Morgunblaðið - 30.07.1964, Síða 12

Morgunblaðið - 30.07.1964, Síða 12
12 MORGU N BLADIÐ Fimmtudagúr 30. Júlí 1964 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjorar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinssoii. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. Nini og Helga sýna blússur SKA TTARNIR | Ttsvarsskráin hér í Reykja- vík er komin út. Nú eins og jafnan áður munu borg- ararnir vafalaust verða mis- jafnlega ánægðir með þau gjöld, sem á þá eru .lögð. En sú staðreynd verður þó ekki sniðgengin, að skattalaga- breyting sú, sem ríkisstjórn- in beitti sér fyrir á sl. vetri, mun hafa í för með sér veru- lega skattalækkun á öllum landsmönnum, miðað við ó- breyttar tekjur frá sl. ári. — Persónufrádráttur hefir ver- ið hækkaður allverulega, þannig, að skattfrjálsar tekj- ur einstaklinga hækka nú úr 50.000,00 kr. í 65.000,00 kr. Hjá hjónum hækka skattfrjálsar tekjur úr 70.000,00 kr. í 91. 000,00 kr. Þegar það er haft í huga, að atvinnutekjur manna hækkuðu verulega á sl. ári, er augljóst að skattarnir hefðu hlotið að hækka veru- lega, ef skattalagabreyting ríkisstjórnarinnar hefði ekki komið til. Viðreisnarstjórnin hafði tvívegis áður lækkað skatta. flún byrjaði á því, að stór- lækka tekjuskatt á einstakl- ing stráx árið 1960. Má þá segja að tekjuskattur hafi verið felldur niður af þurft- artekjum. Eru þær reglur enn í gildi. Af þeim leiðir að þúsundir fjölskyldna, lág- launafólkið, sem minnst ber úr býtum verða tekjuskatts- lausar. Næst lækkaði Viðreisnar-. stjórnin skatta á atvinnufyr- irtækjum og félögum, og gerði þeim auðveldara að af- skrifa framleiðslutæki sín og endurnýja en áður hafði tíðk- azt. Á síðasta Alþingi var svo persónufrádráttur hækkaður verulega og þannig fram- kvæmd raunveruleg skatta- lækkun miðað við að tekjur væru óbreyttar. Hinar þrjár skattalækkanir Viðreisnarstjórnarinnar sýna, að breytt hefir verið um stefnu í skattamálunum frá því að Framsóknarflokkurinn og Eysteinn Jónsson réðu hér lögum og lofum í skattamál- um. Skattar hafa verið lækk- aðir og framkvæmd skatt- heimtunnar gerð eðlilegri og heilbrigðari. — Skattheimtan miðast ekki lengur við það, að refsa einstaklingum og at- vinnufyrirtækjum fyrir að leggja sig fram um aukna tekjuöflun eða vaxandi fram- leiðslu. Hið íslenzka þjóðfé- lag, þar sem stórfelldar fram- kvæmdir og uppbygging á sér stöðugt stað, þarfnast hins vegar mikilla tekna til þess að geta orðið við kröfum borgara sinna um fjölþættar umbæt ur og framfarir. Þess vegna eru opinber gjöld einstakl- inga og atvinnufyrirtækja all há. Hitt er sjálfsagt að játa, að á hærri tekjum hafa skatta- lækkanirnar sem gerðar voru á síðasta þingi naumast haft við kaup- og verðhækkunum, þannig að menn með háar og allháar tekjur greiða heldur hærri gjöld en á síðasta.ári, en hins vegar eru gjöldin mun minni á lægri tekjum. En þeir, sem hærri tekjurn ar hafa, verða að hafa það í huga, að eitthvað verður að greiða fyrir vinnufriðinn, sem nú hefur tekizt að fá, en væg- ast sagt er vafasamt, að samn- ingar hefðu tekizt, ef áður hefði ekki verið búið að létta byrðum af láglaunafólki, þótt það þyngdi nokkuð skatta þeirra, sem hærri laun hafa. GÆTIÐ LÍFS OG LIMA rkki er ráð nema í tíma sé tekið, segir gamalt mál- tæki. Verzlunarmannahelgin er um næstu helgi. Það er einn mesti umferðatími árs- ins. Tugir þúsunda af fólki ferðast út úr kaupstöðum landsins út um sveitir, upp til heiða og fjalla. Undanfarin ár hafa oft orðið umferðarslys um þessa helgi og á fjölsótt- ustu stöðunum hafa gerzt at- burðir, sem sett hafa ómenn- ingarstimpil á þjóðina. Það er ástæða til þess að vara þjóðina við því í tíma að láta þessa sögu endurtaka sig. Akið þess vegna varlega. Gætið umferðarreglna, minn- izt þess, að dauði og sorg get- ur beðið á næsta leiti, ef gá- lauslega er að farið. Fólkið, sem leitar út í faðm íslenzkr- ar náttúru til þess að leita sér hvíldar og tilbreytingar, verð ur einnig að gera sér ljóst, að með hóflausri áfengisnautn er það að gerast sekt um mik- ið ábyrgðarleysi og afbrot gagnvart þjóðfélagi sínu. — Fullorðna fólkið, sem fremur slík afbrot, er þar með að gefa æsku landsins hraklegt for- dæmi. Unglingarnir, sem slík víxlspor stíga, eru jafnframt að leiða sorg og vonbrigði yf- ir foreldra sína. Takmark allra, ungra og gamalla, karla og kvenna, um þessa verzlunarmannahelgi ætti þess vegna að vera það, að láta hana fara vel fram og NINI OG Helga Björnsson, dætur Henriks Sv. Björnsson, sendiherra íslands í Bretlandt sýndu fyrir skömmu unglinga blússur í brezka blaðinu Helga í hvítri bómullarblússu með bláum röndum að fram- an og ? ^>alíningum. Helga (með síffa háriff) í grænni skyrtu úr kakhl, Ninl i hvítri og ryðbrúnni blússu meff reglulegu blómamunstri. Queen, sem kemur út hálfs- mánaðarlega. Þar segir, að blússutízkan breytist jafnört og lund ungu stúlknanna, og birtir nokkrar myndir af systr unum í nýjustu tegund af blússum. Blaðið getur þess jafnframt, að Nini, sem er 18 ára gömul* stundi nám við Byam Shaw listaskólann í Kensington, og leggi aðaláherzlu á teiknnigu og listmálun, en Helga, sem er 16 ára, sé enn í skóla. Charlea hjá Vidal Sassoon hefði klippt rennislétt, Ijóst og silkimjúkt hár þeirra sérstaklega fyrir myndatökuna. Nini í blússu meff fellingarpí fum í hálsmáli og á ermum. Blússan er blá og hvítköflótt. siðsamlega og tryggja þar með að hún veiti fólkinu heil- brigða gleði og holla tilbreyt- ingu frá önn hins daglega lífs, úti í hinum græna faðmi ís- lenzkrar náttúru. MIKILMENNI KVEÐUR Cir Winston Churchill sat sl. ^ mánudag síðasta fund sinn í Neðri málstofu brezka þingsins. Rúm 60 ár voru þá liðin síðan hann tók þar fyrst sæti. Minntist þingheimur þessara tím'amóta með sér- stakri viðhöfn, sem mótaðist af einlægri aðdáun á hinum mikla þjóðarleiðtoga. Winston Churchill er mikilmenni, sem skilur ekki aðeins eftir sig djúp spor í brezkum stjórn- málum, heldur í veraldarsög- unni. Það kom í hans hlut að stýra Stóra Bretlandi á mestu hættustund, sem yfir það hef- ir komið. Þegar hrun Bretlands virt- ist vofa yfir og herskarar Ad- olfs Hitlers stóðu, að því er virtist, ósigrandi við Ermar- sund, tók Winston Churchill við stjórnartaumunum og lof- aði þjóð sinni aðeins blóði og tárum. En undir forustu hans var sigurinn unninn og of- beldis- og árásaröflin hrakin á flótta. Brezka þjóðin stend- ur í mikilli þakkarskuld við Winston Churchill, sem nú er að verða níræður. Allur hinn frjálsi heimur þakkar honum stórbrotið starf og hetjulega baráttu í þágu frelsis' og mann réttinda í heiminum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.