Morgunblaðið - 22.08.1964, Blaðsíða 15
Laugardagur 22. ágúst 1964
MORGtf N BLAÐIÐ
15
niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiHiiiiuiiuniiiiiiiiiiiiuiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiira
I Myndir frá StykkishéEmi
SÉÐ heim að Helgafelli. —
Þar er nú nýtt íbúðarhús í
smíðum. Hinrik Jóhannsson
bóndi að Helgafelli tjáði mér
að grasspretta væri með allra
bezta móti á Helgafelli á
þessu sumri. Hann kvaðst
hafa náð mest öllu því heyi
sem hann hefir slegið, inn og
kvað heyfeng sinn meiri í ár
en um þetta leyti í fyrra. —
Hann kvað þurrka hafa verið
litla en (skrifað 30. júlí) sér
hefði tekizt að nota vel hverja
flæsu og svo hefir hann einn-
ig súgþurrkun og auðvitað all-
ar heyvinnuvélar og maður
er nú alls ekki einn meðan
maður á slíkum vélum á að
skipa.
EBENESER Þorláksson Stykk
ishólmi bjó mestan eða allan
sinn búskap í Eyjunum á
Breiðafirði. Hann er jafnan
kenndur við Rúfeyjar. Hann
er fróður og segir vel frá.
Hann er fæddur 1877 og man
því vel blómaskeið eyjanna,
eða þegar milli 30 og 40 eyjar
voru í byggð og hver bóndi
var eins og konunngur í ríki
sínu. Ekki man hann annað
en velmegun í eyjunum. Hann
gengur oft á daginn niður að
höfn til að skeggræða við þá
EITT af eldri húsunum i
Stykkishólmi verður nú flutt
á nýjan grunn. Þar á að risa
stórbygging pósts og síma
sem nýlega hefir verið boð-
in út til byggingar. Um langt
skeið bjó í þessu húsi ÍV.
Th. Möller, síma- og póstaf-
greiðslumaður í Stykkishólmi.
Var þar oft glatt á hjalla og
margan góðr.n gest bar þar að
garði, enda Möllershjónin
rómuð fyrir gestrisni og alúð.
Gæti þetta hús ábyggilega’
sagt frá mörgum skemmtileg-
um stundum ef það gæti mælt.
Einnig bjó Richter um langan
tíma í þessu húsi.
sem þar eru við vinnu. Auð-
vitað fer ekki hjá því að hann
renni augunum út á Breiða-
fjörðinn og minnist gamalla
daga, bæði hamingjaríkra og
erfiðra, sem hann átti þar.
Margir af hinum gömlu „eyja- |
jörlum“ standa honum enn
fyrir hugskotssjónum og ó-
sjálfrátt gerir hann saman- |
burð á deginum í dag og dög-
unum fyrir aldamótin. Liggur
við að hann hristi kollinn. :
Segir lítið en hugsar kannski
þeim mun meira. Þetta er tím
anna tákn. Það eru' svo fáir, ! :
sem þola einangrunina í dag
og þess vegna fara eyjarnar
í eyði. — Já, segir Ebeneser. K
Þá voru ekki póstferðir í
hverri viku eða talstöð og út-
varp svo menn gætu fylgzt
vel með. En þá lásu menn
meira i sínum tómstundum.
Allt er breytt. Kannski er
þetta ágætt. En þetta er ekki
heimurinn, sem Ebeneser var
hamingjusamastur í. En slepp-
um því. Fólk á svo gott á
þessu landi í dag. Og fram-
tíðin lofar miklu, ef menn
kunna að rata meðalhófið og
gera gott úr öllu.
FRYSTIHÚS Sigurðar Ágústs
sonar í Stykkishólmi hefir nú
verið lokað um skeið og auð-
vitað bregður sjómönnunum
við. En það er líka hugsað fyr-
ir þeim. Fyrir næstu vertíð
er áformað að hafa lokið
miklum breytingum og end-
urbótum á húsinu. Stórauka
móttökusalinn fyrir fisk og
einnig setja upp nýjar véla-
samstæður og stækka vélasal-
inn. Þá verður öll önnur að-
staða með flökun og frágang
á fiskinum, því flökunar- og
vinnusalur verður stækkaður
og margt gert þar fullkomn-
ara. Vonandi tekst að Ijúka
þessu verki fyrir áramótin í
seinasta lagi.
Kappreiðar Harðar
v/ð Arnarhamar
Reykjum, Mosfellssv.eit,
18. ágúst:
KAPPREIÐAR hestamannafé
lagsins Harðar voru haldnar
b1. sunnudag við Arnarhamar
á Kjalarnesi. Var fjölmenni
og margt hrossa. Alls voru
skráð um 40 hross í hlaup og
gæðingakeppni og var það
með mesta móti.
Helztu úrslit voru þessi:
| 250 m. skeið (50 m. forhlaup)
1. Blesi, Kristjáns Finnssonar
á Grjóteyri, sem hlaut þó að-
eins 2. verðlaun með tímann 26,4
sek. •
Aðrir hestar náðu ekki til-
ekildum tíma til verðlauna.
250 m. hlaup viðvaninga.
1. Funi, Aðalsteins Aðalsteins
sonar á Korpúlfsstöðum á 19,7
sek.
2. Drottning Hildar Axelsdótt
ur á 19,7 sek.
3. Glettingur, Ólafs Sigurðsson
•r á 20,1 sek.
300 m. stökk.
1. Lokkur, Eggerts Kristjáns-
•onar á 22,4 sek.
2. Tilberi, Skúla Kristjánsson-
ar á 22,5 sek.
3. Lokkur, Einars Ellertsson-
ar á 22,7 sek.
350 m. stökk.
1. Gnýfari, Þorgeirs í Gufu-
nesi á 26,1 sek.
2. Þytur, Sveins Sveinssonar
á 26,1 sek.
3. Steinn, Guðmundar Jónsson
ár, Reykjum á 26,6 sek.
Úrslit. Alhliða góðhestar.
1. Eldur, Guðmundar Ólafs-
sonar Rvík.
2. Blesi, Kristjáns Þorgeirs-
sonar, Leirvogstungu.
3. Kópur, Hauks Níelssonar á
Heigafelli.
Úrslit. Klárhestar með tölti.
1. Prettur, Margrétar Johnson,
Rvík.
2. Smári, Ólafs Ingimundar-
sonar, Hrísbrú.
3. Vindur, Matthíasar Einars-
sonar, Teigi.
Gestir kappreiðanna skemmtu
sér vel í góða veðrinu við Arnar
hamar, enda tókst vallarstjóra,
Gísla Jónssyni, að koma í veg
fyrir óþarfa tafir. Mesta og verð
skuldaða athygli vakti hinn
aldni hlaupagarpur Gnýfari frá
Gufunesi, sem nú er 23ja eða
jafnvel 25 vetra gamall. Ekki
eru allir á einu máli um aldur
hans, en hvað sem því líður, býr
kempan enn yfir feikna hraða
og keppnisskapi, sem sjá má af
því, að t.d. Logi Sigurðar Sig-
urðssonar, sem er mjög sterkur
kappreiðahestur og vann m. a.
létt 800 m. á Þingvöllum í sum-
ar, varð að láta sér nægja 4.
sæti í úrslitum.
Skeiðið varð rislágt, eins og oft
vill verða, en önnur hlaup þokka
leg. Framkvæmd var öll með
mesta sóma, en nokkuð var á-
berandi að kappreiðareglur voru
ekki í heiðri hafðar, einkum hvað
við kom þyngd knapa. Einnig
hvað aldur snerti á knöpum, .sem
var að því er virtist allt niður
í 9 eða 10 ár. Ef slys ber að
höndum á börnum, sem eru knap
ar, hvílir þung ábyrgð á að-
standendum þeirra, eigendum
hestanna og um leið hvílir þung
ábyrgð á stjórn viðkomandi fé-
lags.
í gæðingadómnefnd voru:
Bjarni Bjarnason, Laugarvatni;
Þorlákur Ottesen og Sólveig
Baldvinsdóttir.
I kappreiðadómnefnd áttu sæti
Gísli Ellertsson, Guðmundur Þor
láksson og Anna Sigurðardóttir.
Bifreiiasýning
í dog
Gjörið svo vel og skoðið
bílana.
Bifreiðasa'an
Borgurtúni 1
Símar 18085 og 19615.
J. G.
Dagsf erðir til
KULUSUK
Á GRÆNLANDI
þiiðjudaginn 25. ágúst. — Verð kr. 3800,00.
Lönd og Leiðir
Aðalstræti 8 — Símar: 20800—20760.