Morgunblaðið - 29.07.1964, Side 22
22
MORCU NRiAGIÐ
Mlðvlkudagur 29. júlí 1984
Sex ísl. sundmet sett í
keppnisför ÍR í Svíþjóð
!(■' • rSS Sv' jWKfíl f'
- ^
Hrafnhildur bœtti met Ágústu —
Cuömundur synti á 58,3 sek í
50 m laug og Hörður náði
bezta tíma ársins í Svíþjóð
IIMIIIIMIIMIIIIMMMIIIIMIMIIMMIIIIMIIMMIIIMMMMMIMIIIIMIMIIMMMIIMMIIMMIIMMIMMIMMIIIIMIIIIIIlmiMMMIIMMMI
SUNDFLOKKUR frá ÍR ásamt
þeim Davíð Valgarðssyni ÍBK
og Guðmundi Þ. Harðarsyni Æ
hafa verið á keppnisferðalagi í
Svíþjóð að undanförnu. Fer ÍR-
flokkurinn þessa för til endur-
gjalds fyrir heimsókn sænsks
sundfólks hingað og sjá sænsk
sundfélög um alla fyrirgreiðslu.
Flokkurinn hefur keppt á 3 sund
mótum — allsstaðar í 50 m laug-
um og hefur ísl. sundfólkið náð
mjög athyglisverðum árangri og
sett sex met. Hefur Hrafnhildur
Guðmundsdóttir ÍR sett þrjú
met í 50 m Iaug, Guðmundur
Gislason, Davíð Valgarðsson og
Hörður B. Finnsson sitt metið
hver.
Hér fer á eftir helztu úrslit í
sundum ísl. sundfólksins á þess-
um þremur mótum:
í HEMMESLÖV 18. JÚLÍ
Hrafnhildur Guðm. sigraði í
100 m skriðsundi á 1.05.3 sem er
nýtt met. Eldra metið átti Ágústa
Þorsteinsdóttir og var iþað 1.05.9.
Önnur í sundinu var Karin
Grubb á 1.06.7. Grubb kom til
íslands 1961 og var þá saenskur
methafi í greininni.
I RÖSTANGA 19. JÚLÍ
>ar sigraði Davíð í 100 m flug-
sundi á 1.04.3. Guðmundur Gísla-
son varð annar á 1.05.8 og J.
Lindroth Svíþj. 3. á 1.07.5.
Hrafnhildur synti þarna og
sigraði í 100 m bringusundi
kvenna á 1.24.6 sem er met í
50 m laug. Eldra met hennar var
1.26.0. önnur í sundinu varð M.
Sjöström Malmey á 1.25.7.
Þarna sigraði Guðm. Gíslasón
í 100 m skriðsundi á 59.9. Göran
Larsson Lundi varð 2. á 1.01.4 og
Davíð Valgarðsson 3. á 1.01.8.
í 100 m baksundi kvenna varð
Hrafnhildur 2. á 1.23.6.
í 400 m bringusundi karla
varð Hörður Finnsson þriðji á
5.48.9. Sigurvegari var Per Olof
Fulke á 5.40.5 og 2. Ulf Eriksen
á 5.48.3.
f BASTAD 22. JÚLÍ
Þarna bætti Hrafnhildur 4 daga
gamalt met sitt í 100 m skrið-
sundi, synti á 1.05.2. Karin Grubb
varð önnur á 1.06.3.
í 100 m flugsundi karla sigraði
Davíð á 1.04.0, 2. Guðmundur
Gíslason 1.04.2, 3. Jan Lindroth
1.06.0, 4. G. Wahlberg 1.06.8, 5.
Guðm. Þ. Harðarson 1.11.8 (hans
langbezti árangur).
í 100 m bringusundi kvenna
sigraði K. Svensson Lundi á
1.24.9. Hrafnhildur varð önnur á
1.25.6.
f 100 m skriðsundi setti
Guðm. Gíslason nýtt met í 50
m laug, synti á 58.3 sek., en
gamla metið hans á 50 m braut
var 59.2. Er hér um stórkost-
lega framför að ræða. Guðm.
Þ. Harðarson varð annar á
1.07.7, sem er hans langbezti
árangur og 3. Göran Larsson
á 1.02.7.
í 200 m skriðsOndi karla
sigraði Jan Lundin (sá er hér var
á Jónasarmótinu) á 2.01.8, sem
er nýtt Norðurlandamet. Gamla
metið átti Svíinn Mats Svensson
og var það 2.02.0. Davíð Valgarðs
son varð 5. í sundinu á 2.15.0, sem
er íslenzkt met í 50 m laug. Átti
Davíð það eldra, 2.16.0.
f 100 m bringusundi sigraði
Hörður B. Finnsson á þessu
móti á 1.14.9, sem er nýtt ís-
lenzkt met í 50 m laug. Það
eldra var 1.16.3 og átti Hörður
það. Þetta er bezti tími sem
náðst hefur á þessari vega-
lengd í Svíþjóð í ár. 2. varð
B. Zachariasson á 1.15.1.
Ingólfur skorar eitt af mörkum Fram.
FH og Fram unnu
fyrstu leiki mótsins
— og milli þeirra stendur lokaslagurinn
ÍSLANDSMÓTIÐ í útihandknatt
leik í m.fl. karla og meistara- og
LIVERPOOL OG KRIMætast Clav ®fl
Líston 28. sept?
mætast hér 17. ágúst
Liverpool og KR 14. ágfúst .. 4
SAMKOMULAG hefur tekizt
milli KR og Liverpool um leik-
daga í Evrópubikarkeppninni.
Enda þótt Liverpool hafi átt rétt
á leik á undan á heimavelli, hef-
ur félagið fallizt á að gefa þann
rétt eftir vegna erfiðra skilyrða
hér fyrir leiki í miðri viku eftir
miðjan september. Verður fyrri
leikurinn því hér í Reykjavík, og
fer hann fram mánudaginn 17.
ágúst, en síðari leikurinn fer fram
í Liperpool mánudaginn 14. sept-
ember.
Þegar eftir að dregið hafði
verið í Evrópubikarkeppninni,
leitaði stjórn knattspyrnudeildar
KR til Björgvins Schram, for-
manns K.S.Í. og félaga í KR, og
fór þess á leit við hann, að hann
aðstoðaði féiagið við samninga-
gerðina við Liverpool. Varð hann
við því og hefur síðan staðið í
samfelldum viðræðum við fram-
kvæmdastjóra og ritara Liver-
pool, með þeim ánægjulega ár-
angri fyrir félagið og íslenzka
knattspyrnuunnendur, sem áður
segir. Stendur félaigið í mikilli
þakkarskuld við Björgvin
Sohram fyrir þennan mikilsverða
stuðning.
KR hefur öll leyfi íþróttasam-
takanna fyrir þátttöku í Evrópu-
keppninni, en eftir er að semja
um afnot Laugardalsvallarins og
tilfærslu á leikjurn KR vegna
þessara leikja, við Í.B.R., móta-
nefnd K.S.Í. og stjórn K.R.R.
Heimsóikn eins bezta knattspyrnu
liðs Evrópu í ár yrði ógerleg með
öðru móti en þátttöku í þessari
keppni, og verður að telja hval-
reki íslenzkri knattspyrnu, og
félagið er þess fullvisst að það
fær góðar undirtektir viðkom-
andi aðila.
CÁSSIUS Clay og Sonny List-
on hafa undirritað samning
um kappleik um heimsmeist-
aratignina og skal hann fara
fram á tímabilinu 15. sept. til
31. okt. Clay skrifaði undir í
Louisville og Liston í Fila-
delfíu.
Nilon framkv.stj. Listons
sagði að þrjár borgir kæmu
til greina sem vettvangur
leiksins, Louisville, Las Vegas
og Baltimore. „Sennilegast
verður leikurinn mánudaginn
28. sept“, sagði framkv.stj.
Clays. Framkv.stj. beggja
telja Louisville einna heppi-
legastan vettvang, gott áhorf-
endarými og góð lega.
Clay undirskrifaði nafn sitt
þannig „Muhammed Ali, Aka
Cassius M. Clay jr.“ „Aka“ á
að þýða „einnig“. Hann er við
æfingar í Miami en kveðst
jafnvel ætla að æfa um tíma
í Egyptalandi, Alsír eða
Ghana — í þessum löndum
ætti hann heimiboð til æfinga.
Undirskrift samningsins hef
ur vakið mikla athygli og
undrun. Mikið hefur verið
bollalagt um hver mundi
mæta Clay fyrstur en almennt
var talið af sérfræðingum að
það yrði ekki Liston. Eftir að
þingnefnd rannsakaði fjár-
hagshlið fyrri leiks þeirra,
töldu margir að alþjóðasam-
bandið myndi ekki viður-
kenna annan leik milli þeirra
um heimsmeistaratitil.
2. fl. kvenna hófst á Hörðuvöll-
um í Hafnarfirði á sunnudaginn.
Sér FH um framkvæmd mótsins.
Hófst mótið með Ieikjum í karla-
flokki milli FH og Hauka og síð-
ar var leikur Fram ÍR. Vann FII
sinn leik með 23:17 og Fran*
vann ÍR 41:24.
HAUKAR VEITTU
FH KEPPNI
FH tók í upphafi örugga for-
ustu, en um 8 ára skeið hefur
FH ekki verið ógnað í útihand*
knattleik. Það kom mjög á óvart
er á leið leikinn að Haukar unnu
á forskotið. Í hálfleik var staðan
13:9.
Síðar tókst Haukum enn að
minnka bilið og munaði tvíveg-
is ekki nema 2 mörkum á liðun
um og fundu FH-ingar ekki réttu
tökin á liði Hauka. Undir leiks-
lok kom þó öryggi FH til og
vann FH verðskuldaðan sigur
23:17.
Enn sem fyrr voru það þeir
Ragnar Jónsson, Birgir Björns-
son og Kristján Stefánsson, sem
báru uppi lið FH en sérstaka at
hygli vakti og yngsti sonur Hall
steins hins ötula þjálfara liðsins,
Geir, sem er mjög vaxandi leik-
maður.
FRAM VANN
AUÐVELDAN SIGUR
Fram átti ekki í neinum erfið
leikum með ÍR-liðið. Var raunar
aldrei um keppni að ræða í þess
orðs fyllsta skilningi og Framar
ar tóku lífinu með ró. Virðast
þeir eiga mjög vel þjálfuðu liði
á að skipa, þó 24 mörk ÍR-liðs-
ins tali sínu máli um ekki allt of
þétta vörn. En hins ber að gæta
að Framarar lögðu sig ekki fram.
Aðalleikur mótsins verður án
efa milli Fram og FH en sá leik
ur er á fimmtudaginn.
í kvöld
í KVÖLD verður 1. deildar-
keppninni haldið áfram á Laug-
ardalsvelli. Þá keppa Fram og
Valur (kl. 20.30).
Í Hafnarfirði verður íslands-
mótinu í handknattleik haldið
áfram á Hörðuvöllum. í m. HL
karla keppa KR og Ármann og
í m. f. kvenna fara fram tveir
leikir Valur gegn Þrótti og síðaa
Fram gegn Viking.