Morgunblaðið - 10.07.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.07.1964, Blaðsíða 22
22 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 10. júlí 1964 KR vann Ymer og ÍR með yfirburðum Agnar Leví vann Kristleif í 1500 m hlaupi ÞRIGGJA landa keppni Ymer- ÍR-KR fór fram á Melavelinum i gærkveldi og lauk með yfir- burðarsigri KR, sem hlaut 88 stig, Ymer hlaut 57 x/i og ÍR 4014- Þetta hálfa stig kemur vegna þess að tveir voru dæmdir jafnir í 110 m. grindahlaupi. Athyglisverður árangur náðist í nokkrum greinum, t. d. setti Valbjörn Þorláksson persónulegt met i 110 m grindahlaupi, 15,1 sek., sem er bezti tími hér- lendis á þessu ári. í þrístökki kom fram bráðefnilegur, ungur piltur úr KR, Þorvaldur Bene- diktsson, stÖkk 14.36 m. sem er mjög athygliSverður árangur og bezta afrek ársins í þeirri grein. Þarna er eflaust 15 m. maður á ferðinni og það fljótlega. Keppni í spjótkasti varð mjög horð, og nokkrir sentimetrar skildu tvo fyrstu menn. Sigur- vegari var Björgvin Hólm úr ÍR með 60.73 m. Kjartan Guðjóns- son, ÍR var annar með 60.61 m. Ekki er hægt ag segja að Sví- ainir hafi verig sigursælir á þessu móti, því að aðeins í einni grein var Svíi fyrstur, Axel Ivar Claessen, í sleggjukasti, 50 39 m .á undan Þórði B. Sig- urðssyni, KR, 40.08 m. Óiafur Guðmundsson, KR, sigr aði bæði í 100 og 400 m. hlaupi á 11,0 sek. og 51,4 sek., en skemmtilegasta hlaup kvöldsins var 1500 m, hlaupið. Þar gerðust þau tíðindi, að Agnar Levý, KR, sigraði félaga sinn Kristleif Guð- björnsson í fyrsta sinn á iþessari vegalengd. Kristleifur hefur ver- ið ósigrandi í 1500 m. hlaupi und- anfarin ár. Nokkur gola var og tímarnir því ekki eins góðir og skyldi, 4.03,0 mín og 4.03,9 mín. í langstökki sigraði Úlfar Teits son, KR, með 6,78 m., en annar varð Bent Andersson, Ymer, með 6,54 m. 4x100 m. hlaup sigraði sveit Úr mest spennandi hlaupi mótsins, 1500 metrunum. Kristleifur hefur forustuna, Agnar er annar og Bror Jónsson, Yemer, þriðji. KR á 43,6 sek. Sigurvegarar í aukagreinum urðu sem hér segir: 100 m. hlaup kvenna og sömuleiðis í lang- stökki, Sigríður Sigurðardóttir, ÍR, 13,1 sek. og 4,86 m. og í há- stökki karla Jón Þ. Ólafsson ÍR 1,98 m. Athygli vakti, hversu röskur og líflegur þulur mótsins var, og Iþótti áhorfendum það skemmti- leg tilbreyting, en þetta er ekki í fyrsta sinn, sem sá heiðursmað ur er líflegur á íþróttavellinum, Iþví þarna var enginn annar en „gamla“ kempan Haukur Claus- en. Kormákr. Handknattleiks ■ Úr B-riðli 110 metra grindahlaupsins. Sigurvegarinn, Þorvaldur Benediktsson, KR, er i miðið. — Hann fékk tímann 15.9 sek. Sami maður sigraði í þrístökki og vakti þar mikla athygli. Jón Þ. Ól- afsson (t.v.) sameinar þarna tvær greinar, grindahlaup og hástökk. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) Ólafur Guðmundsson, KR, sigurvegari í 100 metra og 400 metra hlaupi. Hér kemur hann í mark í því fyrrnefnda. Sigra Færeyia- fararnir í kvöld? f KVÖLD kl. 8.30 fer fram á Laugardalsvellinum leikur milli A« landsliðsins og B-landsliðs, en lið það mun fara til keppni í Fær- eyjum í næstu viku. Allmargar breytingar hafa verið gerðar á B- landsliðinu þar eð nokkrir leikmenn hafa boðað forföll. — Liðin eru þannig skipuð: Heimir Guðjónsson, KR Jóhannes Atlason, Fram Jón Stefánsson ÍRA. Högni Gunnlaugsson, ÍBK Sveinn Teitsson, ÍA Jón Leósson, ÍA Axel Axelsson, Þrótti uunnar Guðmannsson, KR Eyleifur Hafsteinsson, ÍA Ellert Schram, KR Ríkarður Jónsson, f A B-LIÐ Skúli Hákonarson, ÍA Kári Árnason ,ÍBA Skúli Ágústsson, ÍBA Hermann Gunnarsson, Val Baldur Scheving, Fram Matthías Hjartarson, Val Þórður Jónsson, KR Björn Júlíusson, Val Þorsteinn Friþjófsson, Val Sigurður Einarsson, Fram Gísli Þorkelsson, KR Fyrirliði A-liðsins er Ríkarður Jónsson, en B-liðsins Skúll Ágústsson. Dómari er Hannes Þ. Sigurðsson. íslandsmót í Hafnarfirði ÍSLANDSMÓT í útihandknatt- leik fyrir árið 1964 verða háð í Hafnarfirði. Keppt verður í m. fl, og II. fl. kvenna og m. fl. karla, Núverandi íslandsmeistarar eru: M. fl. kvenna: FH. II. fl, kvenna: Valur. M. fl. karla: FH. Framkvæmdaraðili mun aug- lýsa eftir þátttöku. (Frá HSÍ). Núvcrandi „Frjáisíþróttadrottning“, Sigríður Sigurðardóttir, komin vel fram úr Halldóru Helgadóttur, KR, í 100 metra hlaup- inu, en þær voru mjög jafnar framan af hlaupinu. lið til Færeyja í TILEFNI af 25 ára afmæli fær- eyska íþróttasambandsins hefur landsliði íslands í handknattleik verið boðið til keppni í Færeyj- um hinn 18. júlí nk. — íslenzki flokkurinn fer flugleiðis til Fær- eyja 17. júlí nk., en fer þaðan með ms. Dronning Alexandrine 20. júlí. íslenzka liðið hefur nú verið valið og er þannig skipað: Hjalti Einarsson, FH, Þorsteinn Bjömsson, Ármann, Örn Hallsteinsson, FH, Birgir Björnsson, FH, Páll Eiríksson, FH, Karl Jóhannsson, KR, Gunnlaugur Hjálmarsson, ÍR, Hörður Kristinsson, Ármann, Guðjón Jónsson, Fram, Ingólfur Óskarsson, Fram, Sigurður Einarsson, Fram. Þjálfari liðsins. Karl G. Bene- diktsson, verður einnig með í för- inni. (Frá HSÍ).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.