Morgunblaðið - 07.07.1964, Side 27
í>rlðjudagur 7. júlí 1964
Biskup vísiterar
Strandaprófasts-
dæmi,
BISKUP íslands, herra Sigur-
björn Einarsson vísiterar Stranda
prófastsdæmi og er áætlun hans
sem hér segir:
í>riðjudaginn 7. júlí kl. 2: Ár-
nes. — Miðvikud. 8. júlí kl. 2:
Káldrananes. Sama dag kl. 8,30:
Drangsnes. — Fimmtudaginn 9.
júlí kl. 2: Staður í Steingríms-
firði. Sama dag kl. 8,30: Hólma-
vík. — Föstudaginn 10. júlí kl. 1:
Kollafjarðarnes. Sama dag kl. 5:
Óspakseyri. — Laugardaginn 11.
júlí kl, 2: Staður í Hrútafirði. —
Sunudaginn 12. júlí kl. 2: Prests
bakki.
Þess er vænzt, að sóknarnefnd
ir og annað safnaðarfólk, komi
til kirkju til viðtals við biskup.
Sérstaklega óskar biskup að fá
fermingarbörn ársins og önnur
ungmenni sóknanna til viðtals.
Harður bíla-
árekstur í Eyja-
firði
Akureyri, 6. júlí: —
HAKÐUR árekstur varð hjá Öng
ulsstöðum um miðnætti á laugar
dagskvöld milli Zephyr-leigu-
bíls og Volvo Stationbíls, sem báð
ir voru frá Akureyri. Hæð er á
veginum, þar sem bílarnir skuilu
saman. Kona, sem sat í framsæti
Volvo-biisins, kastaðist fram í
framrúðuna, skarst á höfði og
var flutt í sjúkrahús, en síðan
heim. Önnur meiðsli urðu ekki
á mönnum, en Volvo-bíllinn
var ekki ökufær á eftir. Leigu-
bíllinn skemmdist minna.
— Sv. P.
MORGU NBLAÐID
27
AtKugasemd
ÞAÐ skal tekið fram, að um-
mæli í sunnudágsblaðinu um
rekstrarafkomu síldarverksmiðj -
unnar í Krossanesi eru ekki höfð
eftir framkvæmdastjóranum,
Guðmundi Guðlaugssyni.
Yfirlitsmynd af jökulröndinni, Stefán Pálsson sést fremst á myndinni,
Brúarjökull
um við yfir Múla við Fiski- =
dalsá, sem er mjög brattur og =
torfær, en af honum fagurt |
útsýni. Síðan var ekið að Brú h
í Jökuldal og þaðan veginn =
niður Jökuldalinn til Egils- j§
staða. §j
Ferðaskrifstofa Austurlands §§
hefur áform um að fara ferðir s
upp að Brúarjökli reglulega í =
sumar, sömuleiðis er reiknað =
með ferðum að Snæfelli, en =
þangað hefur ekkf verið fært 1
enn, sökum bleytu. Ferðaskrif =
stofan útvegar tjöld og mat í §j
ferðirnar. Auk þess sér hún §§
um að skipuleggja ferðir niður =
á firði. S
TritiiiiintiiiiiiuiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiittiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiimMtiiiMitiiui
Frh. af bls. 28
óbyggðum. í Fagradal slógum
við upp tjöldum og gistum um
nóttina. Frá tjaldstaðnum var
ekki nema um 2ja t íma akst-
ur að jökulröndinni, og þang-
að fórum við árla á sunnudags
morgun.
Við komum að jökulrönd-
inni rétt við Kverká. Jökull-
inn hefur skriðið fram yfir
upptök árinnar, þannig að áin
rennur nú undan jöklinum.
Jökulröndin er margra mann-
hæða há, ákaflega tilkomumik
il og hrikaleg. Gamla jökul-
röndin frá 1890, þegar jökull-
inn skreið síðast, er um það
bil 200 metrum ofar en núver-
andi rönd.
Veður var eins og bezt verð
ur á kosið á íslandi, fjalla-
hringur fagur og tær jökul-
sýnin út á Eyjabakkajökul
hrikaleg og tignarleg sjón og
Kverkfjöllin sérlega fögur. —
Við jökulinn mældist 11 stiga
hiti og köld gola kom niður
af honum. Örskammt norðar
mældist 17 stiga hiti í forsælu.
Við áttum að gá að mælistik-
um, sem settar voru upp á veg
um Jóns Eyþórssonar, en kom
um ekki auga á þær.
Fjallabíllinn stóð sig mjög
vel í ferðinni, festist aðeins
einu sinni, en komst að lokum
upp af eigin rammleik. Það ep
heldur várasamt að aka jafn
nálægt jökulröndinni og við
gerðum, því jarðvegurinn
þarna er svikull á stöku stað.
Yfirborðið lítur út eins og
sándur, en er í rauninni ekki
nema nokkrir sentimetrar á
þykkt og leðjupyttir undir.
Frost er ekki djúpt í jörðu.
Frá Kverká fórum viff upp
að Sauðá rétt fyrir neðan upp
tökin. Þar rákumst við á stóra
hreindýrahjörð og var gizkað
á að þar væru 70—80 hrein-
dýr. Leiðin lá nú vestur fyrir
Hvannstóðsfjöll og að Lauga-
völlum. Frá Laugavöllum fór-
Daufara yfir síld-
veiðunum í gær
FRÁ kl. 7 á sunnudagsmorgun
til jafnlengdar í gærmorgun til-
kynnti 31 síldveiðiskip afla sinn,
samtals 21.750 mál og tunnur.
Nokkru daufara var yfir veiðun-
um aðfaranótt mánudags en ver-
ið hefur undanfarið. Straumur
og iþoka tálmuðu veiðum. í gær
morgun var ástandið orðið betra.
Saltað var í 1410 tunnur á
Raufarhöfn á sunnudag.
Síldarleitin á Dalatanga tjáði
blaðinu seint í gærkvöld, að
deyfð hefði verið yfir síldveiðum
í gær og lítið kastað þar sem
mikill straumur var og síldin
stóð djúpt. Voru bátarnir eink-
um í Norðfjarðardýpi og Seyðis-
fjarðardýpi éins og að undan-
förnu. Fjórtán skip tilkynntu um
Hverjum mætir KR?
Dregið í Evrópukeppninni á morgun
EINS og áður hefur verið skýrt
frá hér í blaðinu hefur verið á-
kveðið, að KR (íslandsmeistarar
1963) taki þátt í Evrópukeppni
meistaraliða og hefur þátttöku-
tilkynning verið send. Er þetta í
fyrsta sinn sem knattspyrnuflokk
ur eins félags tekur þátt í Ev-
rópukeppni, en áður hefur Fram
tekið þátt í Evrópukeppni meist-
araliða í handknattleik.
31 lið hefur tilkynnt þátttöku
í keppninni og eru þau frá 30
löndum, en þar af eru 2 frá Ítalíu,
þ.e. núverandi Evrópumeistarar,
Internazionale, sem fá þátttöku-
rétt án keppni og nýkjörnir
meistarar, Bologna. 2 lönd taka
ekki þátt í keppninni að þessu
sinni, en þau eru Rússland og
Kýpur.
Mikið hefur verið rætt um
hvaða lið lendi saman í 1. um-
ferð, en um það verður dregið á
morgun í skrifstofu Evrópusam-
bandsins í Sviss. Dönsku þátttak-
endurnir, B 1909, hafa lýst yfir,
að þeir óski sér að mæta KR .Er
það hvort tveggja, að þeir telja
sig hafa sigurmöguleika, svo og
að ferð til ísJands sé ávallt ævin-
týri líkust.
Reglur keppninnar eru í stuttu
tnáli þær, að þau lið sem dregia
eru saman leika tvo leiki, heima
og heiman, og á leikjum í 1. um-
ferð að vera lokið fyrir 1. októ-
ber. Það lið sem sigrar, þegar
lögð hafa verið saman úrslit í
báðum leikjum, kemst áfram.
Reiknað er með, að núverandi
Evrópumeistarar sitji yfir í 1. um
ferð.
Liðin, sem keppa munu, eru
þessi:
N-írland: Glentoran.
England: Liverpool.
Skotland: Glasgow Rangers.
ísland: KR.
Noregur: Lyn.
Svíþjóð: Malmþ F.F.
Finnland: Lahti-Reipas.
Danmörk: B 1909.
V-Þýzkaland: Köln.
A-Þýzkaland: Chemic.
(Leipzig).
Holland: DWS-Amsterdam.
Belgía Anderlecht.
Luxemborg: Aris-Bonneweg.
Sviss: La Chaux-de-Fonds.
Portúgal: Benefica.
Spánn: Real-Madrid.
Frakkland: St. Etíenne.
Ítalía: Bologna.
Ítalía: Internazionale.
Grikkland: Panathinaikos
(Aþenu).
Austurríki: Rapid-Wiea.
Júgóslavía: Rauða Stjarnan
(Beograd).
Pólland: Gornik.
Tyrkland: Fenerbache.
Tékkóslóvakía: Dukla.
Búlgaría: Lokomotiv (Sofía).
Malta: Sliema Wanderers.
Albanía: Partizani-Tirana.
Ungverjaland: Vasas-Gyoer.
írland: Shamrock Rovers.
Rúmenía: Meistarakeppni ekki
lokið.
Patterson vann
Maclien
S. L. SUNNUDAG fór fram i
Stokkhólmi hnefaleikakeppni
milli fyrrverandi heimsmeistara,
Floyd Patterson, og Edde Machen
sem talinn hefur verið standa
næst því að fá að skora á nú-
verandi heimsmeistara.
Patterson sigraði með miklum
yfirburðum og vann nær allar
12 loturnar á stigum. Keppnin
var ekki eins spennandi og reikn-
að hafði verið með, svo miklir
voru yfirburðir Pattersons.
Keppnin fór fram á Raasunda-
leikvanginum í Stokkhólmi að
viðstöddum 40 þús. áhorfendum,
sem greiddu sem svarar 300 þús.
dollara í aðgangseyri. Fyrir leik-
inn fékk Patterson greidda 100
pús. dollara, en Machen 50 þús.
dollara.
Reiknag er með, að Patterson
hafi mikla möguleika, að fá að
skora á heimsmeistarann Cassius
Clay á næstunni.
afla í dag. Þrjú aflahæstu voru
Sólfari með 1500 mál, Súlan 1500
og Draupnir 800 mál. Voru skipin
með afla allt niður í 200 mál. —
Svarta þoka var í dag á Dala-
tanga, en nokkru bjartara á mið
unum og vindur um 3 vindstig.
VOPNAF « I, 6. júlí. — Síldar-
verksmiðjan hér hefur nú alls
tekið á móti 102,127 málum til
bræðslu. Fimm skip bíða hér lönd
unar. Eru það Guðbjartur Krist-
án með 1000 mál, Guðfinnur 400,
Oddgeir 1050, Sveinbjörn Jakobs-
son 800 og Hugrún 1600.
Fréttaritari.
NESKAUPSTAÐ, 6. júlí. — Sið-
asta sólarhring hafa eftirtalin
skip komið með síld til Neskaup
staðar: Sæfell 900 mál, HVanney
150, Andvari 350, Vonin 700 Sig
urfari SS 300. Þá hefur síldar-
vei'ksmiðjan hér tekið á móti 88
þús. málum og hér bíða löndunar
skip með 8,700 mál, og þurfa þau
að bíða til aðfaranætur miðviku
dags. í gær var fyrsta síldin sölt
uð hér. Var það söltunarstöðin
Ás, sem saltaði 165 tunnur, upp-
saltaðar, og gekk um helmingur
úr síldinni vegna þess hve hún
var horuð.
Bakkafoss losar hér 900 tonn
af salti og þegar þeirri afskipun
er lokið, verða flestar söltunar-
stöðvarnar tilbúnar að Itefja sölt
um
Ásgeir.
Fræðslumyndir
fyrir konur í
Ganila bíói
í KVÖLD kl. 8 verða sýndar í
Gamla bíói tvær fræðslukvik-
myndir á vegum hinnar nýju
leitarstöðvar Krabbameinsfélags-
ins. Fyrri myndin „Tíminn og
tvær konur“ fjallar um nauðsyn
þess, fyrir konur, að koma í tæka
tíð til læknis eða leitarstöðvar
til skoðunar, svo frekar sé hægt
að fyrirbyggja krabbamein í legi.
Skýringar með þessari mynd eru
á íslenzku, fluttar af Þórarni
Guðnsisyni lækni. Seinni myndin
sýnir leiðbeiningar fyrir konur
um sjálfsathugun á brjóstum.
Jafnframt verður fræðsluriti um
þetta efni úthlutað. — Yfirlæknir
leitarstöðvarinnar, frú Alma Þór-
arinsson, ftytur stutt ávarp á
undan sýningunni, sem hefst
stundvíslega kl. 8. Aðgangur er
ókeypis og einungis fyrir konur.
Svíar heiðra Pál
Asgeir Tryggvason
KONUNGUR Svia, Gustaf VI
Aaolf, hefur sæmt Pál Ásg.
Tryggvason, deildarstjóra ísl.
utanríkisráðuneytinu og fyrv.
sendifulltrúa í ísl. sendiráðinu
í Stokkholmi, kommenderstöckn-
et av Kungl, Nordstjárneorden.
Kappreiðar á
skeiðvellinum
við Ölver
AKRANESI, 6. júlí. — Kappreið-
arnar hófust kl. 3 e. h. á sunnu-
daginn á skeiðvellinum við
Ölver, Fyrst fóru hestamenn í
hópferð um völlinn, en síðan
flutti Pétur Ottesen, fyrrv. al-
þingismaður, ræðu.
Gizkað er á, að á annað þús-
und manns væri statt við skeið-
völlinn. Fjölmargir sátu í bílun-
um, því að það rigndi alltaf ann-
að slagið.
Úrslit í keppninni urðu sem
hér segir: I 350 metra stökki varð
fyrstur Tilberi, 29,4 sek., eigandi
Skúli Kristjánsson, annar varð
Reykur, 29,5 sek., eigandi Hall-
dór Ólafsson, þriðji varð Skjóni,
31 sek., eigandi Sigurður Val-
geirsson. f 300 m stökki varð fyrst
ur Móri, 24,8 sek., eigandi Skúli
Kristjánsson, annar varð Logi,
25,8 sek., eigandi Skúli Krist-
jánsson, þriðja varð Löpp, 26 sek.,
eigandi Þorkell Guðmundsson.
Tíminn var svo slæmur hjá
skeiðhestunum, að engin verð-
laun voru veitt. — O .
Þrír fluttir í
járnum af dans-
Íeik
AKRANESI, 6. júlí. — Dnsleikur
var haldinn s.l. laugardagskvöld
í félagsheimilinu Logalandi í
Reykholtsdal. Ekki er annars get
ið, en að hann hafi farið frið-
samlega fram, þar til í lokin, að
þrír ölvaðir menn gerðust að-
sópsmiklir og kom til slagsmála.
Fjórir lögreglumenn héðan voru
á staðnum. Skelltu þeir hand-
járnum á óeirðaseggina og fluttu
þá í járnunum í fangahúsið í
Borgarnesi, — Oddur.