Morgunblaðið - 12.08.1964, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 12. ágúst 1964
MORCU N BLAÐIÐ
23
Nýstárlegt skátamót
við Úlfljótsvatn
Á FIMMTUDAG hefst í Borgar-
vík við Úlfljótsvatn all nýstár-
legt skátamót.
Mótið er haldið af Minkasveit
Skátafélags Reykjavíkur í tilefni
aí fimm ára afmæli sveitarinnar,
sem er stofnuð að Úlfljótsvatni,
sumarið 1959.
Til móts er boðið einum starf-
andi skátaflokk frá hverju félagi
cirengjaskáta á landinu. Á mót-
inu verður lögð sérstök áherzla
á frumbyggjastörf, þar sem skát
arnir reisa turna, brýr ag fleiri
mannvirki úr trönum og snæri án
tilkomu hamars og nagla. Auk
þess munu þeir reisa á tjald-
búðasvæðum sínum þau mann-
virki sem þeir telja nytsamleg
eða æskileg til að auka á þægindi
þau er náttúran hefur uppá að
bjóða.
Dagskráin sem miðar öll að
því að herða á samheldni og sam
starfi flokkanna er þannig upp-
byggð, að eftir hvern lið hennar
er flokkunum gefin stig sem síð-
an verður ákveðið eftir hver
flokkanna hljóti titilinn: „Bezti
Skátaflokkur Minkamóts 1964.“
Á laugardag verður mótið opið
gestum eftir hádegi og fram til
kl 23.00. En dagskráin á þeim
tima hefur upp á að bjóða firma
keppni í skátaíþróttum, en hún
er sú fyrsta §innar tegundar sem
haldin er hér á landi, og varð-
eldur sem hefst kl. 20.30 um
kvöldið.
Heynt að kveikja í íbúð-
arhúsi við Laugaveginn
f FYRRINÓTT gerðust þau tíð-
indi við Laugaveg að brennu-
vargur gerði tilraun til þess að
83 ára
nemandi ■
flugi
HÚN er ekki bangin gamla
konan á meðfylgjandi mynd.
Aðeins áttatíu og þriggja ára
tók hún upp á því að læra að
fljúga. „Mig hefur langað til
a» læra að fljúga allar stundir
frá því ég fyrst fór í flugferð
árið 1927 — en aldrei haft að-
stæður til þess fyrr en nú, seg
ir hún og bætir við — þetta
er ógurlega spennandi.
Hún heitir Evelyn Hobday
og er frá Farnborough, — kom
þar börnum sínum tveimur til
manns og á nú fimm barna-
börn. Kennari hennar
Kenneth Barker, sem með
henni er á myndinni, segir um
þennan nýja nemanda sinn:
„Hún er fæddur flugmaður.
Flestir nemenda minna bera
merki taugaóstyrkleika, þegar
þeir hefja flugnámið, en frú
Hobday var frá því fyrsta
gædd stakri ró. Það er enginn
vafi á því, að flugið er henni
í blóð borið.
kveikja i tvílyftu ibúðarhúsi úr
timbri, en þar svaf allmargt fólk.
Um kl. hálf tvö um nóttina
varð kona, sem var vakandi í hús
inu nr. 34B við Laugaveg vör
við að hlaupið var um húsagarð
inn, og heyrðist þar síðan hljóð
líkt og maður rækist í járnplötu.
Fór konan að huga að þessu, og
veitti þá athygli, að reyk lagði
úr klefa undir tröppum hússins,
en þar voru geymdir krossviðar-
kassar og fleira eldfimt dót. Enn
fremur varð þess vart í næsta
húsi, að maður hljóp inn um bak
dyrnar, í gegnum gang í húsinu
og út um aðaldyrnar.
Kallað var á slökkviliðið, sem
slökkti eldinn í klefanum, og
urðu litlar skemmdir af.
Mál þetta er í rannsókn, og eru
það vinsamleg tilmæli að þeir,
sem hafa orðið varir við hlaup
manns eða óeðlilegt framferði á
Laugaveginum á þessum tíma að
faranótt þriðjudags, geri rann-
sóknarlögreglunni tafariaust að-
vart.
Kvikmyndatokumennirnir, sem foru ut í Surtsey.
| — Kvikmyndc
Framhald af bls. 24.
= milljónir íslenzkra króna. —
£ Einnig hefði verið mjög erfitt
S að bera allan útbúnaðinn, sem
H var um hálft tonn, upp á gíg-
= barminn.
H Jóhapnes sagði að vinnu-
= tíminn úti í eyju hefði verið
£ mjög strangur. Veður hefði
= verið hið bezta allan tímann
= og kvikmyndatökumennirnir
S orðið að nota sér góða veðrið.
H Gosið hefði stöðugt úr gignum
H og öll skilyrði verið hin beztu.
= Væru kvikmyndatökumennirn
H ir í sjöunda himni yfir árangr-
= inum. Kómu þeir til baka á
£ mánudagskvöld.
£ Kvikmyndin „The Bible“ er
= tekin r Todd-AO með nýrri
= tækni, þannig að aðeins er not
S uð ein linsa í stað þriggja áð-
= ur. Mun kvikmyndin verða
£ frumsýnd á stærsta kvik-
= myndsrtjaldi veraldar, sem er
= í Bandaríkjunum. Ta'tdi Jó-
hannes að myndin yrði tals-
vert umdeild, þar sem ein-
hverjar deilur hafa risið upp
nú þegar.
Til gamans gat Jóhannes
þess að síðustu að meðan kvik |j
myndatökumennirnir dvöld- =
ust í Surtsey sendu þeir £
skeyti þaðan alla leið lil Róm- £
ar. =
Airioi ur KviKmynuinni „ine oioie . mva geiur auam epuo. =
{niiuiHiiiiiiiuuiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiHiiiiiimiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiaiiiiiiiiiiiiiiimiisiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiimiiiiiiiiiiiiiiiiius
Drengur á hjóii
iéii í sjóinn
BORGARFIRÐI EYSTRA 11. ág.
Sl. sunnudag vildi það óhapp til
að 14 ára gamall drengur, Hjálm-
ar Geirsson, sem var á hjóli á
hafnargarðinúm hér, féll út af
honum og í sjóinn. Hjálmar kann
ekki að synda, en nærstaddur
maður Friðjón Sigurjónsson,
formaður í síldarbræðslunni,
kastaði sér til sunds og bjargaði
drengnum.
Drengir gera sér það oft að
leik að hjóla á hafnargarðinum.
Yzt á honum liggja rör, og mun
Hjálmar hafa rekizt í þau með
þeim af’eiðingum að hann fell L
sjóinn. Það hefur alloft borið við
að drengir haft fallið í sjóinn hér,
ýmist af hafnargarðinum sjálf-
um, eða af bátum.
1 dag er hér gott veður, sól-
skin og blíða, og stingur það í
stúf við þokur og óþurrka, sem
hér hafa verið að undanförnu.
í dag voru saltaðar hér 250 tunn-
ur af síld, en annars hefur mjög
lítil síld borizt hingað, Verk-
smiðjan'hefur þó tekið'við 12.000
málum til bræðslu. — Ingvar.
Þjóðverjarnir
komnir fram
EINS og greint var frá í Mbl. í
gær voru menn farnir að óttast
u n Þjóðverja, Sem. lögðu af stað
frá Möðrudal á Fjölium sl. föstu-
dag og liéldu á öræfin. Höfðu
Þjóðverjarnir látið þess getið að
þeir hygðust fara í Herðubroiðar
iindir, en Jökulsá á Fjöllum fell-
ur á milli Möðrudals og lindanna,
og er engum fær nema fuglinum
fljúgandi, svo sem kunnugt er.
Óttuðust menn að Þjóðverjarnir
hefðu e. t. v. lagt í ána þrátt fyrir
aðvaranir, en í fyrrakvöld komu
þeir heilir á húfi að Móðrudal.
Erlendur Björnsson, bæjar-
fógeti á Seyðisfirði, var farinn
að halda uppi spurnum um Þjóð-
verjana, en þá höfðu þeir v'erið
í þrjá sólarhringa á öræfunum
án þess að til þeirra spyrðist.
Höfðu þeir ekki lagt í að re»’oa
við Jökulsá.
Slys í Hafnar-
fjarðarhöfn
ER Hafnarfjarðartogarinn Mai
var að leggja frá bryggju í heima
höfn síðdegis í gær vildi það
óhapp, til, að stálvír slitnaði og
slóst ,í læri 7 ára drengs, Ingólfe>
Sigurjónssonar, með þeim afleið
ingum að drengurinn hlaut á-
verka.
Togarinn var að „keyra í
spring“, eins og það kallast á
sjómannamáli, þ.e. að búið var að
kasta lausu að aftan, en vírinn
í stefnþ hafður fastur. Þannig eru
skip keyrð til svo þau þokist frá
bryggjunni að aftan. Við átakið
slitnaði vírinn með fyrrgreindum
afleiðingum. — Ingólfur litli var
fluttur til læknis og ^íðan heim
til sín að Suðurgötu Ú0.
Hermann Ingi-
marsson golfmeist-
ari Akureyrar
Akureyri, 11. ágúst.
ÚRSLIT á golfmeistaramóti A .-
ureyrar, sem lauk á sunnudaginn,
urðu þessi:
Meistaraflokkur: 1. Rermann
Ingimarsson 316 högg. 2. Gísli
Bragi Hjartarson 317 högg. 3.
Ragnar Steinbergsson 322 nögg.
4. Hafliði Guðmundsson 327 högg.
5. Jóhann Þorkelsson 329 högg.
1. ,flokkur: 1. Hörður Stein-
bergsson 349 högg. 2. Reynir
Adólfsson (16 ára) 352 högg. 3.
Gunnar Berg 354.
Leiknar voru 72 holur í báðum
flokkum. Öldungakeppni hefst á
miðvikudagskvöld og Akureyrar
mót dceng'a 10-14 ára n.k. laugar
dag __ Sv.P.