Morgunblaðið - 03.07.1964, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.07.1964, Qupperneq 23
Föstudagur 3. júTT 1964 MORGUNBLAÐIÐ 23 Nú eru Frakkamir, sem aetla að senda upp eldflaugar á Mýrdalssandi, komnir með tvær flug- véiar tii flutninga á farangri. Geta vélar þessar lent á stuttum fiugbrautum. Ben tögl Bella hefur og hagldir í Aures-fjöllum Algeirsborg, 2. júlí. — NTB. 0 í morgun tók Amar Mellah, ofursti, við yfirstjóm fjórða her- svæðisins í ALsír, er var undir stjón Mohammed Chaabani, of- ursta — og hefur stjórnarherinn nú tögl öll og hagldir í héruð- unum í Aures-fjöllum og norður- hluta Sahara. Héraðsstjórnir þar hafa lýst yfir hollusitu við Ben Bella forseta — en að undan- förnu hafa borizt fregnir um vax andi óánægju íbúanna í Aures- fjöllum í garð stjórnarinnar í Algeirsborg. Ben Bella lýsti því yfir í gær, að Chaabani hefði unnið að und irbúningi uppreisnar og iþví hefði honum verið vikið úr fram- kvæmdastjórn Þjóðfrelsisflokks- — Flugfloti Framhald af bls. 24. ur jafnan verið hin bezta sam- vinna um sjúkrafiugið. Flugvélarnar, sem bera ein- kennisstafina TF-JMD og TF- JME, eru af gerðinni Beechcraft- C-45 H, hafa hvor um sig tvo 450 hestafla hreyfla, fullkomin (blindflugstæki og fjarskiptabún- að og ísvarnartæki á vængjum, stéli og skrúfublöðum. Þær taka 8—9 farlþega auk farangurs og sæti eru fyrir 2 flugmenn. Þær eru smíðaðar 1954, en lítið not- aðar. í vor voru þær endurbætt- ar mjög og skipt um ýmsa hluta þeirra, svo sem hreyfla, ^væng- stýri, hjólbarða og fleira. Fréttamaður Mbl. náði snöggv- ast tali af Col. Perdue, er han,n var nýstiginn á fast land og spurði um ferðalagið til íslands. — Jú, það gekk mjög vel. Þetta eru ágætis vélar. Engin bilun varð alla leiðina, sagði Col. Perd ue og klappaði á herðarnar á Birni Sveinssyni, flugvirkja. — Við vorum ekkert að flýta okk- ur, flugum ekki með fullum hraða. Það sparaði benzán. Við lögðum upp frá Alabama-ríki og böfðum 'viðkomu í Washington D.C., New York, Maine, Goose Bay, Saglik og Frobisher Bay í Kanada; Syðra Straumfirði, Cul usuk og Reykjavík. Við fengum ágætt veður alla leið, nema í gærkvöldi á leiðinni yfir Græn- landshaf. Við ætluðum að fljúga ihingað beint frá Culusuk, en urð uin að lenda í Reykjavík vegna dimmviðris hér. — Já, það er óhætt um það, vélarnar eru góð- ar. Ég veit um flugfélag í Flórida South Central Airlines, sem á tíu svona vélar og gengur prýðilega. — Ég er sérstaklega hrifinn af og þakklátur fyrir hve margt íólk er komið hingað til að taka á móti okkur og fagna komu okk ar. Það sýnir að almenningur fylgist af áhuga með starísemi Tryggva, sem ég tel líka hina merkustu. Það verður líka á- reiðanlega nóg handa flugvélun- um að gera eftir því sem mér skilst, bæði leiguflug, sjúkraflug og síldarleit. Að svo mæltu klappaði Col. Perdua vélinni vinalega, eins og íslenzkur bóndi kla-ppar klárnum sínum á lendina, þegar hann hef ur tekið út úr honum og sleppir houuiu lausum eftir góðan sprett. Sv. P. ins s.l. þriðjudag. Hafði hann haft á hendi yfirstjórn hersins í Aures-fjöllum og átt sæti í framkvæmdastjórninni frá því í janúar s.l. 1 tilkynningu alsírska landvarn arráðuneytisins í dag segir, að liðssveitir stjórnarinnar hafi kom ið til héraðanna Biskra, Bou Sadaa og Djelga í morgun og Amar Mellah tekið við yfirstjórn þar. Sé nú hafin alger endur- skipulagning alls herliðs á svæð- inu. Franska fréttastofan AFP seg- ir, að skipzt hafi verið á skotum í Bou Sadaa, er stjórnarherinn kom þangað. í Biskra hafði hins vegar ekki komið til átaka, því að hermenn, sem þar voru hlið- hollir Chaabani, ofursta, voru þegar á brott. Dönsk stúlka kjörin „Ungfrú Sameinuðu Þjóðanna4í PALMA, Mallorca (AP). Dönsk PALMA, Mallorca (AP). — Dönsk, ljóshærð námsmær, Suan Holmquist, var kjörin „Ungfrú Sameinuðu þjóðanna“ s.l. fimmtu dag. 27 stúlkur tóku þátt í keppn inni, þar á meðal íslenzka fegurð ardrottningin Thelma Ingvars- dóttir. Dómnefndin var skipuð 17 mönnum frá ýmsum löndum. — Dómarar kusu jafnframt fjórar hirðmeyjar í hirð drottningar- innar og urðu þessar fyrir valinu: Diana Wesfibury, Englandi; Marion Zota, Þýzkalandi, Moni- que Lemire, Frakklandi og Pat- ricia Romani, ítalíu. Sigurvegarinn hlaut í verðlaun 2000 dollara og fimmtán daga ferðalag til Parísar. Laxveiðin að glæðast Ö8 laxar veiddir í Elliðadnum ÞAÐ lítur vel út með veiði í ánum í sumar, að því er Þór Guð jónsson, veiðimálastjóri tjáði blaðinu í gær. Laxinn er farinn að koma í talsverðu magni í Elliðaárnar. Um hádegi í gær var búið að veiða 68 laxa og 195 höfðu farið gegnum teljarann og var fossinn fullur af laxi í gær- morgun. í mánaðarlokin voru ekki nema 50 veiddir laxar og 120 höfðu farið gegnum teljarann. Þetta er miklu betra en í fyrra, þegar laxveiðin fór ekki að glæð ast fyrr en upp úr miðjum júlí. Þá höfðu 24 laxar veiðst um mán- aðamótin júní—júlí og tala veiddra laxa komst ekki upp fyrir 100 fyrr en eftir miðjan júlí. Aftur á móti var talan kom in^upp í 210 viku seinna. Annars hafa árnar sunnan- lands verið með minnsta mótí vegna þurrkanna og lítill lax gengið upp í þær í júni. Frétzt hefur að í Laxá í Kjós hefðu veiðzt nokkrir laxar, þar á meðal einn með merki af seiði, sem sleppt var í fyrra. í fyrradag fengust 15 laxar í net í ölfusá 107 fórust í fellibyl Manila, 2. júli NTB • Vitað er nú, að 107 menn lét- ust af völdum fellibylsins , Winnie“, sem geisaði yfir Fil- ippseyjar sl. mánudag. Fjórtán manna er saknað, og er talið lí'k- legt, að þeir hafi einnig látizt. De Gaulle til Bonn — í fylgd níu franskra rdðherra Bonn, 2. júlí. — NTB. er andstæð stefnu Bandaríkj- hjá Selfossi. Og borizt hafa góðar fréttir af laxveiði í Stóru Laxá. Fréttir hafa borizt um góða netaveiði í Borgarfirðinum. Komið er töluvert af laxi í Hvítá og er farin að batna mikið netaveiðin við suðurbakka árinn ar, en þar er Grímsárlaxinn venjulega heldur seinna á ferð- inni. I Norðurá voru á svæði Stangaveiðifélagsins veiddir 93 laxar laugardaginn 27. júní og í síðustu viku var góð veiði a.m.k. hjá einum veiðimanna- flokknum, fengust 44 laxar á 3 dögum. Af Norðurlandsánum er það að frétta, að fyrir nokkrum dög um fréttist af ágætri veiði í Laxá í Þingeyjarsýslu. í Miðfjarðará voru komnir 70 laxar þann 23. júní og höfðu þá veiðzt 30 laxar síðustu vikuna og reiknað með batnandi veiði. Að undanförnu hefur verið góð veiði í Blöndu, áin hefur verið alveg tær og komið góðir veiðidagar. DE GAULLE, forseti Frakklands og niu ráðherrar úr frönsku stjórninni koma til Bonn á morg un, föstudag, tii viðræðna við v-þýzka ráðherra. Eru viðraeður þessar í samræmi við fransk- þýzka vináttusáttmálann, þar sem svo var kveðið á, að leiðtog- ar Frakklands og Y-Þýzkalands 9kuli hittast tvisvar á ári og ein- hverjir ráðherrar stjörnanna ræðast við þriðja hvern mánuð. Frakkar hafa lagt sérstaka á- herzlu á, að ákvæði vináttusamn ingsins séu haldin. Ekki er reiknað með sérstökum árangri af heimsókn de Gaulle til Bonn nú, en góðar heimildir í stjórnarbúðum V-þýzkalands herrna, að þar séu menn uggandi um að Frakklandsforseti reyni að nota tækifærið til að hvetja til enn aukinnar einingar, eins kon- ar „sameiningar Evrópu, er að- eins taki til Frakklands og V- Þýzkalands". Mun það álit frönsku stjórnarinnar að ko'mast verði úr þeirri sjálfheldu, sem afstaða Hollendinga og Belga til evrópskrar einingar hefur skap- að. V-þýzka stjórnin er að sinni ekki sögð reiðubúin til frekara samstarfs við frönsku stjórnina. Er ástæðan einkum sú, að hún óttist að Bandaríkjastjórn líti á það sem stuðning við stefnu de Gaulle í þeim efnum, sem -hún 14 ára blökku- piltur liengdur Atlanta, 2. júlí NTB— AP • í dag fannst fjórtán ára blökku piltur, Eerry Maxey að nafni hangandi í eikartré í skóginum utan við Atlanta í Georgia. Xal- ið er líklegt, að hann hafi verið myrtur — en lögreglan hefur enga hugmynd um hver eða ltverjir hafi verið þar að verki. Pilturinn kjó í útjaðri Atlanta, í hverfi þar sem bæði búa hvítir ntenn og blakkir og er ekki vitað til að sérstök vandræði hafi ver- ið í samskiptum þeirra að undan förnu. Taylor tekur við sendi herraembættinu Leiðrétting í FRÉTT um heimsókn Philips prins til Akureyrar í blaðinu í gær varð prentvilla, þar sem ótti að standa , Ingólfur Árnason, 2. varaforsefi bæjarstjórnar Akur- eyrac. Washington, 2. júlí AP.NTB. • MAXWELL Taylor, hers- höfðingl sagði í dag form lega af sér embætti sem yfir- maður herráðs Bandaríkj- anna og tók við embætti sendi herra lands sins í S-Vietnam. Taylor var leystur frá em- bætti við hátíðlega athöfn í landvarnarráðuneytinu í Was- hington. Sæmdi landvarnaráð herrann Robert McNamara hann heiðursmerkinu „Dist- inguisherd Service Medal“ o>g er það í fjórða sinn, sem hann er sæmdur því merki. Nokkru síðar skipaði Johnson forseti Táylor í sendiherraem- bættið við hátiðlega athöfn í Hvíta húsinu. Hélt forsetinn stutta ræðu við þetta tæki- færi og sagði, að markmið Bandaríkjanna varðandi Suð- Austur Asíu væri að semja frið, er þeim væri til heiðurs. Bandaríkjastjórn stæði fast við hlið þeirra, sem vildu verja sjáifstæði sitt og frelsi. Þetta er í annað sinn, sem Taylor lætur af starfi fyrir herinn. Fyrra sinnið var árið 1961, er John F. Kennedy, for seti, gerði hann að sérstökum ráðgjafa sínum í hermálum. Ári síðar skipaði Kennedy hann yfirmann herráðsins. Maxwell Taylor er 62 ára að aldri. Þá er v-þýzka stjórnin sögð vænta þess, að de Gaulle lýsi því yfir, að Frakkar muni fyrir sitt leyti rifta Bernarsáttmálanum, sem hefur komið í veg fyrir, að Frakkar og önnur ríki Atlants- hafsbandalagsins veiti kommún- istaríkjunum í A-Evrópu lán til lengri tíma en fimm ára. Skothríð á landamærum ísraels og Sýrlands Tel Aviv, Damaskus, 2. júlí. — NTB. • Landamæraverðir Sýrlands og ísraels skiptust á skotum í dag og sakar hvor aðilinn hinn uni upp tökin. í fregnum ísraelsmanna segir, að þrír ísraelskir hermenn hafi verið skotnir til bana og tveir særðir, og auk þeirra hafi ísraebík ur bóndi særzt lífshættulega. Enn fremur segir, að Sýrlendingar hafi hafið skotárás á hermennina er þeir voru-í venjulegri könnun- arferð á landamærunum norðan. Geneseret-vatns, og samtímis skotið á saklausa bændur að störf um. Hafi Sýrlendingar virt að vettugi tilmæli eftirlitsmanna S.þ. um að skothríð yrði hætt, og haldið áfram til kl. sex síðdegis. í fregnum Damaskus-útvarps- ins segir hins vegar, að hlé hafi verið gert á skotbríðinni í nokkr ar klukkustundir, en svo hafi ísraelsmenn aftur hafizt handa Segir útvarpið ísraelsmenn hafa átt upptökin, með því að skjóta á árabíska verkamenn, er voru við vinnu við ána Jórdan. — Veglegar gjafir Frahamhald af bls. 13 ir og séra Grímur Grímsson, gáfu kirkjunni 10 sálmabækur í vönduðu bandi og áletraðar kirkjunni. Krossinn á kirkjuna smíðuðu og gáfu bræðurnir Haukur og Hrafnkell Þórðarsynir frá Látr- um, til minningar um ömmu sína og afa, Gíslínu Gestsdóttur og Jón Magnússon, Látrum. 'Kross- inn er víravirkiskross, tinhúðað- ur. Hitunartæki gaf kirkjunni Jón Guðmundsson, forstjóri Belgja- gerðarinnar, en hann er gamall Breiðvíkingur. Ljósatæki öll í kirkjuna gáfu börn og tengdabörn Gíslínu Gests dóttur og Jóns Magnússonar, Látrum, til minningar um þau, þar á meðal 8 vegglampa úr brenndu járni, smíðaða af sonar- syni þeirra, Hauki Þórðarsyni. Jóhanna Árnadóttir frá Kefla- vík gaf kirkjunni kr. 10.000,00 til minningar um foreldra sína, Dómhildi Ásbjörnsdóttur og Árna Árnason, og móðurforeldra sína, Jóhönnu Einarsdóttur og Ásbjörn Ólaísson. Ættingjar af Kollsvíkurætt gáfu kirkjunni kr. 12,000,00 til minningar um Trausta Ólafsson, sem samdi og gaf út ættartölu þeirrar ættar. Sparisjóður Rauðasandshrepps gaf kirkjunni kr. 10,000,00 og sveitarsjóður sama hrepps gaf kr. 5,000,00 til fegrunar kirkjunni. Auk framanskráðra gjafa hef- ur þessari kirkjubyggingu verið veitt margháttuð fyrirgreiðsla ó- keypis, og mikil vinna, sem ekki hefur komið til reiknings. Allar þessar veglegu gjafir og fyrir- greiðslu, þakkar sóknarnefnd og söfnuður innilega, og biður gef- endunum gæfu og gengis. Látrum 23. 6. 1964. í sóknarnefnd Breiðavíkursóknar Daníel Eggertsson, Ásgeir Erlendsson, Þórður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.