Morgunblaðið - 12.08.1964, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 12. ágúst 1964
MORGUNBLAÐIÐ
13
Ólafur Ragnars:
Brúnstakkar undir
rauðum fána
ALKUNNA er, að þeim sem í
glerhúsi búa er oft gjarnt til að
hefja grjótkast á náungann.
Leppstjórnin í A-Þýzkalandi
hefur um árabil viðhaft slíkt
grjótkast á v-þýzku stjórnina,
og á ég þar við hin sífelldu
áróðurshróp hennar í blöðum,
útvarpi og sjónvarpi, svo sem:
„Hitlersgeneralar við völd í
Bonn, Bonn gengur í spor Hitl-
ers“ o. s. frv. Mér þykir eðlilegt
af álykta, að í Þýzkalandi verði
hægt að finna gamla nazista á
komandi árum. Þjóðverjar geta
ekki hreinsað sig af því, sem
heild, fyrr en sú kynslóð, sem
hfði meðan Hitler var við völd,
er dáin út. Sjálfskgt er þó að
reyna allt til þess að þessir
menn séu ekki í áhrifastöðum,
og ef kunnir eru um þá stríðs-
glæpir, að draga þá fyrir rétt,
Walter Ulbricht.
Ulbricht ekki með
krabbamein?
Berlín, 6. ágúst. NTB.
• A-þýzka blaðið „Neues
DeutschlandM visaði á bug
sem staðleysu þeim fregnum,
er birzt hafa í v-þýzkum blöð
um um að kommúnistaleiðtog
inn Walter Ulbricht, sé háid-
inn krabbameini og eigi ekki
langt eftir ólifað.
Sakar Neues Deutschland
vikublaðið „Der Spiegel“ um
að hafa átt upptökin að þess-
um iréttum. Hafi vikuritið vís
vitandi og af fjandskap, borið
út alls kyns ósannar staðhæf-
ingar um heilsufar Ulbrichts.
Þegar „Der Spiegel“ skýrði
frá því fyrir skömmu að
heilsu Ulbrichts væri svo á-
bótávant. bar blaðið tengda-
son Krúsjeffs, ritstjórann Al-
exei Adsjubei, fyrir íréttinni.
— 'k —
Von Halt látinn.
Miinchen, 6.ágúst. NTB.
• Heiðursforseti V-iþýzku
Olympíunefndarinnar, Dr.
Karl Ritter von Halt, lézt í
gærkveldi í Munchen, 73 ára
að aldri. Hann hafði um langi
skeið átt við heilsuleysi að
stríða, þjáðist af blóðrásar-
truflunum og fyrir skömmu
var tekinn af honum annar
fóturinn.
eins og v-þýzka stjórnin leggur
sig fram við, eftir því sem hægt
er.
Með þessum æsiskrifum, sem
má lesa um allan heim, þar sem
kommar hafa einhver ítök, hefur
leppstjórnin í A-Þýzkalandi aðal-
lega tvennt í huga, í fyrsta lagi
er hún að klóra yfir eigin glæpi,
svo og vonast hún með því að
kúpla v-!þýzku stjórnmni í
Bonn saman við nazisma, takist
að hindra sameiningu Evrópu,
sem vestrænar Evrópuþjóðir eru
sífellt að vinna að í ríkari mæli.
Þar sem a-þýzkir kommúnistar
segjast vera mestu anti- nazistar
í Mið-Evrópu og þótt viðar væri
leitað, gæti maður þá a.m.k.
ekki ætlast til af þessum áróðurs-
skribentum að ekki væri hægt
að koma þeim í samband við
nazista?
Ef við tökum fyrst fyrir aðal-
málgagn a-þýzku leppstjórnar-
innar, „Neues Deutschland", sem
hefur alltaf ótæmandi orðaforða
ef nefna þarf Bonn og haka-
krossinn í sömu setningunni,
komumst við á raun um að einn
ritstjóranna þar, dr. Gúnter
Kertzsher, gekk í nazistaflokk
Hitlers sáluga í maí 1937 og fékk
meðlimsnúmer 4 532 251.
Annar þindarlaus; aðalritstjóri
blaðsins „þýzk utanríkispólitík“,
sem hefur- jafnvel gengið svo
langt að kalla frændur vora
Norðmenn gróðrarstíu fyrir ný-
nazista. Heitir sá Hans W.
Aust en hann gekk í nazista-
flokkinn 3 mánuðum eftir að
Hitler komst til valda 1933 og
hlaut númerið 2 657 972. Þar
sem við erum að ræða um blaða
menn leppstjórarinmar, skulum
við athuga einn annann sem
aldrei sleppir tækifæri til að
sverta Bonnstjórnina, það er
Benjamin Dietrich, við „National
^ Zeitung" og stjórnarmeðlimur í
a-þýzka blaðamannafélaginu.
! Hann gekk í nazistaflokkinn í
ágúst 1930, númer 295 808. Hann
gekk líka inn í hið alræmda
S. A. (Sturm Abteilung) og var
með í árásinni á „gyðinga sósíal-
demókrata, bolsevika x>g annað
úrþvætti", svo maður vitni í
fyrrverandi yfirmenn Dietrich.
Skáldkonan Ruth Kraft, sem
eyðir miklum kröftum í að
skrifa um Hitlersgeneralana I
V-Þýzkalandi. Hún gekk í naz-
istaflokkinn í september 1938,
númer 7 012 382. Hún hefúr
alltaf verið einlæg baráttu-
manneskja fyrir friði, segja
kommúnistar, en þeir gleyma
auðvitað að geta þess þegar hún
innritaði sig sem sjálfboðaliði
til rakettustöðvarinnar í Peene-
| múnde á stríðsárunum. í „Volks-
j kamrner" (þ.e. einskonar Al-
J þingi þeirra), sem samanstendur
I teoriskt af kjarna fólksins, sitja
| og h'afa setið tugir manna sem
1 tóku þátt í gerðum brjálæðings-
Hitler, allt frá venjulegum
! flokksmeðlimum til S.S. (Sturm
Staffel) manna. Nöfn eins og t.d.
\ próf. Kurt Sauberlich. Sá gekk
á band nazista í júní 1930, og
var meðlimur númer 250 696. í
nóvember 1937 gekk hann í S.S.,
meðlimur þar númer 344 719. í
Dresten vann hann fyrir Gestapo
og í október 1939 varð hann út-
nefndur „S.S.-Untersturmfúhr-
! er“. Vegna skrefs síns í þágu
! nazismans opnuðust augu yfir-
manna hans fyrir honum og í
janúar 1941, varð hann útnefnd-
ur af sjálfum Himmler, „S.S.-
Obersturmfúhrer“. Ekki hefur
'leppstjórnin haft þetta í huga,
i þegar hún útnefndi hann virð-
ingartitlinum „hetja alþýðunn-
ar“. — Prófessor Erich Paterna,
fyrirlesari í þýzkri sögu við
•Humbolt háskólgnn í A-Berlín.
Sá gekk í nazistaflokkinn áður
en Hitler komst til valda. Á ár-
unum 1933 til 1936 var hann
,,Rottenfúhrer“ í hinni illræmdu
S.A; deild númer 112, sem er
ábyr,g fyrir fjöldamörgum hrylli-
verkum nazista.
Ernst Grossmann gekk Hitler
á hönd í nóvember 1938, með-
limur númer 6 855 320, meldaði
sig inn í S.S. jafnframt sem hann
gekk í „Súdetendeutschen
Freikorps". 1940 tilheyrði hann
S.S. deild sem var staðsett í
gyðingafangabúðum við Sachsen-
hausen, og hefur mörg morð á
samviskunni og í verðlaun fyrir
störf sín í þágu Hitlers varð
hann útnefndur „S.S.-Unterschar
fúhrer. Eftir stríðið breyttist
liturinn úr dökkbrúnum í knall
rauðan og settist hann í mið-
stjórn kommúnistaflokksins.
Hann tók þátt í XIX. flokks-
þinginu í Moskvu, og híaut tit-
ilinn „hetja alþýðunnar".
Sá sem á heiðurinn af því að
hafa stofnsett lögreglu a-þýzku
leppstjórnarinnar (VoPo) heitir
Arno von Lensky og er general-
major að tign. Von Lensky átti
sæti í nazistadómstól í Berlín
á árunum 1939 til 1942 og eitt af
störfum hans þar, vai; þegar
hann, ásamt kollegum sínum
dæmdi 19 þýzka pólska og holl-
enska föðurlandsvini til dauða.
Max Hartwig; aðstoðar-ríkis-
ritari, hvað varðar kirkjumál í
,,DDR“. Hann gekk í október
1939 í „Waffen S.S.“, menntaðist
hjá „S.S.-Totenkopfverband“ í
Oranienbung og Buchenwald, 9.
nóvem'ber 1940 hlotnaðist honum
titillinn ,,S.S.-Sturmmann“, ár-
ið eftir var hann orðinn „S.S.-
Rottenfúhrer" og nokkrum mán-
uðum þar á eftir „S.S.-Untersc-
harfúhrer“. Duglegur að koma
sér áfram karlinn sá, hvort sem
einræðið er brúnt eða rautt.
Þannig er hægt að telja upp
gamla nazista sem nú eru í valda
s*öðum í einræðisríki kommún-
| ista í A-Þýzkalandi, og myndi
nafnalistinn nema hundrðum ef
allt væri tekið til. Þetta eru
menn sem ekki hafa lært neitt
af fortiðinni, menn sem hafa
lifað af hörmungar hins brúna
einræðis, en styðja áfram ein-
ræði í Þýzkalandi, í þetta skipti
rautt.
Merkingin sem rússalepparnir
leggja í orðið nazisti, nær ein-
göngu yfir þá menn, sem ekki
urðu kommúnistar, að stríðinu
loknu, eftir því sem bezt verður
séð.
En herrarnir í Pankow ættu að
hafa í huga um leið og þeir kasta
grjótinu að það eru þeir sjálfir
sem eiga heima í glerhúsi.
Eg bið lesendur Morgunblaðs-
ins, að taka þessa upptalningu
mína á brúnstökkum undir rauð-
um fána ekki svo að ég sé að
draga dulu yfir þá gömlu nazista
| sem enn eru til hér í V-Þýzka-
i landi, þeir eru hér enn, því mið-
ur, en Bonnstjórnin gerir allt til
að reyna að koma upp um þá
t>ó oft sé erfitt að koma með
sannanir, enda komust Rússar
yfir megnið af þeim skjölum sem
innihalda staðreyndir um störf
nazista.
Helduf ber að taka þessi skrif
mín sve að ég er að sýna fram á
að fyrrverandi starfsmenn Hitl-
ers hafa engu að siður getað
hreiðrað um sig undir verndar-
væng Ulbrichts, svo framarlega
sem rússaiepparnir gátu haft ein
hver not af þeim eins og reyndar
\arð, enda er munurinn aldrei
mikili þar sem flokkseinræði iief
ur öll tögl og hagldir.
Annað er það, sem vert er að
athuga, en það er samband A-
og V-Þýzkalands annars vegar
\
Faðirinn er liðið lík, móðirin að bana komin, en barnið leit-
ar sér að matarbita í ruslafötunum. Myndin er tekin skömmu
eftir að flokkur hermanna úr Rhódesíuher hafði iagt til'at-
lögu við víggirt þorp hins ofstækisfulla Lumpatrúarflokks
í Chinsali-héraðinu í Norður-Rhódesíu.
og Ísraelsríkis hins vegar á árun-
um eftir slríð, eða nánar tiltekið
frá 15. maí 1948 , en þá var
Ísraelsríki stofnáð. V-þýzka
stjórnin hefur lagt sig fram við
að bæta Gyðingum upp þá hroða
legu glæþi, sem nazisr.ar frömdu
gagnvart þeim á Hitlerstímabil-
inu, eins og sjálfsagt er, þó erfitt
sé að fuligjalda það; mannslíf
verða aldrei metin til peninga.
Þetta prógramm Bonnstjórnarinn
ar.heitir á þýzku „Wiedergutmnc
hung“, og felur í sér margþætta
aðstoð á hinum ýmsu sviðum, til
eflingar israelsríkis, og nemur
upphæðin milljörðum marka.
Stjórnarklíkunni í Pankow hef
ur farizt öðruvísi að, hún firrti
sig allri ábyrgð, og hefur ekki
lagt fram einn pfenning í
„Wiedergutmachung", þótt þeir
séu hlutfallslega jafn sekir V-
Þjóðverjum gagnvart Gyðingum.
Látum vera, þótt leppstjórnin
styrki ekki ísrael fjárhagslega
séð, þeir hafa ekki of mikið af
peningum sjálfir en gætu þeir
ekki veitt þeim móralskan stuðn
ing, t.d. í baráttunni gegn ArÖ'b-
um?
Nú er því þannig varið að
kommúnistastjórninni í A-Þýzka
landi gengur illa að fá sig viður
kennda, sem eðlilegt er. Þeir
reyna auðvitað allt, sem þeir
geta til að fá viðurkenningu og
þá helzt í gegnum hlutlausu rík-
in. (Þeir eru auðvitað viður-
kenndir af kommúnistaríkjun-
um). Arabar (Egyptar, Sýrland,
írak, Líbanon, Jórdanía, Saudi-
Arabía og Jemen) hafa allt frá
stofnun Israelsríkis verið með
beinar árásir á Gyðinga og hafa
hlotið stuðning Rússa. Leppstjórn
in, sem alltaf er trygg sínum hús
bændum í Kreml í þessu máli
sem öí)rum, auk þess sem hún
hefur sérhagsmuni í þegsu máli.
Þeir vonast nefnilega tíl, að ef
þeir styðja Arabana nógu kröftug
lega í baráttunni gegn ísrael, tak
ist þeim að fá að launum viður-
kenningu á hinu svonefnda
„DDR“ af arabiskum stjórnar-
völdum.
Þetta finnst kommúnistum og
þeim furðufuglum, sem þeirh
stefnu fylgja, eflaust drengi-
lega að farið, sérstaklega þeg-
ar þess er gætt að Arabar ^eru
um 40 milljónir, en ísraelsmenn
um 2 milljónir.
Ekki alls fyrir löngu kom út
bók hjá hinum múlbundna
„Dietz-Verlag“ í A-Berlín. Heit-
ir bókin „Der Staat ísráel —
Situation. und Politik" og er eftir
Iwanow og Scheinis.
Skræða þessi viðhefur svívirði-
legustu lygar um ísraelsþjóðina,
hún er ekki aðeins lík, heldur
nákvæmlega sömu tegundar og
rit þau sem voru gefin út hér
í Þýzkalandi á árunum 1933 til
1945. f bókinni stendur til dæmis:
„í ísrael hafa þeir tekið upp aftur
og lögbundið hinn svokallaða
„rétt Haiiza“. SamkvæTnt honum
er barnlaus ekkja skyldug til að
giftast bróður þess manns sem
hún hefur rnisst". Þetta er auð-
vitað staðreyndafölsun, Haliza-
lögin, sem eru árþúsunda gömul,
mæltu hins vegar svo fyrir að 1
vissum tilfellum, þegar kona
missti mann sinn, bar bróðurn-
um að taka hana inn á sitt heim
ili. Þetta voru sem sagt mannleg
lög til varnar einstæðingum.
Annað dæmi: „Þannig er lífið
í ísrael, paradís fyrir hóp fárra
okurkarla, sem verka sem ómæl-
anleg byrði á fjöldanum". Svona
er andinn í bókinni út í gegn, og
manni dettúr ósjálfrátt í hug
hvort kommar hafi ekki fengið
nokkrar línur í bókina að láni
hjá Göbbels.
Svo til að sjá hve komrrúnistar
geta verið fljótir að skifta um
skoðun. ef blása- rekur úr ann-
arri átt, nægir okkur að fara
nokkur ár aftur í tímann. Þannig
yár, þegar Gyðingar voru að
berjast fyrir að fá ísrael stofnað
á sínum tíma, voru Bretar eitt-
hvað seinir að leggja blessun
sína á fyrirtækið eins og kunnugt
er. Gerðust þá kommúnistar æst-
ir málsvarsmenn Gyðinga, t. d.
voru fyrstu vopnasendingar frá
austurblokkinni, auk þess sem
alheimskommúnistapressan út-
hellti úr skálum sínum yfir alla
nýlendukúgara og heimsvaldai
sinna, sem vildu spyrna fótum
við stofnun þessa lýðveldis. Svo
er ísrael stofnað með samþykki
Breta og annarra vestrænna
þjóða, en harðri mótspyrnu
Araba, hringsnúast þá kommar
eins og svo oft. og beina nú orku
sinni í að rífa niður Ísraelsríki,
og nota til þess svipuð slagorð
og Hitlersklíkan á sínum tíma,
auk þess sem þeir segja ísrael
varnargarð kapítalista og heims-
vaidasinna í mið- og nálægari
austurlöndum.
Raunin er sú, að kommar
græða meira á því, að fylgja
Aröbum að málum. Arabar hafa
meira að segja á alþjóðavett-
vangi, fieiri atkvæði í Samein-
uðu þjóðunum o.s.frv, Þessvegna
skirrast kommúnistar ekki við
að vera með hatrammar árásir
á Gyðinga eins og nazistar á ár-
unum 1933—1945, og gefur skeggj
aði leiguliðinn í Pankow par sízt
eftir, enda ef maður athugar hið
ólöglega leppríki hans sem komið
hefur verið á fót með gestapó-
iskum aðferðum, sér maður að
þar er margt, sem áður einkenndi
einræði Hitlers í Þýzkalandi og
hefur verið kennt við brún-
stakka.
Ólafur Ragnars.