Morgunblaðið - 28.05.1964, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 28.05.1964, Qupperneq 9
FÍmmfudasuT 28. mai IS64 MORGU N BLAÐIÐ 9 Steíngrímur Davíðsson: Stærstu vandamalin Aldamótaæskan í byrjun aldar vorrar, þegar enginn íslendingur gat talizt rík- ur, fáir meira en bjargálna, en flestir fátækir, voru vandamál heimilisfeðra eiginlega aðeins tvö: í fyrsta lagi, að afla fjöl- skyldu sinni og öðrum heima- mönnum nægilegra nauðþurfta, er á þeim dögum reyndi mjög á þrek og hyggindi húsbænd- anna og varð sumum ofraun, og í öðru lagi að koma börnum sín- um til nokkurs þroska. Mikill meiri hluti þjóðarinnar þreytti ennþá sitt skeið í kyrrlátu dreif- býli, eins og verið hafði frá upp- hafi íslandsbyggðar. Hægfara þróun er stefndi að bættum lífs- kjörum, aukinni menntun og sjálfsforræði var orðin stað- reynd og víst þótti að sú þróun mundi hvorki koðna niður eða Btaðna. Um síðustu aldamót og þó fyrr var vaknaður almennur áhugi fyrir bættri alþýðumenntun. Með eamþykkt fræðslulaganna 1907 urðu merk þáttaskil í skólamál- um. Þá fyrst var viðurkenndur réttur allra barna, án manngrein ingar og efnahagsástæðna, til að njóta nokkurrar menntunar og andlegs þroska. íslenzkar bókmenntir gátu ekki á þessum tímum talizt fjöl- skrúðugar, en þær voru auðug- ar að efnisgæðum. Þær voru afl- gjafi æskunnar. íslendingasögurnar og bækur þeirra Snorra og Sturlu höfðu frá öndverðu verið í senn fræði- og skemmtilestur íslendinga. Þá komu þjóðsögur, rímur o. fl. auk guðsorðabóka. Á nítjándu öld- inni eignaðist þjóðin mörg sín öndvegisskáld. Á öndverðri öld- inni bar hæst þá Bjarna og Jónas en seinna þá Matthías, Steingrím og Jón Thoroddsen. Sumir þeirra heilsuðu nýju öld- inni enn í fullu fjöri, þó aldnir væru að árum. Og allir lifa þeir í sígildum bókmenntum meðal þjóðarinnar meðan íslenzk tunga er töluð og lesin. Um og eftir aldamótin fylltu ný skáld skörðin fyrir þau er fallin voru og enn auðguðust bók menntir vorar af ljóðum og sög- um, er aldrei fyrnast. Á sama tíma óx útgáfa tímarita og ann- ara fræðibóka. Bókmenntirnar voru sá and- legi heilsubrunnur, er æskulýð- urinn ásamt eldra fólkinu bergði af. Ur þeim brunni fengu ungl- ingarnir þá svölun og styrk er entist þeim ævilangt. Bókmenntir þessar voru sprottnar úr jarðvegi, er geymdi gróðurmátt til vaxtar ómegnaðri föðurlandsást, skyldurækni, fórn fýsi og öllum öðrum fornum dyggðum. Þess vegna reyndust bækurnar ómetanleg hjálpartæki forráðamönnum barnanna til að búa þeim hollt veganesti. Bók- menntir þær sem aldamótaæsk- an drakk í sig voru einn sterkasti aflvaki þeirra, sem börðust skel- eggast og án hagsmunahvatar fvrir sjálfstæði þjóðarinnar, fram förum atvinnuveganna og al- mennri menntun. Við þessar aðstæður, sem hér að framan hefur að nokkru ver- ið lýst var siðferðislegt uppeldi ekkert verulegt vandamál. Flestir æskumenn þessa tíma ti'einkuðu sér næstum ótrúlega fljótt — eða þegar á bernskuár- um hugsjónir leiðtoganna í frels- is- og framfarabaráttunni. Ungl- ingarnir þráðu að verða dugandi liðsmenn við nýtt landnám í föð- urlandi sínu. Allir skólar við aliiýðuhæfi, gagnfræðaskólar, búnaðarskóli, lýðskólinn á Hvít- árbakka, kvennaskólar og kenn- araskóli yfirfylltust af mennta- þyrstum ungmennum, sem marg- ir voru svo fátækir, gð gott þótti *ð hafa það naumasta til hnífs og skeiðar, þó ekkert væri þar fram yfir. Að loknu námi, sem oft var minna en margur þráði, leituðu þeir sér að starfi, þar sem liðs var þörf og þó frekast þar, ef kostur var, sem þeir þráðu mest að duga í umbótastarfinu og töldu sig hæfasta til. Flestir settu hugsjónir og markmið ofar gjaldinu. Sú takmarkaða svipmynd, sem hér að framan var brugðið upp af hugarfari og hugsjónum alda- mótakynslóðanna er ekki sett á tjald til að telja mönnum trú um, að allir menn, er byggðu þetta land þá, hafi verið englum líkir. Hjörðin hefur á öllum tím- um verið æði mislit. En fullyrða má að færri voru svörtu sauð- irnir kringum aldamótin og á fyrstu þrem tugum þessarar ald- ar en um og eftir síðustu heims- styrjöld. Þeir sem efast um sann leiksgildi þessarar fullyrðingar skulu kynna sér réttarfarsskýrsl- ur og dómarabækur, svo langt sem þær ná. Myndin er dregin upp svo hún sé tiltæk til saman- burðar við „aldarfar“ vorra tíma, og sem verður nokkuð tekið til athugunar hér á eftir. í öðru lagi má telja, að mikið megi af læra, sem hollt er að hafa til hlið sjónar og eftirbreytni nú, þegar sókn er hafin til aðkallandi úr- lausnar æskulýðsvandamálanna. Vandamál er annars það óhlut- lægt nafnorð, sem oftar er á vör- um manna og'í rituðu máli, en nokkurt annað. Mörg eru vanda- mál þjóðfélagsins og mikilsvert hvernig úr þeim rætist hverju einu. En hér verður aðeins rætt um það vandamálið, sem stærst er og örlagaríkast og sem mest á veltur fyrir þjóðina í nútíð og framtíð að vel ráðist. Oft er orðið við ðskum út- varpshlustenda um endurflutning á snjöllum erindum eða góðum leikritum. Heitir það á útvarps- máli „endurtekið efni.‘‘ Þó „end- urflutt" eigi betur við, þegar uim orðréttan flutning er að ræða, verður það ekki hér nánar rætt. „Ekkert er nýtt undir sólunni" segir í fornum fræðum. Enda þrátt fyrir nýjustu uppgötvanir í breyttum formum. Því miður endurtekst ekki siður það sem hverfa ætti úr mannlífinu en það sem vel er fallið til anþ- legs þroska og fegrunar. Illgres- ið vex þar sem rósir einar ættu að spretta. Við, sem höfum verið nemend- ur og kennarar, þekkjum vel, að námsefnið verður að endurtaka margsinnis til þess að sá árang- ur náist, sem krafizt er af skóla- námi, í fyrsta lagi til skyldu- prófs, og í annan stað að námið verði aflgjafi tilvonandi þroska nemendanna. Hægt er að full- nægja fyrra atriðinu. Með,endur- tekningu getur hver meðalgreind ur nemandi lært runur af manna nöfnum, staðaheitum, ártölum o.s.frv. Og bregðist minnið ekki í nokkrar vikur er þrautin unn- in. En mannssálin á ekki að vera aðeins safnþró fyrir nafnarunur eða vistarvera fyrir alls konar teoriur. Hún á að þroskast og mótast í skyni háleitra hugsjóna. Mesta alúð þarf að leggja við það nám er rnestan þroska elur. Þá er námsefnið skýrt og skoð- að í víðfeðma sjónhring. Nú eru bækurnar ekki lengur einu hjálpartæki skólanna, þó alltaf verði þær sem fyrr, gull- þræðirnir í uppistöðu og ívafi menntunarinrar. En nýju tækin, vélræma með myndum, - tali og tónum, eru mikils Verð, og ættu að auðvelda námið, það sækjast hraðar en áðpr, og ávextir þess verða safarríkari. — Hverjum kennara barna eða unglinga á að vera ljóst, að hann er, ásamt heimilunum ábyrgur fyrir þroska og mótun sáiariífs nemenda sinna. Eins og garðyrkjumaðurinn ver af kostgæfni garðinn sinn fyrir illgresinu, hlýtur hver skóla- kennari að loka úti allt það, sem truflar námið og spillir mótun- aráhrifum þess. Hann hvetur nemendur sína til að binda fé- lag við þroskandi og göfgandi bókmenntir, en varar við sorprit- FORSETI fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, og frú Dóra Þór- hallsdóttir, héldu utan með Gullfossi sl. laugardag. Fara for- setahjónin ferðina sér til hvíldar og hressingar, hafa viðdvöi i' Edinborg og Kaupmannahöfn meðan skipið kemur þar við, en koma síðan heim með sömu ferð. í fjarveru forseta fara forsætisráðherra, forseti Sameinaðs alþingis og forseti Hæstaréttar með forsetavald, samkv. 8. gr. stjórnarskrárinnar. — Myndin sýnir forsetahjónin ganga til skips á laugardaginn. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) kennarar skólanna verða í nánu samstarfi, að gróðursetja ómeng aðar dyggðix í sálum urrgling- anna og búa þeim skilyrði til vaxtar, svo þær verði þeim vörn gegn spillingaröflunum er bíða Utandyra. Vekja þarf snemma heilbrigðan metnað, skyldurækni og viljastyrk, svo æskumaðurinn viðurkenni áhyrgð sína á eigin gerðum, en kenni ekki öðrum um. í fyrri hluta þessarar greinar um, sem hvarvetna eru á vegi ' var frá því greint hversu rík á- manns — frásagnir af hryliileg- 1 herzla var lögð á ræktun þess- ustu glæpum og kynórum á 1 ara dyggða hjá aldamótaæskunni. lægsta stigi mannlegra hvata. | Þær tapa aldrei gildi sinu. Nú Hann skýrir og fyrir nem.endun- ] eins og þá þarf hverjum æsku- , ... um skaðsemi „hrollvekjandi“ 1 manni að vera skyldan ljós, því: visindanna á niörgum sviðum, er | kvikmynda. Skylduræknir for- | „Seinna á þínum herðum hvíla/ líf kynslóðanna endurtekið efni ráðamenn ungmennannanna og heill og forráð þessa lands.“ Hvort eða Rítdeilur í Rússlandi: á að segja „Félagi" „Herra“ og hljóma eins og þegar sagt er í dómssal „Borgari dóm- ari . . .“ FRÉTTARITARI New York Tinos skrifar fyrir skömmu: Hugsanlegt er að sovézkir félagar fari brá<ðlega að ávarpa hver annan herra og frú. Tillagan um að þessi orð, sem bannfærð voru í bylting- unni, verði tckin i málið á ný hefur verið rædd undan- farnar vikur í vikublaði, sem málgagn Sovétstjórnarinnar, Izvestija, gefur út. Blaðinu hafa borizt hundr- uð bréfa og greina frá les- endum um þetta mál og yfir- gnæfandi meirihluti hlynntur því að þessi tvö orð verði tekin inn í málið á ný. Ástæðan til þe&s að tillagan var borin fram er sú, að rit- höfundurinn Vladimir Solou- k'hin, gat ekki boðið konu salat vegna þess að hann gat ekki fundið viðeigandi orð til að ávarpa hana. Soloukhin ákvað að skrifa grein um þennan atburð. Hann var í veizlu með salatskál í hend- inni, en konan, sem sat við hlið hans leit ekki á hann og ekkert orð í nútíma rússnesku gerði honum kleift að draga að sér athygli dömunnar á viðeigandi hátt. Ef hann hefði vitað fornafn hennar eða föð- urnafn, hefði 'hann getað sagt: „Má ég bjóða þér salat, Nina Ivanovna?" En þetta var stór veizla og hann hafði ekki lagt sér nafn hennar á minnið. Hann er kurteis og þess vegna fannst honum útlokað að gefa konunni olnbo’gaskot eða segja halló. Hann gæti hafa sagt: „Má bjóða þér salat, félagi (tovarish)," En það fannst honum of hátíð- legt. „Borgari, fáðu þér salat'* fannst honum of kaldranalegt „Stúlka (devusha)", var það síðasta, sem honum datt í hug, en hann þorði ekki að nota það af ótta við að hún snéri sér að honum og segði: „Þú veizt fullvel að ég á fimm börn“. Það var eftir þessa raun, sem Soloukhin datt i hug nauðsyn þess að taka ávörpin Iherra og frú aftur inn í málið. „Tovarish“, skrifar Soloukhn, „er auðvitað dásamlegt forn- rússneskt orð sem táknar sameiningu“. En 'hann bætir við: „Það er dálítið hátíðlegt, og ég nota það auðvitað þegar ég tala á fundum, en öðru máli gegnir þegar þarf að bjóða salat". Einnig bendir hann á, að stundum væri óvið eigandi að nota orðið félagi, t. d. við fullorðna konu, sem kynni að vera innilega trúuð. „Hvernig félagar erum við?“ spyr Soloukhin. „Hvað ungur nemur, gamall temur.“ Þeir forráðamenn barna finn- ast nú margir er ekki aðeins vanrækja uppeldi barn-. anna, heldur einnig leiða þau á glapstigu, með eigin óreglu. Slíka menn verður að svipta rétti yfir börnum, og sjá þeim fyrir upp- eldi á góðum heimilum, eða fóst- urstofnunum. Það er skylda, er þjóðfélagið má ekki vanrækja. Þá fyrirfinnast rnargir foreldr- ar, sem sinna uppeldismálunum of lítið, þrátt fyrir ástríki á börnunum. Börn þessa foreldra vantar ekkert — nema aga og ræktun höfuðdyggðanna, sem hér hefur verið getið, að aldrei mætti vanta. Slík börn verða venjulega svörul og heimtufrek, enda fá þau allt sem þau girn- ast og foreldrar þeirra geta veitt þeim. Þessi börn reynast venju- lega erfiðir nemendur, og því aðeins getur v^l úr ræzt með námið, að í skólanum ríki strang- ur agi, samfara ástúð og mildi. Vart verður við hjá mörgum foreldrum þann skaðlega mis- skilnimg, að skólunum beri ekki aðeins að sjá börnunum fyrir prófskildum þekkingarforða, heldur engu að síður að létta sið ferðis uppeldinu af heimilum. Er þá skólum um kennt, ef mis- brestir verða á siðferði ungling- anna. Þá er það á röngum rökum reist, sem oft er haldið fram af sumum uppalendum að frjáls- ræði barna mogi á engan hátt hefta, jafnvel allar takmarkanir séú skaðlegar eðlilegum þroska þeirra. Þessar taumlausu sjálf- ræðiskenningar hafa verið að stinga upp kollinum æ síðán að Rousseau bar þær fyrst á borð. En hann sagði m.a. að barnið mætti hvorki þekkja hlýðni né skyldur. Sjálfum tókst honum ekki að sannprófa eigin kenn- ingar, þegar honum sem föður og kennara gafst tækifærið. Maðurinn hvorki getur eða má hverfa aftur til frumstæðs lífs út í villtri náttúrunni, þó hollt sé likairnsþroska hans. Manninum er ætlað það hlutverk í þróun lífsins, er þarfnast víðari sjón- hrings en þar gefst. En þrátt fyrir það er „fagnaðarboðskapur Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.