Morgunblaðið - 22.08.1964, Page 22
22
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 22. ágðst 1964
Heimir og Högni
ekki meö ?
Endanleg ákvörðun tekin í dag
í GÆRKVÖLDI benti allt til þess að tvær veigamiklar breyt-
ingar yrðu á ísl. knattspyrnulandsliðinu, sem mæta á Finnum
á sunnudaginn kl. 4 síðd. Er mjög óvíst að Heimir markvörð-
ur Guðjónsson og Högni miðvörður Gunnlaugsson verði með
sakir meiðsla.
Sæmundur Gíslason formaður
landsliðsnefndar, tjáði blaðinu í
gærkvöldi að meiðsli Heimis
væru í baki. Hefði hann kennt
þeirra eftir leik KR við Bermuda
þá er hann einnig slasaðist á
hendi og á augabrún, og var bor-
inn af leikvelli. Virtist svo sem
vöðvi í baki væri máttlitill eða
lamaður að einhverju leyti og
fylgdu því þrautir miklar. Taldi
Sæmundur sennilegast að Heimir
myndi ekki vera fær um að leika
á sunnudaginn.
Högni Gunnlaugsson tognaði í
læri er Keflavík og Akureyri
léku bæjarkeppni s.l. sunnudag.
Hefur hann síðan gengið til lækn
inga, farið í ljós og nudd. Högni
verður reyndur á laugardags-
morgun og þá endanleg ákvörð-
un tekin um hvort hann leikur
í landsleiknum eða ekki.
Verði Heimir ekki í markinu
kemur varamaðurinn Gísli Þor-
kelsson í hans stað og verði
Högni ekki með má telja líkleg-
ast að Jón Stefánsson verði mið
vörður en Sigurður Einarsson,
Fram, komi í stöðu bakvarðar og
verður það þá fyrsti landsleikur
Sigurðar í knattspyrnu, en .hann
á allmarga að baki í handknatt-
leik.
Olympíueldur á
leið til Aþenu
OLYMPÍUELDURINN fyrir
Tokíóleikana var tendraður í
Héraðsmót Dalamanna
í frjálsíþróttum
HÉRAÐSMÓT U.M.S. Dalamanna
26. júlí 1964, að Tjarnarlundi í
KARLAR:
100 m. hlaup:
1. Gissur Tryggvason D. 11,9
Saurbæ, Dalasýslu. Úrslit urðu:
Kringlukast:
1. Jóhann Péturssen D. , 28,70
Langstökk:
1. Gissur Tryggvason D. 6,26
Hástökk:
1. Gissur Tryggvason D. 1,53
Kúluvarp:
1. Gissur Tryggvason D. 10,93
Spjótkast:
1. Gunnar Tryggvason D. 32,98
Þrístökk:
1. Gissur Tryggvason D. 12,46
KONUR:
80 m. hlaup:
1. Helga Gestsdóttir D 13,1
Kúluvarp:
1. Halldóra Guðbjartsd. S. 8,12
UMF. Dögun 75% stig.
UMF. Stjarnan 20% stig
UMF. Von 4 stig
Flest stig einstaklinga: Gissur
Tryggvason 25 stig. Dómari var
Sigþór Lárusson.
Guðni Jónsson nýliði er 7.
frá Akureyri í landsliðinu
GUÐNI JÓNSSON, 21 árs Ak
ureyringur, hefur nú verið
valinn í landslið íslands í
knattspyrnu í fyrsta sinn,
enda hefur hann getið sér
ágætan orðstír í knattspyrnu
leikjum í sumar.
Fréttamaður Mbl. hitti því
Guðna snöggvast að máli í
gær.
— Jæja Guðni, velkom'inn
í landsliðið. Ertu ekki glað-
ur?
— Jú, blessaður vertu,
bæði glaður og kvíðinn.
— Varstu ekki farinn að
búast við þessu?
— Nei, mig hefur auðvitað
lengi dreymt um að verða
valinn, en ég þorði aldrei að
vona að það yrði svona
snemma. Ég hélt að það yrði
pressuleikur fyrir leikinn
við Finna og var satt að segja
farinn að gera mér hugmynd
ir um að vera valinn í blaða
liðið. Hærra setti ég nú mark
ið ekki.
— í hvaða stöðu varstu val
inn?
— Ég verð hægri framvörð
ur eins og ég hef verið í Akur
eyrarliðinu.
— Hvenær byrjaðir þú að
iðka knattspyrnu?
— Um svipað leyti og ég
fór að ganga, held ég. Við
Magnú.s Jónatansson og Skúli
Ágústsson erum jafnaldrar og
félagar frá barnæsku og við
höfum verið að sparka bolta
frá því að ég man eftir og allt
af haldið hópinn.
— f hvaða félagi ertu?
— Ég er í Þór og er búinn
að leika þar í öllum flokk-
um.
— Hvernig æfir þú?
— Ég hef verið í fótboltan-
um á sumrin og körfubolta
á veturna o,g svo stundaði ég
mikið leikfimi hér áður.
— Hefur þú leikið mikil-
væga leiki fyrr?
— Ég lék (þressiuleik um
daginn áður en Bermudalands
liðið kom og svo var ég vara
maður með B-landsliðinu
gegn Færeyjum í sumar og lék
þann landsleik nærri allan.
— Hafðirðu farið utan áð-
ur?
— Já, ég fór með Akur-
eyrarlandsliðinu í keppnisför
til vinabæja í Noregi og Dan
mörku sumarið 1961.
— Hve margir Akureyring
ar hafa verið valdir í lands
liðið hingað til?
— Ég mun vera sá sjöundi.
gærmorgun, föstudag á Olymps-
fjalli. Þegar eftir athöfnina var
hlaupið af stað með blysið og
bera grískir íþróttamenn það til
Aþenu í boðhlaupi. Þaðan verð-
ur flogið með kyndilinn í jap-
anskri flugvél til Asíu og höfð
viðkoma og athöfn í mörgum
borgum þar. Loks hafnar vélin
í Japan og verður hlaupið með
eldinn um gervallt landið og
loks hafnað á Olympíuleikvang-
inum 10. október.
Eldurinn var tendraður við
altari sem sett var upp að forn-
um sið. Síðan hlupu hlaupararnir
af stað með blysið og hljóp hver
maður 1 km. vegalengd.
Fyrsta borgin sem farið var
um var Pyrgos, 21 km. frá fjall-
inu. Þar var eldur tendraður á
altari og síðan haldið áfram í
átt til Aþenu. Þegar hlaupararnir
sem blysið báru fóru fram hjá
bóndabýlum veifuðu þeir með
kyndlinum og hrópuðu hvatn-
ingarorð.
í KerlingarfjöUum
Skíðaskóli hefur verið starf-
ræktur í Kerlingarfjöllum við
vaxandi vinsældir undanfarin
ár. Þessi mynd var tekin fyrir
nokkru þar innra og sýnir
hvernig gestir njóta góðviðr-
Sambandsráðs-
fundur Ung-
mennafélags Isl.
14. samibandsráðsfundur Ung-
mennafélags íslands verður hald-
inn í Haukadal 5. og 6. sept. og
hefst kl. 4 e.hád. á laugardag,
Helztu mál þingsins verða þessi:
Landsmótið 1965, Þrastaskógur,
félagsmál, næsta sambandsþing.
Á sunnudag verða skoðuð mann-
virki, sem verið er að vinna að
á Laugarvatni og verða tekin í
notkun á landsmótinu. Einnig
verða skoðuð mannvirki í Þrasta
skógi, leikvangur og veitinga-
skáli, sem verið er að reisa, þar
sem Hótel Þrastalundur stóðv
Sambandsráðsfundinn sækja hér-
aðsstjórar allra héraðssamband-
anna auk stjórnar og gesta.
(Frétt fiá Ungmennafélgai
íslands).
MOLAR
SVÍAR sigruðu í knattspyrnu
keppni norrænna lögreglu-
manna. Þeir unnu Dani í úr-
slitaleik með 3—0. I keppn-
inni um þriðja sætið unnu
Norðmenn Finna með ?—0.
IDA Bjerke ung sundkona
í Bergen, setti norskt met í
400 m. fjórsundi á 5.53.5 mín
í gær. Eldra metið var 5.57.5
10 km. hlaup var hápunktur
fyrsta dagsins á meistaramót-
inu norska í frjálsum íþrótt-
um sem hófst í Gjörvi í gær.
Meðal áhorfenda var Ólafur
konungur, Thor Helland setti
nýtt norskt met 29.27.6 mín
en Odd Fuglem og Poul Ben-
um voru aðeins 4/10 úr sek-
undu á eftir. Thor Helland
bætti persónulegt met sitt um
hálfa aðra mínútu. Bezt hafði
hann áður hlaupið á 30.58.0 —
en eignaðist nú svo óvænt
norska metið.
í öðrum greinum unnu þeir
sem búizt hafði verið við, M.
Lundemo vann Maraþonhlaup
á 2.27.51.4 5 mín á undan
næsta manni og hafði forystu
frá upphafi. Þrístökk vann
Martin Jensen 15.34, 200 m.
Carl Nimæs 21.7.
HVER einstakur keppandi og
fararstjóri á OL í Tókíó hefur
verið tryggður af japönsku
Olympíunefndinni og nemur
tryggingin um 125 þús. isl. kr.
ef um dauðsfall er að ræða.
FINNINN Matti Yrjölæ settl
finnskt og horrænt met í kúlu-
varpi í gær, varpaði 18.16 m.
Á dögunum varpaði Matti
Yrjölæ 18.28 m en það met
var ekki hægt að staðfesta þar
sem afrekið var unnið á félags
móti