Morgunblaðið - 29.07.1964, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.07.1964, Qupperneq 12
12 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 29. júlí 1964 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. ITelzta árásarefni Framsókn- arforingjanna á Viðreisn- arstjórnina er það, að hún fylgir nú ekki í einu og öllu sömu stefnu og hún gerði fyr- ir 5 árum. Virðast þeir álíta, að ríkisstjórnir og stjórnmála flokkar geti í eitt skipti fyrir öll markað stefnu sína, sem síðan breytist ekkert, hvað ->sem verða vill í heimsmála- eða þjóðmálaþróun. Þessi skoðun kann að hafa þótt góð og gegn fyrir svo sem eins og hálfri eða einni öld, þegar málin þróuðust yfirleitt beinlínis silalega, miðað við það, öld hraðans. brosa í kampinn, þegar þeir heyra slík skringilegheit. Nú á tímum þarf ekki hálf- an áratug til þess. að þróun mála taki margvíslegum breytingum, svo að sú stjórn væri afturhaldsstjórn, sem ekki aðlaðaði stefnu sína breyttum háttum. Viðreisnar stjórnin er hins vegar lifandi stjórn, sem á hverjum tíma tekur vandamálin föstum tök- um og fylgist með þróun mála, hvort heldur er á vett vangi innanlandsmála, eða samskiptum við aðrar þjóðir. > Raunar ætti það ekki að vera ofvaxið skilningi Fram- sóknarleiðtoganna, að stjórn arstefnan hlýtur einmitt á þessu 5 ára tímabili að hafa breytzt verulega. Þegar Við reisnarstjórnin tók við völd- um var hér allt í hreinum vandræðum. Við höfðum glatað öllu trausti út á við. Gjaldeyrisvandræðin voru svo alvarleg að varla varð séð fram úr því, hvernig afla ætti fjár til kaupa brýnustu nauð- synja. Uppbótafargan hafði tildrazt upp, sem kom í veg fyrir alla heilbrigða sam- keppni og svo mætti lengi telja. Til að ráða bót á slíku yandræðaástandi dugðu auð- vitað engin vettlingatök, og þess vegna voru viðreisnar- ráðstafanirnar vissulega nokk uð harðar aðgöngu. Þjóðinni var sagt umbúðalaust, að hún yrði að leggja á sig byrðar til að rétta við. Sem betur fór reyndust þær þó léttbær- ‘ari, en boðað hafði verið og árangur þeirra skjótari en hinir bjartsýnustu höfðu þor- að að vona. En þegar þessum mikla érangri viðreisnarinnar hafði verið náð; við höfðum á ný öðlazt traust út á við, við höfðum gert verzlun okkar að verulegu leyti frjálsa, við höfðum upprætt uppbótakerf ið o.s.frv., hlaut auðvitað stjórnarstefnan að breytast til samræmis við breytta háttu. Nú var ekki lengur nauð- synlegt að viðhalda öllum þeim ráðstöfunum, sem gerð- ar höfðu verið á neyðar- stundu. Ný vandamál sköpuð- ust hinsvegar eins og ætíð hlýtur að vera í lifandi þjóð- félagi og við þeim var brugð- izt með nýjum úrræðum. Morgunblaðinu er svo sem sama þótt Tíminn haldi áfram að klifa á því, að Viðreisnar- stjórnin sé stefnulaus, vegna sem nu er a þegs ag bregst við vanda- Nútímamenn málunum eins og þau horfa við hverju sinni, en rígbynd- ur sig ekki við einhverjar kennisetningar, sem ekki hæfa í dag, þótt þær hefðu verið nauðsynlegar fyrir nokkrum árum. Þeir mega gjarnan ímynda sér að stjórn- in sé veikari af þessum sök um, en fólkið brosir í kamp- inn. HÁIR VEXTIR grein sem Jón Skaftason, þingmaður Framsóknar flokksins, ritar í Tímann ; gær, segir hann m.a.: „Sú endurskipting eigna þjóðfélagsins, sem verðbólgu- þróunin hefur framkallað, þar sem lántakendur hagnast stöð ugt á kostnað lánveitenda, getur ekki talizt sanngjörn né verðskulduð“. Síðan mælir hann með verð tryggingu sparifjár, bæði þess, sem safnast upp í bönk- um landsins, vegna fjársparn- aðar, og þess fjár er safnast saman t.d. í lífeyrissjóðum og segir: „Að sjálfsögðu yrði að binda útlán þessa f jár vísitölu við tilsvarandi hættí og spari- fé“. Þegar menn lesa þessi orð Framsóknarþingmannsins, fer ekki hjá því að þeir minnist þess, að allt fram að þessu hafa Framsóknarmenn talið háa vexti eina meginmein- semd í íslenzku efnahagslífi. Nú boða þeir hinsvegar að hækka eigi vexti verulega. Þeir segja að lánveitendur hafi tapað, vegna þess að þeir hafi ekki fengið nægilegt end- urgjald fyrir fjármuni sína, en lántakendur hafi grætt af sömu ástæðum. Vísitölubinding sparifjár er auðvitað ein leiðin til að tryggja sparifjáreigendum réttmæta umbun fyrir það að ljá fé sitt öðrum. Á tímum verðhækkana þýðir því verð-, Sally 18 ára cg Allan Fry 19 — þau sýna hvert stefnir. Hárín þeim á höföi rísa MARGAR stúlkur í Bretlandi hafa gripið til skæranna í sumarhitunum, eins og stall- systur þeirra annars staðar í heiminum, og stýft á sér lokkana. En piltarnir, sem menn skyldu ætla að prísuðu sig sæla með stutta hárið sitt, eru aftur á móti farnir að láta það vaxa. í»að er kannske of- mælt að kalla þetta þjóðfélags byltingu, enn sem komið er, en síða hárið hefur valdið mörgum misskilningnum. Oft er ógerningur að þekkja i sundur pilt og stúlku, einkum ef bæði eru í þröngum bláum gallabuxum. Útlendingar eru alveg gátt- aðir á þessum ósköpum ung- linganna í Bretlandi. Miðaldra kona frá Kansas gekk að ung lingi í Kensington í fyrri viku og spurði kurteislega: „Af- sakið ungfrú, gætuð þér sagt mér hvar er styzt i pósthús héðan?“ og brá illilega í brún er aðspurt ungmenni tjáði henni í fyrsta lagi hvar póst- húsið væri og í öðru lagi að þrátt fyrir þröngu buxurnar og ljósbleiku skyrtuna og síða brúna hárið, sem hékk niður á axlir, væri hann hreint eng in ungfrú, heldur bara „einn í stælnum“. Strák var skemmt en konunni frá meir en svo. Kansas ekki í>að er orðið algengt í Bret- landi núna að unglingarnir, sem „eru saman“ greiði sér eins, oftast nær eitthvað í átt við „The Beatles“, þykkan topp fram yfir ennið, langa barta eða vangalokka og rytju lega stallklippingu í hnakkan Það er orðið erf itt að þekkja sundur pilt og stúlku um. En þetta vekur ekki leng ur neina sérstaka athygli. Aftur á móti verður mönnum starsýnt á axlasíða hárið, sem sumir piltanna og stúlkurnar þeirra hafa tekið upp. Þar má varla á milli sjá hvort er hvort — nema hvað hárið stúlknanna er undantekningar laust hreinna. Það er augljóst mál, að sala á hárþvottameð- ulum í Bretlandi hefur ekki aukizt fyrir tilverknað síð- hærðu piltanna. Fullorðið fólk í Bretlandi, sem eins og kunnugt er, lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna, tekur þessu fyrirbæri misjafnlega. Sumir brosa og segja hér vera um að kenna öllum söngflokkunum, sem nú vaða uppi, eins og t.d. The Beatles (sem eru hálfu þokka legri um höfuðið en flestir hinna), The Rolling Stones; The Pretty Things; The Ani- mals; The Dave Clark Five og The Daisies. í Bretlandi er það enn þá talið einka- mál manna, hversu fáránlegir þeir vilji vera. Fólki er ekki gjarnt að skipta sér af slíku eða leggja á útlit og hegðun annarra sálfræðilegt viðvan- ingsmat sitt. Einn vitrasti og reyndasti sálfræðingur Breta, sem eink um annast afbrotaunglinga, sér ekkert óhugnanlagt við þessa þróun málanna. Dr. Derek Miller, sem vinnur við Tavistock sjúkrahúsið, ung- lingadeild, bendir á, að síða hárið hafi lengi verið algengt fyrinbæri meðal ungra pilta af efri stéttunum í Bretlandi, og þykir ekkert undarlegt, að þessi „páfugls-hneigð“ sem hann nefnir, hafi nú síast nið- Framh. á bls. 23 trygging sparifjár hækkaða vexti. Nú hefur nokkuð verið far- ið inn á þessa leið eins og kunnugt er með húsnæðis- málastjórnarlánunum. Varð- andi styttri lán aftur á móti, fylgir mikil skriffinnska slík- um lánamáta, þannig að vafa- samt er að heppilegt geti tal- izt að fara mikið lengra inn á oetta svið. En hitt er ánægju- legt að Framsóknarmenn skuli benda á nauðsyn hækk- aðra vaxta í þessu formi. — Varla geta þeir sama daginn sagt að vextirnir séu of háir. Ur SKATTAR m þessar mundir eru menn að fá upplýsingar um skatta þá, er þeir greiða til ríkis og sveitáfélaga, af tekj- um sínum sl. ár. Sjaldnast eru menn ánægðir með skatta þá, sem þeim er gert að greiða, og sjálfsagt mun svo enn verða nú, að flestum finnist þeir greiða helzt til mikið. En rétt er að menn hafi þá í huga, að verulegar umbætur hafa verið gerðar á skattamál um þjóðarinnar, þannig að tekjuskattar hér á landi eru nú sízt hærri en í öðrum lýð- ræðisríkjum. Með vaxandi tekjum er eðlilegt að menn greiði nokkuð hækkaða skatta enda eru gerðar stöðugt meiri kröfur til framkvæmda af hálfu ríkis og bæjarfélaga. Auðvitað á það samt að vera stefnan, að einstakling- arnir og fyrirtækin haldi eft- ir eins miklu fé eins og unnt er fyrir ríki og sveitafélög að vera án. Sú hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins og mun verða áfram. Auglýsingar: Ú tbreiðslust jóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 I lausasölu kr. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. Skringilegar skoðanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.