Morgunblaðið - 12.08.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.08.1964, Blaðsíða 20
MO b r r> " » i AOIÐ Miðvikudagur 12. ágúst 19© X© HERIVEIINIA BLACK: Eitur og ást hreystandi. — Ég er viss um að hérna er ekkert að óttast. . Og svo kinkaði hún kolli og hljóp brosandi niður þrepin. Svei mér ef ég er ekki hrædd um að hún faji sér að voða, hugsaði jómfrú Maclntosh með sér og horfði á eftir henni. — En unga fólkið vill aldrei þiggja ráð. Og eiginlega kemur þetta ekki mér við. Corinna gekk hratt fram göt- una og hafnaði eindregið öllum tiiboðunum, sem brosandi piltar gerðu henni um asnakerrur Henni fannst gaman að ráða ferðinni sjálf i stað þess að láta teyma sig um borgina eins og túrista. Hún mundi margt af því sem fyrir augun bar, og nú fannst henni hún vera í æfintýraleið- angri eins og forðum með föður sínum, þegar hún átti frí úr skól- anum. Hún var lítil þegar hún missti móður sína. Faðir hennar hafði ekki viljað senda hana til Eng- lands og láta ókunnuga ættfngja ala hana upp. John Langly, sem gegndi mikilsverðri stöðu í Kairo, skrifaði einkasystur sinni og bað hana um að koma og stjórna heimilinu. Og þegar Cor- inna stækkaði fór hún í skóla í ensku klaustri. Hún var ekki heima hjá föður sínum nema um helgar. Þegar hún var tæpra fjórtán ára lét faðir hennar af embætti fyrir aldurs sakir, og fluttist þá með hana til Eng- lands og þar hélt hún áfram skólagöngunni. Svo kom martröð styrjaldarár- anna. John Langly gerði sitt ítrasta til að fá starf á ný, og loks fékk hann „skrambi gott starf“, sem hann kallaði svo. En það var hættulegt starf .Hann beið bana 1944. Fyrst í stað fannst Corinnu að nú mundi lífið aldrei geta orðið eins og áður. En æskan er sem betur fer sveigjanleg, og Corinna var engin veimiltíta. Henni hafði lærzt, að þó maður nái sér aldrei eftir mikinn missi, þá venst maður honum smátt og smátt. Og ekki gít hún neitað því núna, að hún gladdist yfir því að vera komin aftur í gamla landið, sem hafði verið henni svo mikils virði forðum daga. Henni fannst Egyptaland vera ættjörð sin að nokkru leyti. Mái- tækið segir: ,,Sá sem drekkur vatn Nílar, verður að koma aftur.“ Og í dag — er hún gekk um þröhgar og skuggalegar göturn- ar og undir bogana í bazarahverf inu — minntist hún gömlu dag- ana, er hún gekk um göturnar og faðir hennar hélt í höndina á henni og keypti ýmislegt fallegt handa henni. Og alltaf heimsóttu þau í þessum ferðum góðvin hans, Abdulla-Ben- Amin, sem átti heima í bazara- hverfinu og rak blómlega verzl- un þar. Hana langaði til að hitta Abdulla aftur — sjá alvarlegu augun, svarta skeggið og hlýja brosið. Hann hafði alltaf haft eitthvað gott að bjóða og fallegar gjafir handa telpu enska vinarins síns. Jafnvel fyrsta árið eftir að hún fór til Englands hafði hann munað afmælisdaginn hennar og sent henni ljómandi fallega farðadós úr silfri, með steini á lokinu. En svo kom stríðið og eftir það fréttu þau ekkert af honum. En hún þóttist viss um að hann hefði hitt föður hennar eftir að hann fór til Egyptalands aftur, og þráði að fá að sjá hann og tala við hann um John Langly, sem þeim hafði báðum þótt svo vænt um. Hún þóttist rata leiðina að verzluninni hans fullvel. Hún komst gegnum austurlandahverf ið, sem var troðfullt af síblaðr- andi áleitnu fólki. Corinna var staðráðin í að láta ekki tefja sig, og hún hristi brosandi höfuðið til kaupmangaranna, sem reyndu að freista hennar með varningi sínum. Hún hafði gaman af þessu fólki og kaupmönnunum, sem sátu við söluborð sín og sötruðu í sig kaffi. Nú varð loft- ið allt í einu þrungið margvís- legum ilmi, svo að hún vissi að hún var að koma að götu ilm- vatnakaupmannanna. Allt í einu var allt orðið hljótt kringum hana og hún nam stað- ar. Nú fann hún snögglega til ótta. Gamall klæðskeri sem sat við búðina sína horfði forvitnis- lega á hana, og hún ætlaði að fara að spyrja hann til vegar þeg ar ræksnislegúr arabastrákur kom til hennar og bað um aura. Corinna tók skilding uppúr vas- anum, hélt honum á loft og spurði hvort hann vissi leiðina þartgað sem hún ætlaði. Hann — Pabbi! Þessi maður vill víst tala við þig. kinkaði kolli og benti og pataði og rausaði einhver ósköp, sem hún skildi ekki orð í. Corinna bað hann um að fylgja sér. Eftir fáeinar mínútur voru þau komin út á ferhyrnt smá- torg. Stráksi rétt fram höndina, en þegar hún bað hann um að fylgja sér lengra, þóttist hann ekki skilja hana. Hún yppti öxl- um og rétti honum skildinginn. Hann hvarf og hún hélt ein áfram. Allt I einu var hún kom- in inn í aðra götu. Annars vegar við hana var hár steingarður með gluggum efst. Nú sá Corinna að þessi gata var lokuð í hinn endann, svo að hún ætlaði að snúa við. En þá heyrði hún háv- aða, sem færðist óðum nær. Eftir augnablik kom hópur æpandi og patandi manna fyrir hornið. Hún þóttist sjá að þetta væri pöru- piltar, sem ætluðu að gera spell. Og nú skildist henni að hún hafði hagað sér ógætilega. Hún hafði þótzt viss um að sér væri óhætt. Innskot var í steingarðinum og B YLTINGIN í RÚSSLANDI 1917 AIAN MOOREHEAD Lettnesku hermennirnir voru nú orðmr alveg stjórnlausir. Sumri þeirra hlupu inn-í miðjan salinn og reyndu að hleypa upp fundinum. Aðrir skemmtu sér við að miða rifflum sínum beiht á hermennina, og það vakti mikla kæti í þeirra hóp, þegar þeir völdu sér einhvern bersköllóttan mann að skotmarki. En hægri sósíalbyltingarmenn- írnir og fáeinir mensjevíkar héldu enn velli. Þeir hespuðu af hverja ályktunina eftir aðra, gegn vaxandi ópum og háðglós- um hermannanna og sjóliðanna. Þessar ályktanir hafa næstum gleymzt í óðagoti viðburðanna, sem næst gleyptu lýðræðið í Rússlandi, en eru þó á sinn hátt mikilvægar, því að þær kveða algjörlega niður það sem bolsje- víkar héldu fram — að þingið væri andbyltingarsamkoma. Það var einmitt byltingargjarnt — næstum á við , bolsjevíkana. Á þessum æðisgengnu síðustu mín- útum tilveru sinnar, samþykkti það vopnahlé við Þýzkaland, og það samþykkti jarðeignaályktun, sem var allt eins róttæk og nokk uð það, sem bolsjevíkarnir höfðu fundið upp. . (Raunverulega höfðu bolsjevíkarnir tekið upp jarðeignastefnu sósíalbyltingar- manna, fyrst og fremst). Þingið studdi og að kalla saman al- þjóðaþing sósíalista, og ályktaði, að Rússland skyldi vera lýðveldi. Það eina, sem þingið vildi ekki samþykkja, var einræði bolsje- víkanna. Meðan Chernov var að lesa upp jarðeignaályktunina, kom sjóliði til hans, lagði höndina á arm hans og sagði honum, að nú yrði að slíta þinginu, þar eð verð irnir væru orðnir þreyttir. Cher- nov svdraði, að það væru þing- menn líka, en verkið, sem þeir hefðu með höndum, þyldi enga bið. Hann var að reyna að taka til máls aftur, þegar öll ljós voru slökkt. Nú var svo komið, að eitt riffilskot af handahófi hefði getað orðið upphafið að blóðbaði, og þá voru bolsjevíkarnir sjálfir — líklega samkvæmt skipun frá Lenin — sem björguðu málinu. Þeir sem enn voru úti á göngun- um, gátu einhvernveginn haft hemil á hermönnunum og sjólið unum, meðan sósíalbyltingar- mönnunum var fylgt út úr hús- inu í smáhópum. Þeir dreifðust út í frostkalda nóttina, sumir fóru í felur en aðrir burt úr Rússlandi, alfarnir. Hinn 19. janúar samþykkti framkvæmdanefnd sovétþingsins ályktun, þar sem þingið var leyst upp, og verðir voru settir við allar dyr Taurishallarinnar, svo að engir þingmenn kæmust þar inn aftur. Þingið kom aldrei sam an aftur. Trotsky skrifaði síðar, og kenndi nokkurrar ánægju: „Þessi einfaldi, opinberi brott- rekstur löggjafarþingsins, varð lokahöggið á formlegt lýðræði, sem það hefur aldrei náð sér eftir“. Og er þetta mála sannast. Nú hafði hjólið snúizt heilan hring frá Nikulási til Lenins, frá einræði, alla leiðina til ein- ræðis aftur. Bolsjevíkarnir höfðu nú svikið eða voru í þann veginn að svíkja, hvert eitt og einasta pólítiskt vígorð, sem hafði fært þeim völdin. Þeir höfðu boðað persónufrelsi, en þess í stað höfðu þeir komið á ritskoðun, bannað verkföll og komið upp leynilögreglu. Þeir höfðu lofað að virða rétt minni- hlutaríkjanna, en höfðu nú þegar sent her til þess að bæla niður hið sjálfstæða lýðveldi Úkraníu. Þeir höfðu fordæmt leynisamn- inga keisarans og birt suma þeirra í Izvestiya, og nú voru þeir sjálfir að ganga til leyni- makks við Þjóðverja. Þeir höfðu lofað að stjórn með frjálskosnu löggjafarþingi, og nú höfðu þeir tvístrað því með ofbeldi. „Brauð og friður" hafði verið kjarninn í stefnu flokksins frá fyrstu byrjun. En það, sem nú beið Rússlands, var hungursneyð KALLI KÚREKI Teiknari; J. MORA Thb waco k/d Fiíes powv THE PBAW, TRTiKS- 70 SCABE OUT WHATEVEBITWAS THAT MOVEP !N THE BBUSH'" Wazo Kid hleypur af skoti á runn- ann, þar sem hann hafði orðið hreyf- ingar var til þess að komast að, hvað þar leyndist. Þegar ekkert dýr bærði á sér þótt- ist haryi viss um að einhver hefði komizt á slóð hans og veitt honum eftirför. Kalli veit nú að bófinn hefur orðið hans "var, en skúrkurinn hafði jafn- framt komið upp um felustað sinn. og borgarastyrjöld. Vitanlega má alltaf segja — og það gerði líka Lenin með miklu offorsi á þessum tíma — að engin stjórn hefði getað hangið við völd, nema beita þessum hörku- brögðum; þau voru nauðsynleg meðan þetta vandræðaástand hélzt. En svarið við þessu ,er líklega það, að vandræðaástand- ið hafi — likt-og Karl konungur II — verið skammarlega lengi að deyja, því að engu þessara hafta á mannlegt frelsi hefur ver ið aflétt, allt til þessa dags. Þó var, þarna í janúar 1918, eitt atriði, þar sem bolsjevikarnir gátu staðið við orð sín: þeir gátu samið frið við Þjóðverja. Og að því verki gengu þeir í mesta hasti, jafnvel í örvæntingu ■— því að, sannast að segja, sáu þeir sér enga lífsvon, nema bund- inn væri endi á ófriðinn. 16. kafli. Brest-Litovsk. Þegar í nóvemberlok 1917 höfðu bolsjevíkarnir verið teknir að leita hófanna um frið við Fáskrúðsfjörður j F R Ú Þórunn Pálsdóttir er umboðsmaður Morgunblaðs- ins á Fáskrúðsfirði og hefur með höndum þjónustu við kaupendur blaðsins í bæn- um. í söluturni hjá Marteini Þorsteinssyni er blaðið selt i lausasölu. Á öllum helzfu áningastöðum--------- FERÐAFÓLKI skal á þaS bent, að Morgunblaðið er til sölu á öllum helztu áninga- stöðum á hinum venjuiegu ferðamannaslóðum, hvort heldur er sunnan lands, á vesturleiðum, norðan lands eða austan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.