Morgunblaðið - 12.05.1964, Side 12
12
MORGUNBLADIO
Þrið]udagwr Í2. maí 1964
Hermann Guðmundsson setur þingið.
Stofnþing Verkamannasambands íslands:
Lýsir yfir ánægju með almennar
viðræður fulitrúa ASl
og ríkisstjórnarinnar
STOFNÞING Verkamannasam-
bands íslands var sett í félags-
heimili Dagsbrúnar og Sjó-
mannafélags Reykjavíkur að
Lindargötu 9 kl. 2 e. h. laugar-
daginn 9. maí. Hermann Guð-
mundsson, formaður Verka-
mannafélagsins Hlífar í Hafnar-
firði setti þingið með ávarpi. Síð-
an flutti Hannibal Valdimarsson,
forseti Alþýðusambandsins,
kveðju- og árnaðaróskir Alþýðu-
sambandsins.
Þá fór fram athugun kjör-
bréfa. 23 félög höfðu tilkynnt
þátttöku í stofnun sambandsins,
en á þinginu voru mættir 43 full-
trúar frá 22 félögum og voru
kjörbréf þeirra samþykkt. For-
setar þingsins voru kjörnir
Björgvin Sigurðsson, Stokkseyri,
Guðmunda Gunnarsdóttir, Vest-
mannáeyjum og Sigfinnur Karls-
son, Neskaupstað. Ritarar voru
kjörnir: Tryggvi Emilsson, Rvík
og Hallgrímur Pétursson, Hafn-
arfirði.
Þá flutti Björn Jónsson, for-
maður Einingar á Akureyri, fram
sögu um hlutverk og starfsemi
sambandsins, lög þess og fjár-
hagsáætlun. Hófust síðan almenn
ar umræður um þennan dag-
skrárlið, er stóðu fram að kvöld-
verðarhléi. Var þá málinu vísað
til 2. umræðu og nefndar. Þingið
kaus þrjár starfsnefndir, laga- og
fjárhagsnefnd, kjaranefnd og
uppstillinganefnd.
f upphafi kvöldfundar á laug-
ardag flutti Eðvarð Sigurðsson,
form. Dagsbrúnar, framsöguræðu
um viðhorfin í kjaramálunum.
Að loknum almennum umræðum
var málinU vísað til 2. umræðu
og nefndar.
Fyrir hádegi á sunnudag störf-
uðu nefndir, er klukkan 2 e. h.
hófust þingfundir að nýju, og
flutti þá Benedikt Gunnarsson,
byggingafræðingur, erindi um
vinnurannsóknir og vinnuhag-
ræðingu og svaraði fjölda fyrir-
spurna þingfulltrúa.
Voru þá tekin fyrir nefndar-
álit og fyrst samþykkt lög og
fjárhagsáætlun fyrir sambandið
og síðan ályktun um kjaramál.
Þá var kosin stjórn fyrir sam-
bandið og er hún þannig skipuð:
Formaður Eðvarð Sigurðsson,
Reykjavík, varaformaður Björn
Jónsson, Akureyri, ritari Her-
mann Guðmundsson, Hafnar-
firði, gjaldkeri Björgvin Sigurðs-
son, Stokkseyri og meðstjórnend-
ur: Guðmunda Gunnarsdóttir,
Vestmannaeyjum, Sigfinnur
Karlsson, Neskaupstað og Óskar
Garibaldason, Siglufirði. í vara-
stjórn voru kjörnir: Guðmundur
J. Guðmundsson, Reykjavík,
Margeir Sigurðsson, Sandgerði
og Jón Ásgeirsson, Hrísey.
Formaður, varaformaður og
ritari sambandsins mynda fram-
kvæmdanefnd sambandsins.
Samþykkt var að næsta þing
sambandsins skuli haldið í maí-
mánuði 1965 og að þau félög sem
ganga í sambandið fyrir þann
tíma eða á því þingi skuli teljast
stofnfélög.
Meðlimafjöldi þeirra félaga er
að stofnun sambandains standa
er um 8500.
Sambandinu- bárust kveðjur og
árnaðaróskir frá ýmsum verka-
lýðsfélögum, þ.á.m. frá fulltrúa-
fundi Alþýðusambands Vest-
fjarða.
í lok þingsins ávarpaði hinn
nýkjörni formaður sambandsins,
Eðvarð Sigurðsson, þingfulltrúa
og þakkaði þeim störf þéirra á
þinginu.
_ Meðfylgjandi ályktun um
kjaramál samþykkti þingið ein-
róma.
ÁLYKTUN UM KJARAMÁL
Stofnþing Verkamannasam-
bands íslands haldið í Reykjavík
9.—10. maí 1964 telur að stefna
sambandsins í kjaramálum verka
manna og verkakvenna nú og í
næstu framtíð hljóti mjög að
markast af þeirri þróun, sem í
þeim efnum hefur orðið á síðari
tímum. Megindrættir þessarar
þróunar verða ljósir af þeim
staðreyndum að frá lokum síðari
hejmsstyrjaldar heft|t ekki, þeg-
ar á heildina er litið, verið um
að ræða neinar hækkanir raun-
tekna miðað við vinnuframlag
og vinnutíma hjá verkamanna-
stéttinni og hvað lægstu laun
þeirra snertir hefur verið um
verulegar launaskerðingar að
ræða. Mismunur milli launa
verkamanna og annarra stétta,
einkum hinna hsest launuðu, hef-
ur farið vaxandi og alveg sér-
staklega síðUstu 4—5 árin. Vinnu
tími hefur lengst langt úr hófi
fram svo að vinnuþreki, heilsu
og eðlilegum lífsháttum er ógn-
að.
Þessu hefur farið fram þrátt
fyrir mjög auknar þjóðartekjur
og þar með vaxandi getu þjóð-
félagsins til þess að bæta hag
vinnustéttanna, sem að -réttu
hefði átt að nýta til þess að bæta
hag hinna lægst launuðu verka-
manna og verkakvenna, sem
flestum 'fremur hafa staðið und-
ir aukinni framleiðslu þjóðar-
innar og þar með bættum hag
hennar sem heildar. Þessi þró-
un á sér því ekki stoð í neinu
réttlæti og er auk þess andstæð
þjóðarhagsmunum þar sem hún
hrekur vaxandi fjölda dugmik-
illa starfskrafta frá undirstöðu-
atvinnuvegunum.
Verkamannasamband fslands
mun skoða það sem meginverk-
efni sitt að einbeita kröftum fé-
laganna, sem að því standa og
samtakamætti þeirra til þess að
hér verði gerbreyting á:
Að sem jafnaStar og öruggast-
ar kjarabætur til handa verka-
mannastéttinni komi árlega til
framkvæmda, vinnutími verði
styttur í áföngum og án skerð-
ingar heildartekna, fullkomnu
launajafnrétti kvenna og karla
verði komið á á sem allra
skemmstum tima, orlofsréttindi
aukin og hlutur verkamanna-
stéttarinnar miðað við aðrar
launastéttir verði bættur.
Nú um sinn telur Verkamanna-
samband fslands að megin-
áherzlu beri að leggja á stöðvun
verðbólgu og sívaxandi dýrtið-
ar jafnhliða raunhæfum aðgerð-
um í framangreinda átt. Stofn-
þing sambandsins lýsir því
fyllsta stuðningi sínum við ný-
lega gerða ályktun ASÍ um kjara
mál og við þann grundvöll, sem
þar er lagður að samkomulagi
og samstarfi við ríkisvaldið um
stöðvun verðbólgunnar samhliða
aðgerðum til raunhæfra kjara-
bóta. Vill þingið lýsa ánægju
sinni yfir því að alvarlegar við-
ræður eru nú hafnar um þessi
mál milli fulltrúa ASÍ og ríkis-
stjórnarinnar og telur brýna
nauðsyn á að þeim viðræðum
verði lokið hið fvrsta með já-
kvæðum árangri. Þá vill þingið
ennfremur lýsa fvllsta stuðningi
við þau veraklýðsfélög á Norð-
ur- og Austurlandi, 23 að tölu.
sem nú eiga í sameiginlegum
samningúm við atvinnurekendur
og telur málstað þeirra sinn mál-
stað. sem það vill styðja af
fremsta megni.
Fari svo, mót von þingsins, að
ekki reynist sá vilji til sam-
starfs og óhjákvæmilegra að-
gerða fyrir hendi hjá ríkisvald-
inu og samtökum atvinnurek-
enda, er einsætt að eins ög nú er
komið málum er þá sá einn kóst-
ur fyrir hendi að verkalýðshreyf-
ingin beiti öllum mætti samtaka
sinna til þess að fá hlut umbjóð-
enda sinna réttan. í því sam-
bandi varar þingið ríkisvaldið
af fullkomnum alvöruþunga við
öllum hugsanlegum tilhneiging-
um eða tilraunum til valdbeit-
ingar, gegn frjálsum samnings-
og samtakarétti verkalýðssam-
tak.anna og lýsir yfir því að slíkt
verður ekki þolað af hálfu Verka
mannasambandsins hvorki í
lengd. eða bráð.
í samræmi við framangreinda
stefnu Verkamannasambandsins
í kjaramálum og henni til stuðn-
ings felur stofnþingið væntan-
legri stjórn sambandsins að gæta
sameiginlegra hagsmuna sam-
bands félaganna með sem nán-
ustu samráði við Alþýðusam-
Skipstjóra
vantar nú þegar á 100 smál. síldarbát. Umsækj-
endur sendi nöfn sín til Morgunblaðsins fyrir n.k.
fimmtudag merkt: „Skipstjóri 9712“.
Óskum að taka á leigu í einn mánuð
Traktor
með ámoksturstækjum.
Uppiýsingar í símum 32676 og 16354.
Höfum opnað
bílaleigu
að Skipholti 21.
Vinsamlegast reynið
viðskiptin.
BÍLALEIGA MAGNÚSAR
Skipholti 21. — Sími 21190.
band íslands og við þau verka-
lýðsfélög sem nú eiga í samn-
ingum eða undirbúa nú samn-
ingsgerð við samtök atvinnurek-
enda.
Kastaði flösku
í bifreið
— og var sleginn
í rot fyrjr
AÐFARANÓTT laugardags barst
lögreglunni tilkynning um að
maður hefði verið sleginn niður
í Lækjargötu og lægi þar í roti.
en árásarmaðurinn hefði haldið
af staðnum í bíl. Við athugua
kom í ijós, að sá meðvitundar-
lausi, sem var drukkinn, hafðl
kastað tómri flösku beint fram-
an á bíl, sem ekið var eftir göt-
unni. Snaraðist þá einn farþeg-
anna, einnig við skál, út úr bíln
um og rétti þeim sem kastaði
svo vel úti látið högg að hann
rotaðist. Maður þessi náðist
skömmu síðar og viðurkenndi að
hafa. slegið hinn. — Þess skal
geta að sá, sem barinn var, gerir
engar kröfur vegna þessa, sök-
um málsatvika.
JOHANN ragnarsson
héraðsdómslögmaður
Vonarstræti 4. — Suni 19085.
Hópferðabilar
allar stærðir
e ínrimaK
Sími 32716 og 34307
MÚRBOLTAR
í öllum stærðum
Vald. Poulsen hf.
Klapparstíg 29. — Sími 13024
ATHUGIÐ
að borið saman við útbreiðslu
er langtuim ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrurn
blöðum.