Morgunblaðið - 03.07.1964, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.07.1964, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 3. júlí 1964 Lóðastandsetning Get bætt við lóðum til standsetningar strax. Tímavinna — Akvæðisvinna. FRÓÐI BRINKS PÁLSSON garðyrkjumaður — Sími 20875. Hafnarfjörður Járniðnaðarmaður óskast helzt vanur rennismíði. Ennfremur nemandi í rennismíði. Vélaverkstæði JÓHANNS ÓLAFS H.F. Reykjavíkurvegi 70 — Sími 50140. Til sölu í Garðahreppi við Hafnarfjarðarveg á mjög falleg- um stað, uppsteypt hús 2 hæðir. í húsinu eru 2 íbúðir, hvor ca. 130 ferm. í hvorri íbúð eru 5 her- bergi og þvottahús. Verð er hagstætt. Sími 32500 og 32749. Tilboð óskast í nokkra jeppa og Dodge Wiapon sjúkrabifreiðir er verða sýndar í Rauðarárporti, föstudaginn 3. júlí kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. Aðvörun tíl bifreiðaeigenda Þar sem enn eru veruleg brögð að því að bifreiðaeigendur hafa eigi greitt iðgjöld af hinum lögboðnu ábyrgðar-(skyldu) tryggingum bifreiða sinna, er féllu í gjalddaga 1. maí s.l. skorast hér með alvarlega á alla þá er eigi hafa greitt gjöld þessi, að gera það nú þegar. ' Ilafi gjöldin eigi verið greidd fyrir 10. þ.m. verða lögregluyfirvöldin beðin skv. heimild í reglugerð um bifreiðatryggingar að taka úr umferð þær bif- reiðir sem svo er ástatt um. Almennar Tryggingar hf. Samvinnutryggingar Sjóvátryggingarfél íslands hf. Trygging hf. Vátryggingafélagið hf. Verzlanatryggingar hf. Afgreiðslumaður óskast strax. — Þarf að vera röskur og reglusamur. Til sölu 4—5 herb. hæðir íbúðirnar eru í algerum sérflokki, 110 ferm. 4—5 herb. að stærð í þríbýlishúsi á bezta stað við Mela- braut á Seltjarnarnesi. Stórkostlegt útsýni, 1000 ferm. lóð. íbúðimar eru allar með sér þvottahúsi, sér hitalögn, sér inngangi og bílskúrum. íbúðirnar verða seldar fokheldar og verða tilbúnar til afhend- ingar 1. ágúst nk. — Teikningar til sýnis á skrif- stofunni. Skipa- og fasteignasalan KIRKJUITVOLI Símar: 14916 og 1.1842 VDNDUÐ II n FALLEG H ODYR U n 'Siqurþórjónsson 6cco Jlafnaiytnvli 4 Gunnar Erlends- son _ GUNNAR ERLENDSSON fyr verandi bóndi á Helluvaði á Rangárvöllum er sjötugur í dag. Gunnar er fæddur að Hlíð- arenda í Fljótshlíð. Sonur hjón- anna: Margrétar Guðmundsdótt- ur og Erlendar Erlendssonar er þar bjuggu. Gunnar óist upp á Hlíðarenda og stundaði öfil venjuleg sveitastörf, en fór ung ur til sjóróðra til Vestmanna-' eyja og víðar eins og þá var títt um unga menn í sveitum. Gunnar vann fljótt. hylli manna vegna sinnar ljúfmann- legu framkomu og drengskapar í öllum samskiptum sínum við aðra menn, svo að öllum þótti gott með bonum að vera. Hann var harðduglegur í ölium þeim störfum, sem hann gekk að og svo ósérhlífinn að orð fór af. Þessir góðu eiginleikar hafa ein kennt hann alla tíð og má segja, að í fláu hafi honum enn íörl- ast þrátt fyrir aldurinn. Á yngri árum stundaði hann mikið i- þróttir eins og bræður hans og var m.a. talinn ágætur glímu- maður. Gunnar kvæntist ungur Krist ínu Kristj ánsdóttur frændkonu sinni frá Auraseli og hófu þau fljótt búskap að Helluvaði. Efn in voru lítil í upphafi, en þau réðust samt í að kaupa jörðina, sem þá var talin með betri jörð- um þar um slóðir. Með miklum dugnaði og samheldni tókst þeim hjónunum að búa vel í haginn fyrir sig á Helluvaði, baeta jörð og hús og koanust í góð efni. Bjuggu þa-u í mörg ár rausnarbúi að Helluvaði og var heimili þeirra orðlagt fyrir gest risni og myndarskap enda höfðu þau sérstakt lag á því, að um- gangast fólk og að láta gestum sínum líða vel. Fyrir nokkrum árum brugðu hjónin búi og fluttust til Reykja víkur m.a. vegna heilsuleysis Kristínar og þar andaðist hún árið 1958 eftir löng og *erfið veikindi. Fyrst eftir að Gunnar flutt- ist til Reykjavíkur stundaði hann ýmiss konar störf, en síð- ari ár hefur hann unnið við verzlun, er Jónas sonur hans rekur hér í borg. Gunnar gegndi fjölda mörg- Um trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og sýslu meðan hann bjó á Helluvaði. Hann var m.a. í hreppsnefnd í fjölda mörg ár. Hann hafði mikinn áhuga á öll um hagsmunamálum bændastétt arinnar og var ótrauður bar- áttumaður fyrir öllu því, er hann taldi horfa til heilla fyrir stéttina. í þjóðmálum var hann ákveðinn og stefnufastur og veitti Sjálfstæðisflokknum jafn an mikinn stuðning í héraðinu enda einn af forystumönnum hans um langan tíma í sýsl- unni. Mieðal þeirra félagssam- taka bænda, sem Gunnar starf- Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.