu. Spaði var látinn út, drepið i borði með ás, laufás og kóngur teknir og tveir tiglar látnir í heima. Næst var hjarta látið út úr borði, drepið heima með 10 og Vestur fékk slaginn á kónginn. Vestur lét út lauf, sem trompað var heima og spaða 6 látið út og Vestur drap með kóngi og lét út tigul, sem tromp- aður var heima. Garosso tók nú hjartaás, og féll þá drottningin hjá Austur í, næst tók hann hjartagosa og átti 2 síðustu slagina á spaða. Frönsku spilararnir á hinu borðinu spiluðu einnig 4 hjörtu, en töpuðu tveimur svo spilið var afar slæmt fyrir frönsku sveit- ina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.