Morgunblaðið - 03.07.1964, Page 13

Morgunblaðið - 03.07.1964, Page 13
Föstudagur 3. júlí 1964 ~1 MORCU NBLAÐIÐ 13 Tryggvi og Bódil Sveinbjörnsson ÞEGAR ég heimsótti Tryggva Sveinbjörnsson sendiráðunaut á heimili hans í Farum á Sjálandi fyrir réttu hálfu ári, var mér ljóst hversu honum var brugðið og mjög hafði nú skipt um í kringum hann frá því sem áður var. Heilsan var farin og sjón- depra, sem lengi hafði bagað hann, hafði ágerzt svo mjög, að hann sá lítið meira en skil dags og pætur. f>ó var. hann ekki lengra leiddur en svo, að hann gat inn á milli brugðið fyrir sig hinni gömlu og alþekktu gaman- semi sinni, og fyllilega bjó þá í huga hans að vitja íslands enn einu sinni og það helzt á þessu sumri. Svo átti þó ekki að fara. Hann andaðist hinn 29. maí og hafði þá tæplega þrjá um sjö- tugt. Eru þau þá bæði horfin, hin góðu og merku hjón, Tryggvi og Bódil, því að hún lézt-31. júlí 1962. Sá var missir Tryggva mest ur, og eftir það bar hann í raun- inni aldrei sitt barr. Skulu nú þau fáu orð, sem hér verða rit- uð, vera helguð minningu þeirra beggja. Tryggvi Sveinbjörnsson var fæddur að Brekku í Svarfaðar- dal hinn 24. október 1891, og voru foreldrar hans Anna Jó- hannsdóttir og Sveinbjörn Hall- dórsson, búandi hjón í Brekku. Tryggvi naut lítt föður síns, því að Sveinbjörn bóndi missti heilsu og lézt á bezta aldri. Ólst Tryggvi upp með Önnu móður sinni, og var jafnan óvenjulega mikið ástríki og tryggðasamband milli þeirra mæðgina, þrátt fyrir stopular samvistir þeirra lengst af ævinnar. Ungur lagði Tryggvi Svein- björnsson út á menntabrautina, gekk fyrst í Gagnfræðaskólann á Akureyri, síðan Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent það- an vorið 1914, fyrir réttum 50 ár- um. Sama sumarið sigldi hann til háskólans í Kaupmannahöfn og átti svo að heita í fyrstu, að hann hygðist nema guðfræði. Slíkt var þó meir í orði kveðnu, því að það var ekki við skap Tryggva að fella líf sitt í fastan farveg embættisnáms. J>ó lauk hann prófi í forspjallsvísindum vorið 1915, en háskólapróf hans urðu ekki fleiri, því að hugur- inn var þá snúinn að öðrum hugð arefnum, bókmenntum, leiklist og sönglist, og aldrei síðan varð hann afhuga þessum listgreinum, sem hann ungur sór tryggðir, þótt lífsbaráttan og kannski einn ig togstreitan í eigin sál og ým- islegt, sem á dagana dreif, mein- aði honum að rækja þær óskipt- um huga. Þegar Tryggvi var seztur að í Danmörku fyrir fullt og allt, tók hann að leggja stund á leikrita- gerð og hélt því áfram til efri ára, eftir því sem embættisann- ir leyfðu. Fyrsta leikrit hans, sem kom fram opinberlega var Myrkur, er prentað var í Reykja- vík 1920, en þar næst Regnen, er leikið var í Konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn 1926 og prentað þar sama ár. Seinna var það þýtt á íslenzku og leikið 1 Ríkisútvarpið árið 1944. Margir vel metnir danskir léikhúsmenn höfðu trú á hæfileikum Tryggva og hvöttu hann til starfa, en þó var löngum tregt um að leikrit hans fyndu náð fyrir augum þeirra, sem völdin höfðu. Því var og fjarri, að Tryggvi gengi með þau fyrir hvers manns dyr, heldur mun hann nær eingöngu hafa boðið þau fram við Kon- unglega leikhúsið og ekki hirt um að koma þeim á framfæri við smærri leikhús. Árið 1938 var sýnt í Konunglega leikhúsinu leikrit hans „Den lille verden“, og léku þau aðalhlutvérk þar Bódil Ipsen og Poul Reumert, og 1948 sýndi sama leikhús „Biskop Jon Arason“, með Thorkild Roose og Klöru Pontoppidan í að- alhlutverkum. Þessu leikriti sneri Tryggvi síðan á íslenzku, og var það eitt þeirra, sem fyrst voru leikin á sviði Þjóðleikhússins (1950). Jón Arason er tvímæla- laust merkasta leikhúsverk Tryggva, þótt ekki væri því alls kostar vel tekið hér heima. Lík- legt er þó, að það muni enn eiga framtíð fýrir sér. Lee M. Holland- er þýddi Jón Arason á ensku og var hann gefinn út í Modern Scandinavian Plays árið 1954, eri 1946 var hann leikinn sem út- varpsleikrit í Svíþjóð. Annað leikrit Tryggva sýndi svo Þjóð- leikhúsið 1956^ Spádóminn, sem er saminn út af Völuspá, og að lokum má geta þess, að í leik- ritasamkeppni við vígslu Þjóð- leikhússins varð Tryggvi hlut- skarpastur með leikritinu Utlög- um, og 2. verðlaun fékk hann fyrir leikþátt sinn „í Skálholti“, saminn í tilefni af Skálholtshátíð inni 1956. Hér er ekki staður né stund til þess að reyna að gera upp leikritun Tryggva Sveinbjörns- sonar. Hann elskaði leikhúsið og var fjölmenntaður leikhúsmaður, gjörkunnugur sviði og leiktækni, og það hafa margir leikdómarar sagt, að leikrit hans beri með sér. Árangur hans var athýglis- verður, og fáir íslenzkir höfund- ar hafa fengið fleiri leikrit sýnd á hinum beztu leikhúsum á síð- ustu áratugum. En úrslitasigur vann hann ekki, enda setti hann alltaf markið hátt og þótti hálf volg viðurkenning litlu betri en engin. Hann var köllun sinni trúr, og þótt honum auðnaðist ekki að komast í hóp útvaldra, hefur hann tryggt nafni sínu rúm í sögu íslenzkrar leikritunar. Ég hef fjölyrt hér um hið- mikla áhugamál Tryggva Svein björnssonar, en sannleikurinn er sá, að bókmenntastörf hans voru aldrei annað en tómstundaiðja. Hann gerðist ritari í skrifstofu stjórnarráðs íslands í Kaup mannahöfn árið 1919, og þar hélt hann áfram störfum, þegar skrif- stofan var gerð að hinu fyrsta sendiráði íslands. Þarna vann allan sinn starfsdag í þágu ís- lands, varð sendiráðsritari 1945, sendiráðunautur 1954, og það var hann raunar til æviloka, þótt hann yrði að hverfa frá daglegu starfi á skrifstofunni 1960, er heilsubrestur tók að baga hann alvarlega. í starfi sínu vann Tryggvi sér álit og vinsældir, sökum staðgóðrar þekkingar á öllum málefnum sendiráðsins og drengilegra tillagna og ljúf- mennsku í öllum samskiptum við menn. Sendiráðsþjónustan átti vel við Tryggva, líflegt starf og fjölbreytilegt, sem ekki hneppti hann í þá fjötra, að hann gæti ekki alltaf öðrum þræði sinnt áhugamálum sínum á sviði list- arinnar. Það er vafalaust, að hann hefur stundum fengið að kenna á þeirri andlegu raun, sem því fylgir, þegar skyldan og hugðarefnið kalla sitt úr hvorri áttinni, og verða mörg manna- dæmin um slíkt, en hitt er víst að Tryggva þótti innilega vænt um starf sitt, sem hann hafði svo lengi stundað og hafði á valdi sínu, og það varð honum mjög þungbært að þurfa að hverfa frá því sökum heilsu- brests, áður en embættisaldur hans var allur. Hann sagði mér síðastliðinn vetur, að hann sakn- aði sendiráðsins og starfsins sár- lega, en jafnframt mat hann mik ils, að hann fékk að halda em- bættisréttindum sínum eftir sem áður, og honum var það gleði- og uppörvunarefni, að starfsfólk sendiráðsins leitaði til hans öðru hverju og vildi í tilteknum mál- um njóta góðs af ráðleggingum hins reynda manns. Árið 1917 gekk Tryggvi að eiga Breiðavíkurkirkjan nýja. Breiðavíkurkirkju ber- ast veglegar gjafir NÝ kirkja var vígð í Breiðavík 21. júní og gerði það biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson. Við víxluna voru einnig prestarnir: séra Tómas Guðmundsson, Pat- reksfirði; séra Grímur Grímsson, fyrrverandi sóknarprestur í Breiðavík; séra Stefán Eggerts- son, Þingeyri, og séra Sigurpáll Óskarsson, Bíldudal. Þetta er fimmta kirkjan, sem reist er í Breiðavík, og er úr steinsteypu, teiknuð hjá húsa- meistara ríkisins, en smíðuð af þeim bræðrum Guðjóni og Páli Jóharinessonum, Patreksfirði. Kirkjan rúmar 60—70 manns í sæti, og er stærsta kirkjan, sem þar hefur verið reist. Fyrsta kirkjan var byggð þar 1825, og var torfkirkja. Næsta torfkirkjan var byggð 1842 og þriðja torf- kirkjan 1873. Timburkirkja var svo reist þar 1899, og stendur hún enn. 1964 er svo þessi steinkirkja fullbúin, og þá orðin safnaðar- kirkja. Margar góðar gjafir hafa þess- ari nýju kirkju borizt, og þær hafa gert þessum fámenna söfn- uði mögulegt að gera kirkjuna veglega og vistlega. Gísli Jónsson, fyrrverandi al- þingismaður, sem hefur átt meiri þátt í því en nokkur annar einn maður, að lyfta Breiðavík úr eyði í það sem hún nú er, lagði einnig þessari kirkjubyggingu lið og gaf henni meðal annars nýtt orgel. Hjónin Anna Jónsdóttir, og Daníel Eggertsson, Látrum, gáfu kirkjunni altaristöflu til minn- ingar um látinn fósturson þeirra, Guðmund Jón Óskarsson. Taflan er máluð af Eggert Guðmunds- syni listmálara. Sömu hjón gáfu kirkjunni einnig kr. 15,000,00 til minningar um lá,tna foreldra sína, Halldóru Gísladóttur og Eggert Eggerts- son, Látrum; Guðrúnu Á. Sigurð- ardóttur og Jón Eggertsson, skip- stjóra, Dýrafirði, og svo Guð- mund Guðmundsson, sem síðar bjó með Guðrúnu. Altarið í kirkjuna og gráturn- ar, sem hvortveggja er mjög veg- Tryggvi og Bódil Sveinbjörnsson á heimili sínu á efri árum. danska konu, Bódil Jensen, sem þá var starfsmaður í skrifstofu háskólans. Þegar efni leyfðu, keyptu þau gamalt stráþakið sveitahús í skógarskjóli skammt frá Farum á Sjálandi og gerðu þar heimili sitt. Á þessurn stað festu þau hjónin traustar rætur og máttu ekki til þess hugsa að flytjast þaðan, þótt ekki væru þar öll þau þægindi, sem hægt var að fá í borginni. Frú Bódil var ekki uppnæm fyrir tízku eða nýj- ungum, en framkoma hennar og lífsviðhorf var mótað af gróinni menningu danskrar alþýðu eins og bezt getur verið. Hún var létt í máli og skemmtileg í viðræð- um, gefin fyrir söng og hljóð- færaleik og lærðl að syngja á ýngri árum. Hún var hjartahlý kona og trýgglynd svo áð af bar og reyndist frábær stoð og stytta Tryggva manni sínum og sonum þeirra tveimur, Sigurði og Þor- steini. Hún var ein af þessum húsmóðurlegu konum, sem fylla heimili sitt af góðleik og um- hyggju fyrir þeim, sem þar eiga sitt athvarf. legt, gáfu systkinin frá Grundum í Kollsvík, til minningar um for- eldra sína, Guðbjörgu Halldórs- dóttur og Kristján Ásbjörnsson. Friðgeir Kristjánsson, sonur eins gefandans, smíðaði hvor- tveggja, af miklum hagleik. Kertastjaka 4 þetta veglega altari, gáfu systurnar frá Miðbæ á Látrum, til minningar um látna foreldra sína: Steinunni Ólafsdótt ur Thorlasíus og Erlend Krist- jánssori. Stjakar þessir eru áletr- aðir og mjög fagrir. Mjög veglegan róðukross á altarið gáfu börn og barnabörn Halldóru Gísladóttur og Eggerts Eggertssonar, Látrum, til minn- ingar um þau. Guðmunda Ólafsdóttir frá Látrum, börn og barnabörn, gáfu kirkjunni fagran silfurkaleik, á- letraðan, ásamt patínu og oplátu- öskju, einnig úr silfri, til minn- ingar um eiginmann Guðmund- ínu, Guðbjart Þorgrímsson, og tengdamóður hans, Sigurbjörgu Jónsdóttur, sem létust bæði á Látrum. Lituð gler í gluggana, númera- töflu o. fl., gáfu kirkjunni hjónin Kristín Jónsdóttir og Björn Loftsson, fyrrverandi forstjóri í Breiðavík. Björn setti einnig saman prédikunarstól úr harð- viði þeim sem var í orgeli því er kirkjan átti, einnig skírnarfont. Eru hvortveggja góðir gripir. Kristalskál á skírnarfontinn gáfu hjónin Erla Hafliðadóttir og Kristján Jóhannesson, Patreks- firði. Einn fæddur og uppalinn í Breiðavík, sem ekki lætur nafns síns getið, gaf kirkjunni mjög fagran hökul. Skrýddist honum við vígsluna séra Grímur Gríms- son, fyrrverandi sóknarprestur okkar. Vistheimilið gaf kirkjunni borð og stól í skrúðhúsið. Hallgrímur Sveinsson, for- stjóri, gaf kirkjunni segulbands- spólu með vígsluathöfninni og ræðum á, í tilefni hennar. Prestshjónin, Guðrún Jónsdótt- Framh. á bls. 23 Frú Bódil kom nokkrum sinn- um til íslands með manni sín- um, skildi og talaði nokkuð ís- lenzku og fylgdist af skilningi með íslenzkum málefnum. Hún lagði rækt við hinn íslenzka þátt í lífi sínu og hafði lag á að njóta þess að eiga í vissum skilningi tvö föðurlönd. En ofar öllu voru henni ástvinirnir og heimilið, þar sem hún hafði búið svo ^lengi. Síðustu árin var hún haldin hættulegum sjúkdómi og vissi að kallið gæti komið hvenær sem væri. Vafalaust hefur það þá valdið henni mestri áhyggju, að þá yrðu þeir sviptir umhyggju hennar, sem sízt mættu án henn- ar vera. Hún var gædd þeirri fórnarlund, sem alltaf lét annarra hag ganga fyrir sínum. Tryggvi hélt áfram að eiga heima í Sortemose, eftir að kona hans dó, og átti þar heimili sitt til dauðadags. Hvergi annars staðar vildi hann vera, þótt ein- manalegt væri orðið í kringum hann. Eldri sonur hans er bú- settur í Svíþjóð, en hinn yngri í Kaupmannahöfn og hafði Tryggvi mikla gleði af að fylgj- ast með fjölskyldu hans, og hitt var honum einnig mikils virði, að í næsta húsi þarna í skógar- jaðrinum bjuggu og búa enn heiðurshjónin, Kathrine og Axel Severin Jacobsen myndhöggvari (sá sem gerði brjóstmynd þá af Davíð Stefánssyni, sem nú er í Þjóðleikhúsinu), aldavinir Tryggva og Bódilar allt frá æsku dögum. En allt var samt annað en áð- ur hafði verið. Þess minnast nú margir hvílíkt var heimili þeirra hjóna, meðan hamingjan brosti við þeim á hádegi lífsins., Um- hverfið .var eins og fegurst getur verið .á Sjálandi, friðsælt og un- aðslegt. Heimilið var sérkenni- legt, ekki' fullt af nútímaþæg- indum, en mótað af smekkvísi og notalegheitum, persónuleg sköpun húsbændanna sjálfra. Gestrisni og góðvild réðu þar ríkjum eins og margir íslending- ar vita, sem sóttu þau hjón heim og áttu með þeim dagstund eða lengri dvöl. Tryggvi var manna glaðastur og skemmtnastur í góð um hópi, þótt rangt væri að segja, að hinn viðkvæmi maður hafi yfirleitt verið gleðinnar barn,- Danskt og íslenzkt hélzt fagur- lega í hendur í lífi þeirra hjóna, þau unnust hugástum og elskuðu bæði fegurð, glaðværð og góð- vild í hverri mynd sem birtist. En þau voru bæði tilfinninga- næmar manneskjur, og tóku nærri sér, þegar á móti blés. Tryggvi átti það til að vera vandmeðfarinn, eins og menn með listamannslund eru oft, en ég hygg að ekki sé ofs.ögum sagt, að kona hans hafi skilið hann vel og jafnan reynzt honum bezt og traustust, þegar hann var þess mest þurfi. Á námsárum mínum í Kaup- mannahöfn var ég heimagangur á heimilinu í Sortemose, og naut ég þess að vefra sveitungi Tryggva svo og gamals kunningsskapar hans við ættfólk mitt. Minning- ar mínar um þessi góðu hjón eru mér dýrmætar, og þess er mér ljúft að geta um leið og ég læt frá mér fara þessi kveðjuorð til þeirra beggja. Kristján Eldjárn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.