Morgunblaðið - 30.07.1964, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.07.1964, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Annast skattkærur Friðrik Sigurbjörnsson lögfræðingur, Morgunblað- inu. Heima Fjölnisveg 2. Sími 16941. Geymið auglýsinguna. 2—3 herb. íbúð óskast fyrir ung barnlaus hjón. Algjör reglusemi. Fyrir- framgreiðsla, ef óskað er. Tilb. merkt: „Sem fyrst — 9839“ sendist Mbl. fyrir 6. ágúst. Norskur skemmtisiglingabátur með seglaútbúnaði, 11 feta lang ur úr plasti, til sölu. Uppl. í síma 12893. Duglegur maður óskast nú þegar til af- greiðslustarfa. Vald. Poulsen hf. Klapparstíg 29. Píanó Gott píanó til sölu. Sann- gjarnt verð. Unglingareið- hjól til sölu sama stað. — Uppl. í síma 41983. Bókageymsla 20—30 ferm. óskast. Góð aðkeyrsla æskileg. Tilboð, merkt: „Útgáfa — 9837“ sendist Mbl. fyrir 6/8. Frá Fatapressu A. Kúld Vesturgötu 23, lokað verð- ur frá 3—lff ágúst vegna sumarleyfa. Píanó Stórt og gott amerískt píanó til sölu. Uppl. í síma 13455. Pobeda árg. ’56 til sölu Uppl. eftir kl. 20.00. Sími 32300. Er kaupandi að heddi á Taunus 15M, árg. 1955. Sími 75, Stokkseyri. Útlærð hárgreiðslukona óskast á hárgreiðslustofu á góðum stað í bænum. Kaup eftir samkomulagi. Tilboð merkt: „Hárgreiðsla — 4221“ sendist Mbl. fyrir 5. ágúst. Eitt berbergi óskast til leigu. Uppl. í síma 22150. Keflavík — Nágrenni Kominn heim, opna á morgun kl. 1. Sauðakjöt, hrossakjöt, svið, hansatólg o. s. frv. Tökum að okkur að rífa og hreinsa steypu- mót í ákvæðisvinnu. — Hringið í síma 36629. Við skerpum sagirnar Bitstál — Simi 21500. Grjótagötu 14. Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjist og beiðist, þá trúið að Þér hafið öðlazt það og þér munuð fá það (Mark. 11, 24). í dag er fimmtudagur 30. júlí og er það 212 dagur ársins 1964. Eftir lifa 154 dagar 15. vika sumars byrj- ar. Árdegisrháflæði kl. 10.02. Síð- degisháflæði kl. 22:17 Fjara er sem næst 6 til 6*4 stundu eftir há- flóð. Tímarnir eru miðaðir við Reykjavík. Bilanatilkynningar Rafmagns- veitu Keykjavíkur. Simi 24361 Vakt allan sólarhringinn. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki vikuua 20.—27. júní. Slysavarðstofan i Heilsuvernd- arstöðinni. — Opin allan sólar- hringinn — simi 2-12-30. Næturvörður er í Ingólfsapó- teki vikuna 25. júlí til 1. ágúst. Neyðarlæknir — simi: 11510 — frá kl. f-5 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Kópavogsapótek er opið alia virka daga kl. 9:15-8 laugardaga frá kl. 9,15-4., hclgidaga fra kl. 1-4 e.h. Simi 40101. Helgidagavarzla í Hafnarfirði laugardag tii mánudags- morguns 25. — 27. júlí: Kristján Jóhannesson s. 50056 Næturvarzla aðfaranótt 28. júlí Jósef Ólafsson simi 51820. Nætur varzla aðfaranótt 29. júlí Eiríkur Bjömsson sími 50235. Nætur- varzla aðfaranótt 30. júlí Bjarni Snæbjömsson simj 50245. Nætur- varzla aðfaranótt 31. júli Jósef Ólafsson sími 51820. Næturvarzla aðfaranótt 1. ágúst Kristján Jóhannesson sími 50056. Holtsapótek, Garðsapótek og Apótek Keflavíkur em opin alla virka daga kl. 9-7, nema laugar- daga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. e.h. Orð tífsin* svara I slma lOOOt. ij 'T"" 50 ára er í dag Ingimagn Eir- íksson, bifreiðastjóri til heimilis Meistaravöllum 7. Hann verður að heiman í dag. 22. þ.m. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Kristjana Benedikts dóttir, Hveragerði og Garðar Ingólfsson bifreiðarstjóri Ljós- vallag. 18 Rvík. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Grími Gríms- syni ungfrú Ingibjörg Kristjáns- dóttir og Sveinn Fjeldsted verzl- unarmaður. Heimili þeirra er að Háaleitisbraut 40. (Ljósm: Studio Gest.s Laufásvegi 18) S.L laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Auður Helga Hafsteinsdóttir Sogaveg 166 og Ágúst Höskuldsson, Efstasundi 98. Síðastliðinn íöstudag opin- beniðu trúlofun sina ungfrú Lára Bernhöft, hjúkrunarkona (Gott- freds) og Dauglas Miner, p.t. London Sunnudaginn 19. júlí voru gef in saman í hjónaband af séra Skarphéðin Péturssyni, Bjarna- nesi ungfrú Ragnheiður ögmunds dóttir frá Sandgerði og Birgir Óskarsson, Höfn. Heimili hjón- anna er í Sólgerði, Höfn. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Gyða Ólafsdóttir Mávahlíð 29, og Hr. Eyþór Bald- ursson, Sigtúni 41. FRÉTTIR Frá mæðrastyrksnefnd:: Hvíldar- vika mæðrastyrksnefndar í Hlaðgerð- arkoti, Mosfelissveit, verður að þessu sinni 21. ágúst. Umsóknir sendist nefnd inni sem fyrst. Allar nánari upp- lýsingar í síma 1*43-49 milli 2—4 dag- lega. Séra Grímur Grimsson hefur við- talstíma alla virka daga kl. 6—7 e h. á Kambsvegi 36. Sími 34819. Viðtalstími séra Felixar Ólafssonar er alla virka daga nema laugardaga kl. 6 — 7 á Háaleitisbraut 18, sími 38352 Verð fjarverandi um tíma. Vottorð fyrir Fríkirkjafólk afgreidd á Hag- stofunni. Þorsteinn Björnsson frí- kirkjuprestur. GAIVIALT og goti BRÓKLINDINN. Maður nokkur í ísafjarðarsýslu veðsetti sig fjandanum, en ekki er þess getið á hvem hátt samn- ingur þessi fór fram, eða hvað kölski gerði fyrir manninn. Þá er fór að líða að tíma þeim, er maðurinn skyldi fara til fjandans tók honum að verða órótt, og vildi hann fyrir hvem mun geta komizt hjá þessum vistarverum. Hann fór því til fjölkunnugs manns eins og bað hann ráða. Galdramaðurinn svaraði, að mál þetta væri illt viðureignar, en ef hann færi til kirkju í öllum sjó- fötum sínum úthverfum einhvem tiltekinn helgan dag, þá myndi hann losna við kölska. Maðurinn ætlaði að fylgja ráðum þessum nákvæmlega og fór í sjóföt sin úthverf þann dag, er til var tekið, en hann fór svo til kirkjunnar, að hann hafði gleymt bróklinda sínum. Aldrei spurðist framar til manns þessa, og varð kona hans svo gröm, er hún fann bróklind- ann að hún hengdi sig í honum. Grímur Jónsson frá Súðavík 1901._________________ VÍSDKORN Menning reynist rotin hér, ranga beinir veginn. Hlakkar í einum, ef hann sér annan meinum sleginn. Magnús Gíslason frá Vöglum Spakmœli dagsins Þeim mistekst ekki, sem deyja fyrir mikið málefni. — Byron só NÆST bezti Tobías gamli var 90 ára og lagði ai stað til kirkju sunnudags- morgun með Jósafat son sinn, sem var sjötugur. Heitt var í veðri >g vegurinn ógreiður. Jósafat þreyttist og bar sig aumlega. Varð þá Tobias reiður og sagði: — Ég hef alltaf sagL að maður ætti aldrei að taka börnin sín með í kirkjuferð. Fimmtudagur 30. júlí 1964 ER THELMA DÖNSK? Það má nú segja, að upp a mörgu tekur þetta fræga fólk! Hérna sjáið þið hana Thelmu Ingvarsdóttur og stöllu hennar, dönsku fegurðardrottninguna, Yvonne Mortensen, bera á milli sín stórboxarann og fyrrverandi heimsmeistara í þeirri bönnuðu íþrótt, Ingimar Johanson. Allt þetta fólk átti að fara með sömu flugvél frá Kastrup flug- velli í Kaupmannahöfn til Miami strandarinnar í Florida, þær til að taka þátt í keppninni um ung- frú Alheim, en Ingimar til að vera dómari í sömu keppni. Þær hafa sjálfsagt ætlað, að honum rynni hið norræna blóð í æðum og myndi verða þeim hliðhollur, ef þær tækju hann réttum tökum strax í byrjun. Á hinni myndinni hefur Ingmar snúið hlutverkun- um við, og gæti svo sem vel tekið undir með manninum: „Tekit hefi ek hvelpa tvá ..." Annars kalla skandinavisk blöð Thelmu, danska, hvað sem nú það á að þýða. Er þeim ekki nóg að eiga Thorvaldsen, Eiriksen og Finsen? Þankabrot Hvað þarftu mikinn svefn? Flestir hugsa lítið um hve mik I ill svefn er þeim nauðsynlegur eða ónauðsynlegur, á meðan heils an er góð. En hinir skipta milljón um eða tugmilljónum, sem verða að leita sér upplýsingar um þetta efni, oftast vegna svefnleysis. Eftirfarandi tafla sýnir hvað sér fræðingar (læknar) telja eðlileg ast, heilbrigðu fólki á ýmsum aldri, þó er tekið fram, að svefn- þörf einstaklinga sé ætíð misjöfn og kemur þar margt til greina. Aldur 6 ára 11% klst. á sólarh. Aldur 10 ára 10 klst. á sólarh. Aldur 15 ára 9 klst. á sólarh. Aldur 20 ára 00 klst. á sólarh. Aldur 25 ára 8 klst. á sólarh. Aldur 60 ára 7 klst. á sólarh. (Aldur 100 ára 24! klst. á sóla'h.) Fimmtudagsskrítlan — Þegar við erum gift, er ég viss um að hún elskar mig. Húu er alveg vitlaus eftir giftum mönnum. Öfugmœlavísa Úr eitri er bezt að eta graut, af aurnum lýsið bræða, moka í sjóinn breiða braut, brauð af steinum snæða. Vinstra hornið Dauðanum fylgja engar aðrar ógnir en þær, sem lifið hefur skapað. Verið varkár Bifreiðaskoðun: Fimmtu- dagur R-7651 — R-7800 Varixt slysin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.