Morgunblaðið - 29.07.1964, Page 10

Morgunblaðið - 29.07.1964, Page 10
10 MORGtJMBLAÐr^ Miðvikudagur 29. júlí 1964 Markaðs- og framleiðslumál aðalumræðuefni aðalfundur NBC AÐALFUNDUR Norræna bændasambandsins, NBC, hófst í Bændahöllinni í gær kl. 9.30. í fyrrakvöld höfðu erlendu fulltrúarnir komið flugleiðis hingað með flug- vélum Flugfélags íslands, en þeir eru samtals 85 tals- haldnir til skiptis á Norður- löndunum og er þetta annar fundurinn, sem haldinn er hér á landi. Að sjálfsögðu lá starf- semin niðri á stríðsárunum. Aðalfundir sambandsins eru jafnan lokaðir og þar eru mál rædd mjög opinskátt, en sölu- og framleiðslumál landbúnað- arvara eru gjarnan viðkvæm, Hér sést yfir hóp kvenna NBC- fulltrúa við ‘Arbæ. Fjarst til hægri á myndinni standa þeir Ragnar Ásgeirsson leiðsögumað ur kvennanna og Lárus Sigurbjörnsson forstöðumaður Ár- bæjarsafnsins. ins. Með þeim eru konur nokkurra þeirra, svo gest- irnir eru alls um 100. Fundur hófst með ræðu nú- verandi forseta NBC, Sveins Tryggvasonar, framkvæmda- stjóra Framleiðsluráðs land- búnaðarins. Bauð hann full- trúa velkomna og sagði þenn- an aðalfund NBC settan. Norræna bændasambandið var stofnsett árið 1934 og var þá aðeins fámenn stofnun. Ár- legir aðalfundir hafa verið en þetta eru meginmál þau sem rædd eru á fundum þess- um. Forsetar félagsdeilda hinna einstöku landa munu í lok fundarins gefa út sameig- inlega yfirlýsingu. ☆ Sem fyrr segir eru það fyrst og fremst sölumál og fram- leiðslumál fyrirtækja þeirra á Eiginkonur NBC-fulltrúa í kaffiboði I Dillonshúsi við Árbæ. Norðurlöndum, sem annast um dreifingu landbúnaðarvara, sem rædd eru á þessum fund- um. Bæði Stéttarsamband bænda og Búnaðarfélag ís- lands eru þátttakendur í þess- um félagsskap, Þótt að sjálf- sögðu spanni þau yfir víðara svið en samtökin hafa afskipti af. Vísindalegar niðurstöður eða skipulagsmál landbúnaðar ins eru þarna ekki rædd, nema að því leyti er þau ná til dreif- ingar og vinnslu landbúnaðar- vara. Þátttökufélög hinna ein- stöku landa eru nokkuð svip- uð og hin íslenzku, nema hvað þau eru fleiri og að því leyti frábrugðnari sem landbúnaður hinna landanna er fjölbreytt- ari. Þar eru framleiðslu- og dreifingarfyrirtækin, eða sam tök þeirra skipt í fleiri deildir en hér, og má þar t.d. nefna sambönd mjólkursamlaga, sam bönd skógeigenda og eggja- framleiðenda, svo tekin séu dæmi. Megintilgangur NBC er að ræða sameiginlegar lausnir Norðurlandanna í markaðs- málum landbúnaðarvara. Að loknum kosningum for- seta og fundanefnda í gær- morgun flutti Hjalti Gestsson ráðunautur erindi um ís- lenzkan landbúnað og landbún aðarpólitík. Þá flutti finnski ríkisþingmaðurinn Lindh er- indi eftir prófessor Niels West ermark, sem ekki gat setið fundinn, um fjárhagsástand landbúnaðarins á Norðurlönd um. Þessu næst flutti Agnar Guðnason skýrslu forseta, en síðan flutti P. Grabö skýrslu IFAP. Síðasta atriði dagskrár fund arins í gær voru yfirlitsum- ræður um markaðsmálin og tóku þar margir til máls. Fulltrúar snæddu í gær há degisverð í boði Sláturfélags Suðurlands, en kvöldverð Í boði íslandsdeildar NBC, hvort tveggja að Hótel Sögu. í dag heldur fundurinn áfram í Bændahöllinni, en á fimmtudag verður haldið í ferðalag um Suðurland. í gær var konum fundar- manna boðið að heimsækja dælustöðina að Reykjum, Reykjalund og loks sátu þær kaffiboð í Dillonshúsi við Ár- bæ. Agnar Guðnason aðalritari NBC flytur skýrslu forseta samban dsins. Við borðið t.v. við ræðustólinn sitja forsetar deilda NBC. Sveinn Tryggvason, sem er jafnframt forseti þessa þings, er annar frá vinstri. (Ljósm. Sv. Þorm.) BRIDGE Á NORÐURLANDAMÓTINU 1 bridge sem fram fór í Ósló sigr- aði A-sveit íslands A-sveit Dan- merkur með 92-72 eða 5-1. Spilið, sem hér fer á eftir, er frá þessum leik, og gekk heldur illa fyrir ís- lenzku spilurunum. Þar sem dönsku spilararnir sátu A—V gengu sagnir þannig: Norður Austur Suður Vestur pass 1 A 2 ¥ 3 * pass 4 * pass 5 * pass pass pass A D 8 7 4 2 V 10 8 7 ♦ 64 ♦ 863 A 10 6 * ÁKG V 5 5 3 ♦ KG8 52 V G 4 3 *kdg ♦ Á 10 72 ♦ Á 5 4 A 9 V ÁKD962 ♦ D973 ♦ 10 9 5 lauf unnust auðveldlega og danska sveitin fékk 400 fyrir. Á hinu borðinu sátu íslenzkt* spilararnir A—V sagnir þannig: og þar gengu Norður Austur Suður Vestur pass 1 * 2 ¥ 3 ♦ pass 3 ♦- pass 4 ♦ pass 4 ♦ pass 4 V pass 5 ♦ pass 5 ♦ , pass 6 ♦ allir pass Ekki er hægt að vinna 6 tígla, en 6 lauf er aftur á móti betn lokasögn. Spilið varð 5 niður og fékk danska sveitin 250 fyrir eða samtals 650 eða 12 stig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.