Morgunblaðið - 22.08.1964, Blaðsíða 1
24 siður
Sl. árgangur
195. tbl. — Laugardagur 22. ágúst 1964
Prentsmiðja Morgunblaðsin*
Stjórnarherinn náði BUKAVO
úr höndum uppreisnarmanna
Hundruð manna hafa
fallið í bardögum um
horgina
Leopoldville, 21. ágúst — (AP-NTB) —
£ HERMENN stjórnarinnar í Leopoldville hafa náð borg-
inni Bukavo við austurlandamæri Kongó úr Tiöndum upp-
reisnarmanna og hrakið þá á flótta nokkra kílómetra út fyrir
borgarmörkin. Hafa staðið harðir bardagar um borgina síð-
ustu daga og mikið mannfall orðið. Er haft eftir talsmanni
Sameinuðu þjóðanna, að talin hafi verið a.m.k. 300 lík á göt-
um borgarinnar. Er vitað, að nokkrir evrópskir menn voru
meðal hinna föllnu og saknað er enn þriggja Bandaríkja-
Dianna, er hurfu fyrir tveim dögum.
• Talið er, að ráðið hafi úr-
slitum um gang átakanna um
Bukavo, að Moise Tsjombe, for-
sætisráðherra, sendi þangað í gær
vel þjálfað lið 150 Katanga-her-
manna, er aðstoðuðu Lconard
Mulamba, fyrirliða stjórnarhers-
ins, sem þá taldi um 800 manns,
— við að endurskipuleggja það
og stappa í hermennina stálinu.
Var um tíma svo komið fyrir
stjórnarliðinu, að það hraktist
undan uppreisnarmönnum inn í
íbúðarhverfi evrópskra manna.
• Bardagarnir í borginni, sem
er hin fimmta stærsta í landinu,
hafa leikið hana illa. Bárust
fréttir til Leopoldville í dag um
að borgin væri símasambands-
Framhald á bls. 2
Mikið mannfall
í S.-Vietnam
188 Banditríkjamenn hafa
látið þar lífið
Saigon, 21. ágúst. — (AP) —
TIL. meiri háttar orrustu kom í
gærkveldi milli Viet Cong skæru
liða og stjórnarhersins í Viet-
nam. Er talið, að um tvö hundr-
uð skæruliðar hafi fallið og rúmt
hundrað liðsmanna stjórnarinnar
auk fjögurra bandarískra her-
fræðinga. Hafa þá falíið í Suður-
Vietnam 188 bandarískir menn.
Átökin urðu í Kien Hoa-hér-
aðinu, um 80 km suður af Saigon
og hófust með fyrirsát kommún-
ista. Var stjórnarherinn að leita
að bækistöð þeirra, þaðan sem
þeir höfðu þá um morguninn
gert árás á eina af útvarðar-
stöðvum stjórnarhersins.
í höfuðborginni sjálfri fóru
u.þb. 400 stúdentar kröfugöngu
í dag. Kröfðust. þeir „akadem-
ísks“ frelsi, afléttingu hernaðar-
ástandsins í landinu og brott-
vikningu úr embættum öllum
mönnum, er starfað hefðu fyrir
stjórn Ngo Dinh Diems. Kölluðu
stúdentarnir stjórn Khans hers-
höfðingja „verra einræði en
Diemstjórnarinnar" og afhentu í
skrifstofu hans mótmælaorðsend-
ingu. Ritari forsetans tók á móti
henni og hét að koma henni á
framfæri. Ganga stúdentanna
var látin með öllu afskitpalaus.
Mun hershöfðinginn hafa fyrir-
skipað, að svo yrði gert.
tllllllllllllllllUIIIIIBHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIilllllllllllllllllllillllllllllllllillllllllllimillUllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
| Taugaveikibróður |
I faraldur í Kuopio |
Kuopio, Finnlandi 21. ágúst
NTB.
• í aðalsjúkrahúsinu í
Kuopio hefur komið upp tauga
veikibróður-faraldur. Er talið
að a.m.k. fjörutíu manns hafi
tekið veikina, en staðfest til-
felli eru enn aðeins 13.
Heilbrigðisyfirvöld bæjar-
ins hafá ákveðið, að allt starfs
fólk sjúkrahússins verði bólu-
sett og fólk er varað við því
að sækja til sjúkrahússins,
nema um neyðartilfelli sé að
ræða.
Við rannsókn hefur komið í
ljós, að starfsstúlka ein í eld-
húsi sjúkrahússins bar veik-
ina þangað, enda þótt hún
sjálf væri heillbrigð. Er óttazt,
að hún hafi verið smitberi í
nokkurn tíma.
BJIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIiilllllllllllllllilHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
umá
Utéinríkisráð-
herra í
Finnlandi
Meðfylgjandi mynd var tekin sl. miðvikudag, er utanríkisráðherra íslands og kona hans komu
til Gullranda sveitaseturs Urho Kekkonens, forseta Finnlands, en þar sátu þau hádegisverðar-
boð hans. Á myndinni er forseti að heilsa utanríkisráðherra, og konu hans. Að baki þeim
standa utanríkisráðherra Finnlands, Jaakko Hallama og kona hans.
Heimsókn utanríkisráð-
herra í Finnlandi lokið
I GÆRKVELDI lauk hinni
opinberu heimsókn utan-
ríkisráðherra íslands, Guð-
mundar í. Guðmundssonar,
og konu hans í Finnlandi,
með kvöldverðarboði
þeirra hjóna í Helsingfors.
Halda þau þaðan til Stokk-
hólms í kvöld.
Síðasta dag heimsóknarinn-
ar dvöldust þau í Helsingfors
og sátu þar meðal annars há-
degisverðarboð borgarstjórn-
arinnar í ráðhúsinu, ásamt
sextíu öðrum gestum. Á
fimmtudag flugu þau ásamt
sendiherra íslands og konu
hans til borgarinnar Kuopio,
sem er aðalborgin á mesta
vatnasvæðinu í miðhluta Finn
lands. Landshöfðinginn og
borgarstjórnarmenn tóku á
móti gestunum á flugvellin-
um — en síðan var ekið um
borgina, skoðaðar nýjar fram-
kvæmdir, svo sem borgarleik-
hús, kirkjumunasafn, miklar
trjávinnslustöðvar og verka-
mannabústaðir.
Borgarstjórnin bauð til há-
degisverðar í hipum víðfræga
útsýnisturni í Puijo-hlíðinni,
sem er 150 metrum yfir Kalla
vesi-vatninu, sem borgin
stendur við. Var siðan siglt á
fljótabát um Kallavesi og nær
liggjandi vötn. Siðari hluta
dagsins átti utanrikisráðherr-
ann viðtal við blaðamenn og
um kvöldið sátu ráðherrahjón
in og sendiherrahjónin boð
landshöfðingjans.
Makarios býður ferða-
frelsi um Nicosiu
— fái stjómarherinn að
fara um Kyreniaþjóðveginn
Nicosia, 21. ágúst (AP-NTB)
0 MAKARIOS, erkibiskup
á Kýpur, hefur boðizt til að
veita tyrkneskum Kýpurbú-
um fullt ferðafrelsi um leiðir
þær til og frá Nicosíu, sem
stjórnarherinn hefur til þessa
meinað þeim umferð um —
að því tilskyldu, að þeir heim-
ili einnig fullt ferðafrelsi um
vegi, er þeir hafi á sínu valdi.
Er þar fyrst og fremst um að
ræða hinn mikilvæga veg
milli Nicosíu og Kyrenía. Meg
inhluti hans hefur verið und-
ir stjórn tyrkneskra manna
frá því í desember sl., þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir
stjórnarinnar til að vinna
hann úr höndum þeirra.
í>að var talsmaður Sameinuð
þjóðanna, sem frá þessu skýri
í dag. Hafði Makaríos lagt frai
tilboð sitt á fundi með þeim Gal
Plaza, sérlegum sendimanni 1
Thants, framkv.stj. S.þ. og Thii
ayya hershöfðingja, yfirmam
gæzluliðs S.þ., þar sem m.;
voru ræddar leiðir til að lin
þvingunarráðstafanir Kýpui
stjórnar gagnvart tyrkneskui
mönnum á eynni.
Þá var í dag haldinn fundu
fulltrúa Kýpurstjórnar, Rauð
krossins og gæzluliðs S.þ. ur
matvælaflutninga til tyrknesk
minnihlutans. Reyndu fulltrúar
Framhald á bls. 23.