Morgunblaðið - 04.10.1964, Side 6
MORCUNBLAÐIÐ
Sunrmdagur 4. okt. 1964
Burðarþol og ending akbrauta er
sérgrein hans
Viðtal við nýorðinn doktor, Ragnar
Ingimarsson
PAGNAR Ingimarsson, verk-
fræðingur, er nýkominn heim
frá Bandaríkjunum, þar sem
hann í vor varði doktorsrrt-
gerð við háskólann f Michigan.
Ragnar er Reykvíkingur, sonur
Ingimars Magnússonar, húsa-
smíðameistara og konu hans
Guðrúnar Guðmundsdóttur. Að
lcknu stúdentsprófi í Mennta-
skólanum í Reykjavík vorið
1964 stundaði hann nám í há-
skólanum í St. Andrews og lauk
þaðan prófi í byggingarverk-
fræði með mjög góðum vitnis-
burði árið 1958, vann síðan hjá
bongarverkfræðingi í eitt ár,
áður en hann fór til framhalds-
náms í Bandaríkjunum. Og nú
er hann sem sagt kominn heim
ásamt konu sinni, Halldóru,
dóttur Bjarna Ingimarssonar
skipstjóra, og tveimur börnum
sinum — og nýorðinn doktor í
fræðum sem íslendinga ætti að
varða miklu, rannsóknum á
burðarþoli og endingu ak-
brauta. Fréttamaður Mbl. hitti
Ragnar að máli og ræddi við
hann um rannsóknir hans og
fleira í því sambandL
Undanfarin ár hefur Ragnar
einkum fengizt við að finna
fullkomnari aðferðir til að meta
áhrif þau, sem undirstöðujarð-
vegurinn, samsetning yfirborðs-
ins, umferð og veðurbreytingar
hafa á endingu veganna og haft
um það samvinnu við prófessor
W. S. Housel við Michiganhá-
skóla, en Housel er heimsþekkt-
ur fræðimaður á þessu syiði og
hefur getið sér mikla frægð
í sambandi við rannsóknir í
fiugvalla- og vegagerð.
— Prófessor Housel telur að
bezta aðferðin til að meta end-
ingu vega sé að rannsaka þá
vegi sem í notkun eru, fremur
en að gera sérstaka tilrauna-
vegi, segir Ragnar. Vegakerfið
er ein stór rannsóknarstofa, en
það þarf að finna aðferðir til
að vinna úr þeim upplýsingum
sem þar felast og hafa tæki til
að gera það á fljótvirkan og ör-
uggan hátt. Það er einmitt
þetta, sem ég hefi verið að gera,
að finna fljótvirka og trausta
aðferð til að meta vagina.
Doktorsritgerð Ragnars nefn-
ist á ensku „Quantitative Evalu-
ation of the Performance of
Highway Pavements“. Meðan
ritgerðin var í smíðum, hafði
Ragnar umsjón með fjölda mæl
irnga til að finna breytingar á
yfirborði akbrauta við mismun-
rndi veðurskilyrði, svo og mis-
sig, sem verður við mikið álag.
Þær aðferðir, sem áður voru
notaðar til slíks voru ákaflega
seinvirkar og gáfu ófullnægjasidi
upplýsingar, en Ragnari tókst að
finna upp nýtt og hagkvæmt
mælitæki, þverskurðarmæli af
sérstakri gerð (Symmetrical
Elevation Profilometer) til þessa
verks. Niðurstöður fengust síðan
með útreikningum í rafeinda-
reiknivélum, og tók það Ragnar
þrjú ár að fullkomna þessa að-
ferð.
Þetta gefur tilefni til að spyrja
Ragnar nánar um rannsóknir
hans á burðarþoli vega og starfið
við reikniheilana.
— Já, það er rétt, ég vann í
5 ár við stærstu gerð af reikni-
heilum, sem nú eru í notkun.
Sú þjálfun gæti komið sér vel
nú, þegar fyrsti reikniheilinn er
að koma hingað til lands. Þó að
hann verði ekki af stærstu gerð,
eru aðferðirnar alltaf svipaðar,
segir Ragnar. Og viðvíkjandi
vegaathugunum, bætir hann við:
— Það er erfitt að draga strax
ályktanir af þessum tilraunum.
Þetta eru rannsóknir fyrir fram-
tíðina. Um allan heim eru menn
nú að snúa sér að því að finna
aðferðir og tæki til að fylgjast
með vegum. Auk Bandaríkja-
manna leggja t.d. Bretar og
Frakkar mikla vinnu í þetta.
Þetta tæki, sem ég var með og
Michigan háskóli er nú að fá fé
til að koma sér upp eftir minni
fyrirsögn, er miðað við rann-
sóknir í stórum stíl og mælir
einnig sveigju við álag á veg-
unum, með það fyrir augum að
hægt sé að lagfæra veginn áður
en skemmdir koma fram. Tækið
mun kosta 50 þús. dali eða um 2
millj. ísl. króna. En ég held að
ekkert sér því til fyrirstöðu að
smíða einfaldari áhöld til not-
kunar hér á landi, ef til kæmL
Vanda efnisval og binda ofaní-
burð
— Eru þeir vegir sem þið
varuð að rannsaka í Bandaríkj-
unum þá nokkuð svipaðir okk-
ar vegum hér?
— Nei, ég get ekki sagt það.
Michigan er eitt fremsta ríki
Bandaríkjanna í vegagerð og þar
eru vegir því stærri og veiga-
meiri en við getum gert þá hér.
Ég held að öllum sé ljóst, að
íslenzkum vegum sé mikið að
vanbúnaði. Og það, sem ég held
að mest þurfi úr að bæta, er að
vanda meira efnisval og reyna
að binda ofaníburðinn. Það þarf
að velja kornastærðir til þess að
þær bindist betur. Ég held, að
það sé ekki til neinnar frambúð-
ar að fara í næstu hóla og
sturta ofaníburði þaðan í veg-
ina. Það er slæmt þegar ofaní-
burðúrinn fýkur og hverfur
kannski á fáeinum klukkustund-
um. Viðhaldið á öllum þessum
vegum virðist vera að verða
óviðráðanlegt, það stendur ekk-
ert við. Annars verður að hafa
í huga, þegar farið er að bera
okkar vegi saman við aðra, að
við höfum stórt land og fámennt.
T.d. er Suður-Michigan á stærð
við ísland, en þar búa 7-8 millj.
manna. Svo þetta eru aðstæður,
sem ekki er hægt að bera saman.
Veðráttan verri en umferffin
í Michigan eru vegasérfræð-
Dr. Ragnar Ingimarsson
ingar komnir á þá skoðun, að
veðrátta og umhverfi sé einn
stærsti liðurinn varðandi eyði-
leggingu veganna og jafnvel
stærri liður en umferðin, segir
dr. Ragnar ennfremur. Ef svo er,
græðum við ekki svo mikið á
því hvað endingu snertir þótt
lítil umferð sé um okkar vegi.
En þó veðráttan okkar sé óstöð-
ug, eru veðurbreytingarnar í
Michigan enn meiri. Hitastigið
getur farið niður í 20 stiga frost
4 Celsius og upp í 40 stiga hita,
og 20 stiga hitasveiflur hafa
komið á einum degi. Svo vegirn-
ir þar mega þola sitt af hverju.
Þó eru tíð frost og þíða á víxl
sennilega verst hér’á landi. Ann-
ars þarf alltaf að gera rannsóknir
á hverjum stað, áður en hægt er
að segja nokkuð um slíkt, stað
hættir eru oft svo ólíkir.
— Er þá ekkert um malarvegi
á borð við okkar í Michigan?
— Jú, jú, malarvegir eru
gerðir þar sem lítil umferð er.
Það er metið eftir umferðinni
hvort réttlætanlegt sé að setja
varanlegt slitlag á veg, sem ekki
ber mikla umferð. En oft þarf
svo ekki nema lítið slitlag á
góðan malarveg og þá er ekki
ástæða til að setja á haiin þykka
steypu, sem er miklu dýraíi. Þeir '
vegir, sem við rannsökuðum
voru flestir steyptir eða mal-
bikaðir. Annars er líka til að
setja í umferð hálfgerða vegi og
láta koma fram í þeim galla,
sem síðan eru leiðréttir, áður en
lengra er haldið.
— f Bandaríkjunum eru allir
vegir boðnir út, segir dr. Ragnar
ennfremur. Og vinnubrögðin við
vegagerð eru stórkostleg. Sums
staðar eru afköstin yfir míla á
dag af vegi með tvöfaldri ak-
braut. Þá vinnur keðja af tækj-
um og aldrei nokkurt lát á vinn-
unni, því ekki þykir réttlætan-
legt að láta tækin standa ónotuð
nokkra mínútu. Til þess eru þau
of dýrmæt. Verkið er svo vel
skipulagt að unun er að horfa á
vinnubrögðin.
— Og að lokum, Ragnar. Hvað
nú?
— Ég hefi ekkert kynnt mér
enn hvaða störf er um að ræða
hérlendis, en vona bara að ág
fái eitthvað lífvænlegt að gera.
Það er nú svo að heima er bezt.
Baunamismunur er að vísu
mikill, en hér kemur fleira til en
peningarnir einir. —
Loks má geta þess, að við nám-
ið hefur dr. Ragnar notið _marg-
víslegra styrkja, bæði frá íslandi
og Bandaríkjunum, sem hann
vill gjarnan þakka. Hann hlaut
tvívegis styrk úr Vísindasjóði.
styrk frá Fulbright-stofnuninni,
svo og styrk frá National Petro-
ieum Refiners Association.
Einnig var honum veittur styrk-
ur frá Office of Research Admin-
istration við háskólann í Michi-
gan oig styrkir frá byggingar-
verkfræðideild sama háskóla. En
jafnframt náminu vann hann
föst störf við Michiganháskóla
frá 1960 og flutti fyrirlestra um
jarðvegs-burðarþolfræði. Einn-
ig hefur hann flutt margra fyrir-
lestra vestan hafs um starf sitt
og niðurstöður, þ.á.m. þrjá fyrir-
lestra við ársþing Highway
Research Board í Washington og
hafa erindin komið út á prenti
vestra.
★ HARPO DAINN
ÉG SÁ í útlendu blaði, að
einn Marx-bræðranna frægu
hefði látizt í síðustu viku. Það
var Harpo, sá mállausi. Hann
var orðinn 75 ára. Fyrir þrem-
ur árum dó Chico og er því að-
eins einn þessara „bræðra“ og
bráðskemmtilegu gamanleik-
ara á lífi.
Auðvitað var Harpo ekki
mállaus þótt hann segði aldrei
aukatekið orð í öllum þeim
fjolda kvikmynda, sem þeir
„bræður“ léku í. Og hann var
snillingur á hörpu. — Enn
þann dag í dag eru myndir
Marx-bræðranna sýndar um
allan heim við mikla aðsókn,
því kímni þeirra og gamansemi
var oft óviðjafnanleg.
★ SLÆM LATÍNA
Að vissu leyti má skipa þeim
á bekk með Chaplin, enda þótt
þann síðarnefnda muni þó senni
lega bera hæst allra gamanleik-
ara, sem hingað til hafa komið
fram í kvikmyndum. Nú er
nýkomin á markaðinn sjálfs-
ævisaga Chaplins og fær hún
mjög misjafna dóma. Ég hef
lesið umsagnir um bókina í
allmörgum erlendum blöðum
og tímaritum og víðast hvar eT
það fundið að henni, að sögu-
hetjan segi aðallega frá því,
sem þægilegt sé fyrir hann
sjálfan — og m.a. minnist Chap-
lin ekki einu orði á konu sína
númer tvö og er slíkt sennilega
ekki góð latína, þegar um ævi-
sögu er að ræða.
★ GRÓÐAFYRIRTÆKI
Það, sem Chaplin hefur
sennilega fyrst og fremst fram
yfir aðra, sem ritað hafa um
líf sitt og starf, er, að hann
græðir meira en þeir allir.
Flestir þeirra, sem rita ævi-
sögur sína, gera það sennilega
til þess að tryggja að þeir
gleymist ekki jafnskjótt og þeir
eru komnir undir græna torfu.
Aðrir vegna þess að þeir telja
sig heldur ekki geta farið með
allan sinn fróðleik og reynslu
í gröfina án þess að miðla sam-
tíðinni og framtíðinni. Svo
koma þeir, sem eru ekki hrædd
ir um að gleymast komandi kyn-
slóðum— og Chaplin hlýtur að
vera þar í hópi.
Bók hans kemur samtímis
út í sex eða átta löndum og
útgefendur hafa þurft að
tryggja honum mikinn hagnað
með fyrirframgreiðslum. Ég sá
í einu blaði, að aldrei hefði
nokkur maður fengið jafnstór-
ar fúlgur fjár fyrir bók, sem
ekki var komin út.
Það þýddi ekki mikið fyrir
slíka karla að skrifa á íslenzku.
★ LÖNG BIÐ
Að undanförnu hef ég stund-
um minnzt á það, að malbikun-
in íborginni væri mikið ánægju
efni öllum vegfarendum. Hing-
að hringdi kona, sem býr við
innanverðan Laugaveg, rétt
innan við Hverfisgötu — og
spurði hvort ég vissi hvenær
þeir mundu byrja á gangstétt-
inni þar.
Ég sagðist ekki vita það en
var alveg viss um að þess yrði
ekki langt að bíða. Þeir væru
orðnir svo óskaplega duglegir
að steypa gangstéttir.
Frúin sagði mér, að hún væri
búin að bíða eftir gangstéttinni
í 40 ár, en sagðist ekki viss um
að sér entist aldur til að bíða
40 í ár í viðbót.
★ ÞETTA HLÝTUR AÐ
HRÍFA
Þegar rignir er hér allt I
aur og leðju fyrir framan dyrn-
ar —■ og þótt fólk vildi fegið
ganga á götunni til þess að
forðast að skemma skóna er
það hægara sagt en gert að
komast út á götuna. Fyrir
nokkrum árum var gangvegur-
inn girtur frá götunni með
stálgrindum og út af fyrir sig
vorum við ánægð með það, þvi
umferðin skapaði börnum þá
sívaxandi hættu. En fyrir
bragðið verðum við að arka i
leðjunni, þegar rignir — og ég
veit ekki hve marga skó ég hef
skemmt á þessu. Þeir eru ekki
svo fáir“.
Þetta sagði frúin — og von-
andi nær þetta hinum stóru
hjörtum okkar dugmiklu gang-
stétta-steypu-manna.
KAUPMEIWIKAUPFÉLÖG
Nú er rétti tíminn til að panta
Rafhlöffur fyrir veturinn.
Bræðurnir Ormsson hf.
Vesturgötu 3. — Sími 11467.