Morgunblaðið - 10.07.1964, Síða 15

Morgunblaðið - 10.07.1964, Síða 15
Föstudagur 10. jfllf 1964 MORGU NBLAÐIÐ 15 — Ofdrykkja fl Framhald af bls. 13 ! hjálpar. Og í þessum efnum er j sökin þjóðfélagsins en ekki ein- | staklingsins. [ XJnninn bugur á drykkjusýkinnl !— Er ekki algert bindindi eina lækningin fyrir ofdrykkju- [ menn, enn sem komið er? 1 — Ekki vitum við betur en [ svo sé. Annars köllum við það j ekki lækningu, því það orð mætti skilja svo sem ofdrykkju maðurinn gæti síðar meir tekið upp eðlilega drykkjuhætti. Það getur hann ekki. Við tölum helzt um „bata“. Áfengi er eins og önnur nautnalyf, hafi menn eitt sinn ánetjast því en hlotið bata, geta þeir einskis neytt af því framar. — Viðurkenna læknar það al- mennt að drykkjusýki sé sjúk- ! dómur? ) — Árið 1956 samþykkti full- | trúaráð bandaríska læknafélags | ins á þingi í Seattle, einróma á- I lyktun þess efnis að drykkju- | sýki væri sjúkdómur, sem að | réttu lagi heyrði undir lækna- I stéttina og lagði að læknum að ! taka við drykkjusjúklingum til j meðferðar og sjúkrahúsum að veita þeim viðtöku. Ég man ekki eftir því í annan tíma, að læknaþing hafi þurft til að sjúk dómur, sem herjaði á mann- fólkið, næði viðurkenningu á ©pinberum vettvangi. En það er rétt að hafa í huga, að enn eru fjölmargir læknar andvígir þess ari skilgreiningu á sjúkdómn- i um, telja drykkjusýki vanda- j mál af öðrum toga spunnið, | segja að það sé sálrænn kvilli. sem vinna megi bug á með vilja festu og einbeittni. En ég held að þeim múni snúast hugur líka og viðurkenna drykkjusýkina' ; sem almennan sjúkdóm. 1 — Er nokkuð nýtt á döfinni í : meðferð drykkjusjúklinga? — Það er margt reynt drykkjusjúklingum til hjálpar. Til dæmis eru þeim gefin ýmis- konar taugaróandi og styrkj- andi lyf, sem áður drukku áfengi til þess að kveða niður með sér ugg og ótta, sálfræð- ingar koma til skjalanna og.... — Er eitthvað gagn af lyfjum þeim sem gera menn veika, ef þeir drekka áfengi? — Þau eru okkur til mikillar hjálpar, bæði' Antabus og Temposil, sem við notum mikið, bæði tvö. En þau leysa ekki áfengisbölið — þau eru aðeins ein leiðin til að hjálpa sjúkling- um að komast yfir löngunina í áfengi. Þau gera drykkjumann- inum áfengið að eitri, sem hon um verður afleitlega illt af. Fjöldi drykkjumanna heldur sig ekki geta lifað einn einasta dag án þess að drekka. Þessum mönnumum eru Antabus og Temposil mikil hjálparíhella. Ef ofdrykkjumaður tekur annað- hvort lyfið þarf hann ekki að gera það upp við sig, hvort hann eigi nú að fá sér „einn lít- inn“ eða ekki. Hann getur ekki drukkið án þess að verða illt —■ og lætur það þá heldur eiga sig. Og þegar hann svo hefur lifað af heilan sólarhring án áfengis og ekkert óskaplegt komið fyr- ir, er það honum mikil hvatn- ing til að halda áfram barátt- unni. — En ef ofdrykkjumaður neit ar nú að undirgangast nokkra meðferð? —'■ Reynslan hefur sýnt að meðhöndlun gefur góðan árang- ur, jafnvel þó sjúklingur undir- gangist hana nauðugur. Yfirleitt gefst þetta vel þegar um starf ofdrykkjumanns er að tefla, ef hann missir vinnuna nema hann hætti að drekka. Einnig gæti komið til greina, að taka einhver fyrirmæli um meðhöndl un drykkjusjúkra upp í lögin. Ég held að það gæti stórum bætt aðstöðu drykkjusjúklinga ef einhver ákvæði væru um það í lögum að þeim skyldi veitt að- hlynning og hjúkrun. Mér finnst líka rétt að ganga ríkt eftir því að framfylgt sé lögum um sölu áfengra drykkja og réttast að breyta auglýsinga- farganinu hér vestra, svo unga fólkið fái ekki i sig þá meinloku að það sé eitthvað .,fínt“ að drekka, einn drykkur sé hættu- minni' en annar eða álíka vit- leysu. Milljónir manna hafa hlotið bata — Hversu miklar líkur eru nú fyrir þvi, að ofdrykkjumað- ur hljóti fullan bata, með nú- tíma lyfjum, sjúkrahúsum og starfsemi Bláa bandsins og alls annars? — Milljónir manna hafa hlot- ið fullan bata. Ef nú eru fimm milljónir drykkjusjúklinga í Bandaríkjunum, myndi ég á- ætla að að minnsta kosti jafn- margir hefðu hlotið bata. — Haldið þér að sjá megi fram á það, læknir, að einhvern tíma verði enginn drykkju- sjúklingur í Bandaríkjunúm? — Ekki þyrði ég að ganga svo langt. Mjög fáir sjúkdómar hafa verið upprættir með öllu. En ég held að lækka megi stór- um hlutfallstölu drykkjusjúkra hér í landi og annars staðar. Ég held við getum mikið gert drykkjusjúklingum til hjálpar, með rannsóknarstarfi og réttri meðhöndlun. Það er aldrei of seint. Það er ekki hægt að segja um neinn drykkjusjúkling, að honum sé ekki bjargandi. Þeim er öllum við bjargandi, ef við megum sjá af nægum tíma og erfiði til þess. Mistókst flóttinn ÞRÍR MENN reyndu að flýja yf ir Berlínarmúrinn í nótt er leið, að sögn v-þýzku lögi’bglunnar. Heyrðu lögreglumennirnir, sem að á hjálp og komu köllin að voru á verði vestan rtiúrsins kall austan, um mílu vegar frá „Checkpoint Charlie". Landa- mæraverðir austan múrsins skutu upp 24 merkiblysum og kveiktu á sterkum leitarljósum. Skömmu síðar sáu v-þýzku lögreglumenn imir hvar tveir óeinkennisklædd ir menn og einn einkennisbúinn landamæravörður voru teknir höndum og hafðir á brott. Herðubreiö, séð úr Herðubreiðarlindum. (icgnum þvert Ódáða- hraun og yfir Sprengisand 15. JÚLÍ hefst 12 daga ferð Ferðafélags íslands um öræfin norðan jökla, til Öskju og Dyngju fjalla. Á þeirri leið er komið við og gist í Herðubreiðarlind- um, en þaðan gengið á Herðu- breið, ef veður leyfir. Er þaðan ein • tilkomumesta útsýn, er sjá má norðan jökla, en fjallið sjálft er afburða fagurt. Eftir dvöl í Öskju við hinar nýlegu gosstöðv ar, m."a„ vérður ekið gegnum Dyngjufjalladal vestur Ódáða- hraun, allt í Suðurárbotna, en þaðan norður að Svartárkoti og svo ofan í Bárðardal, og norður á brú hjá Stóruvöllum. Síðan haldið inn með Skjálfandafljóti að vestan, að Mýri í Bárðardal. Er það innsti bær í byggðinni þeim megin fljótsins. Frá Mýri verður lagt inn á Sprengisandsleið, lengstu öræfa, leið milli Norður- og Suðurlands. Á þessum slóðum verður Nýidal ur í Tungnafellsjökli skoðaður, gist þar í dalnum og gengið á jökulinrl og í Vonarskarð m.a. Þaðan verður svo ekið suður um Sand. Opnast þá útsýn suðvestur um Hofsjökulsverin,. Arnarfell hið mikla, yfir Fjórðungssand og mörg önnur öræfasvæði. Komið verður í Illugaver, far ið yfir Köldukvísl á brú, og ef til vill tjaldað í Þóristungum. Úr Tungunum verður haldið til Veiðivatna og ekið þar um hið einkennilega vatnasvæði. Að lok um verður farið yfir Tungnaá, sennilega til Landmannalauga og þaðan vestur Landssveit til Reykjavíkur. Staðarkirkja 100 ára HEYKþCÓLSVEIT, 8. júlí — Staðarkirkja á Reykjanesi er 100 ára um þessar mundir. Kirkjan var lögð niður sem sóknarkirkja og söfnuðurinn sameinaður Reyk hólasöfnuði fyrir 16 árum. Þjóð minjavörður hefur tekið við varð veizlu þessarar gömlu kirkju, til að bjarga henni frá glötun. Staðarkinkja er timburkirkja, sem búið var að setja á járn- þak, en nú er verið að rífa það af, til að nota upprunalega timto- urþakið. f sumar er byrjað að gera við kirkjuna, en fé mun varla fyrir heni til að ljúka þvi verki í sumar. Er verið að lyfta kirkjunni og steypa undir hana grunn. BSSf„»-• VIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.