Morgunblaðið - 23.08.1964, Qupperneq 3
SunnudaguT 23. ágúst 1964 MORGU N BLAÐIf) $
| Heklumynd og stúlkur, sem
ekki vilja skyggja á sig
Sr. Eiríkur J. Eiríksson
Skugginn - Lampinn
| VIÐ komum á mínútunni
^ kl. 6. Þegar Kjarval hefur
| ákveðið einhvern tíma þá
| er víst ’eins gott að vera
§j stundvís.
| Þegar við kornum inn
= voru gestir hjá listamann-
1 inum, amerísk kona og
1 kunningjar hennar. Frúin
1 var að skoða listaverk á
§ vegum háskóla í heima-
= landi sínu.
= Við létum það ekkert á okk
S ur íá, heldur settumst út í
= horn og tókum að skoða
1 ýmsar myndir og blaðaúr-
= klippur, sem Kjarval hefir lát
= ið upp um veggi 1 vinnusal
S sínum.
H Erindið kom seinna. Við
=- ætluðum að skoða tvö ný lista
§ verk, sem Sigurður Benedikts
= son, sá heimsfrægi listaverka-
1 sali, hafi tjáð okkur að nú
= stæðu fuilgerð og ástæða væri
§ til að kynna fyrir þjóðinni.
= — Ég hef verið hálfla.sinn í
H sumar, segir Kjarval. í>að er
§§ ekki sanngjarnt vegna vina
= og kunningja að vera lasinn.
= En að undanförnu hef ég eins
g og gleymt löppinni. Ég hef
unnið að þessari Heklumynd
af kappi. Ekki bragðað
dropa. Ég er búinn að
eiga heilan konjakspela og
fulla brennivínsflösku í hálf-
an annan mánuð. Ég má nefni
lega ekki bragða það, þegar
ég er að vinna, til þess að
örva ekki sjáaldrið.
Og listamaðurinn virðir
fyrir sér verk sitt. Það er
Heklumynd, sem hann hefir
unnið að í 17 ár.
— Mynd málarans gætum
við kallað hana. Ég hef málað
margar myndir af Heklu.
Þegar einhver vinur hefir
komið og einhver vinur hans
hefir átt afmæli. Þá hef ég
málað myndir af Heklu. En
þessi er öðru vísi. Ég var bú-
inn að gera hana fyrir nærri
17 árum en ég var ekki ánægð
ur með hana. Svo breytti ég
henni og hætti við hana. En
nú fyrir rúmum mánuði réð-
ist ég að henni á ný. Líklega
læt ég hana vera svona. Það
er að morgna vinstra megin.
Til hægri er nóttin að hverfa.
— Byrjaðirðu á myndinni
þegar gosið stóð 1947.
— Já. Það voru ósköp sem
á gengu. Og mikil var litdýrð-
in þegar hraunið vall fram,
eða þegar þessir glóandi
steinar skullu niður á víði-
hrislurnar. Hvernig þær blán-
uðu um leið og þær dóu. Ég
stökk einu sinni og greip gló-
andi stein sem hafði lent á
einni hríslunni og henti hon-
um í burtu. Ég var fullur af
hugsjónum eins og skáti eða
ungmennafélagi. Það hefir
ráðið því að ég greip stein-
inn.
■—Heldurðu að sú litadýrð
sem þú sást þá hafi haft
áhrif á allt litaflóðið í þessari
mynd?
— Nei. Og þó. Ég veit það
ekki. Ég dreif í því að moka
litum í myndina.
— Hefirðu farið austur í
sumar.
— Já tvisvar. Fyrst flaug
ég, en mér fannst ailt fullt
af tómlæti svo ég fór aftur
suður. Svo fór ég austur í bíl
og þá hafði ég með mér mik-
ið af litum og ætlaði að vinna
mikið. En ég sá ekki neitt.
Mér fannst ég vera að svíkja
bæinn minn hér. Svo ég fór
suður aftur eftir tvo daga. Svo
fór ég að Kýlingum og í Land
mannalaugar. Þar var svo mik
ið af fegurð, að þetta rann
Framhald á bls. 8
XIII. sunnudagur eftir trini-
tatis. Guðspjallið. Lúk. 10,
23—37.
OFT hafa menn komið á móti
mér upp undir heiðina eða alla
leið á heiði með ljós. Þá héfur
ljósið lýst mér, en þeim ekki, eins
er það bar. Þó hefur hann éinnig
gengið í birtu þess nokkurri, með
því að hann horfði fram á veg
okkar beggj^.
Menn kannast við nafn hinnar
ensku hjúkrunarkonu Florence
Nightingale. Hún vann alla ævi
að hjúkrun. Án sterkrar köllunar
hefði hún ekki komið svo jniklu
til vegar um líknarmál. Löngun-
ar að bæta úr böli meðbræðranna
varð snemma vart með henni.
Einkum varð Florence Night-
ingale fræg fyrir störf sín í Krím-
stríðinu. Er hún fór aústur þang-
að, hafði hún með sér sveit hjúkr
unarkvenna. Var gagnrýnt í blöð-
unum, að þessar konur væru úr
ýmsum trúfélögum og menn
spurðu í hvaða trúfélagi Night-
ingale sjálf mundi vera.
Prestur einn svaraði þeirri
spurningu þannig, að hún væri í
félagsskap, sem of fámennur væri
1 verölfj hér, — hins miskunn-
sama Samverja.
Öldin er nú önnur. Varla er
lengur spurt um trúarskoðanir
hjúkrunarfólks, enda mikill skort
ur þeirra, er vilja gera líkn við
aðra að lífsstarfi,
Eru þeir, því miður, fleiri, er
rétta mönnum dreggjar mein-
semdanna, en þeir, sem halda á
læknislyfinu og skulu þó metin
og þökkuð hin stórfelldu fram-
lög samfélagsins til heilbrigðis-
mála og hinni hvítklæddu sveit
hugprúðra karla og kvenna,
ungra sem aldinna, er leggja
fram líf og heilsu til þess að
hjálpa öðrum til bata og fækka
meinum manna.
Við íslendingar önnumst um
hinn særða mann við veginn fylli
lega til jafns við flestar aðrar
þjóðir, enda skyldum við ekki
gleyma hjúkrendum og hinum
sjúku, þótt heimsóknartímum
ljúki, en láta svo sem verða má
ljós okkar á vegi heilbrigðinnar
lýsa þeim í bæn og verki líkn-
arinnar.
Hugsunin að bjarga, án mann-
greinarálits, á sér djúpar rætur
í eðli þjóðar okkar. Byggðin hef-
ur lengstum verið dreifð, eins og
...................................
þegar hershöfðingi raðar liði sintí
og myndar langa víglínu. Vold-
ugar hafa verið hersveitir og
hættulegar öræfa með ströndum
fram mikilla sanda og hið efra tiJ
landsins.
Heimsathygli hefur einatt vak-
ið hjálpsemi Islendinga og björg-
unarstörf.
Aðstæðurnar hafa valdið þai
miklu, en djúp og hre'in hvöt hef-
ur sprottið fram á grjótum þeirra.
Skáldið lætur kvæðishetju sína
velja á milli kirkjugöngu og að
rækja björgunarstarf. Guðs vilji
getur og varla verið góður:
„Öll óhöpp hlutu hans vilji að
vera,
sem varnarlausum mönnum
farga'*.
En er við föllumst á seinni hluta
erindisins, er forsenda hans
kirkjuleg einnig.
„Ég hafði aðeins eitt að gera
í ættarhefnd, það var — að
bjarga“.
Ýmsir munu hnjóta um svo
kirkjulegan skilning hér, og
benda menn einatt á fastheldni
við kennisetningar og ýmis konar
ytri aðgreiningu. Margt er þar
rétt athugað, en kjarni kristin-
dómsins birtist vissulega í guð-
spjallinu í dag, þar sem góðvilj-
inn brýtur lögmál manna og set-
ur öllu sem sín eigin lög.
Menn ræddu og rituðu enda-
laust á dögum Jesú um vanda-
málið: „Hver er náungi minn?“
En ætli við séum nú á dögum
lausir við lögmálsþrælkun hinna
skriftlærðu á tímum Jesú?
Við skipum okkur til hægri eða
vinstri, austrið og vestrið eru
vandamál okkar, svertingjavanda
mál suðursins eru fyrirferðar-
mikil, Gyðingahaturs gætir og
kenningar og flokkar þeirra eig-
ast illt við.
Tölur eru víða meira metnar
en hjartalag og við hömpum ein-
att lögbirtingablöðum til þess að
varast náungannn í stað þess að
leggja honum lið.
Peningar eru nokkuð víða eini
ljósgjafinn. Víst er um það, að
kröfur gerum við: Ljósið á að
koma til mín. Ef Guð er til á
hann að þjóna mér eins og ég vil.
Jesús segir í dag við þig: Vanda
mál heimsins er vandi náungans,
en fyrst og fremst þú sjálfur.
Mikill guðfræðingur sagði í
kennslustund: „Hann fylgir ekki
mér, ekki honum né hinurn".
Ekki eigna ég þessi orð þeim, er
sagði þau til' fullnustu. Þau
kunna að vera gripin úr sam-
hengi, sem gæti skýrt þau já-
kvætt.
Spyrjum sjálf okkur: „Hver er
ég sjálfur og hverjum fylgi ég?
Hvað læt ég sjálfur af mörkum?
Held ég á ljósinu að það lýsi öðr-
um eða bejnist öll viðleitni mín
að því, að ég horfi sjálfur við
því?“
Florence Nightingale var
gamalmenni orðin og sá skuggann
sinn: „Er þetta hetjan frá Krím?
„Konan með lampann er ódauð-
leg“. Nú sýnir lampinn aðeins
hrörnun mína og útslokknun“.
Nei, hún hélt á lampa sínum
annarra vegna, meðan henni ent-
ist þrek. Ljós hins góða vilja,
tendrað af Guði, mun eilíflega
lýsa okkur.
Gefist okkur þrek til þess að
koma með ljós á veg meðbróð-
ursins, að hamingja okkar verði
að sjá sigur Guðs málstaðar í
þakklátu brosi hans, særðs við
veginn í einum eða öðrum skiln-
ingi, að skugginn hverfi eigin-
girninnar og fallveltisins, sem á
sér sjálfselskuna að rót, og böl
allt batni þannig eilíflega, okkar
sjálfra og samfélagsins.
>— Amen