Morgunblaðið - 30.07.1964, Page 24
bilaleiga
magnúsar
skiptiolt 21
Kimar: 211SO-21I8S
0 0 0
0 0 0
2 Z Z I
11 B 11
C C C I
r p r
0 0 0
0 0 o l
z a a
... »»—www II m m
Hátt sumarvatn
komið í
SIpURJÓN Rist, vatnamæl-
ingamáður hjá Raforkumála-
skrifstofunni sagði blaðinu í
■ stuttu viðtali í gær, að nú
væri komið hátt sumarvatn í
jökulár og yfirleitt öll vatns-
föll eftir langan þurrkakafla.
Sérstakt einkenni á þessu
vori væri það, að tæplega
væri hægt að tala um hin
venjulegu vorflóð, því að snjó
laust hefði verið upp í 700—
800 metra hæð. Maí- og júní-
mánuðir, sem að jafnaði eru
vatnsmiklir mánuðir, voru
mjög þurrir að þessu sinni og
rennsli í ám lítið.
Dagana 10.—15. ágúst fer
fram hér í Reykjavík fundur
allar ár
norrænna vatnafræðinga, hinn
fjórði, sem haldinn er. Þá
verður efnt til 10 ára sam-
starfs vatnafræðinga á vegum
UNESCO og taka fslendingar
þátt í því með hinum Norður-
löndunum. Á að kanna hinn
svokallaða vatnsbúskap jarð-
arinnar, áveitur, virkjanir o.
fl. Mönnum verður alltaf ljós-
ara, hve lajkiivægt vatnið er,
sérstaklega í þéttbýlum lönd-
um, og sagði Sigurjón Rist, að
einnig væri nauðsynlegt, að
við gerðum okkur grein fyrir
verðmætum allrar þeirrar
vatnsorku, sem hér er að
finna.
Þessa mynd tók Ijósmyndari Mbl. Sv. Þ. á dögunum af nýjum vegaraafla, sem verið er að gera aust-
ur í Mýrdal. Mun hann vera um 800—900 metra langur og kemur í stað gamla vegarkaflans inn I
Vík í Mýrdal, sem er ökumönnum kunnur fyrir glæfraiegar beygjur. Myndin var tekin við sýslu-
mannssetrið við Vík.
i
Lík finnst
í Ölfusá
STANGAVEIÐIMENN fundu
lík af karlmanni í flæðarmál-
inu skammt ofan Ölfusárósa
um fimmleytið í gær. Gerðu
þeir bóndanum á Hrauni við-
vart og tilkynnti hann lög-
reglunni á Selfossi um fund
þennan. Kom hún á vettvang
og flutti líkið til Reykjavíkur.
Rannsóknarlögreglan í
Reykjavík hefur fengið málið
til meðferðar, en ekki var
hægt að bera kennsl á líkið í
gærkvöldi, en það virðist hafa
verið í sjó um þriggja vikna
eða mánaðarskeið.
Ekkert kom fram
um orsök lekans
f GÆRMORGUN kl. 10 hófust
sjópróf vegna óhappsins út af
Hellnanesi á mánudagskvöid, er
leki kom að Hrefnu RE með þeim
afleiðingum, að skipið sökk tveim
ur stundum síðar. Kristján Jóns-
: son, borgardómari, var í dómara-
sæti, þegar skipshöfnin á Hrefnu
var yfirheyrð. Gat enginn skip-
verja gert sér grein fyrir því,
hvernig lekinn byrjaði.
Einar Guðjónsson, skipstjóri á
Hrefnu, sagði í réttinum, að þeir
hefðu verið að dragnótaveiðum í
góðu veðri og verið að taka ann-
að holið, þegar menn tóku eftir
sjó í lestinni. Fór skipstjórinn
niður í vélarrúmið, þar sem sjór-
inn náði þá upp á miðja vél. —
Kallaði hann á vélstjórann og
fóru þeir báðir að huga að dæl-
um skipsins, en vélin stöðvaðist
og lensidæla um leið. Ljósavél,
sem var í sambandi við dælu,
gekk ekki heldur. Báðu þeir því
Sigurður með 343
tonn af karfa
TOGARINN Sigurður kom inn
á þriðjudagsmorgun með 343
tonn af karfa af miðunum við
A-Grænland. Hefur togarinn afl
að vel að undanförnu, fengið rúm
1200 tonn í fjórum veiðiferðum
Skipstjóri í þéim var Svavar
Benediktsson. Skipið fer aftur á
veiðar í dag.
Fjölmennl héniðsmót Sjólf-
stæðismnnna í Strondosysln
SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld
efndu Sjálfstæðismenn í Stranda
sýslu til héraðsmóts að Sævangi.
Sr. Andrés Ólafsson setti sam-
komuna og stjórnaði henni.
Dagskráin hófst með einsöng
Erlings Vigfússonar, óperusöngv-
ara, en undirleik annaðist Ragn-
ar Björnsson, söngstjóri. Þá
flutti Sigurður Bjarnason, alþm.,
ræðu. Síðan söng Erlingur Vig-
fússon einsöng öðru sinni. Þessu
Jörundur III. með
3000 tunnur í kasti
JÖRUNDUR III frá Reykjavík
var væntanlegur til Raufar-
hafnar um hálffimm Ieytið i
nótt með 2800 tunnur af stórri
og feitri söltunarsíld, sem
veiddist í einu kasti um 110
mílur austur af Raufarhöfn
um hádegisbil í gær. Er þetta
einn mesti afli, sem síldveiði-
skipi hefur tekizt að ná úr að-
eins einu kasti. Var kastað
eftir asdic-tæki og gekk vel
að ná síldinni og það tók um
þrjár klukkustundir.
Blaðið átti tal af Magnúsi
Guðmundssyni skipstjóra á
Jörundi í gegnum Raufarhafn-
arradíó um miðnætti og spurði
hann, hvort þetta væri ekki
mesti afli, sem hann vissi til
að skip hefði fengið i einu
kasti. Sagði Magrús, að erfitt
væri að fullyrða um það, en
þetta væri það mesta, sem
hann vissi til að háfað hefði
verið í einn og sama hát.
næst flutti Bjarni Benediktsson,
forsætisráðherra, ræðu. Að lok-
inni ræðu ráðherrans fluttu
Róbert Arnfinnsson og Rúrik
Haraldsson skemmtiþátt. Var
ræðumönnum og listamönnunum
mjög vel tekið. Lauk samkom-
unni með dansleik fram eftir
nóttu.
Mót þetta var mjög fjölsótt,
fór vel fram og var hið ánægju-'
legasta í alia staöi.
Aðalkonsúll Belga
HINN 13. júlí gaf utanríkisráðu
neytið út tilkynningu þess efnis,
að Kristjáni G. Gíslasyni, ræðis-
manni Bel//- í Reykjavík, hefði
! verið veitt nafnbót aðalræðis-
manns.
Eldflaugarskotið
um miðnætti
ELDFLAUGARSKOTI Fraklka
á Mýrdalssandi hefur verið frest
að um nokkra tíma frá því, sem
áður var tilkynnt, og áætla þeir
skotið á tímanum kl. 23,30 —
j 02,30 í kvöld. x
I um aðstoð nálægra skipa og fóru
í gúmmíbátana. Skipið sökk á
I tveimur klukkustundum.
Ekkert hefur enn komið fram,
er upplýst gæti orsakir þessa
1 skipstapa. Skipstjórinn gat þess
við sjópróf, að hann hefði orðið
var við lítilsháttar leka undan
1 styttu í vélarrúmi, sem þó er ekki
talinn hafa verið alvarlegs eðlis.
j Verða nú rannsökuð tækniatriði
og sjóprófum frestað í bili. Verð-
j ur málið lagt fyrir skipaskoðun-
arstjóra og saksóknara ríkisins
til umsagnar, þegar rannsókn í
sjódómi lýkur.
Kristján Jónsson, borgardóm-
ari, sagði í stuttu viðtali við Mbl.,
að myndirnar, sem birtust í
.blaðinu í gær, hafi komið að
miklu gagni við sjóprófin, og í
sumum tilvikum gætu svipaðar
j myndir upplýst mikilvæg atriði,
en örsjaldan væri hægt að kom-
ast yfir ljósmyndir af sjóslysum.
Heitt
vatn í
Aðaldal
JARÐHITARANNSÓKNIR
hafa að undanförnu farið
fram norður í Aðaldal á veg-
um Raforkumálaskrifstofunn-
ar. Hafa athuganir verið
gerðar allvíða og fyrir nokkr-
um dögum var borað niður á
heitt vatn í landi Hafralækjar.
Þar var boruð hola um 100
metra í jörðu niður o<g komið
niður á 75 stiga heitt vatn,
7—8 sekúndulítra.
AKRANESI, 29. júlí. — Vélbát-
urinn Höfrungur II kemur til
Þorlákshafnar í kvöld. Bíll er á
leiðinni þangað með haustsíldar-
nót. Vélbáturinn Haraldur er og
á leið til Þorlákshafnar.
— Oddur.
íslenzka krónan viður-
kennd ■ frihöfninni ?
PYRIR fjórum mánuðum rúm-
um sendi Ólafur Thordersen, frí-
hafnarstjóri á Keflavíkurflug-
velli, utanrikisráðuneytinu bréf,
þar sem hann fór fram á, að
veitt yrði heimild til að taka við
íslenzkum gjaldmiðli fyrir vörur
í fríhöfninni í stað þess, að nú
er aðeins erlendum gjaldeyri
veitt viðtaka. Er mál þetta nú til
athugunar í ráðuneytinu.
í samtali við blaðið í gær
sagði Ólafur, að ráðuneytinu
þætti sennilega meiri hagur af
því að selja vörur í fríhöfninni
aðeins fyrir erlendan gjald-
eyri, en nú væri íslenzka
krónan búin að öðlast það
mikla viðurkenningu í er-
lendum bönkum, að, ferðamenn
eyddu gjaldeyri í frínöfninni hér,
en skiptu svo íslenzkum pening-
um í bönkum erlendis, þegar
þangað kæoni, þó að í smáum stíi
væri.
Með flutningi flugþjónustu
Loftleiða á Keflavíkurflugvöll
eykst umferð íslendinga um frí-
höfnina að mun. Sigurður Magn-
ússon, fulltrúi Loftleiða, sagði
í viðtali við blaðið í gær, að
það liti út sem lítilsvirðing á ís-
lenzku krónunni, ef ekki verður
tekið við henni í fríhöfninni.
í fríhöfninni eru á boðstólum
skartgripir, áfengi, tóbak, ilm-
vötn, myndavélar o. fl., sem
sennilega er óviða hægt að fá
við jafnlágu verði og þar. Hafa
útlendir ferðamenn lýst því,
hversu vöruúryal væri miklu
meira í fríhöfniijni á Keflavíkur-
flugvelli en t. d. í Luxemborg.
Hafa sumir farþegar Loftleiða á
leið frá Luxemborg til New York
viljað kaupa varning hér af þess-
um sökum. Engin takmörk eru
fyrir því, hversu mikið magn
hver einstakur flugfarþegi getur
keypt, en veittar eru upplýsingar
um innflutningsreglur á flugvöll-
um, sem flogið er til.