Morgunblaðið - 09.08.1964, Qupperneq 6
6
MORGUNBL AÐIÐ
Sunnudagur 9. ágúst 1964
Frú Segerstrále, prófessor Segerstrále, frú Guðrún Þórarinsdóttir og séra Sigurjón Guðjónsson
í Saurbae.
Ég vona að fresko máiverkið
fproskist og dafni á Islandi
Stutt samtal við prófessor Lennart
Segerstrále frá Finnlandi
E I N S og kunnugt er dvaldist (
prófessor Lennart Segerstrále,'
frá Finnlandi, hér á landi í rúma '
2 mánuði i sumar. Vann hann
hér að miklu freskó-málverki í j
Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðar-
strönd. Rétt áður en prófessor
Segerstrále fór héðan af landi
burt heim til Finnlands, hitti
Mbl. hann að máli og komst
prófessorinn þá m.a. að orði á
þessa leið:
„Það er að mínu áliti sérstak-
lega þýðingarmikið", sagði pró-
fessor Segerstrále, „á þessum
tímum, að listamennirnir fái
verkefni og tækifæri til þess að
skreyta opinberar byggingar
með listaverkum sínum. Þar fær
fólkið sjálft tækifæri til þess að
kynnast listinni í sínu daglega
umhverfi og hún kemst inn í
vitund þess sem nauðsynlegur
þáttur í daglegu lífi. Af því leiðir
að listin nálgast þjóðlífið, og set-
ur svip sinn á menningarlíf sam-
félagsins.
Slík tækifæri til þess að vinna
stór listaverk á opinberum stöð-
um myndu skapa freskó-málverk-
inu aukna möguleika og ný og
þýðingarmikil verkefni. Fjar-
lægðin milli listamannsins og
fólksins myndi hverfa. Það er til
margt fólk, sem aldrei fer á list-
sýningar. En það myndi ekki
komast hjá að heimsækja hina
opinberu staði og verða þar fyrir
áhrifum listarinnar.
Það er þessvegna að slík verk-
efni geta átt ríkan þátt í því að
skapa samband milli þeirra sem
ráða hinu ytra útliti hins daglega
umhverfis og þeirra, sem listina
skapa.
Það er einlæg von mín að það
verk, sem framkvæmt hefur ver-
ið í Saurbæ, og sem mér var falið
í fullu samráði við íslenzka lista-
menn muni verða til þess að ýta
undir heillavænlega þróun fyrir
freskó-málverkið á íslandi.
„Mér þykir einnig mjög vænt
um“, segir prófessor Segerstrále,
„að ég átti kost á að kynna dug-
andi íslenzkum múrara reynslu
mína og þekkingu á þessu sviði.
Þessi múrari, hr. Þórir Bergsteins
son, hefur nú þá þekkingu og
tækni til brunns að bera, að ís-
lenzkir vinir mínir í hópi lista-
manna, ættu nú að geta tekið að
sér að mála freskó-málverk í op-
inberum byggingum á íslandi.
Freskó-málverkið hefur haft
mikil áhrif í ýmsum löndum, t.d.
£ NoregL Ég nefni aðeins örfáa
norska listamenn eins og t.d. pró-
fessor Axel Revold, Alf Rolfsen
og Per Krogh, sem haft hafa
mikil og heillarík áhrif á listalíf
landsins.
Aðstaða mín innan norræna
listamannasambandsins allt frá
upphafi þess til þessa dags, hefur
orðið til þess að gera þróun nor-
rænnar listar og stöðu hennar í
þjóðfélögum Norðurlandabúa að
hjartfólgnu áhugamáli mínu. Þeg
ar ég nú yfirgef fsland, þá óska | Ég vona líka að freskó-málverkið
ég íslenzkum listamönnum alls
velfarnaðar í framtíðinni og
þakka þeim þann trúnað og
eigi eftir að blómgast og þrosk-
ast á íslandi", sagði prófessor
traust, sem þeir hafa sýnt mér. Segertrále að lokum.
Löndunarbryggjur
SR endurbættar
Trémaðkur hefur veikt undirstöðurnar
SIGLTJFTRÐI, 7. ágúst — í dag
hefur verið gerð rannsókn á
löndunahryggjum SR á Siglu-
firði undir tæknilegri stjórn Vil-
hjálms Guðmundssonar verk-
fræðings. Var kafari við það
verk í allan dag að athuga
burðarstaura bryggjunar, en
ástand hennar hefur verið talið
mjög bágborið vegna þess hve
lítið hefur verið gert við þær
undanfarin síldarleysisár en
trjámaðkur mun vera að veikja
undirstöðurnar.
Árið 1!>62 var því veitt athjlgli
að þarna væri „maðkur í mys-
unni“ og voru þá reknir nið-
ur nokkrir staurar undir lönd-
Unartækin, svo þau eru á örugg-
um grundvelli. Hefur staðið til
að endurbæta bryggjuna, ea
síldarleysisárin gert það að verk-
um að ekki hefur fyrr verið haf-
izt handa. Nú er annað hvort að
hrökkva aða stökkva með þetta
og eru endurbætur ákveðnar.
Færiböndin uppi á bryggjunni
og færiböndin sem dreifa síld-
inni um þrærnar eru einnig
farin að láta sig. Eru þau 12—14
talsins og flest orðin 15—20 ára
gömul. Stendur nú til að endur-
bæta þau.
Þá er langt komið að fylla upp
hafnarbakkann fyrir framan
verksmiðjuna, en unnið hefur
verið að því á áföngum síðan
1962. Er þar grunnt vatn, og með
þessu fæst betra athafnasvæði
fyrir framan verksmiðjuna.
Niðurstöðutölur ijórhugsuætlunar
Putreksfjurðar 6,5 millj. kr.
PATREKSFIRÐI, 7. ágúst. —
Skrá yfir útsvör og aðstöðugjöld
á Patreksfirði var lögff fram 25.
júlí s.I. Jafnað var niður útsvör-
um, samtals 3.850.000,00 á 315
gjaldendur, þar af 5 félög. 52 að-
ilar eiga að greiða aðstöðugjald,
samtals kr. 715.000,00.
Útsvör voru lögð á eftir hinum
lögboðnu útsvarsstiga samkvæmt
lögum um tekjustofna sveitarfé-
laga og ö’i útsvör síðan lækkuð
um 23%. Bætur almannatrygg-
inga aðrar en fjölskyldubætur,
voru undanþegnar útsvarsálagn-
ingu. Útsvör fólks á aldrinum
65—70 ára voru lækkuð um V*
og útsvör fólks 70 ára og eldri
voru lækkuð um helming.
Hæstu útsvör bera: Finnbogi
Magnússon, skipstjóri 97.900,00
Jón Magnússon skipstj. 74.200,00
Héðinn Jónsson, skipstj. 60.800,00
Hallgr. Matthías. stýrim. 56.800,00
Cesar Ólafsson, vélstj. 52.500,00
Kristján Sigurðs. læknir 50.600,00
Hæstu aðstöðugjöld eiga að
greiða:
Hraðfr.h. Patreksfj. h.f. 203.700,-
Kaupfélag Patreksfj. 154.700,-
Fískiver h.f • 45.700,-
Vörður h.f. 43.600,-
Niðurstöðutölur í fjárhagsáætl
un Patrekshrepps 1964 eru kr.
6.483.000,00. Hæstu gjaldaliðir
eru gatnagerð 820 þús., Almanna
tryggingar 716 þús., til hafnar-
framkv. 500 þús., menntamála
486 þús. og til byggingar áhalda
hiiss og tækjakaupa 700 þús.
Eftirlitsleysi
í kvikmyndahúsum
Mætur borgari hér í
Reykjavík hringdi fyrir nokkr-
um dögum til Velvakanda.
Kvartaði hann undan því, hve
algengt væri, að gestir í kvik-
myndahúsum yrðu fyrir ónæði
af völdum hálfdrukkinna ungl-
inga. Kvaðst hann nú hafa orð-
ið fyrir því þrjú síðustu skiptin,
sem hann hefði farið í bíó, að
hálfdrukknir og veldrukknir
unglingar hefðu setið á næsta
bekk fyrir aftan sig. Hefðu þeir
greinilega verið undir áhrifum
og borið vínið heldur illa, talað
hátt og verið með annars konar
háreysti, svo að ekki hefði ver-
ið nokkur leið að njóta talsins
í myndinni, og varla myndar-
innar sjálfrar heldur. Maður
þessi, sem er þekktur skóla-
stjóri, sagðist halda, að ástandið
væri einna verst hvað þetta
snerti í Háskólabíói, a.m.k. um
þessar mundir.
Skyldur kvikmynda-
húsanna við gesti
Einkennilégt væri, að eng-
inn eftirlitsmaður skuli gæta
þess, að gestir séu í friði fyrir
drukknu fólki eða ólátaseggj-
um. Hvað eru dyraverðirnir og
sætavísurnar að gera, meðan
kvikmyndin er sýnd? Felst ekki
eftirlit af hálfu kvikmyndahúss-
ins í miðaverðinu? Bíóhúsunum
hlýtur að vera skylt að láta
vísa þeim út, sem ónæði valda.
Þá kvaðst hann ekki skilja í
því, að kvikmyndahúsin létu
a.m.k. ekki hafa eftirlit með því
að fólk (aðallega börn og ungl-
ingar) sparkaði ekki upp á sæt-
in fyrir framan sæti þess og
ylli þar með skemmdum. Þetta
kvaðst hann hafa séð oftar en
einu sinni, t.d. í hinu glæsilega
kvikmyndahúsi, Háskólabíói. —
Það eru heldur engir mannasið-
ir að leggja lappirnar upp á
næsta sæti.
Að lokum sagði hann óþarfa
fyrir bíóin að selja poppkorn
(,,pop-corn“). — Umbúðunum
fylgdi hátt og brakandi skrjáf,
sem truflaði bíógesti; lyktin af
korninu er frámunalega vond
og óviðkunnanleg; og svo væri
það vægast sagt ómenningarlegt
að taka til matar síns í kvik-
myndahúsum. Getur þetta fólk
ekki étið annars staðar en í
bíói? Fær það ekki mat heima
hjá sér? Hefur það ekki reglu-
lega matmálstíma?
Gamalt kvörtun"'--
efni bíógesta
Velvakandi þekkir vel
þessi umkvörtunarefni, enda
hafa þau oftar en einu sinni
verið gerð að umtalsefni hér í
dálkum. Um tíma gekk meira
að segja svo langt í sumum
kvikmyndahúsum, að starfs-
fólkið sjálft olli mesta ónæðinu,
þ.e. unglingstelpur, sem vísuðu
til sæta, en brugðu síðan á leik,
meðan á sýningu stóð: hlupu
um ganga og stiga með ærslum
og glettust við jafnaldra stráka.
E.t.v. hefur ástandið eitthvað
batnað sums staðar, en hvergi
nándar nærri nóg. Þeir, sem
kvikmyndahúsunum ráða, virð-
ast ekki allir skilja, að þeir eiga
skyldur að rækja við gesti sína,
sem hafa keypt sig inn, en e.t.v.
nenna þeir ekki, eða treysta sér
ekki til, að hafa aga á starfs-
fólki sínu. Þó er þetta í raun-
inni lítill vandi. T.d. var Vel-
vakandi í Nýja biói um daginn.
Tveir drengir, sem sátu við hlið
hans, töluðu hátt saman. Ekki
voru þeir þó áminntir, fyrr en
þeir fóru að svæla sígarettur.
Þá kom ung stúlka til þeirra og
sagði prúðmannlega en með
festu, að þeir yrðu að slökkva í
sígarettunum og hafa hægt um
sig. Þeir hlýddu. E.t.v. væri þó
bezt að vísa öllum slíkum gest-
um tafarlaust út. Þá „tækju
þeir ekki sjansinn" að ólmast
og reykja í von um, að ekki
verði til þess tekið.
BOSCH
KÆLISKÁPAR
frá 4%—8Í4 cub.fet.
Ennfremur
FRYSTIKISTUR
Söluumboð
HÚSPRÝBI h.f.
Sími 20440 og 20441