Morgunblaðið - 04.10.1964, Side 5
Sunnudagur 4. okt. 1964
MORGU NBLAÐIÐ
5
Ferðalangur í Afráku
„Ferðalagið var stórkostlegt
ævintýri fyrir mig, og ég er
ekkert þreytt. Mér fundust
vegirnir betri en á íslandi og
loftslagið jafnvel heldur betra
Hinir innfæddu voru vinalegir
og þeir voru barnslegir og
glaðir, en eftir því, sem þeir
komust í meiri snertingu við
menninguna, urðu þeir merki
Jegri með sig, og tollverðirnir
svörtu eru engin lömb að leika
sér við. Þeir virðast vita af
sér“.
Það var frú Ruth Þorvalds-
son, sem þetta mælti, þegar
blaðamaður Mbl. hitti hana að
máli á dögunum.
Frú Ruth er dönsk að ætt-
erni, en er gift Magnúsi Þor-
valdssyrii í Hveragerði. Sonur
jþeirra heitir Jóhann Þorvalds
son og hann er kristniboði í
Afriku á vegum Aðventista.
Jóhann var fyrst kristniboði
í Sierra Leone, en síðar flutti
hann til Ili-Jfe í Nigeriu. Jó-
hann er prestlærður, en starf-
ar við stórt sjúkrahús í bæn-
um, en 5 spítalar eru í um-
dæmi hans.
Frú Ruth fór í sumar að
heimsækja son sinn. Hún
þakikar Ferðaskrifstofunni fyr
ir mikla og góða fyrirgreiðslu
á ferðalaginu. Hún mátti
borga í íslenzkum peningum.
Og að síðustu varð niðurstað-
an sú, að allt stóð heima.
Áhyggjurnar urðu eftir heima.
„Ég fór með flugvél til Eng-
lands. Þaðan með skipi til
Freetowri í Sierra Leone, en
þar tók Jóhann sonur okkar á
| móti mér. Skipið, sem ég
| ferðaðist með hét APAPA, og
* þar var nú aldeilis mikið gert
fyrir fariþega Ég var í tvo
mánuði í Sierra Leone. í
Skóianum hjá Jóhanni voru
um 200 nemendur, bæði ung-
lingar og börn. Ég átti einu
sinni vinkonu. Hún er nú graf
i í Freetown. Áður en ég lagði
af stað var ég bólusett gegn
Jóhann Þorvaldsson krlstni-
boði.
Kofar hinna infæddu við hliðina á forsetahöllinni
allskonar sjúkdómum, sérstak
lega þó gegn gulu.
í Sierra Leone eru um
100.000 hoidsveikir, en aðvent
istar hafa marga spítala þar
fyrir holdsveika.
Meðan ég dvaldist í Sierra
Leone, fór ég í ferðalag með
Jóhanni syni okkar til Liberiu.
Við ferðuðumst 1000 km. gegn
um frumskóiginn. Við sáurn lít-
ið af stórum villidýrum, en
því meir af öpum, sem þar
léku kúnstir sínar. í Monro-
viu er forsetahöllin mikla o-g
glæst, á borð við Bændahöll-
ina hér. En rétt handan við
götuna eru kofar hinna inn-
fæddu, klesstir saman af leir
og strái. Andstæðumar eru
miklar. í kofunum er ekkert.
Alls ekkert. Bara gólfið.
Fólkið eldar fyrir utan dyrn
ar, jafnvel á aðalvegunum inn
an um bílana. Hitinn? Nei,
hann var ekki svo mikill. Ég
kom þangað á regntíma, en
samt var rigningin ekkert
meiri en hér á Suðurlandi.
Vegirnir voru mjög góðir, yfir
leitt malbikaðir, en þegar
henni sieppti, var ofaníburður
inn harður og góður.
Amerikanar gefa börnum
mat þar um slóðir. Frá Liberiu
komu flestir negrar, sem flutt
ir voru til Bandaríkjanna á
dögum þrælatímabilsins.
Ég kom til Accra í Ghana.
Accra er líka borg andstæð-
anna. Samt er hún mesta ný-
tízkuborg þeirra í Afríku, sem
ég sá. Þar eru miklar hjól-
reiðar, rétt eins og í Kaup-
mannahöfn. Inni í frumskóg-
inum er háskóli, sem þjálfar
100 stúdenta til náms í B. A.
fræðum um 100 km. frá Lagos.
1 Nigeriu er fólk duglegt, og
þess vegna er þar minna um
atvinnuleysi, en í hinurn lönd
unum.
Við snertum ekki við vatni
þarna, nema það væri soðið.
Yfirleitt er mest nærzt á nið-
ursoðnum mat.
Það líður ekki á löngu áður
en þeir reka hvíta menn út úr
löndunum.
Skoðunarfrelsið er ekkert.
Segi maður sína meiningu, þá
lendir hann í fangelsi. Stjórn
málabaráttan er hörð á þess-
um suðurslóðum.
Fyrir utan hótelið okkar
héldu alltaf tveir lögreglu-
þjónar vörð til að leita vopna.
Á íslandi má maður alltaf
segja meiningu sína, en þarna
eru fjölmangir í fangelsi fyrir
það.
Þrátt fyrir hjálp hvítra
manna, _ vex andstaðan gegn
þeim. Ég hafði mjög gaman
af þvi að heimsækja son minn
í Afríku sagði frú Ruth ða
lokum. Það var gaman að sjá
allt það starf, sem Aðventist-
ar leysa þar af hdeni. Ferðin
var sannkallað ævintýri fyrir
mig og ég mun aldrei gleyma
ferðinni þangað í suðrið.
En Afríka hefur þörf fyrir
sérmenntað fólk, ekki hvað
sízt kristniboða. Þeir verða
að vera velmenntaðir, en samt
verða þeir að vera auðmjúkir
og þolinmóðir, frekar en allir
aðrir, og elska guð og sam-
borgara sína, meir en sjálfa
sig.
Það er aðeins þörf fyrir
slíka menn í Afríku um stutta
stund enn. En það líður held-
ur ekki á löngu, þar til verðUr
sagt við þá: Verið þið blessaðir
og hafið kærar þakkir. En nú
getum við bjargað okkur sjálf
ir.“ E. S,
Frú Ruth Þorvaldsson.
Á ferð og llugi
Akranesferðir með sérleyfisbílum
P. Þ. P. Afgreiðsla hjá B.S.R. Frá
Reykjavík alla daga kl. 6. Frá Akra-
nesi kl. 8, nema á sunnudögum kl. 3
Á laugardögum frá Rvík kl. 2 og á
lunnudögum kl. 9 e.h.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. —
Katla hefur væntanlega farið 1 gær-
kvöldi frá Piraeus til Torrevieja og
íslands. Askja hefur væntanlega farið
i gærkvöldi frá Cork áleiðis til Avon-
mouth, London og Stettin.
H.f. Jöklar: Drangajökull kom til
Cambridge 30. sept. og fer þaðan til
Canada. Hofsjökull kom í gær til
Rvíkur frá Norrköping. Deningrad,
Helsingfors og Hamborg. Langjökull er
í Aarhus. Vatnajökull fór 2. þm. frá
Rotterdam tll Rvíkur.
Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell fer frá
Haugasundi á morgun til Faxaflóa-
haifna. Jökulfell fer á morgun frá
Huli til Calais og íslands. Disarfell fer
í dag frá Gdynia til Riga. Litlafell fer
i dag frá Ðakkafirði til Siglufjarðar.
Helgafell er i Þorlákshöfn. Hamrafell
er væntanlegt til Aruba 8. þ.m. Stapa-
fell er væntanlegt til Rvíkur á morgun.
Mælifell íer væntanlega 7. þm. frá
Archangelsk til Marseilles.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á
Vestfjörðum á suðurleið. Esja er á
Álaborg. Herjólfur er á Hornafirði.
Þyrill fór frá Fredrikstað í gær áleið-
is til Austfjarða. Skjaldbreið fór frá
Akureyri kl. 12. á hádegi í gær á
suðurleið. Herðubreið er á Austfjörð-
um á suðurleið.
UMU og GOIT
Fáir kvöddu mig svo forðum,
og fárðu vel, ljúfur hinn jlúfi.
Æskulýðsvika Hjálpræðishers-
ins hefst i dag og stendur yfir
alla þessa viku. Nú verða sam-
komur á hverju kvöldi kl. 8:30
og á laugardagskvöldið verður
miðnætursamkoma kl. 11. Ræðu-
efni og öðrum liðum æskulýðs-
vikunnar er beint til vrngs fólks
sérstaklega en allir eru velkomm
ir. Unga fólkið í Hjálpræðishern
um tekuir mikinn þátt í samkom
unum, lúðrasveitog strenigjasveit
Hjálpræðishersins leika og mikill
söngur og f jölbreyttux.
>f Gengið >f
Gengið 29. september 1964
Notað mótatimbur
l’’x'6”, l”x7” Og 2”x4”
til sölu. — Sími 15144.
Píanókennsla
Guðrún Þorsteinsdóttir
Ljósheimum 3.
Simi 35530.
Þýzkukennsla
Létt aðferð. Fljót talkunn-
átta. Edith Daudistel
Laugavegi 55, uppi.
Sími 21033 frá 6—7.
Skrifborð
Til sölu skrifborð úr ljósu
birki, mjög hentugt fyrir
skólafólk. Uppl. í síma
38051 í dag.
kaup Sala
1 Enskt pund .. 119,64 119,94
1 Banoarikjadollar ... 42 95 43.06
1 Kanadadollar 39,91 40,02
100 Austurr sch. 166.46 166,83
100 Danskar krónur 620,20 621,80
100 Norskar krónur 600,30 601,84
100 Sænskar krónur ... 384.52 836.67
100 Finnsk mórk... 1.335.72 1.339.14
100 ... 874.08 876.32
100 Svissn. franksr .... 992.95 995.50
1000 ítalsk. lí-’ir ... ... 68,80 68,98
100 Gvllini .. 1.191 40 1.194.46
100 V-þýzk mörk 1.080,86 083 62
100 BttJg. frankar 86.34 86,56
VISUKORN
f tilefni af samtali Morgun-
blaðsins við prófessor Jóhannes
Bröndum Nielsen, birt 1/10 1964.
Nú er Bröndum holt að heyra
hina gömlu kenningu:
„að Danir eigi alltaf meira
af eigingirni, en menningu".
Skellinaðra
í góðu lagi til sölu. Verð
kr. 8.000,- Uppl. í síma
37642.
Keflavík
Ódýrar skólabuxur á
drengi. Skólapeysur á
drengi og telpur, úlpur og
jakkar.
ELSA Keflavík.
Konur Kópavogi
Konur óskast í vinnu fyrri-
hluta dags 5 daga i viku.
Uppl. í síma 40706.
Keflavík
Mjög ódýrar kvenblússur
seldar næstu daga. Nælon-
kápur, unglingastærðir kr.
250.
Elsa, sími 2044.
Sveitavinna
Ábyggilegur piltur 15—17 ára óskast að Geita-
skarði í Austur-Húnavatnssýslu. — Uppl. í síma
50820 og Geitaskarði sími um Gunnsteinsstaði.
fbúð óskast
2ja—Ira herb. íbúð óskast til leigu.
Upplýsingar í síma 35927.
• •
FONN
FONN
óskar
FONN
eftir stúlku á aldrinum 18—30 ára, sem tekið getur
að sér afgreiðslu með fleiru. Umrætt starf er hrein-
legt en fjölbreytt og gefur góðum starfskrafti, kost
á háu kaupi. — Nánari upplýsingar verða ekki veitt
ar í síma, en þær er vildu sinna þessu frekar eru
vinsamlega beðnar að koma til viðtals milli kl.
17,30 og 18,30, mánudagi í
Þvottahúsið Fónn
Fjólugötu 19B.
(Gengið upp sundið).
F O N N
F O N N
Asvallagötu 69.
Símar: 21515 og 21516.
KVÖLDSÍMI 3 36 87.
Vesturbæntim
Höfum fengið til sölu 3ja og 4ra herb. íbúðir í sam-
býlishúsi í Vesturbænum. Húsið stendur við Meist-
aravelli fyrir enda Víðimels. — íbúðirnar seljast til
búnar undir tréverk og málningu, með fullgerðri
sameign til afhendingar í vor. 2—3 svefnherbergi
og línherbergi fylgja hverri íbúð. Svalir meðfram
allri suðurhlið íbúðarinnar. Óvenju stór og glæsi-
leg stofa. — Glæsilegt umhverfi. — Hitaveita.
Hagkvæmt verð — Þægilegir skilmálar.
Skoðið staðinn um helgina. — Teikningar
fyrirliggjandi.