Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 4
4 MORGU N BLADID Fimmtudagur 28. mal 1964 JSormákr í „suxnariríi suður í löndum Santa Cruz, Tenerife, 6. feb. EF ykkur laoigar í frumlega ökuferð, skuluð þið taka vagn inn frá Santa Cruz til San Andres. Hann gengur á hálfa og heila tímanum. Það er kannske full vaegt sagt, að hann „gangi“; þvílíkt skröit, óhljóð og skarkala er erfitt að ímynda sér, nema fara með. Ökutækið er Bedford, sennilega smíðaður eftir stríð, en nc.ætti með góðum árangri nota til að hræða burtu óvini. En af stað fór hann á réttum tíma, og allt virtist laust, nema ökumaðurinn, gamall Fiskibáíur kemur að landi Frá Santa Cruz til San Andres fyrir fjóra og hálfan peseta að slá af. Við héldum okkur fast. „Á ótrúlegustu stöðum get- ur maður hitt ólíklegasta fólk.“ Þetta varð gamla mann inum að orði, sem sat á stein- inum við höfnina í San Andr- es. Hann ávarpaði okkur að fyrra bragði og spurði hvort við vaérum Danir. Við þökk- uðum kurteislega fyrir kompli mentið, en þegar hann heyrði að við værum fslendingar, tókst hann allur á loft. Það gekk að vísu nokkuð erfið- lega að koma boðum til gamla mannsins, þvi að hann heyrði vægast sagt mjög illa. Þarna var þá danskur verkfræðing- ur. sem á yngri árum hafði unnið á Grænlandi. Kvaðst hann oft hafa komið til ís- lands og þuldi upp nöfn á helztu ferðamannastöðunum. Við spurðum, hvort hann þekkti nokkurn á íslandi. Jú, einnu nafni mundi hann eftir, frá því hann hafði komið með kónginum árið 1907. Þá hafði hann farið að veiða með manni sem hét Thor og átti fiskiskip. Og svo sagði hann okkur frá þeim stóra, sem 'hann hafði veitt, stoltur mjög. Hergemann heitir gamli mað- urinn; á hús í San Andres og býr þar yfir vetrarmánuðina, en í Svíþjóð á sumrin. Sam- talið við Hergemann varð því miður heldur stutt; Bedford- inn var farinn að ræskja sig, en af ökuferðinnj til baka vildum við ekki missa, þrátt fyrir alit- KORMÁKR. skröggur, sem sat eins og stein gerfingur í sæti sínu. Fyrir aftan okkur sat ungt par, sem gerði hraustlegar tilraunir til að tala saman, sýnilega með litlum árangri. Á torginu fyrir framan ráð- húsið (og pósthúsið), Plaza de Espana, höfðum við fyrr um daginn hitt skemmtilegan Fransmann. sem átt hefur heima í Marocco undanfarin 35 ár. Hann var mikill áhuga maður (og töluverður expert, sagði hann hógværlega) um jurtalíf og gróðurrækt. Vildi hann fá að vita margt um Is- land, hafði eitthvað lesið um landið og séð kvikmyndir það- an. Mestan áhuga hafði hann á ræktun með hverahita og langar til að sjá það og skoða með eigin augum. Þessi karl sagði okkur margt fróðlegt um eyjarnar hérna. Sagðist hann heldur vilja koma hingað til Santa Cruz en til Las Palmas; kvaðst vera orðinn gamall og kjósa sér ró og næði, en hér er straumur ferðamanna sára- lítill, miðað við Las Palmas. Svo er það líka náttúran og gróðurlífið, sem er stórum fróðlegra á Tenerife. Á þess- ari eyju, sagði karlinn, er elzti og skemmtilegasti trjá- og blómagarður, sem hann vissi til um. Hann er þannig til kominn, að Spánverjarnir, sem sigldu fyrr á öldum yfir hafið, til Suður- og Norður Ameríku, höfðu með sér til baka allra handa cegundir af jurtum og trjáplöntum, og gróðursettu hér. Trén eru nú orðin risastór, sum mörgum sinnum stærri en í sambæri- legum görðum á meginlandi Evrópu. Að skilnaði ráðlagði Frans- maðurinn okkur að taka vagn inn til San Andres, það væri miklu skemtilegra en að skoða borgina, sem væri ekkert nema hús og götur. En San Andres er lítið þorp sardínu- veiðimanna, nokkra kilómetra frá höfuðborginni. Vegurinn þangað liggur utan í háum hlíðum, höggvinn í bergið, en hinum megin blasir við þver- hnípt hengiflug og kolgrænt Atlantshafið. Og ökutækið góða, Bedfordinn sundur- keyrði, hafði leynivopn, sem að góðu gagni kemur á blind- beygjum. Þegar hann lálgast beygjur, rekur hann upp þetta líka ferlega öskur, sem heyra má um órafjarlægð, og vafa- laust gegn um holt og hæðir Ég gat ekki stillt mig um að skella upp úr, er fyrsta búk- hljóðið, kom. Þetta var eins og hundrað þarfanaut öskr- uðu í einu í hátalara. Og ekki brást vopnið; bílar, sem á móti komu, snarstönsuðu og voru eins og steinrunnir, unz Bedfordinn var liðinn hjá. Og skröggurinn rólegi stýrði fer- líkinu um beygjurnar án þess San Andrés Og sjómennirnir fá sér ,rsiesta“ undir fiskibátunum. Á baðströndinni iriiiiiiiuiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiitiiiiiiMiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiuiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiimiimiiiiiiMnMiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiMiimmmiiimimimiiiiiiiiiiMiiS ATHUGIÖ að borið saman við útbreiðslu er langtum óýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Nær öll barnaskólabörnin fengu 1. einkunn og yfir BÍLDUDALUR, 11. maí. — Tí- unda maí fóru fram skólaslit við barna- og unglingaskólann. Fór sú athöfn fram í kirkjunni. Sóknarpresturinn, sr. Sigurpáll Óskarsson, flutti bæn og skóla- flutti stutta ræðu og las upp einkunnir nemenda. Hann gat þess að þetta sl. skólaár væri um margt eitt hiðm erkasta í sögu skóla á Bíldudal. stjóri, Ingólfur Hæstu einkunn á bárnaprófi Þórarinsson hlaut Marta Hjálmarsdóttir 9.52 og er það hæsta einkunn sem tekin hefur verið við skólann í 20 ár eða síðan gildandi fræðslu lög voru sett. Skólastjóri gat þess að af 10 nemendum sem tóku barnapróf hefðu 8 fengið fyrstu einkunn og þar yfir. Þrjár af þeim fengu ágætiseinkunn eða yfir 9. Hæsta einkunn á unglinga- prófi fékk Guðbjörg Kristins- dóttir, 8.36. Að lokum gat skóla- stjóri þess að heilsufar hefði ver- ið gott í skólanum á skólaárinu. — Hannes. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.