Morgunblaðið - 07.07.1964, Side 6
e
MORGU N BLAÐIÐ
Þriðjudagur 7. jálí 1964
Happdrætti
DAS
FYRIR nokkru var dregið í 3. fl.
Kappdrættis DAS um 200 vinn-
inga og féllu vinningar þannig.
Ibúð eftir eigin vali kr. 500.000,-
kom á nr. 39157. Umboð Aðal-
umboð.
Opel Rekord fólksbifreið kom
á nr. 40838. Umboð Neskaupstað
Vauxhall Victor Super fólks-
bifreið kr. nr. 35816, umboð Sig
ríður Helgadóttir.
Bifreið eftir eigin vali kr.
130.000,- kom á nr. 53567. Um-
boð Aðalumboð.
Bifreið eftir eigin vali kr.
130,000,- kom á nr. 34756. Um-
boð Aðalumboð.
Húsbúnaður eftir eigin vali kr.
25.000,- kom á nr. 18520. Um-
boð Aðalumboð.
Húsbúnaður eftir eigin vali kr.
15.000,- kom á nr. 314. Umboð
Aðalumboð og m-. 59858. Umboð
Fáskrúðsfj örður.
Húsbúnaður eftir eigin vali kr.
15.000,- kom á nr. 2327. Um-
boð Hreyfill og 36414 og 39425.
Umboð Aðalumboð.
Eftirtalin númer hlutu hús-
búnað fyrir kr. 10.000,- hvert:
4073, 4557, 8664, 10286, 13740,
15830, 23444, 37690, 42141, 48880
Eftirtalin númer hlutu húsbún-
að fyrir kr. 5.000,- hvert:
109 247 531 2344 2398
2454 2681 3197 3373 3845
4124 4412 4632 5047 5358
6183 6184 6206 6367 6805
7110 7292 7498 8107 8954
9655 9864 10000 10319 10505
10570 10646 10892 10985 10997
11482 11564 12058 12656 12778
13089 13143 13508 13541 14705
15154 15875 16017 17151 17154
17317 17442 17547 18991 19699
20085 20777 21878 22024 22269
22391 222536 23830 24111 24432
24477 24578 24803 24869 25468
25482 25768 25828 26015 26092
26232 26255 27040 27970 28275
29365 29555 29605 30241 30383
30949 31128 31229 31483 31831
33031 33300 33321 33718 33910
34369 34943 35687 35843 35973
36054 36331 36522 36655 37138
37948 38834 38847
39084 39216 39263 39287 40151
40360 40563 40907 41599 41637
41698 41964 42137 42437 44439
45948 46114 46478 46525 47331
48008 48624 48666 48670 48799
49904 49933 50992 51620 51641
51974 52130 52226 52418 52537
52581 52692 53017 53226 53625
53892 53914 54380 54968 55046
55205 57202 57321 57825 57903
58306 58671 59253 59346 59774
59934 59989 60204 60273 60515
60850 60855 61727 61944 62455
62570 62924 63293 63475 63987
64194 (Birt án ábyrgðar)
SPÁNVERJAR KATJPA
HERSKIP
' Amsterdam, 3. júlí (NTB)
• Amsterdam blaðið De Tele-
graaf segir í dag að Spánverj-
ar hafi í hyggju að fela holl-
enzkum skipasmíðastöðvum
smíði lítilla herskipa fyrir um
250 milljón gyllini (um þrjú
þúsund millj. kr.). Fyrirhugað
var að fá skipin smíðuð í
Bretlandi, en hætt við það
eftir að Ilarold Wilson, for-
maður verkamanniifiokksinK,
gagnrýndi brezku stjórnina
fyrir of mikla velvild í garð
Franco-stjórnarinnar á Spáni.
Að lokinni sýningu Kíev ballettsins á sunnudagskvöld afhenti Guð-
laugur Rosinkranz Viktor Gontar, óperustjóra, lárviðarsveig og
þakkaði honum og geslnnum íyrir komuna, fyrir heillandi fram-
komu og fagra list, sem þeir hefðu sýnt á sviði Þjóðleikhússins.
Gontar þakkaði svo með snjallri ræðu. Siðasta sýning Kíev-ballets-
ins var i gærkvóld og fcr listafólkið flugleiðis ti) DSnmerkur á
miðvikudag. Myndin er frá alhendingu lárviðarsveigsins í þjóðleik-
húsinu á sunnudagskv.iUl-
Fjölmennt Jónsmessumót
Arnesirrgaíélagsins í Reykjavtk
ÁRNESINGAFÉLAGID í Reykja
vík hefur allt frá árinu 1939
haldið Jónsmessumót í heima-
héraði sínu. Fyrsta mótið var
haldið á Þingvöllum. Frá árinu
1954 hefur samkoma þessi verið
haldin á ári hverju. Lengi var
mótið haldið á Þingvöllum, en
síðustu þrjú ár hefur þeim verið
skipt milli félagsheimila í sýsi-
unni.
Jónsmessumót Ámesingafé-
lagsins var að þessu sinni haldið
í félagsheimilinu Félagslundi í
Gaulverjabæjarhreppi laugardag
inn 1. júlí.
Hófst samkoman með borð-
haldi kl. sjö <um kvöldið, og var
þar samankomin fjöldi Árnes-
inga, heimamanna og brott-
fluttra. Þykir fólki skemmtilegt
að geta haldið við gömlum kynn
Rætt um kennslu
afbrigöilegra barna
Á F U N D I borgarstjórnar sl.
fimmtudag var til umræðu til-
laga, er Adda B. Sigfúsdóttir (K)
flutti þess efnis, að fræðsluráði
yrði falið að beita sér fyrir því,
að haldið yrði námskeið á kom-
andi skólaári fyrir kennara af-
brigðilegra barna og það skipu-
lagt með hliðsjón af tillögum
þeim, sem samþykktar voru á
fundi Stéttarfélags barnakennara
11. maí 1964.
Auður Auðuns (S) vakti at-
hygli á því, að tillögur Stéttarfé-
lags barnakennara hafi þegar
verið teknar til meðferðar í
fræðsluráði Reykjavíkur. Öllum
um, treyst þau og jafnvel stofn-
að til nýrra. Árnesingum, búsett
um í Reykjavík, er einnig mikil
ánægja að líta heimabyggð sína
augum í sumarskrúða.
Stefán Jasonarson í Vorsabæ
ávarpaði gesti fyrir hönd heima-
manna. Formaður Árnesingafé-
lagsins í Reykjavík, Ingólfur
Þorsteinsson, yfirvarðstjóri hjá
Rannsóknarlögreglunni, og Ólaf-
ur Þorsteinsson á Syðra-Velli í
Gaulverjabæjarhreppi mæltu
fyrir minnum heiðursgesta, sem
voru þær Bjarnveig Bjarnadóttir
og Kristín Andrésdóttir frá
Framhald á bls. 21
fræðsluráðsmönnum hefði þótt
einsýnt, að þar sem slík nám-
skeið væru liður í menntun
kennara, væri það fyrst og fremst
hlutverk ríkisins að annazt það
verkefni, en ekki einstakra sveit-
arfélaga. Fræðsluráð hefði þvl
vísað málinu áfram til fræðslu-
málastjórnarinnar með tilmæl-
um um, að slíkt námskeið yrði
haldið. Fræðsluráð myndi að
sjálfsögðu fylgjast með málinu
og reyna að gera sitt til, að eitt-
hvað yrði framkvæmt.
Þá skýrði Auður Auðuns frá
því, að á vegum fræðsluráðs
Reykjavíkur starfaði nú nefnd
þriggja manna, sem hefði það
verkefni að undirbúa tillögur um
kennslu þeirra barna, sem að
einhverju leyti eru afbrigðileg.
Væri von á tillögum þeirra inn-
an skamms. Hinu væri hinsvegar
ekki að leyna, að skoðanir sér-
fræðinga um mál þessi væm
mjög skiptar og erfitt fyrir leik-
menn að skera úr þeim ágrein-
ingi.
Einnig tók til máls í umræð-
um þessum Kristján Benedikts-
son (F).
Tillögu Öddu Báru var að lok-
um vísað frá, þar sem fræðslu-
ráð hefði þegar tekið mál þetta
upp og því tillöguflutningur um
það óþarfur.
Hér kemur bréf frá lesanda,
sean kaupir lika Þjóðviljann:
• HVER KOM f HEIM
SÓKN?
„Mikið lifandis skelfing eru
kommúnistar sárir og gramir
yfir heimsókn hertogans af
Edinborg. í>eir gera sér nú
grein fyrir því að nú er vetur-
inn í samskiptum íslands og
Bretlands liðinn, eins og eitt
blaðanna komst að orði — og
það verður kommúnistum æ
erfiðara að aila á hatri í garð
Breta vegna landhelgisdeilunn
ar forðum.
Annars var það út af fyrir
sig merkilegt rannsóknarefni
að lesa Þjóðviljann þá daga
sem hertoginn af Edinborg
dvaldist hér. Gremjan brauzt
út í einhverjwm háfleygum
vangaveltum um blaðamenn á
öðrum blöðum. Og þeir, sem
eru svo ógæfusamir að lesa
Þjóðviljann einan blaða, hafa
varla áttað sig á því sem í
raun og veru var að gerast.
Þeir halda auðvitað ennþá, að
það ha.fi verið einhverjir blaða
menn, sem voru í heimsókn.
Að visu hafa verið einbverj
ir blaðamenn, sem væru í
heimsókn.
Að vísu finnst mér, sem
kaupi Þjóðviljann fyrir sakir
forvitni, að þeir Þjóðvilja-
menn viti ekki einu sinni sjálf
ir hvað er að gerast í heimin-
um — og Þjóðviljanum fer á
líkan hátt og Pravda og pólsfcu
blöðunum, sem t.d. minntust
ekki á heimsókn Roberts
Kennedys til Póllands á dögun
um. Þrátt fyrir að þarlend
blöð skýrðu ekki frá heimsókn
inni komu tugir þúsunda
manna til að fagna Kennedy
— og það hefur senni/.ega farið
jafnmikið í taugamar á pólsk-
um kommúnistum — og ein-
laegar móttökur og fögnuður
sá, sem hertoginn af Edin-
borg hlaut hér, hefur farið í
taugarnar á Þjóðviljafjölskyld
unni. Ekki sízt, þegar hertog-
inn ávarpaði íslendinga af svöl
um Alþingishússins. Það var
ógleymanleg stund öllum, sem
viðstaddir voru. Það var gam-
an að sjá andlit fclksins þá
stundina, óvenjuleg sjón hér á
landi.
• PAKKASÚPA
FRÁ KREML
Úr því að ég er farinn að
skrifa þér á annað boi-ð, kæri
Velvakandi, þá get ég varla
látið hjá líða að nota tækifær
ið til þess að benda yfirkokkn
um í Þjóðviljaeldlhúsinu á það,
að gott sé að hvíla taugamar
eftir „Hertogaspennuna“ með
þvi að skrifa eitthvað fallegt
um Kúbu. Eins og margir
muna, sendi kokkurinn frá sér
í bókarformi nokkur „sann-
leikskorn" um Kúbu. En hinn
kommúniski sann'eikur er al-
veg eins og veðurfréttirnar,
sem sjaldnast eru réttar — og
breytast á hverjum degi í
þokkabót. Nú hefur systir
Castros, Juanita Castro Riz, lát
ið til sín heyra og sagt að
bróðir hennar, sem bauð Magn
úsi Kjartanssyni heim forðum,
sé svikari við byltinguna. Hún
segir m.a. að leynilögregla
Castros „sé í alla staði sam-
bærileg við það andstyggileg-
asta í GESTAPO Hitlers“. Og
ennfremur: „Eyjan er öll eitt
ailsherjar fangelsi umgirt
hafi.“
Það er því greinilega kom-
inn tími til að Þjóðviljaflokkur
inn fari að sjóða saman eitt-
hvað af viti um Kúbu. Þessi
gamla lygasúpa er ekkert ann
að en pakkasúpa frá Kreml,
sem enginn lifandi maður
þrífst á — enda virðist hún
miklu fremur ætluð afturgöng
um til eldis og andlegs við-
halds."
• AÐ LIFA OG SKRIFA
Vtf vakandi fær jafnan mörg
bréf þar sem fólk segir álit
sitt á dagblöðunum. Ótrúlega
margir virðast lesa blöðin staf
fyrir staf og fólk, sem hefur
ákveðnar skoðanir á hlutimum
lætur oft heyra til sin, þegar
því likar ekki hvemig blöð og
blaðamenn matreiða fyrir les-
endur.
Eitt af þvi, sem mjög er
gagnrýnt — og efcki að ástæðu
ilausu, er sú furðulega smekk-
leysa sumra, sem í blöð sfcrifa
að taka upp það, sem aðrir
hafa skrifað á íslenzku eða
þeir þýða úr erlendu máli —
og setja síðan nafnið sitt undár
með nokkrum athugasemdum.
Slíkir Sá gjaman birta mynd
af sér með framleiðslunni. —
Ein slík grein birtist í blaði
um helgina. Mér var bent á
þetta og samkv. athugun
reyndust 168 línur ai 240 vera
hafðar eftir öðrum, auðvitað
innan gæsalappa. Ég er ekki
að segja, að það sé slæmur
h'utur að vitna í orð annarra.
Hitt er svo annað mál, að noti
rithöfundar eða blaðamenn að
staðaldri skrif annarra sem
meginuppistöðu í sínar greinar
þá er tun mikinn skort á anda
gift að rasða — og ljóst er,
að slikir skrifa til þess að lifa
en lifa ekki til að skrifa.
• LANDSPRÓFIN
Og loks er hér bréf frá móð
ur í Reykjavík:
„í Tímanum sl. fimmtudag
er skýrt frá úrslitum prófa í
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar
og Gagnfræðaskólanum við
Vonarstræti. Það vefcur sér-
staka athygli, að einungis um
50% landsprófsnemenda I
Gagnfræðaskólanum við Von-
arstræti hlaut framhaldseink-
unn á móti 81% landsprófs-
nemenda í. Hagaskóla, Réttar-
holtsskóla og sjálifsagt flestra
annarra. Ekki er getið um tólu
landsprófsnemenda í Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar eða
hve mangir hafa biotið fram-
haldseinkunn þar. — Og hvað
eiga foreldrar að gera, sem
verða — vegna búsetu — að
senda börn sín í skóla þar sem
kennslan er fyrir neðan allt
lágmark Er engra annarra
kosta völ? — Húsmóðir.
Sjálfvirka þvottavclin
LAVAMAT „nova 64“
Fullkomnari en nokrku sinni.
Óbreytt verð.
AEG-umboðið
Söluumboð:
HÚSPRÝÐI h.f.
Sími 20440 og 20441