Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 1
Fímmtud. 28. maí /964
II. blab
„El Cordobés" og Geraldine Chaplin
Svona er að horfa á nautaat
í fyrsta sinn á ævinni. Geral-
dine Chaplin fylgist með af
tífi og sál — og var með 39
stiga hita þegar hún kom
heim.
„Sjáið þið til“, segir nauta-
baninn, sem allt ætiar um
koll að keyra hvert sem
hann fer......ég fer ekki til
Madrid til þess að standa mig
bara eins og ég stóð mig í
dag. Þegar ég fer til Madrid
vcrð ég fjórum sinnum betri.
í Madrid verður „E1 Cordo-
bés“ ekki einn heldur fjór-
efldur. Þá s'kal ég gera betur
en nokkru sinni og beíur en
nokkur annar. Þá geng ég
fram af sjálfum mér og öil-
um hinum ....
Serranía . . . sin pensar que
por mi suerte . . . siempre
en peligro de muerte . . . está
mi vida ....
Manuel Benítez, Manolo
vina sinna, syngur illa og
hann kann heldur ekki að
fara með gítarinn svo vel sé
-— en það er hljótt í kringum
hann þegar hann raular vís-
una um dauðann, sem alltaf
situr um líf hans ....
Intermezzo sevillano.
Geraldine 19*ára dóttir
Charlie Chaplin kom til Se-
villa með ballettflokki
Raimundo de Larrain, sem
sýna átti „Öskubusku“-ball-
ettinn á páskahátíðinni miklu
í borginni á bökkum Guadal-
quivir. Og svo var henni boð-
ið á nautat ....
Nautabaninn kom inn og
var ákaft fagnað . . . það er
„E1 Cordobés“ sögðu menn og
Geraldine var starsýnt á
broshýran kappann og lið
hans .... hún hafði aldrei
verið við nautat áður. En það
voru fleiri en Geraldine, sem
ráku upp stór augu þegar „E1
Cordobés" tók ofan skotthúf-
una nautabanans, fleygði
henni beint í fang henni. Ava
Gardner, sem löngum hefur
dáðst að nautaati og oft verið
orðuð við iðkendur þessarar
íþróttar, sat skammt frá og
flestir bjuggust við að
montera nautabanans og
heiðurinn af bardaganum
félli henni í skaut. Geraldine
greip húfuna og gætti vand-
lega.
Það er sagt að í Sevilla séu
nautin grimmari en annars
staðar og stafi það af því að
þau eigi þar lengri leið að
fara úr krónni sem þau eru
geymd í og út á leikvanginn.
En hvort sem það nú var
þessvegna eða einhvers ann-
ars þá stóðu nautin sig með
stakri prýði þennan daginn
og banamaður þeirra fékk í
sigurlaun bæði eyrun og
halann af andstæðingum sín-
um en slíkt og þvílíkt hefur
ekki komið fyrir í Sevilla
nema fimm sinnum áður.
Geraldine fylgdist með af
lífi og sál enda henni ætlaður
heiðurinn ef vel gengi. Hún
,lifði sig svo inn í það sem
fram fór að þegar hún kom
heim var hún með 39 stiga
hita og varð að fara beint í
rúmið. En „E1 Cordobés“
heimti aftur stúlkuna sem
hann barðist svo frækilega
fyrir, í síðdegisboði daginn
eftir og þá sleppti hann
henni heldur ekki úr augsýn.
Siempre en peligro de
muerte ....
Og svo fór Manolo til
Madrid. 20. mai stóðu menn
á öndinni í Las Ventas, leik-
vanginum sem ræður úrslit-
um um gengi nautabananna.
„E1 Cordo'bés" geistist þar
fram gegn nautinu 1 og viidi
efna orð sín frá því forðum,
að ganga fram af sér og öðr-
um .... Manuel Benitez lék
sér að bola þannig að hinir
ströngu gagnrýnendur Mad-
rid gátu ekki frekar staðizt
hann en kollegar þeirra ann-
ars staðar, jafnvel þó liann
léki á sjálfs sín máta eins og
alltaf fylgdi engum „skóla"
og engri hefð. Manolo brosti
sigri hrósandi og leiddi bola
Framhald á bls. 2.
• •• • • • .. •: : :-x-:-:-:::->:-:.:.-.- • '• • •• ••• •.••.•:<•••:•••:•:•:•:•••• •
Manuel Benítez, sem kallaður hefur verið „el torero eléctrico" =
qg „Segullinn“ af því hve hann dregur á.horfendur að leik- g
vanginiun, í velheppnuðum „pase de pecho".
E=
lllli.
iiiiiiiimiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii:iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiminiiiiiiiiiimiuwiiim!tiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiii;miiiiiiiiiiiiimiiiini
Nautabaninn og ballett dansmeyjan
„E1 brindis" — Nautabaninn kastar skotthúfu sinni, monterunni, í fang Geraldine Chaplin. Þetta var í fyrsta sinn sem „E1
Cordobés“ sýndi konu þann sóma að helga henni naut. Og það var mál manna að sjaldan hefði nautabaninn staðið sig með
slíkum glæsibrag og þennan dag í Sevilla þegar hún horfði á.
HVERS VEGNA ferðu ekki
til Madrid, Manolo . . . í Mad-
rid er til mikils að vinna,
Manolo . . . . í Madrid bíður
frægðin, Manolo. . . .
Þetta sögðu menn í septem-
ber i fyrra.
En Manolo, Manutíl Benitez,
sem kennir s'g við ættborg
sína og kallar »ig „E1 Cordo-
bés“ vildi ekki fara til Mad-
rid þá alveg strax. Hann fór
samt til Valladolid, sem er
nokkuð nærri og hann fór til
Frakklands og hann fór víða
um Spán ....