Morgunblaðið - 03.07.1964, Page 3
3
Föstudagur 3. júíí 1964
MORGUNBLAÐIÐ
niiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiL
| SÍÐASTLIÐINN miðvikudag
£ var skiphöfninni á snekkju
= brezku konungsfjölskyldunn-
M ar, Britannia, boðið í kynnis-
= ferð um Þingvelli og til Hvera
= gerðis. Ferðaskrifstofa ríkis-
= ins sá um ferðina, sem farin
S var í þremur langferðabifreið-
S um. Leiðsögumenn voru dr.
= Gunnlaugur Þórðarson, Valtýr
S Pétursson, listmálari, og kona
= hans, Herdís Vigfúsdóttir. —
£ Veður var hið versta, rign-
= ingarsúld og kaldi, þegar lagt
£ var af stað frá Loftsbryggju.
Blaðamaður Morgunblaðs-
Floti hennar hátignar að Lögbergi. Valtýr Fétursson heldur tölu um sögu staðarins.
£ ins, sem var með í förinni, sat
= fyrsta spöl leiðarinnar í bíl
S dr. Gunnlaugs. Þar voru ein-
£ göngu yfirmenn í flota henn-
£ ar hátignar. Dottuðu sumir
= þeirra, er ekið var inn Suður-
£ landsbraut og Gunnlaugur
= sagði sögu Reykjavíkur, benti
£ á „skýjakljúfana" og útskýrði
= hitaveituna. „Hvað gerið þið
£ við vatnið, þegar þið eruð
£ búnir að nota það til að kynda
£ upp húsin?“ spurði einn „Við
£ hendum því í sjóinn til að-
£ stoðar golfstraumnum", svar-
£ aði blaðamaður. „Það er gott
£ að vita að þið styrkið gott mál
£ efni. Skotarnir fá víst leifarn-
£ ar af golfstraumnum eftir ykk
£ ur“, sagði þá liðsforinginn og
£ brosti breitt. „Ekki veitir
£ þeim af greyjunum, þeir
£ ganga í pilsum og eru buxna-
= lausir undir“. „Þér eruð greini
£ lega ekki Skoti“. „Nei, ég er
£ Lundúnabúi, eða réttara sagt
£ var það. Nú á ég heima á
H snekkjunni og hún er á sí-
§§ felldri hreyfingu um allan
£ heim. Heimili okkar allra er
E sem sagt í Reykjavíkurhöfn
£ núna“. Hinir hlógu og einn
£ þeirra sagði: „Mér lízt nú
bara prýðilega á Reykjavík.
Þetta er með allra fallegustu
bæjum, sem ég hef séð. En ég
Loksins kom gosiff. ^
er ekki dús við sumarveðrið
ykkar. Er það alltaf svona?“
Við svöruðum því neitandi og
Gunnlaugur sagði fallegar sög
ur af vetrarveðrinu á íslandi.
Þegar við ókum Þingvalla-
veginn fram hjá Mosfelli tók
Gunnlaugur að segja Bretun-
um frá Agli Skallagrímssyni
og eftir það dottaði enginn.
Þeir skemmtu sér vel, þegar
þeir heyrðu af fyrstu afrek-
um hans í bernsku, einkum
er hann drap leikbróður sinn
7 ára. „Þetta hefur verið
mesti efnispiltur", varð ein-
hverjum'á orði. Margir höfðu
heyrt minnzt á Egil áður, en
þegar við keyrðum framhjá
Gljúfrasteini, kom það upp úr
kafinu, að enginn hafði heyrt
Laxness getið.
í Almannagjá var numið
staðar. Stýtt hafði upp og voru
sjóliðarnir mjög hrifnir af
staðnum. Valtýr Pétursson
hélt tölu, fræddi þá um sögu
Alþingis hins forna og sýndi
þeim helztu staði, svo sem
Lögberg og búðarústit. Er
haldið var af stað aftur og
Gunnlaugur benti á Drekk-
ingarhyl ofan við Öxarár-
brúna, lét hann fylgja, að þar
hefði þeim konum verið
drekkt forðum daga, sem
reynzt hefðu ótrúar eigin-
mönnum sínum. „Þetta ætti
að gera við sjómannskonur í
Englandi“, sagði einn skip-
verja.
„Valhöll var bústaður guð-
anna“, sagði Gunnlaugur, er
við nálguðumst hótelið. „Þar
börðust framliðnir við guðina
á daginn, en drukku með
þeim dýrar veigar á nóttunni. =
Við drekkum' samt bara te £
núna“. £
Teið var drukkið í Valhöll £
og síðan haldið áfram förinni. £
Vorum við nú í bíl Valtýs. £
Hans bíll var fullur af sjólið- £
um, sem voru mjög áhuga- £
samir og spurðu margra spurn £
inga um allt, sem á vegi þeirra £
varð. Útsýnið var mjög slæmt £
eins og áður. Valtýr lýsti því, £
sem ekki sást vegna skýja, £
svo sem Heklu og sveitunum §§
austan Hvítár. Segir fátt af £
ferðum okkar fyrr en komið £
var til Hveragerðis. Þar var £
fyrst skoðuð gróðrarstöðin £
Edin. „Það þýðir samt ekkert =
að svipast um eftir Evu“, £
sagði Valtýr. „Hún er í fríi“. £
Sjómennirnir létu í ljós undr- £
un sína yfir öllum þeim plönt- £
um, sem þarna þrífast. Á £
dauða sínum höfðu þeir átt £
von á íslandi, en ekki banön- £
um og vínþrúgum.
Þá var gengið að borholu £
nokkurri í Hveragerði. Valtýr £
sagði Bretunum, að ekki þyrfti £
annað en að setja dálítið af £
karbíti í holuna til þess að £
upp gysi gufan í miklum £
strók. Bað hann menn að vera £
vel á verði og dreifði hópur- £
inn sér áveðurs við opið. Kom £
nú kona nokkur með karbít- S
fötu og lét smáslatta detta =
niður í holuna. Flýttu menn jjf
sér að færa sig fjær og voru £
Við öllu búnir, en ekkert £
skeði. Lengi stóðu menn þarna £
á öndinni og biðu. Svo var far £
ið að rigna. Konan með karbít =
ið setti annan skammt í opið. £
Framhald á bls. 15
iiiiiiiiiiiiimiiimuiiimiiimiiiimiiiiiiiiimnumiimiiimiiiiimmiuimiiiiiiiiimMmiiiiimiiiiiimiimiiiimiMiiim
STAKSTEINAR
Framsóknarmenn
og Austurland
I tíð núverandi rikisstjórnar
hafa miklar framfarir orðið i
Austurlandskjördæmi. Atvinnu- v
uppbygging hefur verið geysimik
il og sanijgöngur batnað til muna.
IJagur fólksins þar stendur nú
yfirleitt með miklum blóma.
En um leið og þessari þróun er "
fagnað, er ástæða til þess að
minnast þess, að Austurland er
sá landshluti, þar sem framfarir
bafa verið minnstar á íslandi
undanfarna áratugi. Uppbygging
í sveitunum fyrir austan er að-
eins nýlega hafin, enda hafa
bændur þar átt í erfiðleikum
vegna þess að búin hafa verið of
lítil.
Þessi staðreynd er því athyglis
verðari, þegar það er haft í huga,
að Austurland hefur verið höfuð-
vigi Framsóknarflokksins um ára
tugaskeið og þar hefur Eysteinn
ríkt og stjórnað. Á þessum tima
befur Eysteinn verið ráðherra
nær óslitið um tveggja áratuga
skeið. Er það ekki furðulegt, að
bann skuli ekki hafa beitt hin-
um miklu áhrifum sinum til þess
a.m.k. að Austurland drægist
ekki aftur úr öðrum landshlut-
um í atvinnulegri uppbyggingu?
En það hefur hann ekki gert. Á
valdatímum Eysteins Jónssonar
gerist ekkert á Austurlandi. At-
vinnuuppbygging lítil og sam-
göngur slæmar. Það er ekki fyrr
en með valdatöku núverandi rík
isstjórnar, að það fer að birta
til á> Austurlandi og fjör færist í
atvinnulífið, hagur fólksins batn
ar.
Hvers vegna gerði
Eysteinn ekkert?
Það er því engin furða, þótt
Austfirðingar spyrji:: Hvað var
Eysteinn Jónsson að gera þessa
tvo áratugi, sem hann sat í ríkis-
stjórn? Hvers vegna vann hann
ekki betur að framfaramálum
þeirra, sem sýndu honum mestan
trúnað?
Framsóknarmenn og Eysteinn
Jónsson geta engan veginn snúið
sig út úr því, að á Austurlandi,
höfuðvígi þeirra um ára tuga
skeið verða litlar sem engar fram
farir á mesta valdatíma þeirra
sjálfra. Það er vissulega ástæða
til þess fyrir Austfirðinga að
velta þessu fyrir sér, íhuga orsak
ir þess.
Sannleikurinn er sá, að ástand-
ið á Austurlandi á valdatímum
Framsóknarflokksins og Eysteins
Jónssonar er einkennandi fyrir
það ástand, sem Framsóknar-
menn vilja viðhalda. Þeir vilja
höft og ófrelsi, svo að fólk sé
þeim háð. Þeir vilja halda fólki
niðri. Þeir vilja gera það sér og
sínum flokki háð.
Framsóknarböndin
bresta
Það er vissulega ánægjulegt, að
valdatímabil Framsóknarflokks-
ins er nú á enda. Enda létu Aust-
firðingar ekki á sér standa, þegar
þeir losnuðu úr Framsóknarviðj-
unum. Atvinnuuppbygging er
þar nú geysiör bæði til sjávar org
til sveita.
Ungir menn brjótast áfram af
miklum dugnaði við að koma sér
upp atvinnufyrirtækjum, bátum, ,•
söltunarstöðvum og myndarleg-
um búum. Þar með er hin at-
vinnulega einokun Framsóknar-
flokksins rofin, en hvergi á ís-
landi hefur misnotkun Framsókn
arflokksins á samvinnuhreyfing-
unni verið eins mikil og þar. í
þeim efnum gerast raunar hlutir
enn þann dag í dag, sem menn
liéldu að ekki gerðust lengur á
íslandi. En Framsóknarmenn cru
alltaf samir við sig hvar sem þeir
geta. því við komiö.