Morgunblaðið - 23.08.1964, Page 6

Morgunblaðið - 23.08.1964, Page 6
MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 23. ágúst 1964 Sr. Jósef J. Hacking Minning ÆTNN kunnasti g mætasti prest- ur Rómversk-kaþólsku kirkjunn ar á íslandi, séra Jósef J. Hack- ing, lézt í Landakotsspítalanum x Reykjavík að morgni hins 18. þessa mánaðar, eftir nokkurra mánaða erfiða sjúkdómslegu. Skorti aðeins þrjár vikur til þess að hann næði 45 ára aldri Útför hans verður gerð frá Landakots kirkju mánudaginn 24. þ.m. kl. 10 árdegis. Morgunblaðið hefur beðið mig að rita nokkur minningarorð um þennan mæta mann og er mér Ijúft að verða við þeim tilmæl- um. -Séra Jósef J. Hacking hafði verið prestur á íslandi í 18 ár. Hann fæddist í Gulpen í Hol- landi þann 11. september árið 1919. Hann hlaut prestsvígslu 19. marz 1945 og tilheyrði S.M.M. reglunni eða prestareglu þeirri, sem kennd er við Montfort bræður. Hann kom til íslands að haustlagi árið 1946 og starfaði tvö fyrstu árin í Stykkishólmi. Síðar varð starfssvið hans í Reykjavík, á Keflavíkurflugvelli í Hafnarfirði og enn á ný í Stykkishólmi. En mestan hluta starfsferils síns á íslandi var hann prestur við Kristskirkju í Landakoti í Reykjavík. Hin síð- ari árin var séra Hacking jafn- framt skólastjóri við Landakots skólann í Reykjavik og aflaði þeirri stofnun mikilla vinsælda eins og raunar öllum þeim mál- um, sem hann vann að. Hann fór og nokkrum sinnum utan í er- indum kirkju sinnar. Hann rit- aði talsvert um trúmál, aðallega í málgagn Kaþólsku kirkjunnar á íslandi, „Merki krossins". í>að mun haaf verið á árinu 1951, sem ég kynntist honum. Atvikin urðu með þeim hætti, að okkur var í sameiningu falið að leysa viðkvæmt og erfitt vandamál, sem ekki skal frekar rakið hér. En þetta samstarf leiddi til þess, að ég kynntist bæði manninum og prestinum Jósef Hacking mjög náið. Sá ég glöggt af þeim kynnum, að þar fór enginn miðlungsmaður. Svo sem hann bar bæði höfuð og herðar yfir flesta aðra að líkam legu atgervi, þannig voru líka andlegir hæfileikar hans og mannkostir meiri en almennt gerist. Hann var svo einstaklega mannlegur og hreinskiptinn í samræðum við fólk, en hátíðleg ur og átti lotningarfulla gleði fyr ir altari, að menn fundu strax, að þar fór prestur, sem kunni að gráta með grátendum og fagna með fagnendum. Þetta gerði honum greiða leið að hjörtum þeirra mörgu íslendinga, sem á vegi hans urðu. Mun það fágætt, að útlendum manni takist á fá- um árum að vinna svo hugi ís- lenzks almennings, þrátt fyrir hinar ólíkustu skoðanir, .að alls staðar hafi verið skildar eftir ljúfar og þakklátar minningar. Þessi urðu þó aðaleinkennin á 18 ára starfsferli séra Jósefs Hacking á íslandL Það var margt, sem stuðlaði að því, að málin urðu með þess- um hætti og skal hér fátt eitt nefnt, umfram það, er að fram- an greinir. Séra Jósef J. Hack- ing var ákveðinn og ötull starfs maður, sem unni sér sjaldan hvíldar. Hann átti mikinn og far sælan starfsdag, sem skólastjóri og prestur í Landakoti. Það starf leiddi til kynna skólastjórans og prestsins annars vegar og fjöl- margra heimila í Reykjavik hins vegar. Þau eru því nú ótal in heimilin í Reykjavík, sem róma skilning skólastjórans og prestsins á málum nemendanna, festu hans í starfi og lipurð hans í umgengni við nemendur og heimili. Séra Jósef J. Hacking kom oft fram sem fulltnii kirkju sinnar við ýmis opinber tækifæri í Reykjavík og róma allir, sem til sáu, framkomu hans og fram- göngu á slíkum stundum .Gleði, hispursleysi og gamansemi var svo rikt í fari hans, að jafnt innlendir sem útlendir hrifust af hinum glæsilega presti og gilti þá einu, hvort þeir, sem viðstadd ir voru, gátu talizt „háttsettir eða lágtsettir“ í þjóðfélaginu. í einkaviðræðum var séra Hacking hjartahlýr einlægur og skilningsríkur. Leituðu því marg ir til hans í einkaerindum, bæði kaþólskir og lútherskir. Var hann ætíð boðinn og búinn að ieysa úr vandkvæðum og það á þann sjaldgæfa hátt, að á mál- um var haldið af festu og ör- yggi- Séra Jósef J. Hacking var eft irtektarverður og eftirminnileg- ur prestur, sem söng messur af virðuleik og háttvisi. Hann var áhrifamikill ræðumaður og hafði hið bezta vald á íslenzkri tungu. Man ég vel, i. ve ræður hans voru rökfastar og heilsteyptar. Hann var eins og sagt hefur verið um einstaka kirkjunnar þjóna fyrr á tímum: Hinn mesti skörungur. Og sjálfsagt var það þetta í fari hans, ásamt ýmsu öðru, sem hreif hugi íslendinga ar þjón. Tveimur árum áður en ég fór til nýs starfs utan Reykja víkur, gaf séra Hacking mér ljós mynd af sér, sem birtist með þessari grein. „Mennirnir hverfa, mælti presturinn með fölskva- lausu brosi þegar hann afhendi mér myndina. Þessi ummæli lýsa ve'l skoðunum hans og við- 'horfum og eru raunveruleikan um samkvæm. Þessi mikilhæfi og aðsópsmikli prestur mótaðist af því bezta, sem menn geta til- einkað sér úr klassiskum venj- um og erfðum ásamt því bezta úr nútímanum. Slíkra manna verður lengi saknað og minning arnar um þá eru blessaðar af mörgum. Eg mun minnast hins einlæga o,g hreinlynda vinar, þar sem allt fór sarnan í fari hans: Snarpar gáfur, víðtækur lærdómur, leiftrandi fjör, heil- steypt vinátta og sterk tiú. Og mér sýnist, sem allt hans far bendi til þess, að bæn hans hafi verið heyrð, — en til þess er nú gott að vita, þegar hann er geng inn: „Unam pétii a Dómino, hane requíram: ut inhabitem in domo Dóminl omnibus diébus vitæ meæ“. (Sálmur 27,4). Sr. Fáll Pálsson Stjórnmálaflokkunum dönsku sendar 10.000 spurningar meira en flest annað. Eftir 18 ára starf sitt á íslandi var séra Hecking orðinn ótrúloga sam- gróinn íslenzkri menningu og ís lenzkum hugsunarhætti, svo að fáir útlendingar hafa lengra kom izt í þeim efnum. Það var því með ólíkindum að heyra talað um Hollendinginn Jósef Hacking ísland var honum einkar kært og hann sýndi bæði í orðum og verkum, að hann bar hlýjan hug til íslendinga og skildi þá vel. Ég minnist með þakklæti hinna fjölmörgu samverustunda með séra Hacking, bæði í Reykja vík, í Hafnarfirði, á Keflavíkur- flugvelli, í Stykkis-hólmi og víð- ar. Geymi ég nú bjartar minn- ingar um drenglundað karl- menni, traustan og glaðværan vin og tilkomumikinn kirkjunn Einkaskeyti til Mbl. Kaupmannahöfn 21. ágúst. • Danskir kjósendur hafa sent 10.000 spurningar til stjómmála- flokkanna, sem eiga að svara þeim í nokhrum sjónvarpsþátt- um á næstunni — eða þar til kosningarnar til þjóðþingsins fara fram 22. september n.k. • Kosningabaráttan hófst í sjón varpinu í gærkvöldi með umræð um frá kosningafundi í Esbjerg. Töluðu þar J. O. Krag, forsætis- ráðherra og fyrrverandi forsætis- ráðherra, Erik Eriksen. Þessi kjósendafundur, sem öll danska þjóðin fylgdist með, sýndi glögglega fram á, að um þrjár möguleika nýrrar ríkisstjórnar er að ræða eftir kosningar. í fyrsta lagi áframhaldandi stjómarsam- starf sósíaldemókrata og rót- tækra; í öðm lagi hreina sósíal- demokratíska stjóm, hugsanlega minnihlutastjórn — og í þriðja lagi borgaralega stjórn Vinstri- flokksins og íhaldsflokksins. Krag lýsti því ótvírætt yfir, að Sósíeldemókratar muni ekki mynda ríkisstjórn með stuðningi sósíalíska þjóðarflokksins eða kommúnista, nái þeir aftur mannl á þing. En Krag gat litlu svarað, þegar Eriksen spurði hvort Sósíaldemókratar myndu af- þakka stjórnarþátttöku, ef þeir og róttækir næðu ekki meiri- hluta á þingi — en sósíalíski þjóð arflokkurinn eða kommúnistar mæltu með því við konung, að ríkisstjórn yrði mynduð með for ystu sósíaldemókrata. Helztu kosningamálin verða þessi: I. Velferðarmál, þar sem einkum er deilt um skipan auka lífeyris. Vilja sósíaldemókratar fara að dæmi Svía, sem byggja aukalífeyrinn á hæstu árstekj- um hvers borgara. Vinstri menn vilja hins vegar hafa sama auka- lífeyri fyrir alla, hvort sem um er að ræða ófaglærða verkamena eða auðmenn. 2. Húsnæðismál. 3. Skattamál. — Sósialdemó. kratar hafa lagt fram á þingi tillögur um „kildeskat“ þ.e.a.s. skatta, sem atvinnurekendur halda eftir af launum starfs- manna sinna jafnóðum og þau eru greidd, — en borgaraflokk- arnir eru þeim andvígir. Rytgaard. Sumar-uppbót Ég var að hugleiða það, þeg ar ég gekk í vinnuna í gær- morgun, að ekki væri undar- legt þótt íslendingar, sem kynnzt hefðu veðurfari suður í löndum hefðu áhuga á að bregða sér þangað að haust- lagi til þess að fá eins konar sumarauka, eða sumar-uppbót, því svo sannarlega veitir okkur ekki af uppbót stöku sinnum. Hér á landi fá menn uppbætur á allt nema sumarið. Á Norðurlöndum er algeng- ast að fólk fari í sumaryefis- ferðir suður á bóginn, helzt suður að Miðjarðarhafi, enda er það alls ekki dýrt. Fyrir okkur hér úti í miðju Atlants- hafi eru öil ferðalög til út- landa hins vegar kostnaðar- söm. Það er eitt af því, sem óhjákvæmilega fylgir þessari hernaðarlega mikilvægu stað- setningu, langt frá öðrum lönd- um. Nú orðið ætti samt flestum að vera fært að aura saman til slíkrar ferðar á fjögurra eða fimm ára fresti — og jafn vel oftar, ef ferðazt er á ó- dýrasta hátt. Öldin önnur Það er ekki óeðlilegt þótt hugurinn reiki ósjálfrátt suð- ur í lönd, þegar veðurlagið hér er eins og það hefur ver- ið undanfarna daga. Má segja að við liggi, að Vestfirðing- ar og Norðlendingar komist ekki úr húsum sínum vegna fannkomu um miðjan ágúst- mánuð. Hér áður og fyrr, þeg- ar allur landslýður átti nær allt undir veðurfarinu, hefði slíkt hret þótt spá illu um af- komuna yfir vetrarmánuðina, því óneitanlega hlýtur þetta að draga stórlega úr landbún- aðarframleiðslunni. Nú er öldin önnur, því ekki hafa þessi hret nein stórkost- leg áhrif á fiskveiðarnar, eins og tæknin er orðin núna. Og 1 versta falli getum við flutt inn kartötflur fyrir andvirði fisksins — og þrjóti kjötið flytjum við bara meira inn af brezku súkkulaðikexi, sem öll- um þykir gott. Verkefni fyrir sálfræðinga Fólk hefur mikið rætt um innbrotið hjá Örlygi listmálara og skemmdarverkin, sem þar voru unnin. Það hlýtur að vera fyllsta ástæða til að fara með böm, sem gera sig sek um slíkt, til sálfræðings, því ekki eru þetta neinir óvitar — orðin 10 ára. Og það er ekki hægt að lá fólki þótt það ræði um að eitt- hvað hljóti að vera bogið við uppeldi slíkra barna. Þjófs- náttúran og skemmdarfýsnin hlýtur að eiga sér ákveðn ar skýringar. Þetta em ekki nein venjuleg prakkarastrik, þótt Örlygur reyni að bera sig karlmannlega og slái öllu upp 1 grin í viðtali við blöðin. Ég efast ekki um að honum hef- ur brugðið, hvað þá syni hans, sem missti þar dýrmætt safn og ávöxt heilbrigðrar og mjög þroskandi iðju Háskólabíó Þótt ég sé ekki vanur að birta það, sem stendur í nafn- lausum bréfum, þá ætla ég samt að koma því á framfæri við Háskólabíó, að það endur- sýni margar ágætar myndir, sem það hefur sýnt í sumar. Nafnlaus bréfritari telur upp: „Whistle down the Wind“, „Taste of Honey“ og „The Loneliness of the Long Dist- ance Runner“ — og segir, að sýningum sé yfirleitt hætt fyr irvaralaust til sárra vonbrigða fyrir marga, sem telji sig hafa misst af góðri skemmtun. Svo er líka hitt, að allur fjöldinn hefur verið fjarver- andi úr bænum hluta af sumr- inu og mundi sjálfsagt fara og sjá þessar myndir með haust- inu. Mér Þætti ekki ótrúlegt þótt kvikmynda'húsin væru þunnskipuð að sumrinu — nema þá þegar Bltlarnir láta til sín heyra. Maður talar nú ekki um ósköpin. BOSCH kæliskApar frá 4ti—8% cub.fet. Ennfremur FRYSTIKISTUR Söluumboð HÚSPRÍÐI h.f. Sími 20440 og 20441

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.