Morgunblaðið - 22.08.1964, Page 12

Morgunblaðið - 22.08.1964, Page 12
12 MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 22. ágúst 1964 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjayík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjorar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. 1 Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00_ á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. BLAÐRAN SPR UNGIN I Tndanfarnar vikur hafa all- ^ ir Hannesar-á-horninu verið einlægir stuðningsmenn einkaréttarins. Þeir hafa ekki átt nógu fögur orð til að lýsa nauðsyn þess, að fólki væri hlíft við skattpíningu og ein- staklingarnir fengju að njóta ávaxta erfiðis síns. Þeir hafa hellt úr skálum reiði sinnar í garð þess ómannúðlega ríkis- valds, sem seildist niður í botn sérhvers vasa til að fanga fjármuni í hít sína. Þeir ein- staklingar eru margir, sem með Morgunblaðinu fögnuðu yfir því, að loks væru menn nú farnir að gera sér grein fyrir því, að þjóðfélagið ætti að virða rétt einstaklingsins, að það ætti að þjóna þegnun- um, ekki síður en þeir því. En svo springur blaðran — og í ritstjórnargrein Alþýðublaðs- ins í gær má lesa þetta m. a.: „Það er auðvelt að gagn- rýna velferðarríkið, þegar skattreikningar berast til borgaranna. Erfiðara er að gera ákveðnar tillögur um nið urskurð á útgjöldum ríkis eða bæja, enda hefur Morgunblað ið ekki gert tilraun til þess“. Það er sem sagt farið að fara um þá menn, „sem hafa fjöldan að bakhjarli,' þó þeir séu kannski dálítið mismun- andi stórir af sjálfum sér“, eins og Ragnar í Smára kemst að orðí í Vettvangi hér í blað- inu. Það er rétt, að Morgunblað- ið héfur haldið því fram, að við séum komnir of langt í skattheimtu og ríkisafskipt- um. Fólkið er beinlínis orðið dauðleitt á ríkisforsjón og ætlast til þess af stjórnarvöld- unum, að þau sitji ekki yfir hvers manns rétti. Það verður að lina þá skattþján, sem vinstri-sinnar hafa með í- smeygilegum áróðri lagt á landslýðinn. Morgunblaðið játar það um- búðalaust, að Sjálfstæðisflokk urinn, sá flokkur, sem einn stendur vörð um rétt einstakl- ingsins, hefur látið um of und- an síga fyrir þessum áróðri. En það skal einnig við- urkennt, að Gylfi Þ. Gísla- son, einn af aðalfor- ystumönnum Alþýðuflokks- ins, ræddi mál þetta hógvær- lega og skynsamlega í Ríkis- útvarpinu fyrir skemmstu og virðist hann gera sér gleggri grein fyrir því en hannesarn- ir-á-horninu, að takmörk eru fyrir þeirri „velferð“, sem þegnarnir vilja láta þvinga upd á sie. GILDI SKATT- SKRÁRINNAR essa dagana er enginn mað- ur með mönnum nema hann sitji yfir Blöndalsorða- bók og leiti að lýsingarorðum til að geta úthellt sér nógu hressilega yfir skattskrána. Fljótt á litið kynni þetta að virðast heldur tilgangslítil iðja, en þegar betur er að gáð, kemur í ljós, að þessir menn hafa unnið þarft verk, flestir að vísu gagnstætt tilætlun sinni. Almenningur gerir sér loks grein fyrir því, að við erum komin of langt á braut ríkis- afskipta og skattheimtu, þann ig að ekki er seinna vænna að stinga rækilega við fótum og treysta á ný frelsi einstakl- ingsins. Ríkisvaldið er komið út í öfgar. Það er auðstjórn almennings, sem er krafa dagsins. Það er til dæmis hlægileg endaleysa, að ríkið taki fé af borgurunum til þess að greiða aftur fjölskyldubætur með fyrsta og öðru bárni og eyða hluta f járins í skrifstofukostn- að, jafnframt því sem skattar eru svo á ný teknir af þessu framlagi til einstaklinganna. Það getur engu þjóðfélagi verið til hagsbóta, að „stóri bróðir“ skipi fyrir um það, að hann eigi að vera þátttakandi í framfærslu fyrsta og annars barns hverrar f jölskyldu, eng- um sé til þess treystandi að sjá sér og sínum sómasamlega farborða. Þeir menn, sem að undan- förnu hafa hellt sér yfir skatt- sk'rána og fjargviðrast út af háum opinberum gjöldum, eru flestir vinstri-menn, skattastefnumenn. Þeir fara nú senn að snúast til varnar fyrir sína eiginlegu stefnu og eiga eftir' að iðrast ýmissa orða sinna, en því skal þeim heitið, að þeirra orð verða not uð í þeirri baráttu, sem háð verður til þess að koma á rétt- læti í skattamálum og stemma stigu við frekari yfirgangi ríkisvaldsins. HLUTLEYSI ÚTVARPSINS TJérlendis hefur ríkisvaldið einkarétt til þess að reka útvarp. Því er stjórnað af fimm manna ráði, sem kjörið er af Alþingi, en menntamála- ráðherra skipar því formann. í lögum um útvarpsrekstur, E Hann byggði upp stærsta kommúnistaflokk vestan járntjalds | Vinsældir hans settu ofan á síðari | árum, Vhgna sambands hans við Stalín PALMIRO Togliatti, leiðar- stjarna vinstrihreyfingarinnar á Ítalíu eftir fall fasista, var fæddur í Genúa á Pálmasunnu dag 1893, og er að fornafni eftir þeim degi nefndur. Á það hefur verið bent, að það hljóti að hafa verið óvenju trúrækin fjölskylda, sem á þennan hátt minntist fæðing- ar barns síns. Nafnið sjálft varð til þess síðar, að frægð Togliattis varð með endemum, og hvorki meira né minna en heilt vikublað var stofnað í þeim eina tilgangi, að ata Togliatti auri á hinum um- brotasömu tímum, sem sigldu í kjölfar heimsstyrjaldarinn- ar síðari, en á þessu tímabili var Togliatti án efa þekktasti stjórnmálamaður Ítalíu. Faðir Togliattis var af bændaættum úr Torino-hér- aði, og starfaði sem minni- háttar embættismaður við menntamálaráðuneyti Ítalíu. Æskuárum sínum eyddi Togli- atti að nokkru í norðurhér- uðum landsins, þar sem faðir hans starfaði. En lengst dvaldi hann í Sassari á Sardiníu, en á þeirri eyju var fátækt mik- il. Er talið að dvöl Togliattis þar hafi átt mikinn þátt í að mynda stjórnmálaskoðanir hans og lífsviðhorf. Togliatti var óvenju hæfur námsmaður, og hlaut hærri einkunnir held- ur en samtíðarmaður hans á Sardiníu, Antonio Gramsci. Gramsci var eldri en Togli- atti, og siðferðilegur foringi ítalskra kommúnista á þeim árum, sem þeir voru hvað mest ofsóttir. Sagt er að Gramsci hafi haft meiri áhrif á Togliatti, en nokkur annar einn maður. Leiðin til kommúnismans Þar kom að Togliatti hlaut styrk til náms við háskólann í Torino, en þar var Gramsci einnig við nám. Leið ekki á löngu þar til Gramsci fékk Togliatti til liðs við sig í hinni svonefndu „Nýskipan", sem hann hafið stofnað í borginni. Stefndi „Nýskipanin" að því að ná saman undir einn hatt sósíalistum . meðal háskóla- stúdenta og menntamanna annars vegar og verkamönn- um í hinum risastóru Fiat- verksmiðjum í Torino hins vegar. Fiatverksmiðjurnar voru um þetta leyti lang- stærstu og ^ nýtízkulegustu verksmiðjur í ftalíu, verk eins manns að nafni Agnelli. Hann var talinn hafa nánast ein- ræðistilhneigingar en hafði safnáð um sig kjarna gáfu- manna úr öllum stéttum. í þessu umbrotakennda um- hverfi, á árum fyrri heims- styrjaldarinnar, varð Togliatti hægri hönd Gramscis í „Ný- skipaninni“, sem síðar varð kjarni Kommúnistaflokks Ítalíu. Að háskólaprófi loknu stund aði Togliatti kennslustörf um hríð og ritaði greinar um heim speki og menningarmál í tíma rit, sem Gramsci hafði komið á fót. Andrúmsloftið í Torino var rafmagnað og eftir rúss- nesku byltinguna kom til ó- eirða í borginni, og létu þá 500 verkamenn lífið að því sagt er. Eftir að hafa verið um nokkra hríð í ítalska hernum, mjög gegn vilja sínum, gerð- ist Togliatti meðritstjóri Gramscis við blaðið Ordine Nuovo, en það helgaði sig einkum þeirri hugsjón, að verkamenn skyldu sjálfir ráða iðnaði Ítalíu. 1922 tók kommúnistaflokk- urinn á sig mynd sem sjálf- stæð heild. Um tíma fylgdi hluti af flokknum Trotzky að málum, en smátt og smátt náði Gramsci og fylgifiskar hans, sem nutu hylli Lenins, yfir- höndinni og réðu öllu í flokkn- um. Um tíma starfaði Togli- atti sem ritstjóri málgagns flokksins í Rómaborg. Musso- lini komst til valda seint á ár- inu 1922, en fyrstu fjögur ár valdatímabils hans starfaði kommúnistaflokkurinn, þótt Palmiro Togliatti meðlimir hans væru ofsóttir. Áttu kommúnistar fulltrúa á ‘ þingi allt til 1928, er það var leyst upp. Lciðtogi Kommúnista- flokksins Um svipað leyti og þingið var leyst upp voru Gramsci og aðrir leiðtogar kommún- istaflokksins handteknir og dæmdir til langrar fangelsis- vistar. Gramsci var þá sjálfur sjúkur maður. Hann var lát- inn laus eftir 11 ára fangelsis- vist, en lézt af völdum sjúk- dóms síns nokkrum vikum síð- ar. Togliatti hafði hins vegar verið staddur í Frakklandi er ofsóknir fasista hófst fyrir al- vöru, og hann ílentist erlend- is. Frá 1926 til 1943 bjó hann í útlegð í ýmsum Evrópu- löndum, oftast undir nafninu Ercole Ercoli. Á þessum árum var hann viðurkenndur sem leiðtogi ítalskra kommúnista og jafnframt-varð hann vara- forseti Komintern. Um veru hans í Moskvu hefur allt ver- ið á huldu, en vitað er þó að hann var þar á árunum 1941 —1943, en þá sá hann um út- varpssendingar til ftalíu undir nafninu Mario Correnti. í apríl 1944 sneri Togliatti heim til Ítalíu, eða nánar til þess hluta landsins, sem Bandamenn höfðu hernumið. Kommúnistar voru þá farnir Framh. á bls. 17 niiiiiiiiiiiiiiuHiiiimiiHiiiiiuiiiiiHiiiiiiiuiiiiiHiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiiHiiiiiiiimiiiiiiiiiiiu sem eru frá 1934, segir svo m. a. um hlutverk útvarps- ráðs: „Það setur reglyr um frétta flutning útvarpsins og aðrar þær reglur, er þurfa þykir til gæzlu þess, að við útvarpið ríki skoðanafrelsi og fyllsta óhlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stefnum í almenn um málum“. Þessar reglur eru sjálfsagð- ar, þótt skoðanir geti verið skiptar um framkvæmd þeirra. Það getur oft verið erfitt að aðhæfa skoðanafrels- ið fyllsta hlutleysi, ef hið síð- arnefnda hugtak er túlkað of bókstaflega. Hefur oft verið litið svo á, að skörp gagnrýni á stefnur og flokka sé brot á hlutleysisreglu útvarpsins, enda er sú framkvæmd senni- lega öruggust og auðveldust. Slík framkvæmd laganna get- ur hinsvegar oft höggvið nærri skoðanafrelsinu eða leitt til þeirrar lágkúru, þar sem ekkert er til málanna lagt. Ef þess er vandlega gætt, að mismunandi skoðunum sé ekki mismunað um aðgálig*að útvarpinu, þá gæti fúllt skoð- anafrelsi ríkt, án þess að ó- hlutdrægni ríkti. Slík fram- kvæmd væri líklegri til þess að örva skeleggar og einarðar umræður. Útvarpið yrði nyt- samara og áheyrilegra, sann- ari spegill þjóðlífsins, en sú deifð og drungi, sem einstreng ingsleg framkvæmd hlutleysis reglunnar hefur í för með sér, bæði í fréttaflutningi og öðru útvarpsefni. Nokkuð hefur þokað í þessa átt undanfarin ár, en lengra mætti ganga, enda er ekki ástæða til annars en treysta fyllilega útvarpsráði og starfsfólki útvarpsins að frapikvæma reglur um skoð- anafrelsi og óhlutdrægni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.