Morgunblaðið - 22.08.1964, Page 3

Morgunblaðið - 22.08.1964, Page 3
J Laugardagur 22. ágúst 1964 MORCUNBLAÐIÐ SUMARBLÆRINN er horfinn. Snjór fyrir norðan, kuldi fyrir sunnan. Þetta gerðist svo snögglega að fólk, sem er í sumarleyfi í bílum sínum með tjöld og svefnpoka er skyndilega farið að aka í snjó og kemst ekki heim um fjall- vegina. Þegar byrjaði að snjóa fór fréttamaður blaðsins á Siglufirði með nokkrum bíl- um, sem voru að leggja á Siglufjarðarskarð. Frásögn hans, sem gefur góða hug- mynd um það basl sem oft er að komast yfir skarðið, þó það takist, fer hér á eftir: Kl. rúmlega 16 miðviku- Trukkur og rútan komu út úr hríðinni eins Og tvö svört ferlíki. Farið var að bregða birtu og ekki mátti tæpara standa að Stgr. Kristinsson næði mynd vegna birtuleysis. í snjó á Siglufjarðarskarði dag lögðu 5 bílar héðan af stað áleiðis yfir Siglufjarðar- skarð: Landrover, Rússajeppi og Chevrolet fólksbifreið, ’ allar frá Sigufirði og Volks- wagen og Saab bifreiðir frá Reykjavík. Ég lagði af stað með rússajeppanum og gekk ferðin vel til að byrja með, en brátt fór færð að þyngja og dráttartaugin virtist ekki nógu sterk ög slitnaði því nokkrum sinnum. Landrover- inn og Saabinn smeygðu sér framhjá, en stöðvuðust fljót- lega vegna snjóþyngsla og brattrar brekku. Landrover- inn var aðeins með keðjur að faman og taldi bílstjóinn, Þóður Jónsson, að ef tveir fullorðnir settust framan á vél arhlífina, þá mundi „fatta“ betur, eins og skíðamennirn- ir segja, og hann eiga léttara með að hafa sig upp. Bað hann mig um að setjast upp á vélarhlífina, ásamt öðrum manni. Sessunautur minn reyndist vera Þorleifur Thorlacius, forsetaritari og var hann að fara ásamt Þórði til laxveiða í Fljótá í Fljótum. Strax og við vorum setztir gekk ferðin mun betur hjá Þórði, en þó þurfti oft að stoppa, bæði til að lagfæra dráttartaugina og til að moka, því Saabinn var svo lár, að hann flaut ofan á milli hjól- faranna, hjólin á honum náðu ékki niður í hjólför Rovers- ins. Þessvegna þyngdist drátt urinn og Roverinn fór að spóla. Þórður losaði þá bíl- ana og ók einn upp á fjallið fyrst til að þjappa veginn, en sneri svo við og tók Saabinn aftur í tog. Rétt fyrir kl. 19 náðum við þessum tveimur bílum úr sjálfu skarðinu. Hafði það tek ið 2Vz klst., sem hægt hefði verið að aka á 15—20 mínút- um þegar vegur er snjólaus og sæmilegur. Ég hafði ákveð ið að verða eftir uppi á há- skarði í kofa Slysavarnafélags ins, sem staðsettur er þar veg farendum til öryggis í slæm- um veðrum og ófærum og bíða þar eftir bílunum þrem og síðan rútunni, sem von var á að sunnan um kvöldið. stöð þessi er bæði fyrirferðar- mikil og óhentug á þennan stað, vegna gamaldags útbún- aðar, sem skapar hávaða og illmögulegt er fyrir einn mann að ná sambandi. Er slíkur útbúnaður varla afsak- b tr / «> -V: AS v Mjj <' ■ -»v ■■ ^4tgggggg| fc/ -w ■ Xw.-.v>.- Stundum þarf að fara út og moka. Kofinn björg ef í nauðir rekur Kofi Slysavarnafélagsins er að vísu engin höll, en getur þó orðið mikil björg ef í nauðri rekur. Umgengni þarna er allsæmileg, miðað við aðstæður, en þær eru ekki mjög góðar. T. d. gæti verið gott að hafa þó ekki væri nema nokkra nagla í vegg, svo að hægt væri að þurrka af sér blaut hlífðarföt o. fl. Tveir Aladin-ofnar eru þarna, að vísu var hvorugur í lagi, en ég gat lagfært ann- an svo hægt var að kveikja á honum, en þó þannig að hann ósar lítils háttar. Tal- stöð er þarna í góðu lagi, smíð uð hjá Landssímanum fyrir Slysavarnafélagið. En anlegur á „transitor-öldinni". Þetta var nú útúrdúr. Ég var búinn að vera nærri klukku- stund einn í kofanum, án þess að sjá til hinna bílanna, en loks klukkan að verða átta heyrðist til Volkswagen. Chevrolettinn hafði bilað og orðið að snúa við og Rússinn var aðeins með keðjur að aft- an og gekk illa að tolla í slóð- inni þessvegna og vegna þess að hann er breiðari milli hjóla en Landrover. Var hann því skilinn eftir, ep „áhöfn“ Rússans, sem eingöngu hafði farið þessa ferð til að hjálpa Volkswagninum yfir, ýtti og mokaði bílnum yfir skarðið. Þegar upp í háskarðið var komið var aðeins kastað mæð Landroverinn þjappaði veginn, kom síðan til baka og tók Saabinn í tog. inni og skrifað nafnið sitt í gestabók skarðkofans. Síðan var kallað í Siglufjarðarradío í gegnum talstöðina og feng- um við greið svör um rútuna. Hún hafði verið í Hofsós kl. 19.30. Þá var haldið niður í' Skagafjarðarsýslu og bílnum skilað á sjálfsdáðir, þegar sýnt þótti að allt væri í lagi og hann kæmist af eigin ramm leik það sem eftir væri. Rúm- ar 5 klst. tók að koma þessum litla bíl- þessa stuttu leið, og var þá eftir að ganga til baka, meir en helming leiðarinnar, að bílnum sem skilinn hafði verið eftir og síðan brjótast til baka til Siglufjarðar. Ég varð eftir í Skarðskof- anum til að bíða eftir rút- unni, sem ég hafði frétt hjá Siglufjarðarradioi að væri á næstu grösum með aðstoðar- bíl. Ég var orðinn einn í kof- anum og beið. Klukkan var farin að ganga 10 og farið að bregða birtu. Ég vonaði að ekki yrði orðið of dimmt til að taka eina mynd af rútunni og aðstoðarbílnum loks þegar þeir kæmu. Nú var farið að kula og aðeins að auka hríð- ina, sem haldizt hafði allan seinni hluta dagsins. Sem bet- ur fer var úrkomulítið því annars hefði ég mátt bíða lengi eftir rútunni. Dæmi eru til að Skarðið hafi lokast al- gjörlega svo að segja á nokkr um mínútum. Nú fór ég að heyra í bílunum, en sá samt ekkert fyrir hríðinni. Alltaf færðist hljóðið nær, en ekkert sást, enda skyggni tæplega meira en 30—40 m. Loks kom að því að bílarnir birtust, komu út úr hríðinni eins og tvö svört ferlíki, sem varla var hægt að greina lögun á. Þegar þeir komu nær sást að þarna fór á undan stór Volvo trukkur með drifi á öllum hjólum og talstöð og með rút- una „í bandi". Ekki mátti tæpra standa að myndin næð- ist vegna birtuleysis. Blístjórar og farþegar ráku upp stór augu, þegar ég, þessi einmana draugur, birtist þarna allt í einu og bað um far. Það var fljótlega opnað fyrir mér. Gísli Sigurðsson, bifreiðarstjóri og aðalhlut- hafi í Siglufjarðarleið h.f. var sjálfur með og rútan hálffull af farþegum. Böndin á milli bílanna voru leyst, en trukk- urinn fór á undan til að þjappa slóðina. Bílarnir höfðu samt samband sín á milli gegn um talstöðina. Á léiðinni niður töluðu farþegar og bílstjórarnir tveir um nauð syn þess að strax um nóttina yrði byrjað að moka Skarðið, í von um að það yrði fært morguninn eftir þegar áætl- unarbíllinn færi til baka. Klukkan 22.37 námu bílarn ir staðar við sérleyfisstöðina eða tveimur klukkutímum síð ar en venjulega. — S.K. 8TAK8TEIÍVAR imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiirF. ... Ekki samkeppni við eðli- lega rekinn atvinnuveg . « Í STAKSTEINUM í gær var skýrt frá grein Davíðs Ólafssoa- ar, fiskimálastjóra, í nýútkomnu hefti Ægis. Var þar fjallað um gildi landhelgissamkomulagsins við Breta fyrir fiskveiðar íslend- inga. Grein þessi f jallar um stöðu islenzkra fiskveiða í Evrópu. 1 greininni fjallar fiskimálastjóri einnig um samkeppnisaðstöðu ís- lenzkra fiskiveiða á mörkuðum. Um það atriði segir í greininni: „Það var áður minnzt á þá erfið leika, sem viðskiptalegar verndar ráðstafanir valda og geta valdið. En það eru til aðrar ráðstafan- ir, sem eru engn síður hættulegar frá okkar sjónar | miði séð og geta, út af fyrir sig, gert að engu góða aðstöðu frá hendi náttúrunn * *ar. Hér á ég við hvers konar styrki til fiskveið- anna, sem um langt árabil hafa tíðkazt og hafa í sumum tilfellum færzt í vöxt undanfarið. Þegar svo er komið er sem sé ekki um það að ræða lengur að keppa við eðlilega rekinn atvinnuveg held- ur við ríkissjóð viðkomandi lands. Og hvað þýðir það, eða getur þýtt, í þessu tilfelli?" . . . heldur við ríkissjóð Þá fjallar Davíð í grein sinni um erfiðleika, sem viðskiptalegar verndarráðstafanir geta og hafa valdið. Davíð segir, að styrkir þeir sem hann f jallar um í grein- inni geti verið réttlætanlegir und ir vissum kringumstæðum, t.d. ef um er að ræða tímabundna erfið- leika, sem unnt er að brúa með styrkveitingum. Sé hinsvegar um að ræða fast fyrirkomulag, sem stendur árum saman og ekki er útlit fyrir endi á, þá sé hinsvegar um að ræða óeðlilega styrkveit- ingu, sem hlýtur að leiða ttt skekkju í samkeppnisaðstöðunni innanlands við aðra atvinnuvegi og utanlands gagnvart sambæri- legum fiskveiðum annarra þjóða, sem ekki njóta styrkja eða þá minni stykrja. Styrkirnir aðeins kvalastillandi lyf Síðan segir Davíð í greininni: „Þessar styrkjagreiðslur, sem upphaflega voru hugsaðar sem algjör bráðabirgðalausn á að- steðjandi vandamálum, stundum staðbundnum eða tímabundnum, leystu oft í bili úr vandamálum, en reglan var hinsvegar sú, að sí- fellt sköpuðust ný vandamál, jafn vel sem bein afleiðing af styrk- veitingunum, og styrkjakerfið vatt sífellt upp á sig. Okkar reynsla var sem sé sú, að styrkja kerfið reyndist eins og kvalastill- andi lyf, sem sjúklingi er gefið í kvalaköstum, það getur ekki læknað neitt mein, heldur aðeins linað kvalir, en svo kemur ekki ósjaldan fyrir að sjúklingarnir verða svo háðir lyfinu að þeir geta ekki án þess lifað og þá er alvara á ferðum“. „Ég leyni því ekki að af fs- lands hálfu veldur þessi þróun styrkjanna vaxandi áhyggjum, einmitt af því sem að ofan segir og eykur þau vandamál, sem fyr- ir eru viðskiptalegs eðlis og áður var minnzt á, og sömuleiðis þann vanda, sem við sköpum okkur sjálfir með verðbólguþróun, sem hefur valdið sjávarútveginum vaxandi erfiðleikum, einkum á síðasta og yfirstandandi ári“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.