Morgunblaðið - 29.07.1964, Qupperneq 3
ii.hu
r Miðvikudagur 29. Jölí 1964
MORCU N BLAÐIÐ
X
u?'S
Þegar Hrefna sökk
ÖNNUK myndin sýnir skip
verja á Höfrungi AK 91
bjarga Hrefnumönnum um
borð í skip sitt um svipað
leyti og Hrefna sekkur. Á
hinni myndinni sjást bæði
skipin. Annan gúmmíbát-
inn má sjá lengst til vinstri
á myndinni.
. v.- •• s- • -.v v. .V.X.-Í.- MM«g
Jakob Jakobsson ræðir gang
síldveiðanna og veiðihorfur
f FRÉTTAATJKA útvarpsins í
gærkvöldi var samtal við Jakob
Jakobsson, fiskifræðing, um gang
síldveiðanna og veiðihorfur. —
Hann sagði þar meðal annars:
Það, sem hefur verið einkenn-
andi fyrir gang síldvetðanna sem
af er sumrinu, eru hinar gríðar-
lega sterku síldargöngur, er komu
að Austurlandi um miðjan júní-
mánuð og hafa borið uppi veið-
ina síðan. Jafnframt þessu hefur
verið svo til alveg síldarlaust fyr-
ir Norðurlandi a.m.k. enn sem
komið er. Að undanförnu hafa
verið gerðar rækilegar athuganir
á Norðurlandsmiðum, en þær
hafa ekki leitt neitt í ljós, sem
gefur ástæðu til bjartsýni um
síldveiðarnar þar á næstunni.
Hins vegar er alltaf erfitt að full-
yrða nokkuð um síldveiðar. — Á
bæði djúp- og grunnmiðum fyrir
Norðui'landi er sem sagt lítið síld
armagn og rauðáta sáralítil.
Út af Austfjörðum hefir hins
vegar verið mi'kil rauðáta á
grunnmiðum en minnkandi þegar
fjær dregur landi. — Ástæðui’n-
ar fyrir því hversu dregið hefur
úr aflanum út af Austfjörðum
eru einkum þær, að síldargangan
fyrsta, sem kom um miðjan júní,
hefur gengið hjá að mestu, farið
á dýpri mið, þar sem minna er
um átu. En við eigum von
nýjum göngum austan úr hafi,
sem ekki hafa gengið á grunn-
miðin ennþá. Hins vegar er nú
allmikil síld á stóru svæði í Aust
urdjúpi, 90—120 sjómílur austur
af Langanesi og Austfjörðum. En
hún er enn dreifð og torfurnar
óstöðugar.
Jakob sagði að lokum að nú
væri millibilsástand á síldveið
unum. Síldin yrði að líkindum í
góðum torfum er lengra líður á
vertíðina. Og loks er það stórt
atriði að skipin haldi lengur út
fram á haustið en undanfarin ár
fyi'ir Norður- og Austurlandi.
Þjónusta við ferðamenn
BLADIÐ Vesturland ritar ný-
lega forustugrein um ferðamál-
in á Vestfjörðum. Greinin nefn-
ist: Þjónusta við ferðamenn, og
er á þessa leið: —
,,Þessa dagana liggur mikill
straumur ferðamanna til Vest-
fjarða. Tugir ef. ekki hundruð
manna leggja leið sína dagiega
hingað vestur á bóginn í ýms-
um erindum. Ferðamenn vilja
skoða hina svipmiklu og tignar
legu fegurð hinna' vestfiraku
byggðarlaga og margir lcggja
nú land undir fót og hefja
landaleit.
Vestfirðingum er það mikið
ánægjuefni, að sem flestir lands
menn eigi þess kost, að kynnast
náttúru, landshögum, íbúum og
atvinnuháttum hér vestra. Slík
kynning er vafalaust til þess
fallin, að auka skilning alþjóðar
á þeim sérstæðu vandamálum.
sem dreifbýlið á við að búa, því
að enda þótt þau vandamál hafi
verið mjög ofarlega á baugi í
ræðu og riti á undanfömum ára
tugum, er þó sjón sögu ríkari.
Vestfirðingum er það einnig
mikið hagsmunamál, að sem
ríkastur skilningur sé fyrir
hendi meða’ ráðamanna og
reyndar alþjóðar, á vandamál-
um dreifbýlisins, og aukinn
ferðamannastraumur mun tvi-
mælalaust giæða þann skiining.
Aðbúnað vantar
En þetta leiðir hugann að þvi
vandamáli, sem aukinn ferða-
mannastraumur skapar Vest-
firðingum sjálfunr.. Þessi lands-
hluti er orðinn langt á eftir í
vegamálum, en hann er líka
langt á eftir í þjónustu við ferða
menn. Hér skortir tilfinnanlega
nauðsynlegan aðbúnað og þjón-
ustu við ferðamenn, enda þótt
margt gott hafi verið gert og
mikið áunnizt i þeim efnum á
síðari árum.
Hér á ísafirði eru nú starf-
andi tvö gistihús, sem rekin eru
af myndarbrag og tvær veitinga-
stofur sjá ferðafólki fyrir beina.
Gistihúsaþörfin hér í höfuðstað
Vestfjarða er þó hvergi nærri
leyst með þessu. Því hafa margir
talið nauðsynlegt, að gera þyrfti
úrbætur í þessum efnum, og á sú
skoðun vaxandi fylgi að fagna,
að gera þurfi húsmæðraskót'ann
á tsafirði að sumargistihúsi.
Slíkt væri mögulegt með litlum
tilkostraaði, og vandalaust ætti að
vera að fá aðstoð ríkisins í þess-
um efnum, enda eru nú 8 skólar
á landinu starfræktir sem sumar-
gistihús með aðstoð ríkisins.
Umbóta er þörf
En þótt horfið yrði að þessu
ráði, er gistihúsaþörfin á Vest-
f jörðum hvergi nærri leyst. Leið-
in miKi höfuðstaðar ísiands og
höfuðstaðar Vestfjarða er löng og
ströng. Á allri þeirri leið er að-
eins eitt gistihús, sem Barð-
strendingafélagið í Reykjavík
hefur reist og rekið með mikl-
uir. myndarbrag í Bjarkarlundi
mörg undanfarin ár. Um mesta
annatímann getur þetta gistihús
hvergi nærri fullnægt eftirspurn-
inni.
Brýn nauðsyn ber að koma
upp öðru gistihúsi eða jafnvel
fleiri en einu, en mikifl vandi
yrði leystur, ef kleift reyndist
að koma upp gistihúsi í Vatns-
firði. Þar hefur Barðstrendinga
félagið rekið veitingaskála í nokk
ur ár og undirbúið smiði gisti-
húss, en fjárhagur félagsins
leyfir ekki að ráðizt sé í fram- 4
kvæmdir að sinni. Það er brýnt
nauðsynjamál Vestfirðinga og
þeirra, sem til Vestfjarða vilja
ferðast, að þarna i Vatnsfirði
verði reist myndarlegt gistihiis.
Ráðamenn á Vestfjörðum
verða að gefa ferðamálunum
meiri gaum, en gert hefur verið
hingað tU. Bæta þarf sam-
gönguraar á landi, sjó og í lofti
og síðast en ekki sízt verður að
bæta þjónustuna við ferða-
menn“.