Morgunblaðið - 12.08.1964, Blaðsíða 17
iwiovikudagur 12. ágúst 1964
MORCUNBLAÐIÐ
17
Nazistaforinginn Nenntwich
gaf sig fram við iögregluna
NAZISTAFORINGINN fyrr-
vcrandi, Hans Walter Zech-
Nenntwich, sem fyrir rúmum
þrem mánuðum flýði úr fang-
elsi í Braunschweig, hefur nú
gefið sig fram við lögregluna í
Hannover og situr aftur bak
við lás og slá. Gerði hann
þetta fyrir tilstuðlan blaða-.
manna þýzka vikuritsinsl
„Stern“, er leituðu hann uppi
Nenntwich, sem er 47 ára aðj
aldri, var dæmdur hinn 20.
apríl sl. í fjögurra ára fang-
elsi fyrir aðild að Gyðinga-
morðum á styrjaldarárunum.
Þrem dögum síðar, 23. apríl,
komst upp, að hann hafði flú-
ið úr fangelsinu með aðstoð
fangavarðar eins, er ha
þekkti.
Ekkert spurðist frá Nennt-
wich í nokkurn tíma, annað
en, að með honum hefði flúið
unnusta hans, Margit Steinheu
er, 25 ára að aldri. Áður en
langt um leið komust blaða-
menn frá „Stern“ á spor unn-
ustunnar og eltu hana til
Kaíró. Skýrði hún þeim svo
frá, að hún hefði gifzt Nennt-
wich skömmu eftir flóttann,
en síðan skilið við hann, þar
eð hún taldi hann hafa svikið
sig. Kvaðst hún gjarna vilja
komast aftur heim til Þýzka-
lands, enda þótt hún -ætti þar
yfir höfði sér fangavist vegna
þátttöku í flóttanum.
Blaðamennirnir frá „Stern"
héldu leitinni að Nenntwich
áfram og um miðja síðustu
viku höfðu þeir upp á honum
í Bad Neuenahr í Nordrhein-
Westfalen. Lögðu þeir að hon-
um að gefa sig fram við lög-
Nenntwich
regluna á þeirri forsendu, að
áframhaldandi flótti hans
gerði mál hans aðeins verra.
Samþykkti hann áð gefa sig
fram og hringdu blaðamenn-
irnir þá til lögreglunnar í
Hannover. Daginn eftir var
birt yfirlýsing frá dómsyfir-
völdum í Neðra-Saxlandi um,
að Nenntwich lýsti sig sak-
lausan af öllum ákærum um
Gyðingamorð.
Flótti Zechs-Nenntwich úr
fangelsinu í Braunschweig
vakti mikla athygli á sínum
tíma. Fangelsið 'er sem nýtt og
átti að vera eitt hið öruggasta
í V-Þýzkalandi. Hann hefur
nú upplýst, að hann hafi kom-
izt með leiguflugvél yfir landa_
mærin til Basel í Sviss og
þaðan farið með járnbrautar-
lest til Svíþjóðar. í Svíþjóð
þekkti hann sig vel, því þar
dvaldist hann um hríð á leið
sinni til Englands í stííðslokin.
Hafði hann árið 1943 dvalizt
í fangelsi í Varsjá, dæmdur til
dauða af löndum sínum, Þjóð-
verjum, fyrir svartamarkaðs-
brask. Á síðustu stundu tókst
honum að flýja úr fangelsinu,
verða sér úti um fölsuð skjöl
og flýja til Svíþjóðar, og síðar
til Englands. Þar starfaði hann
fyrir brezka útvarpið þar til
styrjöldinni lauk, en fór þá
aftur til Þýzkalands og starf-
aði fyrir brezka herinn.
Úlíkt hafast heir aö
DAGANA 28. og 29. júlá fór
hér fram í Reykjavík fundur
norrænna bændasamtakanna
N.B.C. Maðan á þessum fundi
stóð áttu blaðamenn viðtal við
formenn deildanna frá hverju
norðurlandanna fyrir sig. Allir
höfðu þessir fulltrúar athyglis-
verðan boðskap að flytjaf fyrir
okkur, sem við miættum læra
mikið af.
Formaður Danmerkurdeildar-
innar Andes Andersen sagði:
Landbúnaðarstefna okkar er sú
að fækka býlum í landinu um
helming en stækka þau. Að þeirri
stefnu er nú unnið. Svíar undir-
búa einnig endurskipulagningu
landbúnaðar síns.
Það var einmæli fulltrúa hinna
Dox-ðurlandanna þriggja, Noregs
Svíþjóðar og Finnlands að vera
sjálfum sér nógir um framleiðslu
landbúnaðarvara. En engin á-
herzla lögð á framleiðslu til út-
flutningsins.
Mér virðist allt þetta ætti að
vera okkur til fyrirmyndar.
í fyrsta lagi að fækka býlum
txm helming. Þegar vísitölubúið
hefur stækkað um helming, og
fer áfarmhaldandi stækkandi
vegna aukinnar innanlands-
neyzlu, verða bændur ekki leng-
ur tekjulægsta stétt landsins.
Nýræktin þarf að halda áfram í
hlutfalli við þarfir innanlands-
markaðsins. í öðru lagi að miða
framleiðsluna við þarfir þjóðar-
innar í stað þess að keppa að
því að framleiða fyrir erlenda
markaði, sem ekki gefa nema
brot af framleiðslu verðinu fyrir
vöruna, jafnvel allt niður í einn
þriðja.
Með tilkomu vélvæðingarinnar
í landbúnaðinum er smábýla
búskapurinn orðinn úrelt fram-
leiðsluform, og það eru fleiri en
Danir sem sjá það, því þetta er
«ð verða alþjóðavandamál, sem
hlýtur að valda gerbreytingu.
það er staðreynd að sauð-
fjárrækt undapskilinni er megin
hluti Skandinavíu-landanna og
Finnlands miklu betri búlönd en
Island. Þó telja þessar þjóðir sér
ekki hagkvæmt að framleiða bú-
vörur fyrir erlenda markaði. Og
enn fráleitara ætti það þá að
vera fyrir okkur. Sérstaða okk-
ar í saúðfjárrækt byggist á hinum
víðáttumiklu beitilöndum, bæði
á afréttum og í heimahögum þar
sem sauðféið gengur fyrir sér
sjálft mikinn hluta úr árinu,
Hér virðist stefnan í landtoún-
aðinum vera sú að auka sem
l mest framleiðslu á mjólkurvör-
| um, sem eru fjærst því að selj-
1 ast á kostnaðarverði á erlendum
I mörkuðum, og við framleiðum
þegar meira af en innlendi mark
aðurinn tekur á móti. Og er þessi
framleiðsla að fara langt fram
úr þörfum þjóðarinnar. Ríkið
borgar hallann á þessari fram-
leiðslu. Og er áætlað á þessu
ári að ríkið þurfi að borga
talsvert á anað hundrað milljón-
ir í útflutningsbætur með um-
fram framleiðslunni, og sýnilegt
að þessar bótagreiðslur fara
hækkandi frá ári til árs, meðan
svo fer fram sem nú horfir. Eru
nokk-ur skynsamleg rök fyrir því
að halda þessu áfram?
Samtímis þessu er svo mjög
tilfinnanlegur vinnuskortur við
þær framleiðslugreinar sem skila
góðum arði, og eins til nauðsyn-
legrar fjárfestingaframkvæmda.
Við verðum að fara að dæmi
Dana og Svía til þess að daga
ekki uppi eins og nátttröll í úr-
eltum atvinnuháttum liðins tíma.
Þ. St.
Fjölmennt héraðsmöt Sjólfstæðis-
manno í V-Húnavntnssýslu
SÍÐASTLIÐÐ sunnudagskvöld
var héraðsmót Sjálfstæðismanna
í Vestur-H úna vatnssýslu haldið í
Víðihlíð. Fór mótið fram með
mestu prýði, var fjölsótt og sótti
það fólk víðsvegar að úr sýsl-
unni.
Samkomuna setti og stjórnaði
Sigurður Tryggvason, verzlunar-
stjóri á Hvammstanga. Dagskrá-
in hófst með einsöng Guðmundar
Jónssonar, óperusöngvara, en
undirleik annaðist Carl Billich,
píanóleikari. Þá flutti Sr. Gunnar
Gíslason, alþingismaður, ræðu.
Síðan fóru leikararnir Róbert
Arnfinnsson og Rúrik Haraldsson
með skemmtiþátt. Þessu næst
flutti Jóhartn Hafstein, dómsmála
ráðherra, ræðu. Að lokinni ræðu
ráðherrans söng Guðmundur
ATHUGIÐ
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
Jónsson einsöng með undirleik
Carls Billich. Lauk samkomunni
síðan með dansleik, er stóð fram
eftir nóttu.
— Hes/ojb/ng
Framhald af bls. 6
er félagið aðili að þeim' sam-
tökum.
2. Að beita sér fyrir tamningu
hestslns, með því að reka tamn-
ingastöð, og hefur félagið gert
það um 4 ára skeið.
Tamningatímabil hefur verið
2 mánuðir, og hafa tveir tamn-
ingamenn unnið við stöðina og
haft um 20 hesta til tamninga
hverju sinni.
3. Að koma á hestamannamót-
um, þar sem fram færu: Góð-
hestasýningar, kappreiðar og
ýmiss konar keppni, til þess að
sýna fjölbætta hæfileika íslenzka
hestsins. Mót þessi hafa farið
fram árlega.
Sunnudaginn 19/7 1964 var
hestamannamót félagsins háð í
Bitrufjarðarbotni. Veður var hið
fegursta, og var mótið fjölsótt.
Mótið hófst kl. 4 með hópreið
félagsmanna um skeiðvöllinn
undir fána félagsins.
Hópreiðinni stjórnaði Bjarni
Bjarnason. Laugarvatni.
Því næst flutti Bjaxmi á Laug-
arvatni snjallt erindi um íslenzka
hestinn.
Að því loknu hófst góðhesta-
sýning, en góðhestar höfðu ver-
ið dæmdir fyrr um daginn af
nómnefnd, en hana skipuðu:
Bjarni Bjarnason, Laugarvatni,
Árni Daníelsson, Tröllatungu og
Georg Jón Jónsson, Kjörseyri. ^
15 góðhestar voru sýndir. 5
hestar frá hestamannafélaginu
Blakki, 7 hestar frá hestamanna-
félaginu Glaði, Dölum og 3 hest-
ar frá hestamannafélaginu
Kinnskæ, A. Barð.
Félagið hefir veitt silfurskeifu
þeim góðhesti innan félagsins, er
flest stig hlýtur í þessari keppni,
og hlaut þau að þessu sinni Logi,
9 vetra, eigandi Sigurkarl Ás-
mundsson, Snartartungu.
Dómsorð: Áferðarfagur, háreist
ur, tölthestur með skeiðhæfileik-
um. Logi er frá Kjörseyri. Móðir
hans er Skvetta, en hún er dótt-
ir Kjörseyrar-Brúns. Faðir Loga
er Hlýrnir, Kjörseyri. Hann er
sonarsonur Skugga frá Bjarnar-
nesi. Að Loga standa því kunn-
ir kynbótahestar í báðar ættir.
Þar sem lög félagsins leyfa ekki,
að hestur utan félagsins hljóti
skeifuna, hefur sú regla verið
tekin upp að veita þeim utan-
félagshesti, er hæst stig hlýtur
peningaverðlaun. Þau verðlaun
hlaut:
Draumur, 7 vetra, rauðblesótt-
ur. Eigandi Björn Þórðarson,
Þorgeirsstaðahlíð, Dölum.
Dómsorð: Lundljúfur, fjölhæf-
ur gangur, þægilegur vilji, ekki
fulltaminn.
Draumur er frá Hamraendum
í Miðdölum.
irtöldum greinum:
STÖKK 300 M.
Reyndir voru átta hestar. —
Fyrstur var Logi frá Leiðólfs-
stöðum, eigandi Hermann
Bjarnason, á 24,1 sek. Annar var
Jarpur frá Heydalsá á 24.3 sek.,
eigandi Bragi Guðbrandsson,
Heydalsá.
FOLAHLAUP 250 M.
Reyndir voru 4 hestar.
Fyrstur var Haukur frá Litlu-
Hvalsá, eigandi Sigfús Eiríksson,
á 21,1 sek.
Annar var Iða frá Kleifum á
21,3 sek., eigandi Jóhannes
Stefánsson.
SKEIÐ 250 M.
Reyndir voru 6 hestar.
Engin verðlaun voru veitt fyr-
ir skeið þar sem hestarnir hlupu
allir upp.
Toppa frá Kleifum, eigandi Jó-
hannes Stefánsson, hljóp á 26,4
sek.
Dropi frá Bæ, eigandi Þórarinn
Ólafsson, hljóp á 26,6 sek.
Bæði þessi hross voru mjög
nærri því að liggja á sprettin-
um. Toppa hoppaði aðeins upp
einu sinni, en Drooi kom aðeins
of seint niður.
Þá fór fram boðreið og tóku
þátt í henni 3 sveitir:
A-sveit Blakks. Þátttakendur
úr Bitrufirði og Steingrímsfirði
og ein sveit frá hestamannafélag-
inu Kinnskæ.
A-sveit Blakks vann boðreið-
ina að þessu sinni.
BROKK 300 M.
Reyndir voru 4 hestar.
Fyrstur var Smári, bleikur,
eigandi Jón Hallsson, Búðardal, á
47,5 sek.
Þá var gerð tilraun með hindr-
unarhlaup og tóku þátt í því 2
hestar.
Þetta hafði ekkert verið æft,
og aðeins gert í tilraunaskyni.
— G.
Jarðýtan sf.
Til leigu:
Jarðýtur 12—24 tonna.
Ámokstursvélar
(Payloader)
Gröfur.
Sími 35065 og eftir kl. 7
— simi 15065 eða 21802.
íbúð óskast til leigu
í Kópavogi eða Reykjavík
3—4 herb. ibúð óskast til leigu, helzt í Kópavogi
sem fyrst. Há leiga og fyrirframgreiðsla til boða.
Leigutími gæti orðið tiltölulega stuttur.
Uppl. í síma 40183 í kvöld og næstu kvöld.
Öllu ungu fólki
heimil báttaka -
pantanir í síma
HEIMDALIMERÐ I ELDGJÁ
n.k. laugardag kl. 2 e.h.
á aldrinum 16-35 ára
- Upplýsingar og farmiða-
17100
tiEIMDALLIiR F.IJ.S.