Morgunblaðið - 23.08.1964, Page 10

Morgunblaðið - 23.08.1964, Page 10
10 MORCU NBLAÐIÐ SunnudagUT 23. ágúst 1964 A SÓGUSLÓDDM MARGIR eru sögustaðir á landi voru. Flestir eru byggð ból, aðsetur höfðingja, valds- manna og auðmanna um ára- bil eða aldaraðir, miðstöðvar héraða. Nokkrir eru menning- arstöðvar, svo sem biskups- stólar, klaustur- og skólaset- ur. Þessir rausnargarðar allir gnæfðu yfir kotin í kring eins og höfðingjarnir, andlegir eða veraldlegir, yfir bændur og allan almúga. En svo eru aðrir sögustaðir, sem tengdir eru einstökum at- burðum, misjafnlega merkileg um eða afdrifaríkum. Þeir stíga allt í einu fram úr skugga horfinnar fortíðar og gleymast ekki síðan. Þeir eiga frægð sína að þakka einni ör- skotsstund, en koma síðan ekki við sögu framar. Einn þessara sögustaða vorra er Örlygsstaðir í Blöndu hlíð í Skagafirði. Þeir eru í sviðsljósi sögunnar einn ein- asta dag, en sá dagur hefir verið íslenzkri þjóð lifandi veruleiki í 726 ár. Slíkir dag- ar standa kyrrir í þúsund ár. Á þessum stað var háð fjöl- mennust orrusta á ísiandl, þótt ekki væri hún sú mann- skæðasta (sú var háð í sömu sveit tæpum 8 árum síðar), og þar var endi bundinn á valdadrauma Sturlu Sighvats- sonar. Þar lét hann líf sitt á- samt föður sínum öldruðum og þremur bræðrum. Þar var veldi Sturlunga hnekkt, þó að Þórður kakali, bróðir Sturlu, sem nú var í Noregi, léti allmikið til sín taka hér á landi og hefði mikil völd á næsta áratug, og nokkrir Sturlungar aðrir kæmu við stjórnmálasögu fslands eftir þetta og hefðu nokkur manna- forráð. Ekki er vitað til, að Örlygs- staðir hafi nokkurn tíma ver- ið lögbýli, og hugsanlegt er, að þar hafi aldrei verið búið. Tilviljun ein réð því, að ein- mitt á þessum stað^ urðu straumhvörf í sögu íslands. Tæpast er unnt að segja, að hann hafi „orðið fyrir valinu" sem orrustusvæði, það var neyðarúrræði aðþrengdra og fyrirhyggjulítilla foringja, sem áttu ekki annars völ á örlaga- stund, en mættu skapadægri sínu á holti þessu. Við erum svo lánsöm, að einn vandvirkasti og óhlut- drægasti sagnaritari fslend- inga fyrr og síðar, Sturla Þórð arson, var einmitt í liði Sturl- unga þennan dag og hefir skýrt nákvæmlega frá tíðind- um. Þar eigum við ekki að- eins samtíðaheimild, heldur frásögn sjónarvotts, sem ekki verður rengdur með neinni sanngirni. Vart hafa þeir frændur, Gissur Þorvaldsson og Klængur Bjarnason, vitað, hve mikinn greiða þeir gerðu síðari tíma mönnum og ís- lenzkri sögu, þegar þeir buðu Sturlu Þórðarsyni grið í Mikla bæjarkirkju síðar um daginn. n. örlygsstaðir eru í landi Víði- valla, norðaustur frá bænum, um 5 mínútna gang ofan við þjóðveginn eins og hann ligg- ur nú. Hins vegar lá gamli þjóðvegurinn ofar í hlíðinni fast hjá orrustustaðnum. Ör- lygsstaðir sjást ekki neðan af veginum og heldur ekki heim- an frá Víðivöllum, tveir hól- ar, Örlygsstaðahólar, skyggja á. Allt um það er ómaksins 'vert fyrir ferðafólk sem leið á um Blönduhlíð, að skreppa upp í hlíðina og sjá staðinn, þó ekki væri til annars en skynja nálægð atburðarins, sem einn heldur uppi frægð hans, og sjá í anda, hvar fylk- ingar sigu saman og glæsileg- ar hetjur hnigu til jarðar í heift og hita bardagans. Þegar komið er upp á Ör- lygsstaðahóla, tvo harðbala efst í mónum ofan við veg- inn, blasa Örlygsstaðir við. Þeim er svo lýst í Sturlungu: „Þá æptu þeir allir (þ.e. menn Sturlu og Kolbeins Sighvats- sona) ok sneru upp í gerði þat, er heitir á Örlygsstöðum. Sauðahús stóð í gerðinu. En garðrinn var lágr, svá at þar var með öllu ekki vígi.“ Það er ekki ofsögum sagt. Frá ■ « grónar rústir, önnur skammt norðan við miðju gerðisins, en hin sunnarlega, um 25—30 m frá suðurmörkum þess. Ekki eru menn á eitt sáttir um, hvor rústin sé sauðahússins. Sigurður Vigfússon, sem skoð- aði stað&m á 9. tug 19. aldar (Árb. Fornlfél. 1892, bls. 82 o. áfr.), taldi sauðahúsið hafa verið norðantil í miðju gerð- inu, þar sem holtbungan er hæst, og hafa snúið frá norðri til suðurs, þó að lögunin sæist ekki glöggt. Einnig getur hann syðri rústarinnar. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi (Árb. Fornlfél. 1906, bls. 25) féllst á skoðun Sigurðar, en taldi sig sjá merki þess, að sauða- húsið hefði verið sett ofan á eldri rúst. Br. J. var þeirrar Séð til austurs af Örlygsstaðahólum örlygsstöðum. yfir orrustusvæðið isins Ásgarðs, gnæfir Hellu- borg við loft, aflangur kletta- ás frá norðri til suðurs. í suð- austri rís svo Sólheimafjall og í austri Akrafjall, en á milli þeirra er Miðskytjuskarð, Hér féll Sturla Sighvatsson. Orlygsstoðir hólunum hallar landinu til austurs niður að gerðinu, en að norðan og austan við það eru sléttar mýrar, smáþýfðar. Að sunnan hallar nokkuð nið- ur frá garðrústinni, svo að þar hefir verið einna skást til varnar, enda varð þar snörp- ust viðurtakan. Allvel sér enn fyrir garðinum að sunnan, austan og suðvestan, en sízt að norðan og norðvestan. Gerðið er nær hringlaga og þó aðeins aflangt, um 100 m í þvermál frá norðri til suð- urs, en um 85 m frá austri til vesturs. Irman garðsins eru tvær Garðrústin að sunnan. Hér féll Sighv»*«v Sí*»u-lus©n. Séð til v*ss*Mrs. Reykjatunga í baksýn. skoðunar, að þarna hefði áður verið bær, smbr. nafnið, en hvorki staðið lengi né verið annað en smákot. Próf. Magn- ús Jónsson telur hins vegar (Ásbirningar, 1939), að syðri rústin sé af hinu umrædda sauðahúsi, sem Sturlunga get ur um, og birtir í bókinni 4 uppdrætti, þar sem það er sýnt. í Sturlunga sögu (1946) I., bls. 433, er einnig birtur uppdráttur gerðisins, en þar er nyrðri rústin ein sýnd. Að mínum dómi er skoðun Sig- urðar Vigfússonar mun senni- legri en Magnúsar Jónssonar, og ber aðallega tvennt til: Skynsamlegra virðist hafa ver ið að velja sauðahúsi stað sem næst miðju gerðisins fremur en í öðrum enda þess. Svo tel ég ósennilegt, að allur sá mannfjöldi, sem sagan greinir frá, að verið hafi innan garðs „fyrir neðan (þ.e. sunnan) húsit“, hafi komizt fyrir á því svæði, ef það hefir takmark- azt af syðra húsinu. Hvað sem um það er, nefnir Sturl- unga ekki nema eitt hús. Við rústunum hefir aldrei verið hróflað né í þær grafið, og svæðið er friðlýst. Mýrlendi er í kringum Ör- lygsstaði að vestan, norðan og austan, grösugt land og gróið vel. Melholt er í suðvestri, og þar munu menn Gissurar hafa rifið upp grjótið til að kasta í lið Sturlunga í upphafi bar- daagns. í suðri, handan býl- beint upp af Örlygsstöðum. Neðan þess eru margar kletta- borgir og grýttir hólar. í norðri ber svo klettastapann Miklabæjarborg við himin, en ekki sér heim að Miklabæ fremur en til Víðivalla. Á Örlygsstöðum er ekkert sjáanlegt, sem bendir til þess, að þar hafi nokkru sinni ver- ið býli, og engar heimildir eru kunnar, sem styðja það. Nafn- ið eitt gæti bent til mannvist- ar þar. f Jarðabók Árna Magn- ússonar og Páls Vídalíns er þessi afchugasemd, þar sem rætt er um Víðivelli: „Orlygstader eður Orlogs- stader heitir hér í landinu gamalt gerði nafnkunnigt af bardaga þeim, er Sturlungar féllu. Var það þá ekki byggt, og það ætla menn að aldrei hafi verið byggt verið, líkast til að þrælsgerði muni. Það er og hefur verið vafalaust eign Víðivallna.“ Tilgátan um þrælsgerði, sem þarna kemur fram, er fjarri því að vera ósennileg og hún gæti skýrt nafnið að mestu, þ.e. að kennt skuli við mann. Talið er ,að þrælar voru stundum látnir hafast við í hreysum eða kofum ut- an bæjarhúsanna með hyski sínu, þar sem þeir höfðu ein- hverja aðstöðu til rætkunar sér til viðurværis til að létta á fóðrum og húsnæði heima á búinu. Hugsanlegt er, að Örlygur þessi hafi verið þræll Víðivallabónda á söguöld, en ekki er þræla getið á íslandi eftir 1100. m. Laugardagur, 21. ágúst 1238. Sólskin í Skagafirði. Fjand- samlegur her í héraði, sem veitti bændum þungar búsifj- ar. Sturla Sighvatsson, sem lýst hafði því yfir á Apavatns- fundi um vorið, að hann ætl- aði sér meiri hlut en öðrum mönnum á íslandi, hafði þang an komið með mikinn her af Vesturlandi og Borgarfirði hinn 10. ágúst, en faðir hans, Sighvatur Sturluson á Grund, hafði komið norðan um heiði 16. ágúst með tæplega 500 manna. Þar í för voru synir hans allir, sem þá voru á land- inu. Aðfaranótt laugardagsins gisti Sturla á Miklabæ, Kol- beinn bróðir hans á Víðivöll- um, Markús á Miðskytju (nú Miðsitju) og Sighvatur á Sól- heimum. Kolbeinn ungi Arn- órsson, höfðingi Skagfirðinga, hafði hörfað suður um fjöll með tæp 200 manna til fund- ar við Gissur Þorvaldsson, þeg ar hann spurði liðsafnað Sturlu, og vissu Sturlungar nú ekki um fyrirætlanir þeirra,_ ráðgerðu jafnvel að elta þá suður. Höfðu þeir að nokkru ferðbúizt, m.a. bundið skildi sína í klyfjar. Ekki er ljóst, hve mikið lið þeir höfðu, en gizkað hefir verið á 1200— 1300 manna. Engar fregnir bárust Sturlu af för þeirra Gissurar og Kol- beins unga, þó að hann sendi hvern Skagfirðinginn af öðr- um suður á fjöll til njósna. Þeir komu engir aftur, en hurfu í flokk Kolbeins, höfð- ingja síns. Á föstudagskvöld fékk hann þó pata af því, að flokkurinn mundi ekki vera langt undan, og reið þá til fundar við Kolbein bróður sinn á Víðivöllum. Bundu þeir fastmælum, að þeir Kolbeinn skyldu verjast á og í húsun- um á Víðivöllum, en Sturla og þeir hinir koma skjótt til hjálpar. Sturla lét varðmenn vaka á Miklabæ um nóttina, en yfirleitt varð mönnum ekki svefnsamt. Snemma morguns sást hvar Kolbeinn ungi með skagfirzkt og húnvetnskt lið og Gissur með Sunnlendinga sína geist- ust handan úr Reykjatungu, yfir Héraðsvötnin og stefndu til Víðivalla, Kolbeinn þó að- eins sunnar, sennilega til að hindra Sighvat og Markús í að sameinast Sturlu og Kolbeini Sighvatssyni. Þar fór stærsti her, sem saman hefur verið dreginn á íslandi, nærri 1700 manna. Fátt varð um varnir af hálfu Kolbeins, og flýði hann þegar frá Víðivöllum og kom í flasið á Sturlu bróður sínum, sem skundað hafði til liðs við hann frá Miklabæ, þegar sást til fjandmannanna. Var nú Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.