Morgunblaðið - 03.07.1964, Qupperneq 12
r
12
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 3. júlí 1964
IRttgmtlftifrifr
Útgeíandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslustjóri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 90.00
1 lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
-Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
HÚSNÆÐISUMBÆTUR
OG MJÓLKURLÆKKUN
ITiðreisnarstjórnin hefur ný-
* lega beitt sér fyrir tveim-
ur ráðstöfunum í framhaldi
af samningunum um vinnu-
frið. Hún hefur aukið niður-
greiðslu á mjólkurverði þann
ig að það lækkar um 40 aura
líterinn, og samtímis lagt á
1% launaskatt, sem aflar 70—
80 millj. kr. árlegs framlags
til stuðnings við íbúðabygg-
ingar í landinu.
Enda þótt segja megi að
meginhluti atvinnureksturs í
landinu og þá sérstaklega út-
flutningsframleiðslan, sé lítt
fær um að taka á sig auknar
byrðar, munu atvinnurekend-
ur ekki hafa talið 1% launa-
skattinn, sem þeim ber að
greiða, sér óhagstæðan, þeg-
ar á allt er litið. Hann var
veigamikið atriði í samkomu-
laginu um vinnufrið, og ís-
lenzkt atvinnulíf þarfnaðist
umfram allt friðar milli
verkalýðs og vinnuveitenda.
Hið lánlausa kapphlaup milli
kaupgjalds og verðlags á sl.
ári hafði í för með sér stór-
fellda erfiðleika í efnahags-
málum þjóðarinnar. Slíkt
kapphlaup mátti ekki endur-
taka sig. Almennur skilning-
ur hafði skapazt á nauðsyn
þess að nú yrðu farnar nýjar
leiðir, þar sem í senn væri
freistað að gæta hagsmuna
launþega og koma í veg fyrir
að bjargræðisvegunum yrði
íþyngt um of.
Kjarni málsins er, að verka
lýður og vinnuVeitendur hafa,
fyrir farsæla meðalgöngu
ríkisstjórnarinnar, náð sam-
komulagi um eins árs vinnu-
frið án grunnkaupshækkana.
En ríkisstjórnin hefur skuld-
bundið sig til þess að gera
ýmsar ráðstafanir sem verða
öllum almenningi til hags-
bóta. Mjólkurlækkunin og
aukinn stuðningur við hús-
næðisumbætur í landinu eru
veigamiklir liðir í þessum
ráðstöfunum.
Margt bendir til þess að við
íslendingar munum á næst-
unni hallast frekar að því að
fylgja fordæmi frændþjóða
okkar á Norðurlöndum í kaup
gjalds- og verðlagsmálum,
en trúnni á víxlhækkanir
kaupgjalds og verðlags og
eyðileggjandi verðbólguflóð
í kjölfar þeirra. Væri það
vissulega vel farið. Höfuð-
áherzlu ber að leggja á aukn-
ingu framleiðslunnar, þannig
að meira komi til skiptanna
milli einstaklinga, stétta og
starfshópa. Jafnvægi verður
að nást í íslenzkum efnahags-
málum. Verðbólgan má ekki
halda áfram að rýra gildi ís-
lenzkrar krónu og skapa van-
traust á hinn íslenzka gjald-
miðil innanlands sem utan.
Sem betur fer virðist nú á-
stæða til nokkurrar bjartsýni
í þessum efnum.
ISLENZKIR
NORÐURLANDA-
MEISTARAR
igur íslenzku stúlknanna á
N or ðurlandameistar amót-
inu í útihandknattleik var
glæsilegur og ánægjulegur.
Hann er enn ein sönnun þess,
að íslenzk æska er í dag
hraust og þróttmikil. Þessi
sigur leiðir einnig athyglina
að gildi íþrótta fyrir andlegt
og líkamlegt heilbrigði unga
fólksins. Þeim tíma er vel
varið, sem unga fólkið eyðir
til hverskonar íþróttaiðkana.
Þess vegna ber hinum ís-
lenzka skóla að stuðla að því
eftir fremsta megni að æska
hans verji tómstundum sín-
um við íþróttir.
Mens sana in corpore sano
var máltæki hinna fornu Róm
verja. Það þýðir: heilbrigð sál
í hraustum líkama. Þetta spak
mæli er í eins fullu gildi nú
og það var fyrir þúsund ár-
um. Hraustur líkami er oftast
eitt af frumskilyrðum andlegs
atgjörvis, jafnvægis og heil-
brigði. Iðkun íþrótta er þess
vegna eitt af grundvallarat-
riðum uppeldisins í nútíma
menningarþjóðfélagi.
íslendingar samfagna hand
knattleiksstúlkunum með sig-
ur þeirra um leið og þeir gleðj
ast yfir því að eiga hrausta
og glæsilega æsku, sem geng-
ur þróttmikil og djörf móti
framtíðinni. .
HEIMSÓKN
KIEV-BALL-
ETTSINS
Tleimsókn rússneska ball-
ettsins frá Kiev hingað
til lands er merkur við-
burður í listalífi þjóðarinnar.
Almennt mun nú talið, að
rússneski ballettinn sé bezti
ballett í heimi, eða a.m.k.
meðal þeirra sem allra fremst
standa á sínu sviði. Hér á ís-
landi hefur þessi listgrein
ennþá náð skammt. Sætir það
vissulega engri furðu. Við
höfum aðeins átt ballettskóla
í nokkur ár og höfum því ekki
haft aðstöðu til þess að iðka
þessa fögrulíst.
Dr. Lubke endurkjörinn
forseti V-Þýzkcalands
Hlaut 710 atkv. af 1024
DR. HEINRICH LÚBKE,
forséti V-Þýzkalands, var í
dag endurkjörinn til næstu
fimm ára. Forsetakjörið fór
fram í Vestur-Berlín, svo
sem fyrirhugað hafði verið,
þrátt fyrir mótmæli Sovét-
stjórnarinnar og bar ekki
til tíðinda.
Forseti Þýzkalands er kjör-
inn af 1042 kjörmönnum, þar
af 521 þingmanni Sambands-
þingsins í Bonn og jafnmörg-
um fulltrúum einstakra ríkis-
þinga sambandslýðveldisins. I
tilkynningu forseta Sambands
þingsins, Ernst Gerstemeiers,
að kjöri loknu, var sagt, að
Dr. Lúbke hefði verið kosinn
við fyrstu atkvseðagreiðslu,
hlotið 710 atkvæði af 1024 er
greidd voru — en honum
nægðu 523 atkvæði til að ná
kjöri. Framboð dr. Lúbkes
var stutt af flokki Sósíaldemó
kr-ata jafnt sem Kristilegra
demókrata en af hálfu Frjálsra
demókrata var í framboði
Ewald Bucher, dómsmálaráð-
herra Vestur-Þýzkalands. —
Hlaut hann 123 atkvæði. 187
Dr. Heinrieh Lúbke.
kjörseðlar voru auðir og 4
ógildir.
Lúbke var fyrst kosinn for-
seti V-Þýzkalands árið 1959 —
og tók hann þá við embætti af
Theodor Heuss, fyrsta forseta
sambandslýðveldisins. Lúbke
sat á þingi þegar Hitler komst
til vaida en’ var fljótlega úti-
lokaður frá allri pólitískri
starfsemi og handtekinn hvað
eftir annað. Sat hann m.a. í
fangelsi í Q0 mánuði árin 1934
—1935. Árið 1937 hóf hann
störf hjá byggingarfyrirtæki í
Berlín, en starfaði á styrjaldar
árunum sem tæknifræðingur
í eldflaugatilraunastöð. Hefur
það starf hans orðið tilefni
harðra árása a-þýzku stjórnar
innar.
Árið 1946 var Heinrich
■Lúbke kosinn á þing í Nord
heim-Westfalen og þrem ár-
um síðar tók hann sæti á sam
bandsþinginu. Árið 1953 var
hann skipaður landbúnaðar-
ráðherra í ráðuneyti Aden-
auers.
Sem fyrr segir fóru forseta
kosningarnar fram í Vestur-
Berlín. Sovétstjórnin hafði
mótmælt þeirri ráðstöfun
kröftuglega, talið hana nýja
storkun af hálfu V-Þjóðverja
til þess eins fallna að gera
Berlínar- og Þýzkalandsmálin
enn örðugri úrlausnar.
- í tilkynningu dr. Gerste-
meiers, þingforseta í dag, var
þessum mótmælum Sovét-
stjórnarinnar vísað algerlega
á bug — og sagt, að hér væri
ekki um að ræða að storka
neinum, heldur lýsa stuðningi
og hollustu við sögu Berlínar
og þýzku þjóðarinnar.
Flóttamenn fluttir til í Afríku
• Flóttamenn fluttir til
í Afríku
í LOK maí var gerður
samningur um flutning 10.000
flóttamanna frá Burundu til
Tanganjíka. Aðilar að þessum
samningi eru forstjóri flótta-
mannahjálpar Sameinuðu þjóð
anna, Felix Schnyder, sam-
bandslýðveldið Tahganjíka-
Zanzibar og Lútherska heims-
sambandið.* Samningurinn er
liður í víðtækri áætlun um að
finna þessum flóttamönnum
varanleg heimkynni í Mið- og
Austur-Afríku. Flóttamanna-
hjálp Sameinuðu þjóðanna
hefur ákveðið að leggja fram
750.000 dollara til aðstoðar
flóttamönnum frá Rúanda.
Flóttamannahjálp SÞ hefur
ennfremur skorað á ríkis-
stjórnir aðildarríkjanna að
taka upp frjálslynda innflytj-
endastefnu gagnvart flótta-
mönnum, einkum þeim sem
hafa örkumlazt eða eru ófær-
ir til vinnu. Rúmur helmingur
örkumla flóttamanna í Ev-
rópu hefur átt þess kost að
setjast að í nýjum heimkynn-
um, en horfur þeirra, sem eft-
ir eru, munu vera mjög slæm-
ar eða því sem næst vonlaus-
ar. Hér er um að ræða 202
fjölskyldur, alls 417 einstakl-
inga, og eru margir meðal
þeirra heilir heilsu, en geta
sig hvergi hreyft vegna þeirra
meðlima fjölskyldúnnar sem
Síðan Þjóðleikhúsið tók til
starfa hefur það haft eðlilega
og sjálfsagða forgöngu um
margskonar aukna f jölbreytni
í íslenzku listalífi. Það hefur
gefið þjóðinni kost á að kynn-
ast ýmsu því bezta í list ann-
arra þjóða. Er vissulega rík
ástæða til þess að fagna því.
örkumla eru. í hópnum eru
líka allmargir einstaklingar,
sem hafa komizt undir manna
hendur eða þjást af geðveilun.
Á síðustu árum hafa 462 ein
staklingar í fjölskyldum, þar
sem a.rfi.k. einn meðlimur er
alvarlega örkumlaður, átt
þess kost að festa rætur í nýj-
um heimkynnum. Belgía hef-
ur tekið við 133 þessara
manna, Svíþjóð 83 (þeirra á
meðal voru allmargir geðtrufl
aðir), Ástralía 50, Kanada 42,
Danmörk og Noregur hvort
16, svo að dæmi séu nefnd.
Frá því hefur verið skýrt ný-
lega, að Belgía og Svíþjóð
hafi afráðið að veita viðtöku
allmörgum örkumla flótta-
mönnum til viðbótar.
• Kongó-búum vex smám
saman fiskur um hrygg
VEGNA þeirrar þjálfunar
og menntunar, sem Samein-
uðu þjóðirnar hafa á undan-
förnum árum beitt sér fyrir í
Kongó, eru Kongó-búaf nú
farnir að taka við ýmsum hlut
verkum, sem alþjóðlegir sér-
fræðingar hafa gegnt síðan
1960. Þó mun enn um nokkurt l,
árabil verða þörf fyrir fjölda
erlendra sérfræðinga í Kongó.
Þetta kemur fram í skýrslu
sem nýlega var birt um (við-
leitni Sameinuðu þjóðanna í
Kongó árið 1963. í fyrra störf-
uðu 631 sérfræðingur og
tæknifræðingur frá 48 löndum
í Kongó. Þeir voru sendir
þangað af Sameinuðu þjóðun-
um og sérstofnunum þeirra.
Verkefni þeirra snertu öll svið
þjóðlífsins. Tveir sérfræðing-
anna voru frá Danmörku,
tveir frá Finnlandi, fimm frá
Noregi og átta frá Svíþjóð.
Þó upp kæmu ýmsir efna-
hagsörðugleikar við og við á
órinu 1963, telur skýrslan ekki
aðeins fært að halda starfsem-
inni áfram, heldur einnig aS
færa allverulega út kvíar
hennar á mikilvægum svið-
um, einkum í sambandi við
fjármálastjórnina, efnahags-
lega samræmingu og opinber-
an rekstur. Þær breytingar
sem orðið hafa til b^tnaðar i
landinu síðustu árin háfa ver-
ið hægar, en þeirra sér vissu-
lega stað. Einkum var 1963 ár
áberandi 'framfara.
Samkvæmt skýrslunni hef-
ur uppfræðslan verið höfuðat-
riðið í öllum greinum. Með
námsstyrkjum frá Sameinuðu
þjóðunum og sérstofnunum
þeirra gafst 1300 Kongó-búum
tækifæri til að stunda nám i
heimalandinu árið 1963. Auk
þess voru veittir 47 styrkir til
námsdvalar erlendis.
Árangurinn af þessari víð-
tæku viðleitni var sá, að á
liðnu ári var unnt að fá hæf-
um Kongó-búum í hendur
margvísleg verkefni, sem ver-
ið höfðu í höndum alþjóð-
legra sérfræðinga, m.a. í póst-
þjónustunni, veðurþjónust-
unni, fjarskiptaþjónustunni
og farþegafluginu. Á árinu
komu heim fyrstu 55 innlendu
læknarnir eftir nám erlendisí
á vegum Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar (WHO).
Á skólaárinu 1963—64 var
tala nemenda í framhaldsskól-
um 85.000, en hafði verið að-
eins 28.900 skólaárið 1959—60.
Þessi mikla aukning á m.a.
rætur að rekja til þess, að
Menningar- og vísindastofnun
SÞ (UNESCO) sendi til
Kongó 801 kennara frá 29
löndum. Eins og stendur eru
nú í Kongó samtals 3300 er-
lendir kennarar í ýmsum
greinum.