Morgunblaðið - 23.08.1964, Qupperneq 15
Sunnudagur 23. ágúst 1964
MORCUNBLAÐIB
15
Ameríkuferð
forsætisráðherra
Stundum heyrast þær raddir,
að við íslendingar eyðum of
miklu fé í samskiptum okkar við
umheiminn, óþörf sé þátttaka í
ýmsum ráðstefnum, of miklu fé
varið til utanríkisþjónustunnar
o.s.frv. Eðlilegt er, að kommún-
istar reki slíkan áróður; það er
beinlínis andstætt baráttu þeirra
fyrir því að einangra Islendinga
frá vinveittum þjóðum og koma
þeim undir austræn áhrif, að við
styrkjum aðstöðu okkar með sam
skiptum við aðrar þjóðir.
En þeir, sem vilja sjálfstætt og
frjálst ísland, gera sér í vax-
andi mæli grein fyrir því, að
samskipti okkar við aðrar þjóðir,
kynning landsins og kynni af
öðrum þjóðum, er frumnauðsyn.
Menn gera sér ljóst, að það verð-
ur að greiða þann kostnað, sem
því er samfara að vera sjálfstæð
þjóð.
Bjarni Beneditksson, forsætis-
ráðherra, þáði boð um að heim-
sækja íslendingabyggðir í Vest-
urheimi og vináttuboð Johnsons
forseta um að hitta hann og
Dean Rusk, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna að máli. Þeir
munu fáir, sem ekki gera sér
grein fyrir mikilvægi slíkrar
farar — og þarf ekki að eyða að
því mörgum orðum.
REYKJAVÍKURBRÉF
LaugarcL 15. ágúst
För forsætisráðherra heppnað-
íst líka í alla ^taði hið bezta og
ekkert skyggði þar á.
Lágkúra Tímans
Eins og áður segir er ekki við
því að búast, að kommúnistar
fagni því, að forystumenn okkar
leggja sig fram um að treysta
vináttubönd við vestrænar lýð-
ræðisþjóðir. Þó gat „Þjóðviljinn“
viðræðna forsætisráðherra við
forseta Bandaríkjanna á forsíðu
sinni, þótt lítið færi að vísu fyrir
fréttinni. Blaðið hefur talið, að
ekki væri unnt annað en gera
svo mikilli fregn nokkur skil.
Hins vegar gat Tíminn naum-
ast þesssarar meginfregnar dags-
ins. Eins dálks klausa var raun-
ar í blaðinu, en vendilega falin.
Mörg dæmi má nefna um það,
hve fráleitt er að tala um Tím-
ann sem fréttablað, en þetta er
þó einna skýrast. Forsætisráð-
herra okkar hittir að máli mesta
valdamann veraldar og ræðir við
hann og utanríiksráðherra hans,
en Tíminn getur naumast um
það.
Hinar beinu pólitísku falsanir
Tímans eru mál út af fyrir sig,
en hið pólitíska ofstæki lætur
þar ekki staðar numið, heldur
verður líka að falsa fréttirnar.
Af þvi að forsætisráðherrann er
*tjórnmálaandstæðingur Fram-
tóknarmanna, þá er bannað að
geta fregnar, sem hann er við
riðinn. Þetta er slí.k lágkúra, að
furðulegt er, ef finnanlegt er
fólk, sem les Tíma'hn til þess að
reyna að afla sér réttra upplýs-
Inga. Það skortir meira en lítið
á dómgreind slíkra manna.
Fulltrúar Osló-
borgar
Af eðlilegum ástæðum eru sam
*kipti okkar í margvíslegum
nialefnum meiri við Norðurlönd-
tn en aðrar þjóðir. Þar á meðal
hefur verið margháttað samstarf
jnilli höfuðborga Norðurland-
*nna.
Þótt sjálfsagt sé einna minnsta
þekkingu og reynslu að sækja
til okkar, telja höfuðborgir
hinna Norðurlandanna eðlilegt
*ð seuda hingað fulltrúa sína til
skrafs og ráðagerða við borgar-
yfirvöld Reykjavíkur, og nú eru
hér góðir gestir frá Oslóborg.
Þegar við þá er rætt kemur
líka á daginn, að mörg vandamál
þeirra eru hin sömu og okkar.
Þar er kvartað undan sköttum
ekki síður en hér, þar var rifizt
ósköpin öll um ráðhús o.s.frv.
Þessi samskipti höfuðborganna
víkka sjóndeildarhring stjórn-
enda þeirra. Þar fæðast nýjar
hugmyndir og menn læra hverj-
ir af öðrum. Stundum er ef til
vill ekki áþreifanlegt það, sem
vinnst við slíkar viðræður, en
á því er enginn vafi að þegar
til lengdar lætur er það bæði
margt og mikilvægt.
Við Islendingar þurfum vegna
mannfæðar og skorts á sérkunn-
áttu á sumum sviðum að sækja
til annarra ráðleggingar og að-
stoð. Þannig vinna nú eins og
kunnugt er danskir skipulags-
sérfræðingar, með íslenzkum
skipulagsmönnum að heildar-
skipulagi Reykjavíkur og ná-
grennis. Slík samvinna er eðli-
leg og hún kemur af sjálfu sér,
þegar samskiptin við nágrannana
aukast.
Róg;ur erlendis
Sem betur fer hefur okkur ís-
lendingum lengst af frá lýðveld-
isstofnun tekizt að halda þannig
á utanrikismálum okkar og sam-
skiptum við aðrar þjóðir, að veg-
ur okkar hefur stöðugt farið vax-
andi og við njótum nú meira
álits sem fullvalda og ábyrg þjóð
en áður, þótt auðvitað hafi efna-
hagserfiðleikarnir stundum vald-
ið okkur álitshnekki.
Þetta álit leitast góðir íslend-
ingar við að styrkja í viðræðum
við erlenda menn og þar sem
þeir geeta haft áhrif á erlendri
grund. Það finnst mönnum yfir-
. leitt jafn sjálfsagt eins og hitt
að rífast um málefnin hér innan-
lands og segja þá stundum meira
en hægt er við að standa.
Stöku sinnum bregður þó út
af þessu. Kommúnistar fara á
mót trúbræðra sinna til þess eins
að rægja land sitt og þjóð —- og
kippa menn sér ekki upp yið
það, en hitt er sorglegt þegar
ungir og efnilegir menn fara eins
að;
Það bar við nú fyrir skemmstu
að ungur fslendingar ritaði níð-
grein um íslenzk stjórnarvöld í
norskt blað. Var hún sérlega ræt-
in og þess vegna endurprentaði
Tíminn hana með augljósri
ánægju og aðdáun.
Greinarhöfundur gerist meira
að segja svo djarfur að nefna
„landráðahugmyndir" í niðurlagi
níðgreinar þeirrar, sem hann hef-
ur látið greiða sér fyrir að skrifa
um land sitt. Mætti hann gjarn-
an hugleiða betur hvað í því
orði felst.
Spilling og
skattsvik
Mikið hefur að undanförnu
verið rætt um skattsvikin og er
það vel, því að þau hafa án efa
aukizt aftur frá því að umbót
varð í þessu efni eftir hinar
gagngerðu breytingar skattalag-
anna árið 1961. Hitt er víst, að
skattsvikin eru áreiðanlega ekki
meiri en þau voru fyrir þá breyt-
ingu, enda höfðu skattalögin um
langan aldur verið þannig, að
menn töluðu opinberlega um
það, að það væri réttmætt að
sniðganga þau. Þau væru ófram-
kvæmanleg — og var vissulega
mikið til í því.
En hvernig stendur á því, að
menn hneykslast svo miklu meira
nú yfir skattsyikum en fyrir hálf-
um eða einum áratug? Varla
getur það stafað af því að spill-
ingin í íslenzku þjóðlífi hafi auk-
izt. Nei, sem betur fer er ástæð-
an hin gagnstæða, þ.e.a.s. að við
höfum sótt fram í áttina til meira
réttlætis og heilbrigðari stjórn-
arhátta. Þess vegna verður sú
krafa sífellt háværari, að við
upprætum leifar spillingarinnar.
Me»um ekki
n
»Ieyma
Við Islendingar megum ekki
gleyma því, hvernig ástandið var
í íslenzku þjóðlífi, þegar Við-
reisnarstjórnin hóf aðgerðir sín-
ar. í fyrsta lagi voru skatta-
lögirv þannig, að varla fannst
maður, sem taldi sér skylt að tí-
unda allar tekjur sínar. Lögin
beinlínis bönnuðu honum það.
I öðru lagi voru hér víðtæk
innflutnings- og gjaldeyrishöft
og ranglát verðlagsákvæði, sem
allt bauð heim spillingu og
ósóma.
í þriðja lagi var svo uppbóta-
kerfið alræmda í algleymingi
með allri þeirri spillingu og póli-
tíska braski, sem því var sam-
fara.
Við bjuggum sem sagt við
ómengaða vinstri-stefnu. Við
fengum að kynnast henni í fram-
kvæmd, og sú reynsla ætti að
nægja til þess að menn kölluðu
ekki slík ósköp yfir sig að nýju.
Það er eftirtektarvert, að enn
þann dag í dag hælir Framsókn-
arflokkurinn vinstri stjórninni
og stjórnarfarinu, sem þá ríkti
hér. Hann fer þannig ekki dult
með það, að hann vilji innleiða
alla spillinguna á ný, og komm-
únistar segja beinlínis að það
eina, sem skort hafi á í vinstri
stjórninni, hafi verið harka. Ef
hennar hefði gætt hefði stjórnin
getað opnað leiðina til kommún-
ískrar áþjánar.
Báðir stjórnarandstöðuflokk-
arnir vilja aukin ríkisafskipti,
það er þeirra meginstefnumál.
Þess vegna hafa þeir barizt svo
hatrammlega gegn öllum aðgerð-
um Viðreisnarstjórnarinnar til
þess að afnema höft, þvinganir
og ofríki ríkisvalds. En aukin rík-
isafskipti þýða ekki sízt aukin
yfirráð ríkisvaldsins yfir fjár-
magni þjóðfélagsins, þ.e.a.s.
aukna skattheimtu x einu formi
eða öðru.
Stefnur í skatta-
málum
Eðli málsins samkvæmt eru
stjórnarandstæðingar þess vegna
hlynntir mikilli skattheimtu og
ásakanir þeirra um að skattar
séu of háir koma þess vegna úr
hörðustu átt. Leiðréttingar í
skattamálum verða ekki gerðar
af mönnum, sem andvígir eru
einkaframtaki og eignasöfnun al-
mennings, heldur af þeim, sem
gera sér grein fyrir því, að ríkis-
valdið á að eftirláta borgurunum
eins mikil yfirráð yfir aflafé
sínu eins og' «nnt er.
Engum dettur í hug að fundn-
ar verði reglur, sem í öllum til-
fellum verði hinar réttlátustu og
sanngjörnustu. Tilvikin eru svo
mörg að aldrei verður við öllu
séð. Sérstaklega er þó erfitt að
setja reglur, sem ríkja eiga til
frambúðar, þegar urn verðbólgu-
þróun er að ræða, því að þá
raskast allar slíkar reglur meira
eða minna aixvs og raun ber
vitni. .
Hér í blaðinu hefur það til
dæmis verið nefnt áður, að eigna-
skattar kæmu mjög misjafnlega
niður, þar sem miðað er við hið
lága fasteignamat við álagningu
þeirra þeirra. Annað dæmi mætti
nefna: Menn voru yfirleitt sam-
mála um það, að eðlilegt væri að
vextir af skuldum húsbyggjenda
væru frádráttarbærir. Var það
talið sanngjarnt, því að í flestum
tilfellum er bygging eigin hús-
næðis mesta átak manna í lífinu
og því eðlilegt að létta undir með
þeim, því að flestir eru þeir
skuldum vafðir eins og sá gamli
skömmunum. En á verðbólgutím-
um getur þetta verið vafasamt,
því að einmitt þeir, sem fé festa
í fasteignum, hagnast á rýrnandi
verðgildi peninganna og þar með
óbeint lækkandi skuldum sínum.
Verðbólgan verst
Sjálfsagt hefur ekki annað
blað oftar varað við verðbólg-
unni en einmitt Morgunblaðið.
Það hefur bent á, hve margvís-
legt misræmi skapaðist, þegar
ekki væri unnt að halda verð-
lagi nokkurn veginn stöðugu og
þannig væri nær ógjörlegt á verð
bólgutímum að skapa viðunandá
réttlæti.
Menn hafa nú fengið að súpa
seyðið af verðbólguþróuninni,
Vonandi nægileg'a til þess að
þeir geri sér grein fyrir því, að
það er ekki heildinni í hag að
halda áfram á þeirri braut —
og fyrst og fremst ætti það auð-
vitað að vera kappsmál laun-
þega að st.emma stigu við nýrri
þróun í þá átt.
Ef það tekst mun líka reynast
tiltölulega auðvelt að bæta ástapd
í fjárhags- og skattamálum, svo
að það verði með svipuðum hætti
og hjá nágrannaþjóðunum. Auð-
vitað ekki gallalaust, slíkt þjóð-
félag þekkist ekki og kemur
aldrei til með að þekkjast,- en
samt gott og heilbrigt þjóðfélag,
sem menn geta vel unað að búa
í. — Og eitt er rétt að menn
hafi hugfast, þegar þeir í fjár-
hagserfiðleikum eða af öðrum
ástæðum hneigjast til að hyggja
auð í annars garði, að flest allir
eiga við sína erfiðleika að etja í
einu formi eða öðru. Hver og
einn reynir að sigrast á þeim, og
þáð er einmitt þessi baxátta ein-
staklinganna, sem á að orka því
að bæta þjóðfélagið. Hitt leiðir
sjaldnast til farsællar niðurstöðu
að ætla að leysa málin með því
einu að ásaka aðra uw. allar
vammir og skammir.