Morgunblaðið - 12.08.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.08.1964, Blaðsíða 14
MORGU N BLAÐIÐ MiðviTíudagur 12. ágúst 1964 m ,t, Móðir okkar, Í1UÐR1IN JÓNSDOTTIR > andaðist í Elli og hjúkrunarheimilinu Grund, þann 9. þessa mánaðar. ►«ra Sigþérsdóttir, Vilborg Sigþórsdóttir, Skafti Sigþórsson. Maðurin-n minn / ' GUOMUNDUR HJÁLMARSSON vélstjóri, Suðurlandsbraut 82, andaðist i Landakotsspítala 11. þessa mánaðar. Fyrir mína hönd og annarra ættingja. Sigríður Guðjónsdóttir. Maðurinn m'mn STEFÁN BALDVINSSON frá Stakkahlíð, andaðist mánudaginn 10. þ.m. á Borgarsjúkrahúsinu. Ólafía Ólafsdóttir. Okkar elskuiegi faðir JÓIIANNES GUÐLAUGSSON andaðist í sjúkrahúsi Selfoss þann 10. þessa mánaðar. Óskar Jóhannesson, Brekku. Jóhannes Jóhannesson, Nönnugötu 6, Rvik. Okkar elskaða systir ANNE MARIE andaðist 11 ágúst. Jarðarförin íer fram mánudaginn 17. þ.m. og hefst með sálumessu í Kristkonungskirkju Landakoti kl. 10 árdegis. . St. Jósefs systurnar. Konan mín ODDNÝ JENNÝ ÓLAFSDÓTTIR Grundarstíg 6, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. ágúst kl. 3. Óskar Magnússon. Systir okkar ODDNÝ HÖGNADÓTTIR , ' Barmahiið 37, verður jarðsett frá Fossvogskirkju fimmtud. 13. ágúst kl. 13,30. — Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Sigurlína Högnadóttir, Högni Högnason. Faðir okkar og tengdaíaðir GLNNLAUGUR EINARSSON Vesturgötu 51C, verður jarðsunginn frá * Dómkirkjunni fimmtudaginn 13. ágúst kl. 10,30 f.h. Jarðarförinni verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna Einar Gunnlaugsson, ^ Karolína Guðmundsdóttir, Frímann Gunnlaugsson. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa GUDMUNDAR GUÐJÓNSSONAR trésmiðs frá ísafirði. Ingihjörg Guðmundsdóttir, Ágúst Oddsson, Stefán Guðmundsson, Guðný Helgadóttir, Björg Guðmundsdóttir, Adolf Einarsson, Ágúst Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Kristólína Kristinsdóttir, Jónas Guðmundsson, Jóhanna Magnúsdóttir, Björn Guðmundsson, Þóra Sophusdóttir, Jóna Guðmundsson, Lilja Hjartardóttir. Hjartans þakkir til iaekna og hjúkrunarliðs Lands- spítálans og allra annara er auðsýndu hjálp og samúð í veikindum og við andlát eiginmanns míns JÓNS SIGMUNDSSONAR frá Hamraendum. Lovísa Einarsdóttir. Hjartanlega þökkum við öilum nær og fjær. sem á einn eða annan hátt auðsýndu virðingu og samúð við jarðarför sonar míns og bróður okkar ÞORLEIFS KRISTÓFERSSONAR arkitekts. Kristrún Þorvarðardóttir og systkinin. — Ég man þá tíð... Framhald af bls 11. að gefa sig við kaupsýslu, þar eð hann var ekki hneigður til sjó- sóknar. Hann var svo ýmist kaup maður eða stjórnaði útibúi frá Þingeyri. Hann bjó einnig á hluta af iandi föður síns og rækt- aði allstóra spildu, og höfðu þau hjón jafnan bú, sem varð þeim að góðu gagni. Þá stundaði og Matthías lengi málakennslu, en illa munu stundum hafa goldist launin fyrir það starf. En með sívaxandi ómegð þuríti mikið fyrir heimili þeirra hjóna. Þau voru gestrisin, og auk þess skaut húsfreyjan oft og tíðum böggli að þeim, sem bar að garði og áttu lítils irkosta. Það mun því oft hafa verið frekar þröngt i búi, en hvorki varð það séð á búnaði barnanna né af neinu í fari þeirra eða framkomu. Þá skorti ekki fjör eða þrótt, bræð- urna — hefðu sumar mæður kos- ið, að það væri minna. Það munu fáir hafa haldið, þegar Marsibil giftist, að hún mundi hafa til þess andlegt og líkamlegt þrek, lítil og grönn og einungis vön því að mega vera svo sem hún vildi, að standast áratuga þrotlaust starf, þoia vök- ur yfir sjúkum börnum, fæða og fóstra fjölda barna — og alit þetta stundum við nauman skerf •veraldargæða. í upphafi þessa greinarkorns brá ég upp mynd af henni í erli og umsvifum, og þannig var hún sífellt önnum kaf in, margt, sem að kallaði í einu. Hún kann að hafa orðið örg og hvöss í máli stundum á þessum árum, en brátt náði það aftur undirtökunum, hið góða skap, hin létta og glaða iund, þó ekki væri nema hún sæi bónda sinn. Ég held mér sé óhætt að fullyrða, að hún hafi allt að því tilbeðið hann — og hann, jú, ^hún gat haft til að vera fljóthuga og segja sitthvað lítt grundað — og þá kom fyrir, að hann skaut til henn ar stuttri setningu, sem líkja mætti við það, að hann hnippti við henni. Þá hló hún og hristj höfuðið: Maður er nú svona, ekki alltaf tími til að útgrunda. . . . Og víst mundi það, að hann naut gieði hennar og hlýju, hinnar geislandi ánægju yfir að lifa og vinna fyrir börn og bónda, sem hún unni af öllu sínu ríka og frjóa kveneðli.... Ég sá hana úti á túni í sól og sumargolu, sá hana raka rjóða og kvika, stanza síðan allt í einu, horfa brosandi við sóju, segja: „Blessuð sólin!“ Ég sá hana líka á hljóðu síðkvöidi sitja inni í stofu hjá bónda sin- um og tveimur dætrum. Hún sat ekki verklaus, en yfir henni var djúp og höfug ró, og það var sem frá henni streymdi mjúkur og hlýr friður. Ég braut heilann um þau áhrif, sem fyigdu mér út eftir siíka stund. Það var eins og áhrifin frá þessari konu ykju með einhverjum hætti lífstrú mína. Ég vildi helzt orða það svo, að mér fyndist hollt að vera í návist hennar. . . . Hvað þá um bónda hennar. . . . ? Og hvað um börnin, sem sannarlega voru ekki alltaf leidd við hönd eða sváfu á svana- dúni. Þau voru tengd henni og heimili sínu ýkjatraustum bönd- um. Elzta dóttirin, Lilja, var henni og heimiiinu ómetanieg og óþreytandi stoð, allt fram að því að hún giftist, Andrés, sá fjör- gapi, vann því ailt, meðan mest þurfti siíkrar stoðar — og síðan, þegar ellin færðist yfir þessi hjón og alit að banadægri, reyndist öruggt skjól hjá dætrunum, þar sem aðstæður hentuðu helzt. Það uppskera sumir eins og þeir sá. ★ Jóhannes, bróðir Matthíasar, átti heima á Þingeyri. Hann var oddviti og hreppstjóri, og árin 1903—’8 var hann þingmaður Vestur-ísfirðinga. Þeir bræður voru mjög samrýmdir, réðu öllu í sveitinni — enda Jóhannes mik- ill menntavinur, eins og bróðir hans. Þeir voru báðir mikiir dá- endur og vinir Hannesar Haf- steins. Árið 1911 vildi Jóhannes ekki vera í kjöri til Alþingis, og var þá Matthias kjörinn á þing. Hann var síðan þingmaður til 1919, en bauð sjg þá ekki fram, enda verið búsettur í Reykjavík í nokkur ár, þegar hér var kom- ið, og tekinn að eldast. Þau hjón bjuggu í Reykjavík til 1938, en fluttu þá í T mgarnes til Hlífar, dóttur sinnar, sem var gift frænda sínum, hinum iandskunna afla- manni, Ólafi Magnússyni frá Bildudal. Þar lézt Matthías árið 1942. Marsibal dvaldi þó áfram á heimili Ólafs og Hiífar, unz þar breyttust aðstæður. Síðustu 12 árin hefur hún dvalið hjá yngstu dótturinni, Auði, sem er gift Axel S'æinssyni, verzlunarstjóra. Á báðum þessum heimilum naut hún mikillar og góðrar umönn- unar og íillitssémi, jafnt af hendi tengdabarna sinna og barnabarna sem dætranna. Og óbeygð var hún, þó að á henni dyndu harma- skúrir, — þó „ð hennar mikii Matthías hyrfi á brott og hún yrði að biða þess í tuttugu og tvö ár, að þau fyndust aftur í skjólríkum Haukadal himnanna, vonandi ekki alltof ólíkum þeim dýrfirzka, — þó að hún missti voveiflega Inga sinn, stöðvar- stjóra í Gufunesi, mann, sem ávallt var yfir einhver ljómi innri birtu, hvar sem hann fór, — einnig Sigríði, sem yfir var hinn sami ljómi — og var móður sinni svo kær, að oft og tiðum sagði hún, þegar siminn hringdi: „Skyldi það vera hún Sigga mín — hún getur nú hringt ems oft og henni sýnist, maðurinn henn- ar stöðvarstjóri á Borðeyri, einni stærstu stöð landsins. .. .‘VEn svo fékk hún þá líka notið þess, að sjá ættarmeiðinn hækka og verða hmmeiri og laufríkari með hverju árinu, sem leið. Ég veit, að henni hefur hlegið hugur í brjósti, þegar hún frétti, að prests frúin á Prestbakka hefði eignazt þríbura, en hún er dóttir Huldu Matthíasdóttúr og Heiga læknis í Keflavík.... Hún var svo lengst um hress og glöð, þar sem hún sat og beið, þin mikla ættmóðir — unz hennar tími kom, hinn 24. júlí sl. Þá átti þessi hálftíræða kona frá litla bænum, nú eyði- býli í Arnarfjarðarbotni, 122 af- komendur á hfi. Það voru þó ekki meira en 70—80 manns í Haukadal á þeim tíma, sem ég minnist hans bezt. ★ Hæsta fjall á öllu Vestfjarða- hálendinu heitir Kaldbakur. Það er fyrir botni Haukadals. Til norð vesturs úr dalnum ganga tvór afdalir, Koitusdahir og Lambadal ur. Milli þeirra er gnæf og fögur fjallhyrna, sem heitir Koltushorn. Það er næst hæst ahra tinda á Vestfjörðum. Ég minnist þess gjörla, að það komst ég lengst i.-idan landi á seglskipi við fiskveiðar, að ekki risu nema þessir tveir tindar úr sjó. Ég horfði á þá, naut þess að virða þá fyrir mér. Kaldbakur skildi á milli Haukadals og Stapa dals í Arnarfirði, og norðah við Koltushornið lá leiðin upp á Lokinhamraheiði. Þessar stað- reyndir töluðu til mín. . . . En fyrst og fremst hugsaði ég með mér: „Báðir standa þeir, þessir háu tindar, svo sem á verði um hina hlýiegu byggð í Haukadal, þar sem giatt fólk og gott unir við sitt, gengur að sinum störf- um. Nú gengur það að heyvinnu Hjartans þakjdr til allra þeirra, sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför LOFTS ÞÓRARINS JÓSEFSSONAR bónda á Ásbjamarstöðum. Aðstandendur. á túnum — fólk úr Yztabæ og Miðbæ, Höll og Húsatúni — og frá Vésteinsholti, — það kallast jafnvel á, þegar það hefur sett upp seinustu lönina, er ekki lengra á milli. Og í kvöld verður kannski taiazt, við af hlaði í Yzta- bæ, Miðbæ og Höll — ekki er ná- grannarígurinn! Og mér hlýnar fyrir brjósti, þó að fiskurinn sé tregur cg þungt að draga hann á níræðu . . . En svo minnist ég þess, að fólkið úr Skólanum er fiutt á brott. Þetta sumar stóðu þau einmitt auð, húsin miklu niðri við sjóinn, og þó að lækur- inn, sem rennur úr Seftjörninni gjálfri vinalega, hvíslar hann ekki lengur inn um glugga gæl- um í eyru góðra granna. Þar var auðn, sem mér hafði fyrrum fund izt vera miðdepill byggðarinnar . . Og nú, við lát Marsibilar Óiafsdóttur — þegar skýtur upp úr — hafi hins löngu iiðna minn- ingum, svo sem þá er gola strauk þokuslæður af Kaldbak og Koltus horní, þegar ég var staddur úti á reginhafi sumarið 1914, þá eru einungis tvö býli í byggð í Hauka dal — eru það ennþá, eins og það er orðað. Þar eru nú rústir einar, sem áður var bústaður hinnar ttóru og skentmtilegu fjölskyldu, horfin eru líka sum önnur hús minnar Haukadalstíðar, og enn standa sum ömurleikanum einum til þjónustu, starandi svörtum, biindum augum út á fjörðinn, fram í dalinn — upp til hins tigna Kaldbaks . . Þegar mér var í augum glýja þúsunda ára fortíðar og mér fannst i bili fátækleg samtíðin i Haukadal, hnoðaði ég saman, ó- fermdur ’rengsnáði, eftirfarandi vísum (Sbr. Nú er hún Snorra- búð stekkur): „Fagurt er þá sumarsólin sveipar gulli Haúkadal, aldan leikur>létt við sanda, Ijóðar foss í hamrasal. Áin fellur ofan dalinn út í djúpið — fagurtær. Undir fjalla brpttum brúnum bergsins vættur hörpu slær. En á hinum grasi gróna hóli, Gísli þar sem áður bjó: ~í moldarkofa um kaldan vetur kindur bóndans jórtra í ró“. Hvað skyldi nú kveða, þegar saman er borin hálfrar aldar gömul fortíð — og tíminn í dag? En þannig er það víða um Vest firði, þar sem herjaði sjaldnast sultur, er til bana drægi, í þann tíð, sem mannfellir varð iðulega á íslandi. Hv^ð ber þessi þróun í skauti sínu afkom'endum þess nýta og heilbrigða fólks, sem ól aldur sinn í þessum fjarð fjarð- byggðum — hvað íslenzku þjóð- inni ahri?' Guðm. Gíslason Hagalín, Akurnesingar Takið eftir —. Tökum að ckkur viðgerðir á sprungum og leka á húsum, tré og stein með hinum öruggu og vel- kynntu NEODON þéttiefnum. Gerið pantanir yðar strax í síma 1866, Vitateig 5B. Verkin afgreidd eftir röð. Siguróli Jóhannsson Ólafur Þ. Kristjansson. Sími 1866. Dragið ekki að panta. Ráðskona á aldrinum 30 til 40 ára óskast á fámennt hejmili í bænum. Má hafa með sér barn. Tilboð sendist blaðinu fyrir 25. ágúst, merkt: „570 — 4310“. íbúð til sölu Við Háaleitisbraut er íbúð í byggingu til sölu. Félagsmerm bafa forkaupsrétt til 20 þessa mánaðar. Byggingasamvinnufélag starfsmanna Rvíkurborgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.