Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 17
FimmtuclagUT 28. maí 1964 ORGUNBLAÐIÐ 17 f ^ ^ Olafur Haukur Arnason Nokkur ori um félagsheimili UNDANFARNA mánuði hefir fátt tiðar verið rætt eða meira en það, hve reisa mætti rönd við þeim ófögnuði, sem oftsinns mun hafa átt sér stað, þegar hópar kaupstaðaunglinga hafa Ihaldið upp til sveita eða jafnvel upp í óbygigðir til svokallaðra Skemmtana. Bkki ætla ég mér að leggja hér orð í þann belg, enda er sjálfsagt orðið allhátt í hon- um. Hins vegar langar mig til að minnast á það örfáum orðum, að nú ræðir hið háa Alþingi þingsályiktunartillögu um endur- skoðun laga um félagsiheimila- sjóð, — og væri vel, að þau mál væru engum vettlingatökuim tek- in. Mér hefir alla tíð skilizt, að tilgangur félagsheimila eigi fyrst og fremst að vera sá að stuðla að auknu menningarlífi í strjál- býlinu, veita fólki góð skilyrði til menningarlegrar félagsstarf- semi og gefa því kost á að njóta þeirra hluta i skemmtun og list- sköpun og listtúlikun, sem beztir gerast á landi hér. Mér hefir ailtaf fundizt það sveitunum til lítils sóma, að félagsheimilin vær,u starfrækt sem lélegir dansstaðir, oft mest sóttir af aðvífandi lýð og sjálf- sagt tíðum með þá lífsreglu efst í 'huga, að „þar sem enginn þekikir mann, þar er gott að vera“. Ég hefi litið svo til, að það, sem hér réði mestu um, væru fjárhagsörðuglei'kar téðra samikomustaða fremur en sið- ferðilegur sljóieiki forráðamanna þeirra. Mig grunar, að flestuim hugsandi strjál'býlismönnum sé fremur lítið gefið um þess háttar samkomur, enda vafasöim hag- speki að kasta tugmilljónum í samlkvæimishallir austur á Rang- árvöllum eða uppi í Kjós fyrir helgasvall unglinga úr höfuð- staðnum eða sjóþorpum við Faxaflóa. Það er sem sé ekki nægilegt að reisa glæstar byggingar og kalla þær félagsheimili, ef það, sem þar fer fram, er að mestúm hluta jafnómenningarlegt og það, sem auglýsendur kalla „ekta sveita'ball“. Skemmtanaiðnaður- inn, það að hafa fé fyrir lítið út Sigtryggur B. Pálsson Minning Fæddur 13. maí 1931. Dáinn 5. jan. 1964. OFT er á það minnst í minn- ingargreinum um ungt fólk, að óskiljanleg séu þau rök forsjón- arinnar að láta það hverfa burt í blóma lífsins þegar starfsævin sé rétt hafin. Vissulega er það okkur dauðlegum mönnum óskilj anlegt, en svo mun þó vera um flest það, sem skaparinn ákveð- ur, enda okkur varla ætlað að skilja ákvarðanir hans, né hafa þar nokkur áhrif á. Á undanförnum mánuðum höf- um við Sauðárkróksbúar orðið að sjá á eftir mörgum mætum borgurum yfir móðuna miklu. Sumir þeirra hafa verið það sem kallað er á miðjum aldri, en yngstur þeirra mun þó vera Sig- tryggur B. Pálsson, sem lézt 5. janúar sl. 33 ára að aldri. Ég vil með þessum linum minnast hans, en þó verður hér engin ævisaga sögð, aðeins örfá orð um góðan dreng og mætan samborg- ara. Sigtryggur fæddist hér á Sauðárkróki 13. maí 1931, sonur hjónanna Pálínu Bergsdóttur og Páls Þorgrímssonar. Hann ólst upp í foreldrahúsum, gekk hér í barnaskóla og síðar í gagnfræða- og iðnskóla. Hann lærði rafvirkj- un hjá Þórði P. Sighvats, raf- virkjameistara og starfaði hjá honum um árabil. Síðar gekk hann í þjónustu Rafnmagnsveitu ríkisins og var þar starfsmaður þegar hann veiktist í desember sl. — Árið 1952 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Sigur- laugu Gunnarsdóttur frá Víði- mel. Eignuðust þau þrjár dætur. Þau voru á Víðimel hjá foreldr- um Sigurbjargar í nokkur ár, en fluttust síðan til Sauðárkróks og áttu heimili að Freyjugötu 5. Þetta er í stórum dráttum ramminn um ævi Sigtryggs Páls- sonar, en inn í þennan ramma vantar fjölmargt, sem ástæða væri til að geta um. Snemma bar á því að Sigtryggur gengi ekki heill til skógar, og má segja að hann hafi aldrei vitað hvað það var að vera fullkomlega heil- brigður. En veikindi sín bar hann með svo mikilli karlmennsku og æðruleysi, að með ólíkindum var. Þó mun hans síðasta lega bera gleggstan vott um andlegt þrek hans og kjark. Hvað eftir annað var búizt við að yfir lyki, en þó fór svo að hann hresstist og leit vel út með bata. Var hann sendur til Kaup- mannahafnar til frekari aðgerða, en þar dvaldist hann skamma hríð og lézt eins og áður segir 5. janúar sl. Það sem einkum mun hafa gef- lð Sigtryggi þrek til að þola sjúk- dóm sinn allt frá barnæsku var hin létta og glaða lund hans. Hann virtist ætíð sjá bjartari hliðar lífsins og það gaf honum mátt til að taka þeim erfiðleik- um sem að höndum bar. Sig- tryggur átti það til að skipta skapi, ef því var að skipta — ég segi sem betur fer — en reiði hans stóð aldrei lengi og hann var manna fúsastur til sátta. Leiðir okkar Sigtryggs lágu saman í leik og starfi bernsku okkar. Síðar unnum við saman í Ungmennafélaginu Tindastól, einkum að íþróttamálum, en hann var formaður félagsins um skeið og tók virkan þátt í störf- um þess. Sjaldan varð þess vart í íþróttum að þar gengi ekki heill maður til skógar og eins mun það hafa verið í öllum störfum hans. En kynni okkar Sigtryggs urðu þó ekki náin fyrr en fyrir 1 Vz ári síðan. Frá þeim tíma átt- um við saman margar ánægju- stundir og vináttuböndin urðu traustari eftir því sem lengra leið. Á sl. sumri fórum við hjón- in ásamt Sigtryggi og konu hans austur á Firði. Sú ferð verður okkur ógleymanleg og var það ekki sízt að þakka einstakri glað- værð Tryggva, en svo var hann jafnan nefndur í hópi kunningja úr vanvizkufólki og æskulýð, er orðinn óhugnanlega digur þáttur gróðrabralli ok'kar tíma, og má telja hreina svívirðu að nota félagsheimili, sem reist eru að verulegum nluta fyrir almanna- fé, til þess háttar iðju. Þess vegna þótti mér mjög vænt um að sjá, að einn háttvirtur al- þingismaður, Ásgeir sýslumaður Pétursson, hefir gefið þessu máli gaum og ber fram breytingar- tillögu við fyrirgreinda þings- ályktunartillögu þess efnis, að stofnsettur verði sérstakur rekstrarsjóðlur félagsheimila. Sýslumaður ætlast til að tekjum þess sjóðs verði varð til eflingar ménningarstarfsemi í félagsheim grein fyrir sjónarmiðum sínum. er hann mælti fyrir breyting'artil ilum, og hefir hann gert glögga lögu sinni á Alþingi. Mér þykir líklegt, að háttvirtir alþingismenn, sem margir tala fagurt um „jafnvægi í byggð landsins", gefi þessari merku til- lögu gaum og samþyk'ki hana. Þar með stuðla þeir að því, að kleift reynist að starfrækja fé- lagsheimili sem menningarstofn anir. En jafr.framt mættu þeir minnast þess, að aukið eftirlit með saimikomum í margnefndum húsum er brýn nauðsyn, ef starf rseksla þeirra á ekiki að verða til enn meiri vansæmdar en þeg ar er orðið. og félaga. í þeirri ferð bar á las leika hans, en þá kóm í ljós hark an og glettni hans sigraði - bili. Og nú er þessi góði drengur allur. Jarðarför hans fór fram frá Sauðárkrókskirkju 14. janúar og fylgdi honum slíkur mannfjöldi til grafar að fátitt er hér um slóðir. Sýndu Skagfirðingar þá ljóslega hvern hug þeir báru til Sigtryggs og fjölskyldu hans Um leið og ég kveð þennan góða vin minn og óska honum góðrar ferðar til fyrirheitna landsins, votta ég fjölskyldu hans, foreldrum og öðrum ætt ingjum dýpstu samúð mína. Þorbergur Jósefsson. Skólasíit Framh. af bls. 8 hann hefur á undanförnum árum verðlaunað beztan námsárangur við unglingapróf hér við skól- ann. Þá var Birnu Guðjónsdóttur afhent verðlaun frá skólanum fyrir ágæta einkunn í reikningi við landspróf sl. vor, en þá hlaut hún einkunnma 9,9 en þar sem búið var að slíta skólanum er landsprófi lauk voru verðlaunin ekki afhent fyrr en nú. Nýtt skólahús var byggt hér og hafin kennsla í því haustið 1958. Við þáð batnaði aðstaða til kennslustarfa. Þá var settur hér fastur miðskö'i, sem hefur starf- að síðan með landsprófsdeild. Er skólahúsið nú þegar orðið of lítið þar sem bekkjardeildir eru níu en ekki nema fjórar kennslu stofur til afnota. í ráði er að hefja byggingu á íþróttahúsi í vor, þar sem hér er engin að- staða til íþróttakennslu. Lionsklúbbur Höfðakaupstað- ar gaf í vetur mjög vandað sjón prófunartæki tii afnota handa skólanum. (Frá Höfðaskóla) Vanda þarf val bílsins SAMKVÆMT síðustu skýrslum voru hér á landi 25485 bílar, þar af 19210 fólksbílar 106 tegundir og af vörubíluim 104 tegundir. Látum fjölda bílanna vera, ihann er ekiki nema noktkurn veg- inn eðlileigur, en athugum betur tegundafjöldann. Erum við nokk ru bættari með öll þau ósköp? Ég æt'la nú að fara ndkkrum orð- um um þá spurningiu. Það verður ekki annað sagt en að þessi þróun skapi lands- mönnum bæði mörg og stór vandamál og um leið flest með öllu óþönf, ef sérstaklega væri vandað til bílainnflutnings, en Pétri og Páli ekki leyft að flytja inn hvað sem er, ef hægt er að 'kalla það ökutæki. Innflytjendur og seljendur eru yfirleitt tungumýkri og elsku- legri á meðan þeir eru að selja bílana, heldiur en þegar kemur að 'því að bæta stórgalla, eða láta í té varalhluti. Aðalatriðið virðist vera að svæla nógu mi'klu magni af einhverri nýrri tegund inn á landsmenn áður en þeir átta sig á að betur hefði farið að sú teg- und hefði aldrei tiil landsins kom ið. En þó er of seint að byrgja brunninn og þessar „tíikur“ skæl- ast um vegina í fáein ár. ölilium ' til sárra leiðinda. | í öllu þessu tegundaflóði verða umboðin sinnulaus og getulítil með varahlutabirgðir og í mörg- um tilfellum hætta verksmiðjur J að framleiða sumar gerðir bíla , eftir tilltölulega Skamman tíma. | Þá skapar þetta Bifreiðaeftirlit j inu einnig erfiðleika, þegar alls- kionar vandræðagripir þurfa að I fá frest til fullrar skoðunar, ' vegna þess að varahlutir eru „ekki til í landinu" og þá að meira eða minna leyti varasamir í umferðinni. Þá er það til stórra bóta að eftirlitið er alltaf verið að herða. I Varla þarf að taka fram hvaða vandikvæðum þessi hrærigrautur ' völdur í viðgerðarþjónustunni. Það er lífsins ómögulegt að þj'álifa svo einn bifvélavirkja í yiðgerðum, á þó ekki væri nema helmingur þessara tegunda, að viðunandi sé. Þar sem mörg verk stæði taka næstum hvaða bíl sem er til viðgerðar. Svo útheimtir þetta hlaup eftir varahlutum út um borg og bý, sem oft annað hvort ekki fást, el'legar enginn veit hverjir eru hinir réttu. Við höfum nú þegar margar tegundir og gerðir bíla sem bet- ur hefðu aldrei á íslenzka veai komið, þó alltaf finnist einhverj- ir sem halda fram ágæti þeirra. Að vísu verðum við að sitja uppi með það sem komið er, en er rétt að halda vitleysunni? Er rétt að halda áfram að flytja inn í landið„au'gnabliksbíla“,sem enga kosti hafa umfram þá sem fyrir eru? En seldir eru nýjunga gjörnum og auðtrúa sólum. Nú má ektki ski'lja örð mín svo að ég hljóti að vera sérvizkufull- ur afturhaldsseggur á móti öllum nýjungunum, en þær verða bara að vera raunhæfar fyrir okkar staðhætti. Eftirlit með innflutn- ingi skipa þykir öllum sjálfsagt, enda er þar meira í húfi. En þeg- ar landsmenn eru farnir að kaupa bíla fyrir hundruð millj- óna króna árlega og flytja um langan veg yfir úthaf, þá hlýtur það að Skipta einhverju máli bvað keypt er. Bíllinn er og verður enn um sinn, okkar eina farartæki á landi. Þvi ber að vanda valið eftir megni oe sporna við inn- flutningi fileiri tegunda og gerða sem ekki henta okkar staðhátt- um. Það eru þjóðarhagsmunir eins og hvað annað. Björn Indriðason. OKKAR A MILLI SAGT Nýstárleg lög hafa verið sam- þykkt í Egyptalandi. Miða þau að því að gera hjónaböndin hald- betri og koma í veg fyrir deilur fjölskyldumeðlinav Lög þessi ganga í gildi 1. júní n.k. og eru i því fólgin, að við hjónavígslur verða allar brúðir og tilvonandi tengdamæður að undirrita samn- ing. Ef samningur þessi er rofinn liggja við sektir. Nefndin, sem gerði uppkastið að samningnum gerir ráð fyrir að hann muni fækka hjónaskilnuðum í landinu um helming. Hér á eftir fara þau ákvæði sem tengdadótturunni ber að undic rita: 1. Að telja eðlilegt að tengdamóð- irin elski eignimanninn eins og góð móðir elskai son sinn. Gera sér grein fyrir því að þessi ást er annars eðlis en ást eiginkonu á eiginmanni og þess vegna ekki ástæða til afbrýðisemi. 2. Að telja eðlilegt að tengda- móðirin elski barnabörn sín, þyki gaman að hafa þau hjá sér, en setji ofan í við þau er það á við 3. Að kalla tengdamóðirina „móðir“, heilsa henni með kossi og gefa henni afmælisgjöf. Tengdamóðirin undirritar eftir- farandi: 1. Að ráðleggja tengdadótturinni aldrei neitt ncma hún biðji um það sjálf. 2. Að heimsækja soninn og tengda dótturina ekki nema hún sé boðin. Eigi hún heima í annarri borg en þau má hún dveljast hjá þeim mánuð á ári, en búi hún í sömu borg, cinn tii tvo daga í senn. 3. Að gagnrýna aldrei tengdadótt- ur sína í návist sonarins. 4. Að senda tengdadóttur sinni af mælisgjafir og blóm á brúðkaups- afmæli hennar. XXX Hin mikla samkeppni um hylli ferðamanna er nú hafin og gisti- hús eitt á Lundúnaflugvelli vonast til þess að vinna hana með smá- vegis breytingu. Breitingin er i því fólgin, að menn sem synda í kafi í sundlaug gistihússins geta nú hlýtt á tónlist eins og þeir, sem hafa höfuðin upp úr. xxx Ef Franco einræðisherra Spánar efnir einhverntíma loforð sitt um að gera Spán að konungsríki á ný, er hugsanlegt að Carols Hugo prins af Bourbon-Parma og írena Hollandsprinsessa setjist í hásætin. Carlos Hugo hefur til þcssa verið talinn hafa mjög Htla mög'uleika til þess að verða konungur Spánar og féll hann alveg í skugga Don Juans Carlos og föður hans, Greifans af Barcelona, sem er sonur Alfonsos XIII, síðasta konungs Spánar. Nú er hins vegar talið að Franco sé farinn að líta á Charlos Hugo sem æskilegri konung en Don Juan Carlos. Segja kunnugir, að það sé vegna þess að einræðisherranum falli illa við Sophiu, Grikkjaprins essu, konu Don Juans. Einnig hefur sú skoðun verið látin í ljós-, að Franco hafi í hyggju að etja prinsessunum tveimur út í samkeppni um vinsældir meðal konungssinna á Spáni, kljúfa þannig raðir þeirra og fresta enn að endurreisa konungdóminn. XXX ILLUR FENGUR ILLA FORGENG UR. Kona ein í Bandaríkjunum ók fyrir skömmu yfir kettling og varð honum að Dana. Konan setti lík kettlingsins í pappírspoka og ók til næsta kattakirkjugarðs. Hún setti pokann á gangstéttina meðan hún var að leita að pening tíl þess að setja í stöðumælinn, en snéri sér aftur að pokanum nægi- lega fljótt til þess að sjá aðra konu ganga a brott nreð pokann. Sú sem ók yfir köttinn gat sér þess til að hin konan hefði séð eitthvað loðið gjæjast upp úr pok anum og haldið að það væri verð mætt skinn. Hún elti því þjófinn, sem fór inn í þrönga götu, opnaði pokann og féll í yfirlið. okkar á milli sagt ■... v 5 %. 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.