Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ i FimmtudagUT 28. maí 1964 — Stjórnmála- baráttan Framhald af bls. 11 hafi mátt kallast prúðmannleg, i samanburði við sumt, sem komið' hefur fram á síðari árum. En þetta bar engan árangur. Þingið samþykkti samninginn og síminn var lagður árið eftir. Gekk það allt eftir áætlun og þar með hfjóðnaði.um þessi mál. Sími og loftskeyti hafa tekið miklum framförum síðan, en ég minnist ekki að hafa heyrt að loftskeytin hafi neins staðar út- rýmt símanum. Aftur á móti hafa þau orðið til ómetanlegra nota, þar sem símanum verður ekki við komið. Þjóðin var 1905 eins og maður sem stendur þar sem tvær ieiðir bggja framundan inn á óþekkta lóð, þar getur miklu skipt að valin sé rétta ieiðin. Valdi þjóð- in þá réttu leið eða röngu? Hvað segja menn um það nú? Þeir hafa nær 60 ára reynslu að styðj- ast við. Friðrik VIII varð konungur í Ðanmörk í byrjun árs 1906. Hann var sagður íslandsvinur frá æsku ámtm og vildi hann bæta sambúð þjéðanna. Þá um sumarið bauð hann alþingismönnum í heimsókn til Danmerkur, 1907 kom hann til ísiands og heimsótti ýmsa staði og árið 1908 var að hans ráði skipuð nefnd af báðum að- iiúm til að semja um samband þjóðanna og sambúð þeirra, voru íslenzku nefndarmennirnir kosn- ir í byrjun árs 1908. Var það íysrsta stjórnmálaathöfnin á því ári, sem mörgum þótti svo merki- legt í stjórnmálasögu þjóðarinn- ar. — Nefndin átti að hefja störf sin f Kaupmannahöfn 28. febrúar. Það var ísiendingum óhagstæðara að fundurinn var haldinn þar og staðan var ójöfn þar sem Danir höfðu nær tvöfaida fuiltrúatölu á við fsiendinga. Það heyrðist lítið af störfum nefndarinnar, en útlit er fyrir að treglega hafi gengið að ná fullu samkomulagi, því komið var fram í maí þegar fréttist að nefndin hefði lokið störfum sín- um. Það fylgdi fréttiinni að árang urinn væri góður, en brátt fréttist að Skúli Thoroddsen, sem var einn nefndarmanna, hefði verið métfaiiin niður.stöðunni. Þeir nefndarmanna sem samþykktu uppkastið fóru strax heim og bjuggu sig undir kosningar, sem þá stóðu fyrir dyrum, en Skúli var erlendis nokkurn tíma. Hann mun hafa tilkynnt sínum mönn- um aðstöðu sína og skoðanir. Hófst þá 'þegar kosningabardag- inn og var aðalmálið Uppkastið, en svo var frumvarp nefndar- innar kallað. Uppkastsmenn töldu sig þar hafa náð mikluml réttarbótum og þeir töldu það tryggja þjóð- inni fullveldi og full ráð á öllum sínum málum eftir ákveðiinn ára- fjölda. Hinir hógværustu i flokki andstæðinganna munu hafa við- urfeennt að nokkur bót væri í þvi fólgin, en hún væri ofdýrt keypt, því í frumvarpinu væru ákvæði sem bindu þjóðina við Dani svo hún fengi aldrei meira sjálf- stæði. Þó skoðanamunurinn væri svona mikill, má telja vist að beztu naenn beggja flokka unnu þar eftir beztu sannfæringu að þvi sem þeir töldu þjóðinni fyrir beztu. Hinir frekustu andstæð- inganna munu hafa kallað þetta full landráð af hálfu þeirra nefnd armanna, sem samþykktu Upp- kastið. Meðal uppkastsmanna var þó maður sem ólíklegastur var til að binda ■ þjóðina við Dani langt fram í tímann, eftir því sem menn þekktu hann, en það var Jón Ólafsson. Ef Uppkastið var jafn hættulegt og andstæðingarnir töldu, þá hefur sá maður verið orðinn breyttur, eða hann hefur ekki athugað vel það mál. And- staðan gaf þó ástæðu til að at- huga það vel. Kosningarbaráttan var afaj? hörð og hún endaði með sigri ándstæðinganna, einhverjum mesta kosningasigri sem menn minnast. Sem eðlilegt var fögn- uðu Uppkastandstæðingar þess- um mikla sigri, þeir höfðu tryggt sér að taka við stjórnartaumun- um og flestir voru þeir. sann- færðir um að þeir hefðu bjargað þjóðinni frá miklum voða. Upp- kastmenn sátu hinsvegar með sárt enni, en þeir höfðu þó von um að marki þeirra yrði náð, þó síðar yrði. Hefðu þeir séð aftur í tímann hefðu þeir mátt vel við una, því þjóðin var orð- in viðurkennt fullvalda iýðveldi engu síður en þeir gátu vænst þó Uppkastið hefði verið sam- þykkt. Uppkastið varð ekki að ’.ögum og kom ekki undir dóm reynsl- unnar, enda hefði hann orðið dýr, ef hann hefði staðfest skoð- un andstæðinganna. Menn geta því enn deilt um þetta mál og vera má, að á 100 ára afmæli þess komi nokkrir menn saman og minnist þess afreks forfeðra sinna, er þeir björguðu þjóðmni úr þeirri hættu, sem hiún var þá í. Sem við var að búast varð Hannes Hafstein að víkja fyrir vantraustsyfirlýsingu þegar þing kom saman. í stað hans var kjör inn Björn Jónsson ritstjóri ísa- foldar, sem hafði staðið framar- lega í kosningabaráttunni og var mikill atkvæðamaður. En hann sat þó ekki í ráðherrastóli nema tæp 2 ár, var þá samþykkt van- traust á hann, frgmborið af flokksmönnum hans. Ekki er mér kunnugt hvað Heimastjórn- armenn sögðu í hans garð, en ekki löngu eftir að hann tók við ráðherraemþættinu, birtist harð orð greih í Þjóðviljanum í hans garð. Var hann þar meðal annars kallaður „Danasleikja". Björn svaraði í blaði sínu og sagði það meðal annars:, „Mér er ekkert illa við Dani, danskur læknir hefur bjargað lífi mínu . . . og eitthvað fleira taldi hann sig eiga dönskum mönnum að þakka. Ég minnist ek'ki að heyrði mik ið sem Björn kom í framkvæmd og jafnvel flokksmenn hans kvörtuðú um að lítið munaði í sjálfstæðismálinu. Það sem mest bar á var „Bankafanganið" svo- nefnda. Hann var búinn að vera ráðherra í rúma tvo mánuði, þeg ai' hann sagði Tryggva Gunnars- syni, bankastjóri, upp stöðunni með 6 mánaða fyrirvara. En ;hann lét ekki þar við sitja. Áður en fresturinn var útrunninn vís- aði hann Tryiggva og gæslustjór- um bankans fyrirvaralaust út og setti áðra menn í þeirra stað. Þetta vakti harða mótspyrnu og mun hafa flýtt fyrir vantrausts- yfirlýsingunni. Þess má geta, að annar gæzlustjórinn, að minnsta kosti, var flokksmaður Bjarnar. Við ráðherrastöðu eftir Björn, tók Kristján Jónsson, annar af fyrrverandi gæzlustjórum bank- ans, en hann baðst sjálfur lausn ar eftir rúmt ár og við tók Hann- es Hafstein. Það bar lítið á framförum í sjálfstæðismálinu nokkur næstu árin, en á þeim var þó stigið eitt merkasta sporið til efnahagslegs sjálfstæðis. Var það gert með stofnun Eimskipafélags íslands. Það voru sameiginleg átök margra manna, algerlega óháð nokkrum stjórnmálaflokki. Það voru smáar upphæðir sem fjöld- inn gat lagt fram og margir þátt takendurnir hpfðu fulla þörf á peningunum tíl annars, en þeir sáu ekki eftir því og voru hreykn ir af að eiga þessa upphæð í skip unum. Lægsta upphæðin var 25 krónur og þykir nú ekki mikið en geta má þess, að þá urðu verkamenn ag 1 vin.na 8 tólf stunda vinnudaga og 4 stundir betur til "að fá þá upþhæð. Nú geta þeir lægst launuðu fengið hana fyrir 40-50 mínútna vinnu. Þeir sem nú virðast geta veitt sér allt sem þeir óska og eru þó óánægðir, geta haft gott að at- ’huiga þennan samanburð . Skipin komu á heppilegum tíma. Samband við viðskiptaþjóð irnar var að lokast af völdum heimstyrjaldarinnar, svo leita varð til fjarlægra heimsálfa og fá þar ný sambönd. Stríðsárin' voru á margan hátt erfíð, en full- yrða má, að sjálfsbjargar- og sjálfstæðisþróttur þjóðarinnar óx mikið á þeim reynsluárum. Þá kom árið 1918, sem lengi mun talið merkisár í sögu þjóð- arinnar. Þá var enn skipuð nefnd af hálfu Islendinga og Dana, til að semja um sambúð þjóðanna í framtíðinni. Nefndin -tti að •koma saman í Reykjavík og í henni sátu fjórir fulltrúar frá hvoru landi. Nefndin kom saman 2. júlí og hafði lokið störfum 18. sarna mánaðar .Var hún þá bú- in að iganga frá frumvarpi til sam bandslaga, sem samþykkt var af öllum aðilum og jafnframt gert samning um bætur af 'hálfu Dana fyrir það sem með valdi var af íslendingum tekið undir konung. Bætur sem voru þó helzt til litl- ar. Þetta var fljótari afgreiðsla en búast mátti við og ber vott um minni andstöðu af 'hálfu Dana. Frumvarpið átti síðan að samþykkjast að þingum beggja þjóðanna, og bar meirihlutinn sem fram kom í þingi Dana, vott um minni andstöðu þar en við mátti búast. Það er eftirtektar- vert að meðal fulltrúa Dana var I.C. Cristensen, sem einnig var í nefndinni 1908. Hann var for- sætisráðherra 1907 og var þá svo viðkvæmur, að honum lá við að fá taugaáfall, þegar hann heyrði konung sinn tala um ríkin tvö, Danmörk og ísland. Það virðist að hugarfarsbreyting hafi átt sér stað hjá þeim manni á þeim ár- um. Aukaþing var kallað saman til að raéða um frumvarpið. Var það samþykkt nær samhljóða og af- greitt á átta dögum, en þá var eftir síðasti áfanginn, þar sem lögin voru lögð undir þjóðarat- kvæði. Meðal þingmanna voru tveir sem greiddu at'kvæði móti lögun um og er ekki ástæða til að ætla að þeir hafi ekki gert það af fullri sannfæringu. Þeir drógu þá ályktun af einhverjum atriðum laganna, að þau yrðu þess vald- andi að landið fengi ekki fullt sjálfstæði á sínum tíma, eins og fiöldinn tald iöruggt. Var það lí-kt 'því sem átti sér stað 1908. Sem eðlileigt var gerðu þeir nokkuð til að útbreiða skoðanir sínar til að hafa áhrif á atkvæða greiðsluna og kom annar þeirra, sem var þingmaður næsta kjör- dæmis, í sveit mína og hélt fund þar sem hann flutti mál sitt. Ég man óljóst málflutning hans, en málflutningur fylgdarmannsins vakti athygli manna, þó ekiki fengi hann þar neinn ómgrunn, og allar raddir sem fram komu mótmæltu honum. Ræða hans var stórorð iþýrði í garð Dana. Salgði hann meðal annars: „Danir ættu allir að leggjast við eitt trog.“ Maður þessi var aldraður upp- gjafa prestur og var talinn merk isprestur. Lífsstarf hans haíði verði að boða mönnum boðskap kærleikans. Þetta hefur veyið nokikuð andstætt því sem hann kenndi söfnuðum sínum. Hefði hann» hitt á óskastundina og fengið ósk sína uppfyllta, hefði hann líklega verið fús að vera við trogið og hefði þá ef til vill fengið sömu hempuna, til að vera í við þá helgiat'höfn. Atkvæðagreiðsla þjóðarinnar féll þannig að lögin voru sam- þykikt með miklum atkvæðamun. Tæplega þrettándi 'hluti þeirra sem atkvæði greiddu, var á móti þeim. Þau voru því orðin að gild andi lögum með kostum sínum og löstum, eins og frumivarpið kom frá nefndinni. Lögin öðluðust gildi 1. des- ember sama ár, og var þeim fagn að þó ytri ástæður líðandi stund ar væru ömurlegar. Sá daigur hef ur síðan verið kallaður fullveld- isdagur þjóðarinnar og hans minnst sem merkisdags í sögu hennar. Mestur hluti þjóðarinnar fagn- aði þessum sigri. Menn töldu sig sjá framundan fuUkomið sjá'lf- stæði, sem ekkert gat hindrað, nema stefnubreyting innan þjóð arinnar. Lögin voru óbreytt þann ttma sem þeim var ætlað að gilda og lokadagurinn kom með stofn- un lýðveldisins. Mun enginn hafa orðið fyrir minnstu vonbrigðum. Ef lögin hefðu haft í sér þá leyndu hættu, sem andstæðing- arnir töldu, þá hefði hún átt að koma fram ,en ekki heyrðist um neitt sem væri til hindrúnar eða tefði framgang málsins. Allt fór eftir áætlun. Ótrúlegt er, ef and stæðingarnir hafa ekki sann- færzt um það af reynslunni, að otti þeirra var ástæðulaus. Það virðist engin fjarstæða, þó mönn um komi ti'l hugar að svo hafi emnig verið 1908. Ég 'heyri menn seigja, að stjórn málabaráttan sé harðvítugri 'hér á landi, en víðast annars staðar, en veit ekki sönnur á því. En oft hef ég heyrt það sem mér þykir ljótt bæði í málflutningi sumra þingmanna og framkomu kjósenda ,einkum við kosningar. En það má ekki eigna það öllum. Margir koma fram sem prúð menni og hvort sem er í ræðu eða riti, þá ræða þeir málin án persónulegra ásakana. Það er eðli legt ag menn 'hafi mismunandi skoðanir á ýmsum málum og það fer vel að litið sé á þau frá fleiri hliðum, en þeir eru líka sam- mála í sumu cig þá virðist þeir ættu að fylgjast að. Á því er milkill brestur, mundi þó oft gott af því leiða. Það er eðlilegt að hver og einn vinni samkvæmt sinni skoðun og sannfæringu, en Minning Fæddur 20. maí 1949. Dáinn 9. febrúar 1964. ÞEGAR atburði eins og dauða Péturs litla beir að höndum verð- ur manni á að spyrja: Hvernig má slíkt ske? er þetta kannske sönnun þess að þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Hann var aðeins orðinn 14 ára gamall er dauðinn hreif hann burt og hafði án alls vafa oi-ðið að ganga í gegnum mairgt fleira en margur sá maður ex deyr að liðnu löngiu æfiskeiði. Það skihir eftir óafmáanleg merki í barnssálinni að sjá heim- ili sitt leggjast í rúst af bruna og vita ekkert hvert hverfa skal, en það skilur líka eftir óafmá- anlega sólarbletti í barnssálinni að fyrirhitta á leið sinni mann- veruir, sem viJja liðsinna henni og hjálpa áfram til nýs og betra lífs. Pétur heitinn lézt af slysför- um í sundlauginni að Reykholti í Biskupstungum, eftir að hafa allt of skaman tíma fengið að njóta þess að eigmast indaít heimili, að nýju hjá fólkinu að Felli. Pétur hafði erfiða heilsu við að stríða og hefux kannske ekki valdið svo litlu þar um hinar ofboðslegu sdiptingar er átt höfðu sér stað undan farið í sáilar lífi bairnsins, vegna allra þeirra atburða og örlaga er herjað höfðu heimili hans. Svo þung geta slík örlög síundum orðið, að full orðnir fái ekki valdið, hvað þá 14 ára gömul börn. Þó mun í þessu tilfel.li hafa að bjálpazt, sjúk- leiki og and/ag vanlíðan, hún getur stundum verið þungbær þótt hún sé ekki íyrjrferðarmik- il á yfirborðinu. Gamall málsháttur segir: „Dag skal að kveldí lofa.“ Það má kannske segja og heimfæra í til- fellum sem þvi er svona ungir menn eru kallaðir frá ástvinum og félögum, en hver er sá er kann um að dæma hvað var fyriv laeztú? Hann hefir hlotið hvild og er nú heimtur til þeirra er biðu Hans handan landamæra lífs og dauða. Hví skyldum við sem eftir lifum ekki mega vona og trúa' því, að þar sé hann hólpinn og varðveittuir író þeim það er dkki gott að sjá hver skoðun sumra er. í ræðum þeirra virðist eitt homið rekast á ann- að og þéir ásaka aðra fyrir það sem þeir mundu sjálfir hafa gert i sömu aðstöðu. Að ekki sé tal- að um þá sem virðast enga skoð ur bafa en stjórnast af öðrum. slundum erlendu valdi. Það verður ekki gengið fram hjá því að baráttan var ekki mýkri 'hjá gömlu stjórnmála- mönnunum. Misjafnir voru þeir og með rökum má eitthvað að flestum mega finna, og þag er eðlilegt að menn geri það stund- um. En það á að gera það með sanngirni og ékki ganga fram hjá því hverjir þeir voru að öðru leyti. Flestir unnu þeir að heill þjóðarinnar eftir beztu sannfær- ingu og þjóðin á 'þeim mikið að þakka .Það var misjafnt, hve mik'lu þessir menn komu i fram kvæmd, einn var þar öðrum meiri, en ekki 'heyrði ég að neinn notaði aðstöðu sína til eigin haga muna. Ég kann illa við að heyra ó- sanngjarna dóma um 'þessa raenn. Það var á sínum tíma sagt um einn þeirra að 'hann væri „bæði gull og grjót." Það má sjálfsagt segja það um fleiri, en það má ekki skoða þá gegnum þannig lög uð gleraugu, að eltki sjáist annað en grjótið. Kr. G. Þ. þungbæru örlögum er brjáðu bamssálina hérna megin grafar. Hu,ggun er það eina sem gert get- ur sorgina bærilega, hún er af Guði gefin, þeim er vilja hugg- ast láta. Og í tiifellum sem þess- u,m hefir huggunin vissulega síu rök. Ykkur sem eftir lifið vottast dýpsta samúð sérstaklega móð- ur og systkinuim. Frændi.' Gísli Jónsson bóndi og smibur — Kveðjn F. 11/10 1869. — D. 9/1 1964 Gistir dauða Gísli að Hofi, gisti þar heilsubótalindin, gistingar er glataður rofi, gisting var þar fyrirmyndin. Nýja og horfna notaði tímann, nýju alls kyns græddi sárin, nýja og forna nægði glíman, níutíu og fjögur árin. Gróðamaður Gísli á Hofi, góður var í sinni og minni, góðum hjá var gróinn lofi, góður í fyrsta og hinzta sinnL Tólf embætti hafði á höndum, Hrólfa maki sem ei rýrnar, tólf hann gildum girti böndum, gólf í kirkju, hús og brýmar. > Fyrirmynd í flestu var hann, fyrirhyggju laun upp skar ’ann, fyrir granna festu bar hann, fyrirgreiðslu — hérna og þar vann. Foringi sem fylgdi hreinn, forarsporin rakti ei hinna, forvitri er fjölgaði beinn, forsvari, — þegnskyldu að vinna. , \ Fullhugi á fjölda þingum, fullstyrkur í orði og verki, fullkannaði fyrir slyngum, fullvissu und sigurmerki. Gull af manni Gísli að Hofi, gull í ranni lífs og dauður, gull var hann, þó gjarna sofi i gull það fann bæði ríkur og snauður. 10/1 1964 AndrÁs Johnson Pétur Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.