Morgunblaðið - 10.07.1964, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fostudagur 10. júlí 1964
*
*■
<
Mikið slegið á Suður-
landi í góðviðrinu
Góður þurrkur aftur á laugardag?
Þýzkir rannsóknastyrkir
fré Humboldt-stofnunni
GELDINGAHOLTI í Gnúpverja-
hreppi, 9. júlí
Afbragðs þurrkur hefur verið
hér í dag og sæmilegur sl. tvo
daga, en þá var nokkuð hvasst
og kalt. Bændur hafa notað sér
tíðina til þess að slá, og mun
geysimikið hafa verið slegið á
Suðurlandi þessa þrjá daga. Hef-
ur þurrkurinn því komið að
góðu haldi eftir óþurrkana að
undanförnu. Lítið hey er kom-
— Kongó
Framhald af bls. 1.
undirrita skipunarbréfið í dag,
en tii þess þarf einnig undirs'krift
ráðherra. Segir talsmaður Ts-
hombes að árangurslaust hafi
verið reynt að ná í Adoula frá-
farandi forsætisráðherra til að
undirrita bréfið. En aðrir benda
á að hér sé um óþarfa töf að
ræða, því ekki sé nauðsynlegt
að Adoula sjálfur undirriti skip-
unarbréfið, nægilegt sé að ná í
einhvern af fráfarandi ráðherr-
um.
Talið er að ástæðan fyrir því
hve Adoula er tregur að undir-
rita skipunarbréfið sé sú, að
flokkur hans óski eftir breytingu
á ráðherralista Tshombes til að
koma þar að einni konu, Sophie
Kanza, en bæði Tshombe og
Kasavubu séu því andvígir.
ið í hús, en margir eiga mikið
laust. Á einsfaka bæ var eitt-
hvað til slegið, og munu sumir
hirða í dag. — Sumir hafa enn
Vín, 9. júlí (AP—NTB).
NAUMUR meirihluti atkvæða á
ráðstefnu Alþjóða póstmálasam-
bandsins í Vin réði því að að
Suður Afrika fær enn að eiga
aðild að samtókunum. Fulltrúar
Marokkó lögðu fram frumvarp á
rálðstefnunni i dag um að Suður
Afríku yrði vikið úr samtökun-
um. Undirrituðu fulltrúar 30 Af-
ríku og Asiurikja frumvarpið,
sem einnig naut stuðnings full-
trúa kommúnistarikjanna. Ekki
nægði þetta þó, því frumvarpið
var felit með 58 atkvæðum gegn
56.
Frumvarpið var lagt fram tU
að mótmæla „Apartheid" stefnu
stjórnarinnar í Suður Afríku, og
var 1 greinargerð með því bent
á að meðan Sameinuðu þjóðirnar
fordaemi kynþáttamisræmi eigi
Suður Afríka ekki erindi í póst-
málasambandinu, sem er stofn-
un á vegum SÞ.
verið að reka til fjalls og því
tafizt frá heyskap Hinir seinustu
þeirra munu koma frá fjail-
rekstri í dag.
Til þess að þessi þurrkur komi
að verulegu gagni, þyrfti hann
að haldast lengur, en í dag hef-
ur verið spáð austanátt. — J.ÓI.
Vegna þessara frétta hafði Mbl,
samband við Veðurstofuna í gær.
Var þá e.t.v. búizt við einhverri
rigningu á Suðurlandi nú í morg-
un (föstudagsmorgun), en tæp-
lega mikilli. Talið var, að rign-
ingin mundi ekki standa lengi,
og góður þurrkur gæti verið
kominn aftur a laugardag.
Áður en frumvarp þetta var
lagt fram hafði fulltrúi Sviss bor-
ið fram annað frumvarp þar sem
óskað var atkvæðagreiðslu um
það hvort ráðstefnan hefði nokk-
urn rétt til að víkja aðildarríki
úr samtökunum. Þegar atkvæða
greiðslan átti að fara fram
gengu fulltrúar um 50 ríkja af
fundi, en alls eiga 122 rílki full-
trúa á ráðstefnunni. Jafnvel þótt
allir fulltrúarnir, sem eftir sátu,
greiddu atkvægi gegn því að
unnt væri að víkja landi úr sam
bandinu, nægði það ekki, því
til að ákvarða slík grundvallar-
atriði þarf 2/3 atkvæða.
Yfirlitssýning í
As^rírnssafni
FRÁ 1. JÚLÍ breytist opnunar-
tími Ásgrímssafns. í júlí og ágúst
verður safnið opið alla daga,
nema laugardaga, frá kl. 1,30—4.
Sýning sú sem nú stendur yfir,
er yfirlitssýning á verkum Ás-
gríms Jónssonar á tímabilinu frá
árinu 1900 til 1955. Hefur olíu-
myndum verið komið fyrir í
vinnstofu listamannsins, en vatns
litamyndum í heimili hans.
Ásgrímssafn er á Bergstaða-
stræti 74.
íslendingar á
alþjóðamóti
stúdenla
Alþjóðaskákmót stúdenta hefst í
Krakau í Póliandi 16. júlí og
#tendur til 2. ágúst.
íslendingar taka þátt í mót-
inu að þessu sinni, og eru fimm
skákmenn á förum utan, þeir
Stefán Briem, Guðmudur Lárus-
son, Sverrir Norðfjörð, Bragi
Björnsson og Guðmundur Þór-
arinsson.
Á síðasta móti sigruðu Tékk-
ax.
SENDIRÁB Sambandslýðveldis-
ins í Reykjavik hefur tjáð íslenzk
um stjórnarvöldum, að Alexand
er von Humboldt-stofmanin muni
veita styrki til rannsóknarstarfa
við háskóla- og vísindastofnanir
í Þýzkatandi háskóiaárið 1965—
19£S.
Styrkirnir eru tvennskonar:
1) A-styrkir, sem nema 800
þýzkum mörkum á mánuði ufn
10 mánaða skeið frá 1. október
1965 að telja.
2) B-styrkir, seih nema 1100
þýzkum mörkum á mánuði um
6—12 mánaða skeið, að öðru
jöfnu frá 1. október 1965 að telja.
Umsækjendur um hvora
tveggja styrkina skulu hafa lok
ið fullnaðarprófi við háskóla í
vísindagrein þeirri, er þeir hyggj
ast leggja stund á. Þeir skulu að
öðru jöfnu vera á aldrinum 25—
35 ára. Umsækjendur um A-
styrki skulu hafa starfað að
minnsta kosti tvö ár við háskóla
kennslu eða rannsóknarstörf. Um
sækjendur um B-styrki skulu
annaðhvort hafa kennt við há-
skóla eða stundað sjálfstæð rann
sóknarstörf um að minnsta kosti
,fimm ára skeið og ritað viður-
kennd vísindarit.
Innritunargjöld styrkþega greið
ir Alexander von Humboldt-stofn
unin. Til greina getur komið, að
hún greiði einnig ferðakostnað
styrkþega til Þýzkalands og heim
aftur, svo og nokkurn viðbótar-
styrk vegna eiginkonu og barna.
Bruni í Revk-
holti
Akranesi, 9. júli.
ELDUR kom upp í sameignar-
bíiskúr í Reykholti milli kl. 12
og 1 aðfaranótt sl. sunnudags.
Brann skúrinn að heita má allur,
nema smáhorn í öðrum enda,
sem uppi stóð. Kallað var á
brunaliðið úr Borgarnesi, en í
millitíðinni hafði heimamönnum
í Reykholti tekizt meg hand-
slökkvitækjum og vatni, sem
borið var að í fötum, að ráða
niðurlögum eldsins. Tókst að
verja söluskála Steingríms
skemmdum, þótt sambyggður
væri. Slökkviliðsstjórinn íBorgar
nesi var búinn að kalla út sína
menn, en ekki farinn af stað er
fiéttist, að búið væri að slökkva.
— Oddur.
SIGÚUFIRÐI, 9. júlí.
HINN nýi skuttogari, SIGLFIRÐ
INGUR SI 150, kom til Siglu-
fjarðar aðfaranótt mánudags 6.
júlí. Skipið hélt út á veiðar að-
faranótt miðvikudags, en hefur
enn ekkert fengið, enda engin
veiði verið.
Skipið fór út með síldarnót af
fullkomnasta tagi, en síðar er
von á þýzku fiot-trolli, sem aetl-
unin er að reyna í sumar.
Skipið er alger nýjung í skipa-
stól íslendinga. Það er 270 tonn.
Styrkþegum, sem ekki hafa
næga kunnáttu í þýzku, gefst
kostur á að sækja þýzkunám-
skeið áður en styrktímabilið
hefst.
Eyðublöð undir umsóknir um
styrki þessa fást í menntamála-
ráðuneytinu, stjórnarráðshúsinu
við Lækjartorg. Umsóknir þurfa
að vera í þríriti og skulu hafa
boizt ráðuneytinu fyrir 1. sept-
ember næstkomandi.
(Frá
menntamálaráðuneytinu).
Verkfæratösku
stolíð - vantar
vitni -
Sr;INNI hluta dags á miðvikudag
var verkfæratösku, fullri af verk
færum og efni, stolið frá pípu-
legningamönnum úr sendiferða-
bílnum R-7124, þar sem hann
stóð í Kolasundi. Taskan er tal-
in um 3 þús. kr. virði með inni-
haldi. Ölvaður maður sást taka
töskuna úr bílnum og bera hana
á burtu, en þar sem hún er mjög
þung, þykir ólíklegt, að hann
hafi komizt langt með hana
hjálparlaust. Þeir, sem kynnu I
grandaleysi að hafa hjálpað
manninum með töskuna, t. d.
bílstjórar, eða aðrir, sem eitt-
hvað kynnu um málið að vita,
eru beðnir að láta rannsóknar-
lögregluna vita.
Ávísanamálið:
F 40488 -
F 40500
EINS og sagt var frá í Mbl. I
gær var stolið tékkeyðublöðum
frá Iðnaðarbanka íslands úr
prentsmiðju. Sagl var réttilega,
að hin stolnu tékkaeyðublöð
bæru númenn frá 40488 tiil
40500, en þess láðist að geta, að
bókstafurinn F er fyrir framan
á stolnu blöðunum, sem'eru ljós
grænleit á lit. Tékkar á bankann,
sem bera númerin F 40488 til
F 40500, eru því ólöglegir, en
ekki tékkar, sem bera sömu núm-
er með öðrum bókstaf fyrir fram
an.
búið öllum fullkomnustu tækj-
um. Á heimleiðinni reyndist það
vel; mestur siglingahraði 12
mílur.
Skipið er eign Siglfirðings h.L
en aðalhluthafar þess eru yfir-
menn skipsins, Kaupfélag Sigl-
firðinga og framkvæmdastjóri fó
lagsins Eyþór Hallsson.
Skipstjóri er Páll Gestsson,
stýrimaður Axel Schiöth oig L
vélstjóri Agnar Þór Haraldsson;
allt ungir sigLfirzkLr sjómenn.
SL
T t*9! f ' j tmH h /m y^*6**///. jnu/n .'cf 2 WfS & Jl ú; * - *i™10SAS /\ jokuvs, VH S\
Blikur
á lofti
UM HÁDEGI í gær var hæg
N-átt og glaðasólskin sunnan
lands og vestan. Á suðvestur-
loftinu sást þó ljósleitur
blikubakki, sem stafaði frá
lægðinni við SA-Grænland,
en hún var á hreyfingu aust-
ur eftir og búizt við að hún
fari austur með suðurströnd
íslands í dag. Á NA-landi var
N-kaldi og þykkt loft, en
batnaði veður. Kl. 15 var 16
st. hiti á Klaustri, en aðeins
5 st. á annesjum norðanlands
S-Afríka áfram i Alþjóða
póstmálasambandinu
„Siglfirðingur" kemur til Siglufjarðar aðfaranótt mánudags.
(Ljósm.: Mbl. Stgr. Kr.).
Skuttogarinn „Siglfirð-
ingur44 farinn á veiðar