Morgunblaðið - 29.07.1964, Page 15

Morgunblaðið - 29.07.1964, Page 15
Miðvikudagur 29. Júlí 1964 MORCUNBLAÐIÐ 15 Kvikmyndnhátiðin FJÓRTÁNDA kvikmyndahá- tíðin í Berlín, sem haldin var fyrr í þessum mánuði, olli mönnum vonbrigðum. í kvik- myndunum, sem voru sýndar, brá einstaka sinnum fyrir list rænum tilburðum, og síðan ekki söguna meir. Engin heimsfræg kvik- myndastjarna taldi það ómaks ins vert að koma til Berlínar, meðan hátíðin stóð yfir. Búizt var við að Kim Novak sýndi sig, en hún afþakkaði boðið á síðustu stundu. ítalska stjarnan Claudina Cardinale stóð hins vegar við loforð sitt um að mæta, en hún var svo tilgerðarleg að hún hefði betur heima setið. Nýjasta kvikmynd Staudte hnefahögg í andlit I»jó3- verjanna. Þýzki kvikmyndastjórinn Wolfgang Staudte sem oftar en einu sinni hefur komið.ó- þyrmilega við kaunin á Þjóð- verjunum, sýndi nýjustu kvik mynd sina „Herrenpartie" á hátíðinni. Margir sem horfðu á myndina vildu láta sem minnst fyrir sér fara og nokkr ir yfirgáfu kvikmyndahúsið. Myndin fjallar um karlakór, sem fór í ferðalag í langferða bíl til Júgóslavíu. I>eir eru allir ímynd hins sanna Þjóð- verja, feitir og pattaralegir. í fjall-lendi Júgóslavíu verð ur bíllinn benzinlaus og allur hópurinn fer gangandi til næsta bæjar. Þeim til mikill- ar undrunar eru allir íbúar bæjarins konur, sem bera svartar sorgarslæður. Þegar þær komast að því, að þeir eru Þjóðverjar, brýst hatur þeirra út, þar sem Þjóðverj- arnir höfðu gengið milli bols og höfuðs á hverjum karl- manni í bænum nokkrum ár- um áður. Ekkert benzín er fáanlegt í bænum og þeir verða nauðbeygðir að dveljast þar. Þó tekst þeim að koma hjálparbeiðni áleiðis með presti, sem var í heimsókn í bænum. Hatur kvennanna er svo mikið, að þær ýta bílnum nið- ur klettana, lokka mennina út á klettasyllu og sprengja síðan brúna þaðan í loft upp, svo þeir komast hvorki upp né niður. Eftir Gunnar Larsen Meðan þeir dvelja þarna á snösinni, rifjar hver og einn upp fyrir sér stöðu þeirra á nazistatímanum. Allir höfðu þeir unnið dyggilega fyrir ílokkinn. * En konurnar komast að þeirri niðurstöðu, að hefnd þeirra er ekki eins sæt og þær hugðu. Þær ákveða að frelsa karlakórinn. Það tekst en jafnframt berst hjálp frá nærliggjandi bæ. En karl- mennirnir eru ekki þeir sömu Og daginn áður. Síðasta setn- ing myndarinnar er: Gleymið ekki. Kvikmyndin er snilldarvel gerð og átti skilið æðstu verð- laun hátíðaririnar. En Staudte er ekki beint dáður í heima- landi sínu, og hjó ef til vill of nærri raunveruleikanum. Dönsk kvikmynd kemur á óvart. Danmörk var það eina af Norðurlöndunum sem sýndi kvikmynd á hátíðinni. Sænska kvikmyndin „49>1“ féll ekki í náð hjá stjórn hátíðarinnar. Ástæðan sem borin var fram, hljóðaði á þá leið, að kvik Ur kvikmynd Wolfang Staudte „Herrenpartie“ myndin hefði verið sýnd fyrir útvalda gesti á hátíðinni í Cannes, en sannleikurinn er sá að þeim þðtti kvikmyndin full djörf. Danska kvikmyndin vakti verðskuldaða athygli. Hún heitir „Sjálfsmorðskólinn" og leikstjóri hennar er Knud Leif Thomsen. Hún hlaut hin svo- nefndu lútersku verðlaun há- tíðarinnar. Kvikmyndin er með því skemmtilegra en kaldhæðnis- legra sem maður hefur séð í langan tíma. Hún fjallar um velferðarríkið. Ríkið hugsar fyrir þig, allir eiga að vera hamingjusamir og helzt eins likir hver öðrum og mögu- legt er. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef einstakling- urinn hugsar sjálfur það er hættulegt — fyrir rikið. Maður nokkur fær leið á þess ari tilgangslausu tilveru. Hann sér auglýsingaspjald um sjálfs morðsskóla, fer í skólann og lærir hvernig á að fremja hið fullkomna sjálfsmorð. Hann velur skammbyssu til að fram kvæma verknaðinn með, en er truflaður í hvert skipti, sem hann hyggst gera alvöru úr fyrirætlan sinni, og að lokum hættir hann við allt saman. í myndinni eru dregnar upp myndir af velferðarríkinu. Þær eru svo kaldhæðnislegar að áhorfendum verður flök- urt, en svo spaugilegar að hann veltist jafnframt um af hlátri. Knud Leif Thomsen er vaxandi kvikmyndastjóri. — „Sjálfsmorðsskólinn" skipar honum á bekk með fremstu kvikmyndastjóra heimsins. Leiðinlegar kvikmyndir. Að þessum tveimur kvik- myndum undanskildum, voru aðrar kvikmyndir hátíðarinn- ar drepleiðinlegar. Enska kvikmyndin „Of human Bon- dage“ var svo skæluskjóðuleg að kalt vatn rann milli skinns og hörunds á áhorfendum. Hún segir frá læknastúdent með klumbufót sem elskar unga þjónustustúlku, sem er nokkuð laus á kostunum. Þau eignast barn saman. Nokkru síðar lenda þau í rifrildi, — stúlkan flýr með barnið og gerist götudrós. Læknastúdentinn 1 ý k u r prófi og verður ástfanginn á ný. Einn góðan veðurdag kem ur til hans sjúklingur, sem reynist vera fyrsta ástin hans, með ólæknandi sýfilis. Hún deyr en stynur því upp rétt fyrir dauðann að barnið sé einnig dáið. Argentina sýndi kvikmynd- ina „Cire", sem kemst nálægt því að vera gerð undir áhrif- um frá nýbylgjuhreyfingunni frönsku. Þar kemur fram á tjaldinu ung sinnisveik stúlka, sem verður fyrir þeim ósköp- um, að allir biðlar hennar deyja áður en þeir biðja henn ar. Það er ástríða hennar að gefa þeim heimatilbúið kon- eldra hennar, nýjusfu kvik- mynd hennar, næstu kvik- mynd hennar, leikstjóra henn ar, fortíð hennar. Við fengum ekki svar við því, hvaða spurn ingar væri leyfilegt að spyrja ungfrúna að. En allt var þetta til einskis, því simskeyti kom þess efnis, að Kim Novak i Berlín fekt með óvenjulegri fyllingu. Þeir andast allir úr losti, þeg- ar þeir bíta í konfektmolann. Þetta er smekkleg aðferð til að losna við ágenga biðla, en að öðru leyti eru kostir kvik- myndarinnar upptaldir, því hún risti grunnt og var til- gerðarleg. Stjörnurnar sem komu — og sátu heima Það gefur auga leið, að kvikmyndahátíð er ekki nema orðið tómt, ef engin kvik- myndastjarna kemur í heim- sókn og lætur ljós sitt skína í veizlunum og lætur ýmis- legt fjúka við blaðamenn. Þeir eru heldur ekki komnir langan veg til að horfa hver á annan, heldur til að skrifa um kvikmyndirnar og stjörn- urnar. Daniel Gelin frá Frakklandi var sá fyrsti sem kom, en hann yfirgaf borgina með snögglegum hætti, því hann hefur tilhneigingu til að gleyma, að þögn er gulls ígildi. Hann sagði við blaðamann frá þýzka stórblaðinu „BZ“ að hann væri hættur að neyta eiturlyfja, og eins og gefur að skilja er það ekki vænlegt til vinsældaauka. Ennfremur sagði hann, að danska kvik- myndin sem hann lék í síðast, væri viðvaningsverk af versta tagi, að franskir kvikmynda- stjórar væru óþokkar og færu illa með hann, að Belmondo væri gersneyddur hæfileikum. Þá fór andrúmsloftið að kólna umhverfis hann og hann flaug með fyrstu vél aftur til París- ar. Kim Novak hafði boðað komu sína. Nokkru áður en hún var væntanleg komu blaðafulltrúar hennar og hjálpar fólk, sem lögðu blaða- mönnum lífsreglurnar og sögðu að þeir mættu ekki spyrja um einkalíf hennar, for gæti því miður ekki komið. Þess í stað kom Jean Luc Godhard hinn franski, fýlur legur og ósamvinnuþýður eins og venjulega. Honum tókst að fá agúrkuverðlaunin, sem þýzku blöðin veita viðskots- illasta gestinum. En hann kom með nýjustu kvikmynd- ina sína, „Bande parta“, sem óefað má telja hans beztu kvjkmynd. þeim var i þann mund að ljúka. Af öðrum stjörnum, sem til hátíðarinnar komu, var danska stjarnan Lone Hertz, Judy Gringer, franska stjarn- an Francoise Brion. Lið Þjóð- verjanna sjálfra var þunn- skipað, hæst bar Catherine Valente og táningastjörnuna Conny Froboees. Kvikmyndir utan keppninnar Heilmikið af kvikmyndum voru sýndar, sem ekki kepptu um verðlaun hátíðarinnar, því í Berlín voru saman komnir helztu kvikmyndahúsaforstjór ar til að kaupa nýjar kvik- myndir. Danmörk frumsýndi saka- málamyndina „Dauðinn kem- ur í hádegisverð" með for- sætisráðherrafrúnni H e 11 e Virkner í aðalhlutverki. Kvik myndin kom mönnum mjög á óvart og líktist alls ekki dönskum kvikmyndum. Á köflum er hún svo spennandi að köldum svita slær um áhorfendur. Söguþráðurinn er svohljóð- andi: Ungur sakamálahöfund- ur er á ferðalagi í MG sport- bíl og verður bensínlaus. Hann gengur að næsta húsi, en þegar hann á eftir nokkra metra að húsinu er skotið á hann. Hann særist á fæti, en tekst þó að komast inn í hús- ið. Þar finnur hann lík af manni og sér að lagt er á borð fyrir þrjá. Á leiðinni út úr húsinu er honum hrint nið- ur tröppurnar — og hann vaknar daginn eftir í sjúkra- húsi. Þegar hann segir lögregl- unni sögu sína, trúir honum enginn og það er almenn skoðun í bænum að læknir- inn, sem fannst látinn í hús- inu, hafi framið sjálfsmorð. Sakamálahöfundurinn ákveð- ur að leysa gátuna upp á eig- in spýtur. Honum tekst það, en ekki vil ég skýra lesend- um frá niðurlagi kvikmyndar innar, því hún verður áreiðan lega sýnd í íslenzkum kvik- myndahúsum. Nýja kvikmynd Jean Luc Ciodards „Bande a part“ er einnig umtalsverð, því hún er með beztu kvikmyndum sem hann hefur gert. Aðal- hlutverkin eru leikin af önnu Karina og Sami Frey og sag- an snýst um lítinn flokk þorp- ara, sem fremur hið full- komna rán. Það tekst, og kvikmyndinni lýkur með því Úr dönsku kvikmyndinni „Sjálfsmorðsskólinn" Síðustu dagana kom Claud- ina Cardinale, hin ítalska Brig itte Bardot. Tignarlega lét hún einkaritara sinn útbýta bók með fjölda myndum af henni, sem systir hennar Blanche Cardinale hafði tekið. Hún hélt blaðamannafund og mætti á honum með heila herdeild af lífvörðum og full- trúa frá kvikmyndafélagi hennar, sem vísaði frá hverri einustu óþægilegu spurningu. Um kvöldið var hún svo ókurteis að koma á kvik- myndasýningarnar, þegar að parið stigur upp í flugvél- sem er á leið til Suður-Amer- íku. „Hvað þar skeður“ ..segir Godard, „ætla ég að skýra frá í næstu mynd minni.“ Nú er kvikmyndahátíðinni lokið. Gullbjörninn féll í hendur tyrknesku kvikmynd- arinnar „Þurrkasumar“ Marg ir urðu undrandi á þeim mála lokum. Vafasamt er að hún eigi erindi til annarra landa en Tyrklands. En kannski var þetta lausnin til að sniðganga kvikmyndina „Herrenpartie“, sem tvimælalaust var bezta kvikmynd hátíðarinnar. - GL.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.