Morgunblaðið - 03.07.1964, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.07.1964, Qupperneq 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 3. júlí 1964 luiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiititiiiiiiiiitr 1— Hclmsókn Philips prins Frarahald af bls. 1. bönduðu ljósmyndurum að hafa sig á brott. Eftir þetta og allan daginn líktist starf Ijósmyndara meira skotgrafa hernaði en fréttaljósmyndun. f>eir urðu að dyljast í runn- um, bak við steina í gjótum og sprungum og reyna að taka myndir. Kom mönnum saman um að til þess að geta Ijósmyndað prinsinn þyrfti helzt að hafa til að bera þá eiginleika kamelljónsins áð geta skipt um lit eftir um- hverfinu. Frá Skjólbrekku var ekið áfram og að höfða einum skammt frá Grænalæk, en þar beið bátur eftir prins- inum og fylgdarliði. Bátnum stjórnaði Jón Sigtryggsson í Syðri-Neslöndum, sem flutt hefur fólk um vatnið um ára tugi. Báturinn er hið merk- asta far og sagði dr. Sigurður Þórarinsson fréttamanni Morg unblaðsins, að hann væri .um 34 ára gamall. Gengur hann enn fyrir sömu vélinni og í honum var upphaflega. Bát- urinn var á sínum tíma not- aður til þess að flytja fólk frá Skútustöðum til Reyni- hlíðar, þegar vegurinn náði. ekki nema til Skútustaða. í bát þessum sigldi prins- inn, forsetinn og föruneyti um vatnið, fóru út fyrir Hrút ey og í vogana meðfram Kálfa strönd og að Höfða. Á þessari leið gat að líta ýmsar fugla- tegundir sem halda sig lengra úti á vatninu, svo sem hrafns- önd og hávellu. Dr. Finnur Guðmundsson tjáði frétta- manni Morgunblaðsins, að þeir prinsinn hefðu séð flest- ar þeirra 15 andategunda sem verpa við Mývatn. Finnur kvað prinsinn mjög fróðan um fugla og allt sem að þeim lýtur. Hann hefur fyrir nokkrum árum skoðað fugla á Lake Rudolf í Afríku, en þar er fuglalíf mikið. Finnur sagði að Philip hefði haft mikla ánægju af því að bera saman fugla á vatni svona langt í norðri og hinu í hita- beltinu. í Höfða var ákveðið þessu næst að halda í Dimmuborg- ir. Þar er fálkahreiður og hafði Sverrir Tryggvason, bóndi að Víðihlíð við Reyni- hlíð, farið að hreiðrinu um morguninn og séð að ungarn- ir voru við það ennþá, svo og foreldrarnir. í Dimmuborgir fóru aðeins fimm menn, prinsinn, Chec- hetts sveitarforingi, dr. Finn- ur, dr. Sigurður Þórarinsson og Sverrir Tryggvason. Blaða mönnum og öllum öðrum var harðbannað að koma nálægt Dimmuborgum og skýrði lög- reglan frá því, að fyrr um daginn hefðu lögreglumenn farið um svæðið til að hyggja að ferðafólki og halda því í hæfilegri fjarlægð, en þar var þá enginn í Dimmuborgum. Þeir fimmmenningarnir gengu síðan um 20 mínútna gang að hreiðrinu og voru tveir ungar af þremur við það og foreldrarnir. Dr. Finn ur sagði að það sjaldgæfa hefði gerzt, að annar fálka- unginn, sem er orðinn fleyg ur, hefði ekki flogið upp heldur bókstaflega setið fyrir meðan prinsinn ljósmyndaði hann í bak og fyrir úx lítilli fjarlægð. Var hann mjög ánægður með þessa Dimmuborgarferð, að sögn fylgdarmanna hans. Á meðan prinsinn var 1 þessari för, dvaldi forseti ís- lands í Höfða. ★ ★ Aliðið var orðið er prins- inn kom úr Dimmubor-gum eða um kl. 4, en þá átti hann að Jeggja af stað flugleiðis til Reykjavikur og var sagt að hann hlakkaði mjög til þeirr- ar ferðar. Skammt frá Reykja hlíð eru brezkir námsmenn í tjöldum og starfa þeir við að safna jurtum fyrir náttúru- fræðideild British Museum. Var jafnvel búizt við því að hertoginn mundi heilsa upp á þá, en úr því varð ekki, trú- lega vegna tímaskorts. Þá hafði einnig verið ráðgert að fara til Námaskarðs en að ósk prinsins var því sleppt, svo hann hefði sem mestan tíma við fuglaskoðunina. Laust eftir kl. 4 fór hertog- inn síðan á flugvöllinn við Reykjahlíð, eftir að hafa skipt um föt á hótelinu. Þar heils- aði hann þeim Birni Pálssyni og Jóhannesi Snorrasyni, flug stjóra, en síðan kvöddu prin^- inn og forseti þá sem fylgt höfðu þeim um sveitina og stigu um borð í Vor, Bonaza- vél Björns. Lagði flugvélin af stað um 20 mínútur yfir fjög ur og skömmu síðar fór Dúfa, einnig í eigu Björns Pálsson- ár, með fylgdarlið og var þá lokið Mývantsheimsókninni. Eftir að flugvélarnar voru farnar átti fréttamaður Morg- unblaðsins stutt samtal við dr. Finn Guðmundsson. Hann sagði að ferðin hefði að mörgu leyti tekizt vel. „Ég er -vel kunnugur hér við Mývatn, og ég tel að varðandi fugla- lífið hefði ekki getað hitzt betur á um þetta leyti sum- ars, enda tel ég að prins- inn hafi verið hinn ánægðasti. Prinsinn er maður mjög fróður um fugla. Hann tók mikið af myndum í allan dag, allar svarthvítar, og vafa- Philip prins kemur i ReykjahlíS og heilsar sýslumanni Þingeyinga, Jóhanni Skaftasyni. Ásgeir Ásgeirsson, forseti, sést á milli þeirra. Og lengst til vinstri dr. Sigurður Þórarinsson. . Girðingar flækjast fyrir prinsinum eins og öðrum. Þarna eru fuglaskoðararnir á ferðinni við upptök Laxár. laust hafa margar þeirra ver- ið góðar, ekki sízt myndirnar sem hann tók af fálkaungan um í Dimmuborgum. Það má teljast heppni að hafa eina klukkustund til umráða og £á fálka bókstaflega til þess að sitja fyrir á þeim tíma.“ Loks sagði dr. Finnur að hertoginn hafi verið ákaflega blátt áfram, laus við alla til- gerð og hinn skemmtilegasti maður. Því má bæta við, að hann leyfði leikmönnum að Philip prins tekur með sér myndavél með stórri aðdráttarlinsu, er hann stígur út úr bílnum við Skjólbrekku, til að skoða fugla undir leiðsögn dr. Finns Guðmundssonar, fuglafræðings. - . - • • ■ ••« - *V •pr— WMk': m&wi hefur sennilega haldið að þar færi hinn tigni gestur. Philip prins sleppti stýrinu skömmu áður en lent var á Reykjavíkurflugvelli og tók Björn þá við stjórn. Prinsinn fór síðan um borð í snekkju Sína. í gærkvöldi bauð hann forseta íslands, ríkisstjórn, forseta Alþingis, borgar- stjóra, brezka sendiherranum hér, ráðuneytisstjóra utanrík isráðuneytisins, lögreglu- stjóra og forsetaritara ásamt frúm þeirra til kvöldverðar um borð í Britanniu. For- seti íslands flutti honum ræðu og þakkaði komuna til landsins og sagði m. a., að hann hefði í dag séð hann í hlutverki bílstjóra, flugmanns og nú síðast flotaforingja. Philip prins svaraði og sagði, að ef allar heimsóknir, opin- berar eða ekki, væru jafn- skemmtilegar og þessi vildi hann alltaf vera að ferðast. hwBmMbBHHEBBwBkbBwBhHÍBbmS ljósmynda sig á hlaðinu í Reynihlíð og þakkaði öllu starfsfólki með handabandi. Flaug sjálfur suður Flugferðin frá Mývatni til Reykjavíkur tók klukkutíma og tuttugu mínútur og var flugið sérlega skemmtilegt. Veður var ákjósanlegt, létt- , skýjað og skyggni gott og var flogið lágt til að njóta útsýn- isins. Hertoginn af Edinborg tók við stjórn flugvélarinnar strax eftir flugtak og flaug Vorinu alveg suður yfir Mos- fellssveit. Hann er flugmað- ur sjálfur og þykir gaman að fljúga. í Vorinu með honum voru forseti íslands, Sigurður Þórarinsson og flugmennirnir tveir, Björn Pálsson og Jó- hannes Snorrason. En aðrir úr fylgdarliði hans flugu með Lóunni á eftir. Flogið var suður yfir Ódáðahraun og Sprengisand, hjá Arnarfelli og skoðað gæsa varpið. Voru fældir upp hóp- ar af heiðargæsum, svo Philip prins getur skilað kveðjum frá þeim til vinar síns Scotts, sem skrifaði bók um þessar gæsir“ Ten Thousand Geeze“. Þá var flogið vestur yfir há- lendið milli Hvítárvatns og Hagavatns og yfir Þingvelli, sem sýndu nú betri hlið á sér ' en daginn áður, þegar prins- inn kom þar. Seinni flugvél- in flaug aðeins sunnar og sáu farþegar Gullfoss með regn- boga yfir og Geysir sendi þeim gos, er þeir flugu yfir, llllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllIllllllllllllilllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIiHIHIIIIIIIIIIIIIIIIItlllHIMÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.