Morgunblaðið - 30.07.1964, Síða 2

Morgunblaðið - 30.07.1964, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fímmfudafur 30. júTÍ 1964 Hitfasf Erhards og Krúsjeff ? Bandankjastjórn telur fund þeirra geta leitt til betri samhúðar Waáhington, 29. júlí — NTB TALSMAÐUR bandaríska ut- antíkisráðuneytisins skýrði frá því í Washington í dag, að það væri skoðun Bandaríkja- stjórnar, að fundur Krúsjeffs, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, og Erhards, kanzlara V-Þýzkalands, gæti bætt til muna sambúð landanna. Talsmaðurinn vildi ekki ræða, á favern hátt slíkur fundur kynni að leiða gott af sér. Ekki vildi hann heldur skýra frá því, hvort stjórnin teldi, að slíkur fundur væri æskilegur eða timabær nú. Vöruskipta- jöfnuðurinn HÉR fara á eftir bráðabirgða tölur Hagstofu íslands um verð- mæti útflutnings og innflutnings I þinímánuði sl. TJtflutt alts fyrir 441,902 þús., innflutt alls fyrir 1,034,551 þús. þar af skip og flugvélar fyrir 580,853 þús. Vöruskiptajöfnuður- inn í júraí var því óhagstæður um 502,049 þús. Fyrstu sex mánuði ársins var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð- ur um 586,374 þús., en á sama tíma í fyrra óhagstæður um 433,816 þús. M' voru flutt inn skip og flugvélar fyrir 133,100 þús. króna. Hins vegar sagði hann, að v-þýzka stjórnin hefði látið bandariska ráðamenn fylgjast með gangi málsins. Blaðafulltrúar þingflokks sósíaldemokrata í Bonn létu í fara frá sér greinangerð, þar sem sagt er, að komi Krúsjéff til V- Þýzkalands, þá skuli hann gera sér grein fyrir þvi, að hann verði að koma fram af fúllri alvöru, ekki hafa í frammi látalæti. For- sætisráðherran hljóti að skilja, að bæði V- og A-Þjóðverjar hafi miklar álhyggjur af Þýzkalands- málinu, og því verði ekki leynt bak við yfirborðskenndar tæki- færisræður. Breyta varð stefnu „Ranger 7“, sem stefndi á dökku hlið tungls - ekki tjóst, bvort núverandi stefna er rétt, fyrr en að 12-14 t'imum liðnum Makarios og Grikkir sammála Aþena, 29. júlí — (NTB) MAKARÍOS, erkibiskup og fbr- seti Kýpur, skýrði frá því í dag, að harm hefði í dag átt þriggja tíma fund með Geprg Papand- reu, forsætisráðherra Grikk- Iands, utanríkisráðherranum Kostofx>ulos og Gargufalias land varnaráðherra. Makaríos sagði, að allar hliðar Kýpurdeilunnar hefðu verið til umræðu, og hefðu ýmsar á- kvarðanir verið teknar. Ekki vildi hann nánar að þeim víkja, en sagði þó, að sérstökum til- mælum yrði beint til Samein- uðu þjóðanna. Ma-karíos lýsti því einnig yfir við þetta tækifæri, að Kýpur- stjórn og gríska stjómin væru sammála um öll atriði Kýpur- deilunnar. Pasadena, Kaliforníu, 29. júlí — AP BANDARÍSKIR vfsinda- menn tilkynntu í dag, að þeir hefðu orðið að breyta nokkuð stefnu tunglfarsins „Ranger 7“, svo að það lenti ekki á þeirri hlið hnattarins, er frá sólu veit. Megintilgangur með tungl- skotinu er að afla vitneskju um yfirborð tunglsins, með sjónvarpsmyndum. Er stefnu „Rangers 7“ var breytt, voru ræstir þrýsti- hreyflar í geimfarinu, og þeir látnir starfa í um 50 sekúnd- ur. Tekið var fram, að ekki væri með vissu hægt að segja um, hvort hárrétt stefna hefði náðst, fyrr en að 12 til 14 stundum liðnum. Að öðru leyti hafa öll tæki í geimfarinu starfað eins og til var ætlazt. Bandaríska geimferðastofn- unin, NASA, tilkynnti í dag kl. 14.00 (eftir ísl. tíma), að þá væri „Ranger 7“ 114.208 mílur frá jörðu, en hraði þess þá var 3.562 mílur á klukku- stund, miðað við jörðu. Þá var geimfarið 130.952 mílur frá tunglinu, og hraði þess, miðað við tunglið, 3.219 mílur á klst. Mismunurinn felst í því, að geimfarið fjar- lægist jörðu, um leið og jörð- in fjarlægist það. Þessu er hins vegar öfugt farið með af- stöðu tunglsins til farsins. Gdð sðltunarsíld í gær f GÆPuDAG var góð veiði um 110 sjómílur austur af Raufar- höfn og fengu mörg Skip þar góðan afla af stórri og feitri síld. Voru skipin að kasta á þessum slóðum fram eftir kvöldi, en Aukinn viðbúnaður Grikkja Makarios i Aþenu Aþenu 2i8. júlá (NTB) GRÍSKI herinn og flotinn fékk í dag fyrirskipun um að auka varð gæzlu sína við landamæri Tyrk- lands 0|g á Eyjahafinu. Segir griska stjórnin að aðgerir þessar séu eingöngu í varnartilgangi, og hafi verið gripið til þeirra vegna fregna um herflutninga Tyrkja við strönd Anatólíu. Makaríos, forseti Kýpur, ræddi í dag við gríska ráðlherra í Aþenu. Meðal mála á dagskrá var tillagan um að þess verði farið á leit við Alls'herjarþing Sameinuðu þjóðanna, að það styðji sjálfstæða Kýpur og sjálfsáikvörðunarrétt íbúanna. Á morgun ræðir Makaríos m. a. við Papandreou, forsætis- ráðherra Grikkja og er gert ráð fyrir að gefin verði út yfirlýsing að viðræðum þeirra loknum. undir miðnætti var kominn NA- kaldi og veiðiveur orðið verra. Eftirtalin skip tilikynntu um afla Súlan 800 tunnur, Sigurður Bjarnason 1300, Steingrímur trölli 1000, Hilmir II. 500, Jörund- ur III. 2800, Jörundur II. 1500, Sigurður SI 500, Guðbjörg ÓF Meiddist á fæti AKRANESI 28. júlí. — UM fimm-leytið 1 gærdag hvolfdi Volkswagenbíl, sem ekið var á geysihraða hjá vegamótum inn- an við Fellsöxl. Þarna voru þre- menningar á ferð til að heim- sækja vini sína á Molakaffi á Hótel Akranesi. Einn þeirra meiddist á fæti, ekki alvarlega þó, gekk samt á læknisfund. — Oddur. 900, Einar Hálfdáns 400, Anna 450, Hafrún 1200, Grótta 500, Guðrún 500, Oddgeir 1000, ögri 500, Vigri 500, Margrét 1500, Straumnes 300, Áskell 600, Sæ- faxi 4i50, Arnames 500, Faxi 500 Fagriklettur 450 og Arnfirðingur 4—500 tunnur. Síldin fer öll til söltunar, eink- um á Raufarhöfn, en nokkur skip halda með afla til Siglu- fjarðar. Tvö slys í umferðinni TVÖ slys urðu I umferðinni í gær. Um kl. 2 var lögreglan kvödd inn á Sogaveg, en þar hafði 9 ára telpa, Sigríður S. Friðriksdóttir, orðið fyrir bíL Var hún að koma úr strætisvagni og hljóp frá eldri sfcúlku, sem með henni var. og lenti fyrir bíl á leið vestur Sogaveg. Meiddíst stúlkan ekki alvarlega, en var flutt í Slysavarðstofuna. Þá varð önnur telpa fyrir bíl fyrir framan Kronbúðina á Sund. laugavegi. Var hún flutt í Slysa- varðstofuna til öryggis, en meiðsli hennar voru lítil sem engin. Útsvöiin í Eskifjarðurhreppi NÝLOKIÐ er niðurjöfnun út- svara og aðstöðugjalds í Eski- fjarðarhreppL Alls var jafnað niður krónum 5.424.210 á 256 gjaldendur. Hæstu gjaldendur eru: Hraðfrystihús Eiskifj. h.f. 315.000 Jóhann Klausen netag.m. 162.900 Happasœll land- aði sex flyðrum Butler rœðir Laos við Krúsjeff Sovétrikin ætla ekki að bætta formennsku þegar i stað AKRANBSI 29. júlí. — Happa- sæll, skipstjóri Kristinn Gíslason, gerði í gær fallegt upphlaup í trillubátaflotanum, svo talað sé á máli knattspyrnumanna, og sannaði áþreifanlega, að mörg er matarholan í Faxaflóa. Hann landaði sex lúðum, sú stærsta vó 360 pund, sú næststærsta rúmlega 200 pund. Sú minnsta vó 40 pund og hinar þrjár þar á milli. Allar voru flyðrurnar fallegar og girnilegar til átu, kúptar af spiki. Gaman hefði verið að sjá for- manninn, er hann var einn að innbyrða stórlúðurnar. Tvær trill ur reru með ýsulóð, Bensi, er fiskaði 1100 kg og Sæljón með 900. Dragnótatrillurnar lönduðu og í gær. Hæst var Björg með 1300 kg, Hafþór 1200 og Sigur- sæll 500 kg. Stærsti róður Sigur- bjargar, sem er með handfæri, skipstjóri Helgi Guðmundsson, var, er hún aflaði tvö tonn og tíu kg betur. I dag er landlega, sunnan-suðaustan stormur, sjö vindstig, en heldur að hægja. ' — Oddur. Moskvu, 28. júlí (NTB) ÁREIÐANLEGAR heimiidir í Moskvu hermdu í dag, að Krús- jeff, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, hefði orðið við beiðni Butl- ers, utanríkisráðherra Breta, um að halda áfram samstarfi sem miðar að því að tryggja friðinn í Laos. Bretar og Rússar gegndu formennsku á Genfarráðstefn- unni um Laos 1962. Rússar hafa að undanförnu hófcað að segja af sér formennsku og fyrrgreindar heimildir herma, að þeir muni gera það, verði ekki samþykkt tillaga þeirra um að Genfarráð- stefnan frá 1962, sem tryggja átti hlutleysi og sjálfstæði Laos, verði kölluð saman á ný. Fjórtán lönd áttu sæti á þess- ari ráðstefnu og hafa Sovétríkin sent þeim öllum tillögu sína. Richard A. Butler, utanríkis- ráðherra Breta, kom til Moskvu í gær og í morgun ræddi hann við Krúsjeff og Andrei Gromyko, ut- anríkisráðherra. Við þær viðræð- ur kvað Gromyko Rússa stað- ráðna í að greiða ekki skuldir sínar við Sameinuðu þjóðirnar vegna gæzlustarfa þeirra í Kongó og á Gaza-svæðinu. Fréttamenn segja, að viðræður Butlers og Krúsjeffs hafi fyrst og fremst snúiz um Laos og verið vinsamlegar. Herma heimildir, að Krúsjeff hafi falhzt á að fresta því að láta verða af hótun sinni um að hætta því samstarfi við Breta, sem beinist að því að varð veita friðinn í Laos. Heimildir herma einnig, að Butler hafi gert Krúsjeff ljóst, að Bretar væru fúsir til þess að fallast á tillög- una um að kalla saman Laosráð- stefnuna, ef gengið yrði að ýms- um skilyrðum. T.d. hafði Butler lagt áherzlu á að áður en ráð- stefnan hæfist yrðu hinir stríð- andi aðilar í Laos að semja vopna hlé og halda aðeins þeim stöðvum sem hefðu verið í þeirra höndum í febrúar sl. Auk Laos ræddu Krúsjeff og Butler önnur vandamál, sem eru ofarlega á baugi í heiminum, þar á meðal afvopnun. Einnig ræddu þeir aukin viðskipti og menning- Jón Kjartansson h.f. 155.400 Kaupfélagið Björk 151.000 Jónas Oddss. héraðslækn. 98.700 Aðalst. Valdimarss. skipstj. 70.800 Árni Halldórss. skipstj. 64.500 Kristinn Karlsson skipstj. 60.800 Karl Símonarson Vélsm. 63.000 Elís Guðnason rafv.m. 52.300 Jafnað var niður samkvæmt gildandi útsvarslögum. Ekkert út svar var lagt á eignir og ekkert útsvar lagt á menn 67 ára og eldri. Að lokum voru öll útsvör lækkuð um 7%. — G. W. Erlendar fréttir Köln, V-Þýzkalandi, 29. júlí — NTB: Iðnsamband V-Þýzkalands hefur skýrt frá því, að verðlag í land inu hafi hækkað um 14% á sL fimm árum. Kaup hafi hins veg- ar hækkað að meðaltali um 52% á sama tíma. Sao Paulo, 29. júlí — NTB: Talið er, að a.m.k. 20 hafi látíð lífið í kuldum þeim, sem að und anförnu hafa gengið yfir í BrasU íu. Mestur mun kuldinn hafa orð ið — 4 stig. Kairó, 29. júlí — NTB:_ Egypzka flugfélagið hefur fest kaup á 7 nýjum Comet-þotum, til viðbótar þeim, sem fyrir eru. París, 29. júlí — NTB: — Fasfcaráð Atlantshafsbandalags- ins, NATO, kvaddi í dag Dirk Stikker, sem nú hefur látið af framkvæmdastiórastörfum banda artengsl landa sinna. lagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.