Morgunblaðið - 10.07.1964, Page 6
6
MORGU NBLADID
Fostudagur 10. júlí 1964
Styrkveitingar Vísindasjóis 1964
HÉR FER á eftir yfirlit um styrk
veitingar Vísindasjóðs 1964:
A. Raunvísindadeild.
I. Dvalarstyrkir til vísindalegs
sémáms og rannsókna.
Eitt hundrað þúsund kr. hlutu:
Baldur Elíasson, verkfræðing-
ur, til sérnáms og rannsókna á
útbreiðslu rafsegulaldna, eink-
um hátíðniaidna og hagnýtri notk
un þeirra (Zúrich).
Guðmundur Guðmundsson, eðl
isfræðingur, notkun statistískra
aðferða við jarðeðlisfræðileg við
fangsefni (Cambridge).
Guðmundur Pétursson, læknir,
meinfrumurannsóknir (Laus-
anne).
Ketill Ingólfsson, eðlisfræðing-
ur, sérnám og rannsóknir í
kvantasviðsfræðum (Zúrich).
Oddur Benediktsson, stærð-
fræðingur, stærðfræðirannsókn-
ir (Reykjavík og Troy, N. Y.).
Sextíu þúsund kr. hlutu:
Kjartan Jóhannsson, verkfræð
ingur, áætlanagerð mannvirkja
(Stokkhólmi).
Ragnar Stefánsson, eðlisfræð-
ingur, nám og rannsóknir í jarð
skjálftafræði (Uppsala).
Sæmundur Kjartansson, lækn-
ir, rannsóknir á serumproteinum
(Minnesota).
Þorgeir Þorgeirsson, læknir,
nám og rannsóknir í meinvefja-
fræði (Jerúsalein).
Fjórutíu og fimm þúsund kr.
hlutu:
Árni Kristinsson, læknir, sér-
nám og rannsóknir í bandvefs-
og gigtarsjúkdómum (England).
Erlendur Lárusson, trygginga-
fræðingur, sérnám og rannsóknir
í stærðfræðilegri statistik (Stokk
hólmi).
Guðmundur Georgsson, læknir,
sérnám í meinvefjafræði og rann
sóknir í lifrarsjúkdómum (Bonn).
Gunnar B. Guðmundsson, verk-
fræðingur, þátttaka í Internation
al Course in Hydraulic Engineer
ing í Delft, með tilliti til ís-
lenzkra hafna (Holland).
Helgi B. Sæmundsson, verk-
fræðingur, rannsóknir í kæli-
tækni (Karlsruhe).
Jónas Hallgrímsson, læknir,
sérnám í meinvefjafræði og rann
sóknir á kalkmyndun í hjarta-
lokum (Boston).
Kristján Sturlaugsson, trygg-
ingafræðingur, nám og rannsókn
ir í Risk Theory (Stokkhólmi).
Þórir Ólafsson, menntaskóla-
kennari kennslutækni og kennslu
tæki í eðiis- og efnafræðikennslu
á menntaskólastigi (Stanford).
örn Arnar, læknir, rannsóknir
á áhrifum súrefnis við aukinti
þrýsting, með tilliti til opinna
hjartaaðgerða (Minneapolis).
n. Stofnanir og félög.
Til tækjaéaupa og rannsókna-
verkefna.
Atvinnudeild Háskólans, Fiski
deild, kr. 97.050,00, til kaupa á
gegnskinsmæli, (hálft andvirði
tækisins).
Atvinnudeild Háskólans, Iðnað
ardeild, kr. 35.000,00, vegna þátt
töku í bandarískum samanburð-
ar-rannsóknum á íslaldarjarð-
fræði fslands og Príbiloff-eyja
(dr. Þorleifur Einarsson).
Atvinnudeild Háskólans og
Náttúrugripasafn fslands kr.
100.000,00, til rannsókna á Surts-
ey.
Eðlisfræðistofnun Háskólans,
kr. 75.000,00, til bergsegulmæl-
inga í samvinnu við jarðeðlis-
fræðideild háskólans í Liverpool.
Eðlisfræðistofnun Háskólans,
kr. 75.000,00, til rannsókna á berg
grunni Færeyja (Guðm. Pálma-
son, eðlisfræðingur stjórnar þess
um rannsóknum).
Eðlisfræðistofnun Háskólans,
kr. 150.000,00, til framhalds norð
urljósarannsókna undir stjórn dr.
Þorsteins Sæmundssonar.
Jöklarannsóknafélag íslands,
kr. 18.000,00, til rannsókna á upp
leystum efnum í jökulám undan
Mýrdalsjökli.
Jöklarannsóknafélag fslands,
kr. 60.000,00, til rannsókna á ó-
venjulegu skriði Brúarjökuls og
Síðujökuls.
Náttúrugripasafn íslánds, Dýra
fræðideild, kr. 30.000,00 til fram-
haldsrannsókna á íslenzka grá-
gæsastofninum.
Náttúrugripasafn íslands, Jarð
fræði- og Landfræðideild, kr.
16.000,00, vegna kostnaðar við
aldursákvarðanir með geislavirku
kolefni.
Náttúrugripasafnið á Akureyri,
kr. 35.000,00, til kaupa á smásjá.
III. Verkefnastyrkir til ein-
staklinga.
Bergþór Jóhannsson, cand real.
kr. 50.000,00 til rannsókna á blað
mosaættinni Polytrichae.
Elsa G. Vilmundardóttir, jarð-
fræðingur, kr. 20.000,00, til fram
halds rannsókna á Tungnárhraun
um.
Hjalti Þórarinsson, læknir, kr.
50.000,00, til könnunar á sjúkling
um, sem gerð hefur verið á skurð
★ NOTIÐ TÆKIFÆRIB
ÉG FLAUG yfir Surtsey fyrir
nokkrum dögum og mig undr-
aði að sjá hve há eyjan er orð-
in. Þung undiraldra skall á
Surtsey — og það gerði hana
enn kröftugri ásýndum. Hraun-
ið vall eins og grautur í potti,
en nokkrum skipslengdum
vestan við eyjuna lá'stót fiski-
skip og virtist vera við veiðar
þarna uppi í „landsteinum".
Ég hef áður minnzt á það, að
fólk ætti ekki að láta sumarið
líða án þess ag skoða Surtsey,
ef kostur er. Fólk, sem kemur
til Reykjavíkur utan af landi,
ætti að nota tækifærið, því það
er ekki á hverjum degi að slík
undur gerast í okkar landi,
þótt eldgos séu að vísu ekki
fátíð.
if ÚTBREIÐIR FRÓBLEIK
UM LANDIÐ
Surtsey hefur vakið mikla
athygli erlendis, Skemmtiferða-
skipin, sem hingað koma í sum-
ar, senda skeyti og biðja um
staðarákvörðun Surtseyjar, því
sjálfsagt þykir að skoða fyrir-
bærið.
- íslenzku flugfélögin láta
• millilandavélar sínar fara einn
aðgerð í Landsspítalanum vegna
maga- og skeifugarnarsára.
Jens Tómasson, jarðfræðingur,
kr. 25.000,00, til framhaldsrann-
sókna á bergfræði Hekluösku.
Kjartan R. Guðmundsson og
Gunnar Guðmundssön, læknar,
kr. 50.000,00 til rannsókna á tíðni
og ættgengi vefrænna taugasjúk-
dóma á Islandi.
Lárus Helgason, læknir, kr.
25.000,00, til rannsókna á orsökum
afbrota.
dr. Ivki Munda, kr. 55.000,00,
til framhaldsrannsókna á þörung
um við Island.
Ófeigur J. Ófeigsson, læknir,
kr. 50.000,00, til framhaldsrann-
sókna á bruna og brunasárum.
Ólafur Hallgrímsson, læknir,
kr. 20.000,00, til þess að ljúka
rannsókn sinni á Menieres sjúk-
dómi.
Ólafur Jensson, læknir, kr.
50.000,00, til rannsókna á arf-
gengum breytingum blóðkorna.
Sigurður V. Hallsson, efnaverk
fræðingur, kr. 20.000,00 til þess
að ljúka rannsókn sinni á algín-
sýrumagni í þara.
Þórarinn Sveinsson, læknir, kr.
25.000,00, til rannsókna á elli-
hrörpun.
B. Hugvísindadeild.
Styrki hlutu að þessu sinni eft-
irfarandi einstaklingar og stofn-
anir:
100 þúsund kr. styrk hlutu:
Hörður Ágústsson, listmálari.
Til að halda áfram að rannsaka
íslenzka húsagerð fyrr og síðar.
Ólafur Pálmason, mag. art. —
Til að rannsaka bókmenntastarf-
semi Magnúsar Stephensens.
80 þúsund króna styrk hlaut:
Þjóðminjasafan íslands. — Til
hring umhverfis eyjuna til þess
að sýna farþegum, þegar
skyggni er gott — og veit ég,
að sú sjón hefur fest ísland í
minni tuga þúsunda manna.
Þeir útlendingar, senl sjá Surt,
eiga eftir að útbreiða fróðleik
um ísland víða um lönd.
Erlendar flugvélar, sem leið
hafa átt yfir ísland — án þess
þó að lenda, hafa líka beðið
oft um staðarákvörðun Surts-
eyjar tjl þess að gefa farþegum
kost á að sjá undrið.
★ HRAUNMOLAR í PÓSTI
Óteljandi myndir af Surti
hafa birzt í blöðum um allan
heim — og Skemmtilegt dæmi
um það hvernig hægt er að
nota Surt til þess að vekja at-
'hygli á landinu sagði mér
Birgir Þorgilsson hjá Flug-
félaginu. Skrifstofa félagsins í
Kaupmannahöfn sendi hraun-
mola úr Surtsey 1 litlum poka
til allra ferðaskrifstofumanna,
sem skrifstofan hefur sam-
band við á Norðurlöndum —
og þeir skipta hundruðum.
Vafalaust hafa þessir hraun-
molar „selt“ marga farseðla
fyrir Flugfélagið í vetur og í
vor.
tveggja verkefna: A) Til að rann
saka fornaldarminjar hjá Hvít-
árholti í Hrunamannahreppi. B)
Til greiðslu kostnaðar við söfn-
unarferð Hállfreðar Arnar Eiríks
sonar um Austurland til þess að
taka á segulband þjóðlög og
rímnakveðskap.
60 þúsund króna styrk hlutu:
Jón Örn Jónsson B.A. — Til
að rannsaka vandamál iðnþróun-
ar, einkum að því er stóriðju
varðar.
Kristján Árnason B.A. — Til
að skrifa fræðilega ritgerð um
Sþren Kierkegaard og heimspeki
hans.
Ólafur B. Thors cand. jur. og
Þórir Bergsson cand, act. (sam-
eiginlega). — Til að kanna ríkj-
andi reglur í erlendum réttf" um
ákvörðun bóta vegna slysa á ein
staklingum og rannsaka venjur
íslenzkra dómstóla í málum, er
risið hafa af þessum sökum, og
bera þær saman við erlendar
dómvenjur og bótakerfi.
Sigmundur Böðvarsson, cand.
jur. — Til að ljúka prófi (LL.M.
gráðu) í þjóðarétti við Lundúna-
háskóla.
Dr. Símon Jóh. Ágústsson, pró
fessor. — Til greiðslu kostnaðar
við könnun á lesefni íslenzkra
barna vegna undirbúnings að riti
um þróun bókmenntaáhuga
barna fram á unglingsár.
50 þúsund króna styrk hlutu:
Gunnar Sveinsson, mag. art. —
Til að Ijúka við undirbúning að
útgáfu verka séra Gunnars Páls-
sonar og semja ævisögu hans.
Dr. Hallgrímur Helgason, tón-
skáld. — Til að rannsaka upp-
runa og þróun íslenzkra þjóð-
laga.
* TÍZKUDÖMUR FRÁ
PARÍS
Það síðasta, sem ég heyrði,
er, að hingað eru væntanlegar
á næstunni tízkudömur frá
París með margar ferðatöskur
fullar af nýjum tízkufatnaði.
Ferðinni er heitið út í Surtsey
og þar á að mynda dömurnar
í öllu frá sundbolum upp í
samkvæmiskjóla. Síðan eiga
þessar myndir að prýða víð-
lesin blöð og tímarit í mörgum
löndum. Við hér í fámenninu
verðum oft hálf undrandi, þeg-
ar útlendingarnir taka sig til
og skálma yfir hálfan heiminn
einungis til þess að taka nokkr
ar myndir. En Surtur stendur
fyrir sínu.
Annars fara menn nú að
spyrja hvort ekki sé kominn
tími til að gera eitthvað til að
auðvelda fól'ki landtöku í
Surtsey. Ein flugvél hefur lent
í eyjunni, en mér skilst að flug
málayfirvöld okkar hafi ekki
orðið allt of hrifin af því. Er
hins vegar orðið tímabært að
athuga þetta mál að nýju?
★ EKKI SPURT UM
MITTISMÁL
Loksins fengu íslenzku
Jón Sigurðsson, cand. jur,,
deildarstjóri. — Til að rannsaka,
hversu mikil hlutdeild íslenzka
ríkisins er í fjármálum þjóðar-
búsins, hvernig forræði fyrir
fjármunum þeim, sem ráðstafað
er á vegum ríkisins, er dreift inu
an ríkiskerfisins og hver eru 4-
hrif þeirrar dreifingar á fram-
kvæmd fjármálastefnu ríkis-
stjórnarinnar á hverjum tíma.
Jónas Pálsson, sálfræðingur. —
Til að rannsaka stöðugleika
greindairnælinga hjá skólabörn
um.
Lúðvík Kristjánsson, sagnfræð
ingur. Til að standa straum at
kostnaði við teikningar vegna
fyrirhugaðs ritverks um íslenzka
sjávarhætti fyrri og síðar.
40 þúsund króna styrk hlutn:
Amtsbókasafnið á Akureyri. —.
Til kaupa á fræðilegum handbók
um í ýmsum greinum hugvís-
inda.
Sr. Guðmundur Þorsteinsson,
sóknarprestur. — Til náms við
Hafnarháskóla í kaustrasögu
Evrópu á 11. og 12. öld og til að
rannsaka erlend áhrif á upphaí
og þróun Þingeyraklausturs.
Listasafn íslands. — Til að láta
taka Ijósmyndir af lýsingum
(illuminationum) íslenzkra
handrita í Kaupmannahöfn og
Stokkhólmi og búa myndunum
geymslustað í húsakynnum lista-
safnsins.
30 þúsund króna styrk hlutu:
Andrés Björnsson, dagskrár-
stjóri. — Til að kanna þau gögn
hér á landi, er varða ævi Gríms
Thomsens skálds.
Björn Matthíasson, M.A. — Til
greiðslu kostnaðar við rannsókn
hagfræðilegra vandamála, er
varða efnahagslegar framfarir
vanþróaðra ríkja.
Brynjólfur Bjarnason, fyrrv.
ráðherra. — Til að semja rit um
Framhald á bls. 23
— skipta mittismalið o.g brjóst-
víddin engu máli — og það
verður ekki spurt hvort tenn-
urnar séu nýjar eða gamlar.
Nei, nú gildir aðeins að baka —
og baka vel.
Hingað til hefur það verið
eitt aðalstolt íslenzkra hús-
mæðra að hafa 10—15 kökuteg-
undir á borðum hér á innlenda
markaðnum, en nú bíðum við
karlmenn og kökuætur eftir þvl
að sjá, hvort allar þessar ágætu
kökur séu í rauninni á heims-
mælikvarða, eða stöðnuð fram-
leiðsla. — Og konur þurfa ekki
lengur að fara á bingó eða
vinna í happdrætti til þess að
komast til útlanda fyrir lítinn
pening. Nú bíður New York og
Florida eftir þeim, sem baka
bezt. Ég leyfi mér að minna
húsmæðurnar á að gleyma ekki
lyftiduftinu.
* SÍÐASTA HÁLMSTRÁIÐ
Og þá er sjónvarpsmálið
endanlega til lykta leitt en þeir,
sem keypt hafa sjónvarpstæki,
geta farið að naga sig i handa-
bökin. Bændafundur á Barða-
strönd hefur nefnilega sam-
þykkt ályktun um afnám sjón-
varpsins.
húsmæðurnar tækifæri til þess
að láta ljós sitt skína á erlend-
um vettvangi. Hingað til hafa
stúlkur og laglegar verið ein-
ráðar í landkynningarstarf-
semi islenzku kvenþjóðarinnar
með þátttöku í fegurðarsýn-
ingum út um hvipipinn og
hvappinn. En núna — loksins
■) <f ,0 _ .r~~
©PIB COPtNMAGE*
<l>\- 7»
tSftC
33B3
Sjálfvirka þvottavélin
LAVAMAT „nova 64“
Fullkomnari en nokrku sinni.
Óbreytt verð.
AEG-umboðib
Söluumboð:
H Ú S P R Ý ÐI H.F.
Sími 20440 — 20441