Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 7
FimmtudagiiT 28. maf 1964 "GUNBLADIÐ 7 Nýjung í gufufrani í>egar Einar Guðfinnsson útgerð armaður reisti síldarverksmiðju í Eolungarvik í fyrrasumar þá hafði farið fram vandlegur und- jrbúningur um val véla og tækja. Hafði Gísli Halldórsson teiknað verksmiðjuna og samið útboðs- lýsingu, og átti Morgunblaðið tai við hann um málið. „Verksmiðja þessi skyldi vinna úr 7—8 tonnum af síld eða öðrum fiski og beinum á klukkustund“, sagði Gísli. „Vegna síldarleysis hefur enn ekki verið unnt að fullreyna af- köstin á síld. Á beinum hafa af- köstin hins vegar reynzt hin á- gætustu, eða ca. 5 tonn/klst., á að eins öðrum þurrkaranum. Ef báð- ir þurrkararnir væru notaðir, og hringrásað, myndu afköstin lík- iega fara talsvert yfir 10 tonn/ klst. og vera um 1800 mál/sólar- hring. hurrkararnir eru af þeirri gerð, sem ég fann upp í Bandaríkjun- um og sem víða eru notaðir, bæði hér á landi og í ýmsum löndum, en í þá hefur verið bætt meira innvolsi, til að tefja efnið sem þurrka skal. í verksmiðju þessa var keyptur svokallaður eimall (steam gen- erator), til þess að framleiða gufu til suðu síldar og annarrar upp- hitunar. Er hann alger nýjung hsr á lándi, enda þótt 18 þúsund slikir eimalar séu nú 1 notkun í 80 löndum og þar á meðal i flest- um þekktustu verksmiðjum heims. Eimall þessi er framleiddur af Clayton-verksmiðjunum í E1 Monte, Kaliforníu, en auk þess í öðrum Clayton-verksmiðjum í Belgíu og i Bretlandi. Er ég umboðsmaður þessara verksmiðja hér á landí. Það sem einkennir Clayton- eimalinn er það, hve hann er fyrirferðarlítill og fljótur í gang. Fyrirferð hans er margfallt minni en nokkurs annars áhalds eða ketils með svipuðum afköstum. Auk þess stafar engin sprengi- hætta af honum og þarf hann því {Þrýstingur 195 pund. Fyrirferð á gólfi er 2x1.25 metrar og mesta hæð yfir gólfi 2.20 metrar. Þung- inn er um 2500 kg auk fæðuvatns kers, sem vegur 310 kg. Clayton-einiallinn er algjörlega sjálfvirkur, og er hann ekki nema 3 til 5 mínútur að komast í full- an þrýsting og gufuafköst, frá köldu ástandi. i Um leið og gufuþörf fellur nið- Verksmiðju- og mjölhús Einars Guðfinnssonar. er „COSELEY“ stálgrindahús. Jónatan Emarsson forstjóri, við hliðina á „C!LAYTON“ eimalnum í síldarverksmiðjunni á Bolngariúk. Eimalinn framleiðir hátt á þriðja tonn af gufu á klst. cn verksmiðjan gelur unnið úr allt að 1800 máium á sóiarhring. ekki sérstakt ketilhús, en má setj- ast upp hvar sem vera skal. Hann þarf heldur ekki neinn skorstein. aðeins reykpípu sem hann blæs reyknum út um. Notagildi Clay- ton-eimalsins er 80% og verð hans mjög hagkvæmt. Á' myndinni sem fylgir hér með sézt Clayton eimallinn í verk- smiðjunni í Bolungarvik. En við hlið hans stendur verksmiðju- stjórinn, Jónatan Einarsson. Afköst þessa eimals eru frá 2268 til 2722 kg af gufu á klst. ur slekkur hann á sér og eyðir þá engu. Að framansögðu ætti að vera ljóst, að Clayton-eimallinn er mjög óvenjulegt tæki og táknar miklar framfarir í gufufram- leiðslu. Auk eimalsins í Bolungarvík er Clayton-eimall kominn i verk- smiðjuna Hringver á Seltjarnar- nesi. En f pöntun eru eimalar fyrir verksmiðjur á Akureyri og í Borgarnesi. Opið b:éí til samgöngufná’aráðherra Er þetta ekkí fuil langt gengiö? „1>EHY0R-O-MAT“ Þurkari, eða G uðf innsscnar. belgþurkari, iverksmiðju Einars Efnt til samkeppni norrænna arkitekta í TILEFNI af sjötugs afmæli hins kunna tíanska arkitekts POULS HiEiNNINGSENS, hefur verið efnt til samkeppni nor- rænna arkitekta. Verðlaunin eru 100 þús. danskar krónur og geta erkitektar frá öllum Norðurlönd wnum tekið þátt í samkeppninni. Arkitektafélag íslands hefur sam þ.vkkt skilmálana og geta íslenzk ir arkitektar tekið þátt i keppn- inni. Viðfangsefnið í keppninni er hugmynd að nýjum fjölskylduí- búö-um í borg, fyrst o-g fremst íbúðum fyrir fjölskyldur með 2—3 börn og skulu 40 þús. kr. verðlaun fara í fyrstu verðlaun. Auk þess er í samkeppninni kom,- ið inn á möguleikana til ibúðar- bverfis, j>ar sem tekið «r tillit til kröfu nútímans til rýmis úti við, garða og umferðar. Er það hverfi hug’sað í ákveðnu hverfi í Kaupmannahöfn, en annars er tekið fram að arkitektarnir hafi mjög frjálsar hendur. Poul Henningsen er kunnur arkitekt, formteiknari og revíu- höfundur, og hann hefur ekki hvað sízt haít áhrif á sviði lýs- ingar á vinnustöðum og á heim- ilum. í Danmörku er mikið um að vera í sambandi við afmæli hans. Nýiega kom út bók um hann og auk þess hefur verið gerð kvikmynd um þessa sér- kennilegu persónu. Það er Kaup- mannahafnarfyrirtækið Louis Poulsen & Co, sem hefur gefið verðlaunin, en Poul Henningsen hefur starfað mikið i samvinnu við það. FYRIR s.l. áramót voru sam- þykkt á Alþingi íslendinga ný vegalög fyrir forgöngu yðar. Lög in út af fyrir sig eru sjálfsagt spor í rétta átt í vegamálum ^jóð arinnar, því með þeim er svo fyrir mælt, að aflað sé fé til þeirra beint frá þeim, sem farar tækin eiga að nota. Það fé skal svo renna beint til framkvæmda og viðhalds. Þetta sjónarmið get ég sem eigandi farartækis, sætt mig við, að öðru leyti en þungaskattur af dieselbifreiðum, sé innheimtur ár aftur í tímann, frekar en aðrir liðir laganna, svo sem benzínskatt og gúmígjald, sem féllu á við gildistöku lag- anna um s.l. áramót, og mun ég ræða um þungaskattinn síðar. Meðferð þessara laga á Al- þingi var með nokkrum öðrum hætti en tíðkast hefur undan- farin ár, það er að tekið var fram af flutningsmanni að til- lögur til leiðréttinga, ef til bóta horfðu. væru vel þegnar frá hverjum sem væri. Ég þori að fullyrða, að mörg- um, sem fylgdust með þess.. máli á Alþingi hefur þótt hér viturlega að farið. Það er nefnilega þetta, sem hinn þögli þegn þjóðfélagsins þráir, að mannvit og skynsemi sitji í fyrirrúmi og sé látið ráða gerðum manna jafnt á Alþingi, sem í samskiptum manna á meðal. Meðferð þessa eina máls á Al- þingi ætti að verða leiðarljós þeim mönnum er á Alþingi og í ríkisstjórn sitja hverju sinni, sem sagt, að láta málefnin ráða, I en afgreiða þau ekki undir aga og valdi flokkssvipunnar. Ég held að með því mætti ná miklum mun meiri árangri fyrir þjóðarheildina. Ég er ekki með þessu að segja að leggja eigi niður hina ýmsu flok'ka. Þeir geta verið í þewn sem vilja, en það sem á að leggja niður að mínu áliti. er hin ýmynd aða nauðsyn, að flokknum verði að bjarga, hvað sem þjóðarhags- munum líður. Á Alþingi sitja áreiðanlega hverju sinni margir mætir menn úr öllum flokku-m, se»m með veru sinni á þingi vinna og eru reiðu- búnir að vinna þjóð sinni gagn sem mest þeir mega, en með í>eim vinnubrögðum, sem yfir- leitt tiðkast þar, sem sagt að i minnihlutinn sé ætíð knésettur og óvirkur, þrátt fyrir það, að harin í mörgum tilfellum hafi margt þarft og athyglisvert fram að færa, ekki síður en meiri hlutinn. Enn er mér það í fersku minni, að við afgreiðslu fjárlaga hér um árið, og breytingatillagna frá ein stökum þingmönnum stjórnar- andstöðunnar voru allar tillögur þeirra kolfelldar, að einni undan tekinni, sem var heimild til að ríkið greiddi námskostnað græn lenzks námsmanns við Háskóla Islands, svo ekki var þeim alls varnað í það skiptið. Nú er mikið talað um alls konar virkjanir, efnis og orku, Væri elcki rétt að virkja fullkom lega mannvitið á Alþingi íslend- inga. Því maðurinn hann er gull ið, og gullinu vilja allir öllu fórna. En þá vík ég aftur að vega- lögunum. Á s.l. árum hefur mjög fjölgað alls konar bifreiðuan hér í landinu og þar á meðal eru bifreiðar með diselaflvélum, sem fíuttar hafa verið inn í vaxandi mæli, vegna þess, að þeir sem aka mikið hafa talið sér ávinn ing að nota slíkar vélar, þótt bifreiðar með slíkum vélum sé'U nokkuð dýrari í innikaupi og notkun þeirra langt frá því að vera eins ánægjuleg, sem benzín véla. Ending dieselvéla er líka talin mun meiri. Skatti til við- halds og endurbóta og vegagerða er þannig aflað í greiðslum neyt enda, að af benzíni er hann inni falinn í benzínverðinu, en af far artækjum knúðum diselvélum, er greidur svonefndur þunga- skattur, og af báðum tegundum gúmmígjald. Ég var einn af þeim, sem taldi mér hagkvæmara að nota disel- bifreið og keypti mér því slikt farartæiki á s.I. ári. En af fenginni reynslu og með tilkomu hins nýja þungaskatts, var þessu raskað svo að ég seldi bifreiðina nú í þessum mánuði og ég þurfti því að greiða áfallin skatt frá s.l. ári og til söludags, eins og venja er, taldi vist að hinn nýi skattur eins og benzín- og gúmmígjald, væri miðaður við áramót, en svo var nú aldeilis ekki. Eg mátti borga hinn nýja skatt fyrir allan timann sem ég áfcti bifreiðina á s.l. ári. Mér kom þe44a nokkuð spanskt íyrir sjón- ir, og rélt að um misskilning væri að ræða, svo ég hiingdi beint í viðkomandi stjórnardeild, en fékk þetta staðfest. Þó kvað ráðuneytisstjóri ekki alveg fullkomlega gengið frá þessu, en maður veit nú hvað svo leiðis svör þýða. Ég spyr því. Er þetta efeki fulllangt gengið, að koma svona aftan að fólki og fara ofan í vasa þess, jafnvel þótt viS eig- um að fá fleiri og betri vegi, fyrir peningana sem sóttir voru þangað? Hver á t.d. að borga skatt s. 1. ár af þeirri bifreið, sem keypt var notuð nokkrum dögum fyrir sl. áramót, er það hinn nýi eig- andi eða sá sem átti bifreiðina á undan honum, og hvernig á að haga innheimlunni? Nú eru til menn, sem vegna atvinnureksturs hafa ekki gert ráð fyrir þessum skatti af siðast- liðnu ári og er þetta því beint tjón hjá þeim, því þeir hafa ekki gert 1-áð fyrir þessari kostnaðar- hlið í seldri þjónustu. Með þeim sérstæðu og lofsverðu vinnu- brögðum, sem viðhöfð voru á Al- þingi, er lög þessi voru afgreidd, er breidd voru klæði á vopnin um stund og flokkadrætir og valda- streita þofeuðu um set meðan unnið var af skynsemi og ein- ingu að lausn þessa máls, sem hafði þau áhrif að þegnar þjóð- félagsins bera þessa skattabyrði möglunarlítið, með því líka að ölum er ljóet, að þörf er stór- átaka í vegamálum. En svo virð- ist sem háttvirtir Alþingismenn í gleði sinni og sælu hafi ekki gefið sér tíma til að vinna verk sitt til enda, þar sem fram- kvæmdavaldið hefur lent í vega tálmunum löggjafavaldisns, sem eru óglögg ákvæði um inrvheimtu þungaskatts af dieselbifreiðum. Vonast ég til að þessi yfirsjón verði ekki svo alvarleg ófæra að skattgreiðendum verði mis- munað svo freklega að nokkrix þeirra greiði sinn hluta ár aftur í timann, heldur verði þefcta leyst á þann einfalda og sjálLsagða hátt, að lögin öðlist gildi fyrir alla aðila samtímis, eða frá s.l. áramótum. Meðal annarra orða, hvað er i frétlum úr Suðurlandekjör- dæmi? Ég bið yður fyrir kveðju mína til frænda og vina þar. Hafnarfirði 1. dag Góu 19*4 Haiskur Maguúsmia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.